Tíminn - 25.08.1962, Síða 8
SEX RÍKI í Vestur-Evrópu,
Þýzkaland, Frakkland, Ítalía,
Holland, Belgía og Luxemburg,
hafa gert með sér samning um
tollfrjáls viðskipti, óhindraða til-
færslu vinnuafls, atvinnurekstrar
o. fi innan bandalagsins. Nákvæm
ákvæði um þetta er að finna í
hinum svonefnda Rómarsamningi.
Samkvæmt honum verða öll þau
ríki, sem standa utan bandalags-
ins að greiða mjög háa tolla af
vörum, sem þau kunna að selja
til bandalagsríkjanna. í eðli sínu
er þetta tollstríð við þá, sem utan
við bandalagið standa, eða getur
a. m. k. leitt til þess, ef öll ríki
veraldarinnar, sem utan Efnahags-
bandalagsins standa, svara í sömu
mynt. En til að draga úr þessari
hættu er, að minnsta kosti öllum
ríkjum Vestur-Evrópu gefinn kost-
ur á þátttöku, ef þau geta fallizt
á Rómarsamninginn, annað hvort
að fullu, eða með frávikum, eftir
nánari samningum við Efnahags-
bandalagsríkin sex.
Til skamms tíma hefir mjög
lítið verið rætt opinberlega um
þátttöku íslands í bandalaginu. Þó
hefir oft verið frá því skýrt, að
viðskiptamálaráðherra og ráðuneyt
isstjóri hafi rætt við yfirstjórn
bandalagsins í Briissel og einnig
stjórnir flesta, eða allra banda-
lagsríkjanna, til að „túlka málstað
fslands", eins og það hefir stund-
um verið orðað í frásögnum af
þessum viðtölum, án þess þó, að
nokkur grein hafi verið fyrir því
gerð, hvað þessir menn telja að
felist í „málstað íslands".
Þær litlu opinberu umræður,
sem fram fóru um þessar samninga
umleitanir, eða viðtöl, voru mjög
einhliða og hnigu allar í þá átt,
að hvetja Íslendinga til þátttöku,
þar sem meira en helmingur af
útflutningsvörum landsmanna
væru seldar til bandalagsríkjanna
sex, en yrðu nú hátollaðar (18%
innflutningstollur hefir verið
nefndur). Varð ekki annað af um-
mælum blaðanna ráðið, en allur
innflutningstollurinn klyti að
lenda á íslendingum með lægra
vöruverði. Um slíkt er vitanlega
ómögulegt að fullyrða fyrirfram.
Það fer allt eftir þörfum kaup-
anda fyrir hinum innfluttu vörum,
hvort útflytjandinn í framleiðslu-
landinu, eða innflytjandinn í
neyzlulandinu, greiði tollinn, eða
að tollgreiðslan skiptist á milli
þessara aðila að einhverju leyti.
Yfir öllu þessu máli, hefir
hvílt óskiljanleg leynd til skamms
tíma. Hefir leyndin verið afsökuð
með því, að hér væri um „við-
kvæmt utanríkismál“ að ræða. Nú
er erfitt að greina milli þess, hvað
kalla má utanríkismál og innanrík-
ismál. Reyndar var því einhvem-
tíma lýst yfir, að ríkisstjómin
mundi bera málið undir Alþ., áð-
ur en endanleg ákvörðun yrði tek-
in um umsókn um aðild að Efna-
hagsbandalaginu. Mikið var. Þessi
feimni við að ræða málið hér op-
inberlega, var því undarlegri, þar
sem bæði á Norðurlöndum og í
Stóra-Bretlandi var rætt og deilt
urn hugsanlega þátttöku í Efna-
hagsbandalaginu fullum fetfim, á
Jón Árnason, fyrrverandi bankastjóri:
Orðið er frjálst:
ÞEGAR ÞAGNARMOR-
INN VAR ROFINN
löggjafarþingum, opinberum fund-
um, og í dagblöðum þessara landa,
en íslenzkir stjórnmálamenn virð-
ast oft leita sér fyrirmynda að
háttalagi sínu hjá nágrannaþjóð-
um þessum. Frá því hefir að vísu
verið skýrt, að forystumönnum
Framsóknarfl. hafi verið skýrt
frá gangi málanna jafnóðum. En
þeir hafa líka þagað og er. þá sök
þeirra engu minni en stjórnar-
flokkanna í þessum „Strompleik".
— Ég hefi aldrei orðið þess var,
að það spilli fyrir árangri í utan-
ríkissamningum, að málin væru
opinberlega rædd hér heima, áð-
ur en gengið hefir verið til samn-
inga. Það hefir þvert á móti greitt
fyrir góðum árangri, ef kröfur hafa
verið settar fram og rökstuddar,
áður en gengið var til samninga.
