Tíminn - 27.09.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.09.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvœmdastióri: Tómas 4rnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjó-rnarskrifstofur í Eddu- húsinu: afgreiSsla, auglýsingar og aSrar skrifstofur I Banka. stræti 7 Simar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Af. greiðslusími 12323. - Áskriftargjald kr 55 á mánuði innan- lands. í lausasölji kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Svoiífil! samanburður Þessa dagana er því hampaS einna mest í stjórnarblöð- unum sem dæmi og sönnun þess, að „viðreisnin hafi tekizt“, eins og það er orðað, að næg atvinna sé um allt land. En úr því að ríkisstjórnin vill um fram allt þakka hina miklu atvinnu sínum aðgerðum og „viðreisninni", er ekki úr vegi að líta á þær staðreyndir, sem við blasa í þessu efni' og fá rétt svör við þeirri spurningu, hverju hin mikla atvinna er að þakka. Hér skal nefnt hið helzta: 1. Bezta síldveiSiár í hálfan annan áratug, þar á ofan bættust alveg óvenjulegar vetrarsildveiSar. Þetta hef- ur valdiS og veldur enn mikilli eftirspurn eftir vinnu- afli, svo sem eSlilegt er. 2. í kaupstöSum og verstöSum úti um land átti sér stað mjög mikil uppbygging atvinnutækja í tíS vinstri stjórnarinnar, margir bátar keyptir og verksmiSjur og vinnslustöSvar sjávarafla reistar. Þessarar upp- byggingar nýtur nú. 3. Vinstri stjórnin færSi út fiskveiSilandhelgina 1958 í 12 mílur og sigraði í hinni alþjóSlegu deilu um þau mörk. Þó aS núv. ríkisstjórn hafi dregiS úr þeim sigri og hleypt erlendum skipum inn í landhelgi aftur aS nokkru um sinn, hefur árangurinn af útfærslunni komiS betur í Ijós meS hverju sumrinu. Af betri afla- brögSum báta skapast aukin útgerS, atvinna og frarn- leiðsluaukning. 4. Ýmsar byggingar hafa aukizt á þessu ári aftur eftir stöSnunina og samdráttinn fyrstu ár þessarar ríkis- stjórnar, bví að þörfin rekur menn til aS byggja, hvaS sem þaS kostar. ÞaS verður ekki staSiS í stað árum saman. En það sem mestu veldur í þessum efnum er uppgripa- aflinn, sem fengizt hefur á þessu ári og allgóð nýting hans, sem tekizt hefur eingöngu vegna uppbyggingar fvrrverándi ríkisstjórna. Þegar á allt þetta er litið hlýtur mönnum að vera ljóst, að hér hlýtur að vera meiri en nóg atvinna hvernig sem stjórnarfarið er. í framhaldi af þessu er vel þess vert að minnast é framlag núverandi ríkisstjórnar til þess að örva atvinnu og framleiðslu og að nýta gæði landsins. Skulu aðeins fá nærtæk dæmi nefnd: ' 1. Ríkisstjórnin og SjálfstæSisflokkurinn, áður en hún kom til valda, börðust hatramlega gegn byggingu verksmiðja og vinnslustöðva í verstöðvum úti á landi og kallaði pólitíska fjárfestingu og fordæmanlega. Þetta var einkum haft á orði um síldarverksmiðjurn- ar, sem vinstri stjórnin efldi á Austfjörðum og víðar. 2. Rikisstjórnin hélt öllum togaraflota landsmanna bundnum í marga mánuði á þessu ári og hindrafci eftir getu lausn þess verkfalls. 3. Ríkisstjórnin hindraði og eyðilagði samninga, sem komnir voru á í járnsmiðaverkfallinu, svo að undir- búningur síldarvertíðarinnar og verksmiðjann dróst úr hófi og tafði stórlega síldarmóttöku. 4. Ríkisstjórnin efldi deilur um síldveiðikjör sjómanna og hafði engin úrræði til lausnar. Fyrir bragðið hóf meginfloti síldveiðanna veiðar allmörgum dögum síð- ar en hæfði og við það tapaðist mikill afli. Mörg fleiri dæmi mætti nefna. Allt þetta sýnir, að það eru aðgerðir vinstri stjórnar- innar og fyrri ríkisstjórna, sem til þess hafa dugað að efla hina miklu atvinnu og nýtingu metaflans, og án þeirra hefði afraksturinn orðið miklu mínni. Dæmin um aðgerðir núverandi ríkisstjórnar sýna hins vegar, að þær hafa að verulegu leyti miðað að því að torvelda fram- ieiðsluna, minnka aflann og kreppa að þjóðinni. Hið fyrra er jákvæð uppbygging — hið síðara skemmdarverk. SVEN DANÖ háskolakennari: Er tími þjóðríkisins liðinn? Danskur háskólakennari ræðir hugmyndina um eitt Evrópuríki í tifelni