Tíminn - 28.08.1962, Síða 3

Tíminn - 28.08.1962, Síða 3
K/ / Myndin er tekin fyrir helgi 'í bandarísku varðstöðinni Checkpoint Charlie við Berlín- armúrinn, en þar hafa orðið endurteknir árekstrar milli bandarískra herlögreglumanna og sovézkra hermanna. Deiluefnið hefur verið það, að sovézkir hermenn, sem aka félögum sínum í brynvörðum bifreiðum til vaktaskipta við sovézka minnismerkið í V-Ber- lín, hafa neitað að láta banda- ríska herlögreglumenn fylgjast með bifreiðunum og krafizt þess að fá að aka um V-Berlín án lögreglueftirlits. Þessu hef- ur bandaríska herlögreglan ekki viljað hlýta og ætíð stöðv- að bryndreka Rússanna, þangað til þeir liafa látið undan og fall izt á lögreglufylgd. Stundum hefur staðið í nokkru stappi út af þessu við Checkpoint Charlie cins og sést hér á myndinni. Bandarískum herjeppa hefur verið lagt þvert í veg fyrir 3 sovézka bryndreka, sem eru að flytja sovézka hermenn til skiptivakta. í þetta skipti létu Rússarnir ekki undan fyrr en þeir höfðu dvalið við stöðina í rúma klukkustund, en þá héldu þeir til minnismerkisins og skiptu um varðmenn. Venusarfarið Maríner 2. fór út af réttrí braut! NTB— Kaivivcralhöfða, 27. ágúst. Bandaríska gervitunglið Mariner 2., sem skotið var upp frá Kanaveralhöfða á Florida í Bandaríkjunum kiukkan 7 mínútur fyrir 7 í morgun, eftir ísienzkum tíma, fór út af réttri braut og er óttazt, að þetta kunni að hafa í för með sér, að Mariner 2. komist ekki nógu nálægt Venusi til þess að tæki gervi- hnattarins geti gert jiær athuganir, sem fyrirhug- aðar voru. Samkvæmt áætluninni átti Mar- iner 2. að komast næst Venusi þann 14. desember og vera í 16.100 km. fjarlægð frá stjörnunni í | Fyrst í stað gekk allt samkvæmt áætlun, en eftir nokkurn tíma j kom í Ijós, að fyrsta þrep eld- j flaugarinnar hafi farið of marga snúninga og varð þess valdandi, að I gervihnötturinTi lenti ekki á fyrir í hugaðri braut. i Þegar Mariner 2. var orðinn : laus við eldflaugina, var hraðinn | í át ttil Venusar 40,000 kílómetrar i á klukkustund. 5 klukukstundum eftir geimskot ið, skýrðu geimvísindamenn á Kanaveralhöfða frá því, að öll tæki í Mariner 2. væru í lagi og sam- band gervihnattarins við jörð gott. Ef svo tekst til eftirleiðis, hafa Bandaríkjamenn sett nýtt met á þessu sviði geimskota. Bandaríkjaménn hafa áður sent •svipað gervitungl á loft, Marincr sú tilraun misheppnaðjst. hálfa klukkustund og gera athug- anir á þeim tíma. Vegalengdin til Venusar er um 292 milljón kílómetrar, og átti gervihnötturinn' að fara þá leið á 109 dögum. Mariner 2. er þriggja metra langt geimskip, sem vegur 202 kíló. 30 metra löng Atlas-Agena- eldflaug bar Mariner 2. á braut umhverfis jörðu. NTB—Berlíu. 27. ágúst. Lögreglan í Vestur-Berlín; skýrði frá því í dan, aS ausf- ur-þýzkum lögreglumanni hefði tekizf í morgun að klifra ! yfir múrinn hjá franska yfir-l ráðasVæðir.u, Lögreglumaður- inn var cinkennisklæddur og siapp ómeiddur. Austur-býzku verðirnír skutu ekki á hann, enda þótf f>eu muni hafa prð- ið fíóttans varir, / KÍNVERSKAR KJARNORKU- SPRENGJUR NTB—Washington, 27. ágúst. Frá því var skýrt í Washing- ton í dag, að Kínverjar niuni sennilega sprcngja fyrstu kjarn orkusprengjuna innan fárra