Fjöldi manna hér á landi, sem
eitthvað höfðu fylgzt með umræð-
um, um þátttöku í Efnahagsbanda
laginu, í nágrannalöndunum, voru
sáróánægðir yfir þessari leynd. —
Þessi óánægja var orsök þess, að
nokkrir menn tóku sig saman um
að bjóða hingað einum þekktasta
hagfræðing Norðurlanda, Dr. Ragn
ar Frisch, prófessor við Oslohá-
skóla. Þeir sem buðu greiddu kostn
aðinn við heimsókn dr. Frisch. En
vitað var að hann var andvigur
aðild Noregs að Efnahagsbandalag
inu, og því talið æskilegt, að heyra
rök haris; — ðg ef’til vill k'ómá áf
stað opinberum umræðum um mál
ið hér á landi.
Það, sem jók áhuga manna
fyrir nánari kynnum af umræðum
um þátttöku í Efnahagsbandalag-
inu, voru þær ákvarðanir banda-
lagsríkjanna sex, að færa út kví-
arnar og láta samvinnu landanna
ná til miklu víðtækari pólitískrar
samvinnu en aðeins á efnahags-
málasviðinu, með það fyrir aug-
um, að stofna að lokum til banda-
ríkja Evrópu. Eftir að þessi á-
kvörðun var tekin, fóru Bretar,
eða öllu heldur brezka ríkisstjórn-
in fyrir alvöru að hugsa til þátt-
töku. Var víða getum að því leitt,
að Bretar kærðu sig ekki um að
vera útilokaðir frá slíkri pólitískri
samvinnu Evrópuríkjanna. — Hug-
myndin um bandaríki Evrópu var
svo sem ekki ný, því hún hafði
birzt í ýmsum myndum mörgum
sinnum áður, að því ógleymdu, að
ýmsir einræðissinnaðir stjórnend-
ur stórvelda Evrópu höfðu reynt
að sameina öll Evrópuríki undir
eina stjórn, þó slíkar fyrirætlanir
mistækjust ætíð.
Svo aftur sé vikið að heimsókn
dr. Frisch, þá kom það brátt í
ljós, að heimboð þetta vakti
nokkra athygli, bæði hér og í Nor-
egi. Áður en prófessorinn lagði af
stað hingað, átti hann viðtal við
eitt dagblaðanna í Oslo og kom þar
fram, að utanríkisráðherra Norð-
manna, Halvard Lange, mundi
fara til íslands um sama leyti,
og taldi prófessorinn þessa för
vera farna til þess að eyða hugsan
legum áhrifum af för sinni, en
Lange er einn af helztu formæl-
endum þess, að Norðmenn gangi
í Efnahagsbandalagið. Strax hóf
ust umræður í íslenzkum blöðum
um málið. Morgunblaðið skýrði
frá því að hingað væri von á H.
Lange „í einkaerindunT*. Skömmu
síðar var frá því skýrt, að ráð-
herrann kæmi hingað í opinbera
heimsókn í boði íslenzku ríkis-
stjórnarinnar. — Ekki var þess
þó getið hver „borgaði brúsann“.
Er bæði mér og öðrum nokkur
forvitni á því, hvað þessi ráðherra
hefir til þess unnið að vera hingað
boðinn í svona hátíðlega heimsókn,
nema ef hann hafi stutt fslendinga
í eina alvarlega hagsmunamálinu,
sem þeir hafa nýlega sótt á alþjóða
vettvangi, landhelgismálinu.
Svo kom dr. Ragnar Frisch
og hélt sinn fyrirlestur. Háskóli
íslands sýndi þann höfðingsskap
að lána húsnæði til fyrirlestrar-
haldsins. Átti fyrirlesturinn að
haldast í fyrstu kennslustofu Há-
skólans, en aðsókn var svo mik-
il, að kennslustofan rúmaði ekki
þá, sem mættu til að hlusta á
prófessorinn, svo hátíðasalurinn
var opnaður. Sýndu bæði rektor
Háskólans og prófessor hagfræði-
deildar hinn mesta höfðingsskap
og kurteisi í sambandi við þessa
heimsókn prófessor Frisch og eiga
allir hlutaðeigendur skildar mikl-
ar þakkir fyrir þann höfðingsskap.
Fyrirlestur dr. Frisch var strax
þýddur á íslenzku, og er hann til
sölu í bókabúðum, auk þess sem
sum af blöðum landsins birtu úr
honum útdrátt. Prófessor Frisch
fór svo til Akureyrar og Þingeyj-
arsýslu og ræddi þessi mál þar
við almenning. Skal ekki nánar
rætt um efni fyrirlestrar hans hér,
en þeir s'nérust vitanlega fyrst og
fremst um viðhorf Norðmanna til
þátttöku í Efnahagsbandalaginu.