af fyrirhugaðri aðild Dana að Efnahagsbandalaginu Grein þessi birtist neffianmáls í Berlingske Aftenavis 7. sept- ember síffiast liffiinn. Þar er lýst þeirri skoffiun, affi meffi því að gera of lítiffi úr kugtakmu þjóð- ríki sé ekki einungis of miklu fórnað, heldur kunni affi vera stofnað - til mjög alvarlcgrar haettu. — Höfundurinn, Sven Danö, er lektor í stjómfræffii við Kaupmannahafniarháskóla. Greinina skrifar hann í tilefni af fyrirhugaðri affiild Danmerk- ur affi Efnahagsbandalagi Evr- ópu. HIÐ „ÞJÓÐLEGA" er ekki í hávegum haft um þessar mund- ir. Heimsstríffiin tvö hafa svert svo áleitnari gerðir þjóðerms- stefnu, að allt, sem snertir hið þjóðlega, bíður álitshnekki af. Fólk þorir varla ag nota hug- takið af ótta við að vera dregið í dilk með nazistum. Sumir þeir hópar, sem voru hvað þjóðleg- astir, eru nú meðal • áköfustu fylgjenda Evrópuhreyfingar- innar, og þeir, sem gjalda þjóð legan varhug við að ganga í Evrópubandalagið, nefna ástæð urnar fyrir ugg sínum öðru nafni, og segja a'ð þær séu „menningarlegar". Því verður ekki neitag, að eitthvað heilbrigt er við þetta uppgjör gagnvart þjóðskrum- inu og öllu, sem því fylgir. Þag ieiðir til móttækilegri afstögn gagnvart umheiminum og greið ir götu einlægs og jákvæðs vilja til alþjóðlegrar samvinnu. Samt sem áður er nokkur á- stæða til að spyrja, hvort hið þjóðlega og þjóðernisstefna sé ekki í meiri varnaraðstöðu en nauðsyn krefur. Við eigum á hættu að skvetta barninu burt með baðvatninu, barninu, sem er stjórnmálalegur sjálfsá- kvörðunarréttur okkar og hið sér danska (eða norræna) lifs- viðhorf, en það er framlag okk ar til evrópskrar menningar. í VÍÐARl skilningi er hér um að ræða spurninguna um rétt þjóðrikisins gagnvart við tækari ríkismyndun. í þessu efni verður oft vart þess skiln ings, að „tími hinna smáu þjóð ríkja sé liðinn. Það er afleiðing tækniþróunarinnar, hvort sem okkur geðjast þag betur eða verr“. Þetta er ein útgáfan aí þeirri algengu röksemdafærslu, sem verður ákaflega víða vart. ag ekki megi láta tilfinninga- sjónarmið leiða til andstöðu gegn þróuninni, heldur verði maður að viðurkenna óhjá- kvæmileika hennar — eða hvernig, sem komizt kann að vera að orði. Þessi röksemd er þó í raun og veru aðeins orða lag, sem ekki tekur með í reikn inginn þá staðreynd, sem mál ið snýst um. Að „fylgjast með þróuninni“ þýðir blátt áfram að ákvörðunin sé fali'n þeim, sem hæst hrópa um, að þeir séu hinir e;nu, sönnu fulltrú- ar framtíðarinnar Láti maður til leiðast, rnun þróunin auð vitað fremur og fyrr beinast i þá átt. Sjónarmiðið á í raun og veru skylt við ótrúleika og leiðir beint til undanhaldssamr ar tækifærisstefnu. Það, sem úrslitum ræður. hlýtur auðvitað að vera raun verulegt mat á, hvort um sé a* ræða æskilega þróun eða ekki I þessu tilfelli er það mat á pólitískum og menningarlegum kostum þjóðríkisins, saman borið við stærri ríkisheildir. eins og til dæmis sameinaða Vestur-Evrópu. HIN augljósa fyrirniynd að evrópskri einingu eru auðvitag Bandaríki Norður-Ameríku, og þvf er ekki að undra, þó að Bandaríkjamönnum gangi illa að skilja, hvernig á því standi, að vig höfum ekki fyrir löngu gert hið sama og þeir. Svarið liggur beint við: Við erum miklum mun ólíkari innbyrðis en þeir. Við höfum að vísu sameiginlega grunnmenningu, en hún nær langt út fyrir landa merki Evrópu, meðal annars til Ameríku, — en munurinn FYRRI HLUTI eftir landssvæðum í Evrópu er nógu mikill til þess að við get- um taiað um þjóðlegar menn ingar, og sú skipting fylgir nokkurn veginn tungumáia- mörkunum. Dani kann að kunna vel við sig á Frakklandi eða Ítalíu, en hann verður þar aldrei heimamaður. Þessu ætt- um við aðeins að vera fegnir. Hin menningarlega skipting, sem er svo einkennandi fyrir Evrópu, er mjög mikill auður öt af fyrir sig, og sérhver til- raun Lil þess að gera Evróþu að stórum „bræðslupotti“ eftir bandarískri fyrirmynd, hlýtur óhjákvæmilega að leiða til menningarlegs tjóns og rótleys- is og gerir okkar heimshluta