mánaða, en nokkur ár myndu líða, þar tii Kínverjar sjálfir gætu farið að frainleiða atom- vopn. Upplýsingar uin mál þetta voru gefnar á blaðamannafundi í Washington í dag, skömmu eftir, að Bandaríkjamenn og Bretar höfðu lagt til við Sovét- stjórnina, að gerður yrði sanin ingur mn bann við kjarnorku- sprengjutilraunum. Bandaríkja menn segja, að þótt Kínverjar muni senn verða færir um að sprengja kjarnorkusprengju, hafi þeir íikki yfir að ráða vopn um, sem búin eru kjarnorku- hleðslum. Segja Bandaríkjanienn, að Kínverjar hljóti að njóta að stpðar Sovétríkjanna í sam- bandi við smíði kjarnorku- sprengjanna. Þá var í Washing- ton látin í Ijós von um, að sanm ingur á afvopnunarráðstefn unni í Genf, gæti orðið til þess, að þau ríki sem nú stefna að' frainleiðslu kjarnorkuvopná, dragi úr ákafa sínum í þá átt. ; Þá var og frá því skýrt, að 5 | menn hefðu flúið til V-Berlínar i aðfaranótt sunnudagsins. • : í dag fpr fram jarðarför austur- ; hýzka piltsins, Peters Fechter, sem ; nustur-þýzkir verðir skutu á flótta | og létu liggja í hlóði sínu við múr- : inr,, án þess að koma honum til i hjálpar. Um 300 Austur-Berlínarbúar i .-.'oru viðstaddir jarðarförina. Eins ; og kunnugt er ol^i athurður þessi i mikill; gremjo i V-Berlín og kom til uppþots vig múrinn hvað eftir annað, er íbúar borgarinnar fóru 1 mótmælagöngur v Síðdegis var frá því skýrt, að þrír brezkir og tveir bandarískir hlaðamenn, sem viðstaddir voru jarðárföricá hefðu verið teknir til fanga og hafðir í haldj i eina kUikkustund ' lögreglustöðinni í A.-Bcrlín. Eftir yfirheyrslur var öllum sleppt, nenia brezkum blaða Ijósmyndara. Stærsta sprengjan NTB— Stokkhólmi, 27. ág. Jarft'skjálftamælar í Sví- þjóð sýndu í morgun, að Sovétrikin hafa sprengt enn eina kjarnorkusprengju yfir Novaja Semlja, sncmma í morgun. Þetta mun vera stærsta sprengjian, scm Rúss ar hafa sprengt síðan þcir hófu kjamorkutilraunir á nýjan leik þann 5. ágúst. Fiugvélar saknað NTB— Katmandu, 27. ágúst. Þrjár'flugvélar tóku í dag þátt í leit að flugvél, með sex möinnum, sem saknað er á flugi yfir Himalajafjöll- um. Meðal farþega var ind- verskur sérfræðingur í rannsókn flugslysa, og Var liann á leið a‘5 rannsiaka flugklys, sem varð á þessum slóðuin 1. ágúst, cn þá fórust 10 manns. Helga Sigurðar- dóttir látin \ FRU HELGA Sigurðardóttir fyrr- verandi skólastjóri Húsmæðra- kennaraskóla íslands, lézt s. 1. sunnudag á Landspítalanum. Frú Hclga fæddist 17. ágúst 1904 á Ak ureyri! Foreldrar hennar voru Sig- urður Sigurðsson, skólastjóri og síðar búnaðarmálastjóri, og Þóra Sigurðardóttir. Frú Helga stund- aði nám í húsmæðraskóla og lýð- háskóla í Danmörku og í mat- reiðslukennaraskóla Birgitte Berg- Nielsen, Kaupmannahöfn, 1924— 1926. Hún kenndi lengi matreiðslu við Austurbæjarskólann í Reykja- vík og einnig á matreiðslunám- skeiðum í Reykjavík og út um land. Hún tók afi sér skólastjórn Húsmæðrakennaraskóla íslands ár- ið 1942 og gegndi því starfi allt til hausts 1961. Frú Helga samdi ým- is rit og bæklinga -um matseld og næringarfræði. Hún giftist aldrei. T í M I N N, þriðjudagurinn 28. ágúst 1962. BERLÍN RÚSSNESKIR BRYNDREKAR STÚÐVAÐIR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.