Eins og áður er sagt hafði
þátttaka í Efnahagsbandalaginu
verið rædd opinberlega á Norður-
löndum, í Stóra-Bretlandi, í Banda
ríkjunum og víðar, en hér á landi
var farið með þetta sem hið mesta
feimnismál. En nú skipti um. Dag
blöð landsins, sem höfðu þagað
um þetta mál tóku nú að ræða
það, að vísu enn nokkuð einhliða,
en þó þakkarvert, að þegja ekki
lengur yfir því, sem hér væri að
gerast. í þessum umræðum kom
ýmislegt nýtt í ljós, sem áður var
myrkrum hulið, t. d„ að ríkisstjórn
in hefði látið forystumenn Fram-
sóknar fylgjast með viðtölum full-
trúa ríkisstjórnarinnar um hugs-
anlega þátttöku íslands í bandalag
inu Þá kom það í ljós, að félags-
stofnun, sem nefndi sig „Frjáls
menning" (Undarlegt nafn), hafði
haldið lokaðan fund 27. janúar í
Athugasemd ritstj.
ÞAR SEM greinarhöfundur ræS-
ir um samábyrg'ð forystumanna
Framsóknarflokksins með stjórn
arflokkunum vegna þess, að
stjómin hafi ský'rt þeiin frá
gangi mála varðandi Efnahags-
bandalag Evrópu jafnóðum, eins
og segir í greininni, gætir mis-
skilnings. Hér er hvorki um
sam'ábyrgð né sömu „sök“ að
ræða. — Framsóknarflokkurinn
hefur ekki haft nein afskipti af
gerðum stjórnarinnar í málinu
og hvergi nærri þeim komið.
Hins vegar hefur stjórnin fall-
izt á a'ð Iáta fulltrúum flokks-
ins í té nokkrar upplýsingar um
gang málsins.
vetur til að ræða um þátttöku ís-
lands í Efnahagsbandalaginu. Nú
(á meðan dr. Frisch var hér), gaf
félagið út bækling með umræðum
um málið. Annar framsögumaður
„menningarinnar“, og sá, sem virt
ist helzti málsvari ríkistsjórnarinn
ar þakkar Frjálsri menningu „fyr-
ir að rjúfa þann ramgera þagn-
armúr, sem mál þessi hefur um-
kringt undanfarið“. Og þetta er
ekki það eina, sem gerzt hefir eftir
að dr. Frisch skýrði frá viðhorfi
sínu og annarra Norðmanna, sem
líta sömu augum á málið og hann.
Blöðin hér á landi hafa rætt mál-
ið í stuttum greinum því nær dag-
lega, og skýrt frá því helzta sem
er að gerast í málinu erlendis. Auk
þess hafa tveir þekktir hagfræðing
ar landsins skrifað langar grein-
ar (um 16 dálka alls) í Mbl. Þá
hefir viðskiptamálaráðherra skýrt
í alllöngu máli (Mbl. 21/7-’62) frá
viðræðum, sem hann hafi átti við
ríkisstjórnir sexveldanna og yfir-
stjórn Efnahagsbandalagsins í
Briissel.
Þeir, sem stóðu að hingað-
komu og fyrirlestrahaldi dr. R.
Frisch mega því vel una árangrin-
um. Engar líkur eru til að jafnvíð
tækar umræður hefðu orðið hér
um Efnahagsbandalagið, og hugs-
anlega þátttöku íslands í því, ef
dr. Frisch hefði ekki komið hreyf-
ingu á málið, þó óbeint væri.
Ekki dreg ég í efa, að þeir
menn, sem af hálfu íslenzku ríkis-
stjórnarinnar hafa rætt þetta mál
við stjórnir sexveldanna, hafi gert
það í góðum tilgangi og vilji leysa
málið á þann há.tt, sem þeir telja
íslenzku þjóðinni fyrir beztu. En
þar með er ekki sagt, að þeir ein-
ir sjái og skilji hvað bezt hentar
íslendingur, Þess vegna má óhætt
fullyrða, að opinberar umræður
um hugsanlega þátttöku íslands i
Efnahagsbandalaginu, séu ekki
einasta gagnlegar, heldur einnig
bráðnauðsynlegar ekki sízt, þegar
á það er litið, að hér eru í upp-
siglingu víðtæk stjórnmálasamtök,
sem leiða það af sér, að þáttöku-
ríkin verða að afsala sér yfirstjórn
fjölmargra mála, sem hingað til
hefir verið talið nauðsynlegt að rík
in réðu sjálf, án íhlutunar ann-
arra, ef þau ættu að halda áfram
að teljast sjálfstæð ríki. Einkutn
á þetta við um smáríkin, ef til v'li
að undanskilinni Belgíu, en Belgir
gera sér sennilega vonir um að
Briissel verði höfuðborg hinnar
væntanlegu ríkjasamsteypu.