dauflegri í að lifa. Við skulum endilega vera eins frábrugðnir hver öðrum og unnt er og við skulum ekki rífá okkur sjálfa upp með rótum. Norðmaður einn (Arild Haaland) hefur lýst þessu ágætlega vel: „MÁLIÐ og heimsmenningin eru áhrif, sem ná aftur til fyrstu bernsku okkar, samofin hinum næmustu og viðkvæm ustu þráðum. Þetta net umlyk- ur þaffi, sem persónulegt er ' lífi okkar. Þessi tengsli er ekki hægt að skerða án þess að það valdi tjóni á okkur sjálfum sem manneskjum. Það fólk, seni gerir sér ekki grein fyrir þýð- ingu þessara þátta, er þegar búið ag missa nokkuð af því, sem mest er vert, við tilver- una. Maður getur einnig átt afar tilbreytingaríka og ánægju lega ævi, byggða á öðrum grunni en þessum. En varan- legar og djúpstæðrar ánægju verður aðeins noti.ð til fulls ef hún stendur á algerlega persónulegum rótum. Sá, sem ekki hefur smekk fyrir sitt eig- ið í þessum skilningi, hefur þegar glatað einlrverju sepi maður, nema enn persónulegri og meiri lifsverðmæti hafi náð honum á. sitt vald. En um hve marga skyldi vera hægt að segja það?“ HIN sameiginlega menning sem tengir þjóð saman, leiðir alveg eðlilega til stjórnmála legrar samábyrgðar, sem gerir það næsta eðlilegt, ag þjóðern- ið sé undirstaða ríkisins. Mað- ur vill helzt lúta stjórn lar.da sinna, maður skilur þá og er á sömu „bylgjulengd" og þeir, hversu margt sem annars kann að bera á milli. Þess vegna munu þjóðernisleg landamæri alltaf verða annað og meira en venjuleg héraðamörk. íbúar héraðs kunna ef til vill öðru hvoru að vera óánægðir með það, hvernig þeim er stjórnað frá höfuðborginni, en þeim dettur ekki í hug ag vilja slíta sig frá rijíinu. Við erum þrátt fyrir allt ein heild. Þag kann að hljóma sérlega aðlaðandi að segja, að það sama ætti að gilda um afstöðuna milli Danmerkur og Evrópu. Við séum allir Evr- ópubúar og eigum ekki að vera þjóðrembingar eða einangrun- acsinnar. En hverjir okkar eru reiðubúnir, þegar á á að herða, að láta útlendinga stjórna sér í þýðingarmiklum málum, en það er einmitt það, sem um verður að ræða í Evrópubanda- laginu, þar sem við erum hverf andi lítill minnihluti. Ég hef ekki trú á, að til þess sé fyrir hendi nægileg samábyrgðartil- finning. Til þess er munurinn allt of mikill á lífsháttum og stjórnmálamarkmiðum. Hin sameiginlega Evrópuþjóðernis- tilfinning, sem sumir Evrópu- fylgjendur vitna til, er eitthvað annarleg þjóðernisstefna, án þjóðlegrar undirstöðu. Við munum áreiðanlega líta á Evr ópuríki sem yfirráð útlendinga, sem vig getum auk þess aldrei Losnað við á löglegan hátt. Bandaríki Norður-Ameríku urðu að þola langvinna og blóð- uga borgarastyrjöid þegar nokkur ríkjanna reyndu að rjúfa tengslin 1861 Hvern.g gæti þá ekki farið i Evrópu. þar sem mismunur eftir svæð- um er þó miklum mun meiri? í Bandaríkjunum var það sam bandsstjórnin, sem var fulltrúi frjálslyndis og lýðræðis, en í sameinaðri Evrópu, sem lyti lögum og lofum Þýzkalands oa Frakklands, er mjög sennilegt, að afstaðan yrði þveröfug. REYNSLA Evrópubúa af samþjóðlegum ríkjum er ekki sérlega góð. Austurríki-Ung- verjaland klofnuðu, þegar þeir íbúar, sem ekki voru af þýzku bergi brotnir voru sendir i stríð vegna mála, sem þeir töldú ekki til sín taka, og þeim verður varla láð. Ég fae ekki belur séð, en að þjóðríkið sé einfaldasta og eina eðlilega lausnin á þjóðernis- vandamálunum. Þegar fleiri þjóðabrot eða þjóðir eiga að fara að búa saman í sama riki -l- einkum þó ef um verulegan mun á fjölda er að ræða, — kemur ávallt til klofnings, sem eyðir dýrmætri orku og veldur útlendingahatri og öðrum mið ur viðfelldnum úthverfum þjóð ernisstefnunnar. í þjóðríkinu fá þjóðlegu andstæðurnar færi á ag kyrrast og eftir verður hin heilbrigða þjóðernístilfinn- ing, sem einkum kemm fram i viljanum til að vera maður sjálfur og lifa á sinn eigin hátt. Og þessu fylgir rétturinn til að ákvarða um sín eigin mál. T I M I N N, fimmtudagurinn 27. sept. 1962. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.