Höfuðstöðvar Efnahagsbandalags-
ins eru nú í Briissel með um 2000
manna starfsliði. Ætti því að vera
nægjanlegt fyrir fslendinga að
hafa eitthvert samband við þessa
stofnun, en spara sér viðræður
við hvert einstakt þátttökuríki
Efnahagsbandalagsins, að minnsta
kosti meðan allt er í óvissu um
þátttöku Breta. En talið er víst,
að ef Bretar ná ekki samningum,
þá muni Norðurlöndin ekki sækja
um aðild. Á meðan þettá er f ó-
vissu, mun hagfeldast fyrir íslend
inga að láta sér hægt og btoa á-
tekta. En sjálfsagt er að halda á-
fram umræðum um málaði hér
heima, og kynna þjóðinni hvað er
að gerast annars staðar; og gleyma
þá ekki hvað um málið er skrifað
i Bandaríkjunum og öðrum þeim
löndum, sem ekki er talið að geti
orðið beinir aðilar að Efnahags-
bandalaginu.
Aðrar þjóðir líta svo á, að þátt
taka í Efnahagsbandalaginu, sé
svo alverlegt mál, að ekki sé hægt
að afgreiða það með einföldu sam
þykki á löggjafarþingum, án sér-
staks undirbúnings. Norðmenn
hafa þegar ákveðið að láta fara
fram þjóðaratkvæðagreiðslu um
aðild Noregs, og frá Bretlandi ber-
ast þær fregnir að efnt verði til
nýrra þingkosninga, áður en end-
anleg ákvörðun verður tekin. Frá
því er skýrt að Kampmann, for-
sætisráðherra Dana, hafi lýst því
yfir, að annað hvort skuli fram
fara þjóðaratkvæðagreiðsla, eða
nýjar þingkosningar áður en endan
leg ákvörðun verður tekin um að-
ild Dana að Efnahagsbandalaginu.
Þar sem þátttaka íslands í
Efnahagsbandalaginu, er vafalaust
mikilvægasta mál, sem íslending-
ar hafa þurft að taka afstöðu til í
margar aldir, þá er þess að vænta,
að stjórnmálaleiðtogar þjóðarinn-
ar í ríkisstjórn og á Alþingi, iáti
fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu
um málið, áður en það verður til
lykta leitt. — Ef til vill mætti við
það una að Alþingi verði leyst
upp, þegar að úrslitum dregur, og
efnt til nýrra kosninga um þetta
mál eitt, og afgreiddi Alþingi mál-
ið, enda hefði það ekki önnur mál
til meðferðar, og færu svo fram
almennar þingkosningar, þegar
lokið væri afgreiðslu um aðiid ís-
lands að Efnahagsbandalaginu.
8. ágúst 1962.
Jón Árnason.
Vegagerð á
Norðurlandi
Það, sem unnið er að vegagerð
í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum
er einkum þetta: Múlavegurinn er
orðinn akfær öllum bifreiðum út
að Sauðá frá Dalvík. Erfiðasti kafli
leiðarinnar, Ófærugjá, Flagið og
fleiri torsóttir staðir norðan í
Múlanum, og eftír er að leggja
veg yfir, er 4—5 km. að lengd.
En allur Múlavegurinn, frá Dal-
vík til Ólafsfjarðar, er 18 km. —
Þá er í sumar unnið að endur-
bótum á Eyjafjarðarbraut og síðar
í sumar verður Laugalandsvegur
lagfærður. Á þessum vegum er um
smákafla að ræða, einnig í Hörg-
árdal. ,
í Suður-Þingeyjarsýslu er unn-
ið í Fnjóskadalsveri hjá Veislu-
seli og nálægt Hólmavaði og Tjörn
í Aðaldal. Þá er unnið í Tjömes
vegi austan við Máná, fullgerður
nýr vegarspotti á Mývatnsöræfum
og nýbyggður kafli á Mývatns-
heiði og ætlunin er að vinna að
vegalagningu í Bárðardal austan
Fljóts og vestan. Þá eru bættír
vegir á Hólafjalli, Flateyjardal og
Dettifossleið að vestan. En vega-
bætur fjallveganna eru þó aðeins
miðaðar við að jeppar eða fjalla
bílar komist þar leiðar sinnar.
(Dagur).
TÍMINN, Iaugardaginn 25. ágúst 1962