Tíminn - 27.09.1962, Blaðsíða 9
ara
afncæli
igtryggs
síðar, síðla sumars, lagðist hús
freyjan banaleguna og andaðist
22. nóvember 1883 og var öll-
um harmdauði. Guðlaugur bjó
áfram í þrjú ár en hann andað-
ist eftir stutta legu 14. nóv.
1886. Tók þá Sigtryggur við
forstöðu heimilisins en vorið
1887 fluttust þau systkin frá
Þremi. Kristinn og Friðdóra
fóru í vist með yngstu systur-
ina með sér en Sigtryggur fór
að Steinkirkju í Fnjóskadal til
frændfólks síns og fór nú að
búa sig undir skólanám. Hann
hafði lengi langað til þess en
taldi sér skylt að hjálpa föður
sínum meðan hann þurfti þess
með. En þegar hann sá að yngri
systkinunum var vel borgið,
sneri hann sér að skólanáminu.
Skólaár
Nú hófst nýr þáttur í ævi '
Sigtryggs. Þegar hér var komið
sögu, hafði hann verið við nám
í unglingaskóla Guðmundar
Hjaltasonar á Akureyri vetur-
inn 1884—85 og kynnzt þar lýð
skólahreyfingunni bæði af
kennslu Guðmundar og félaga
hans, Jens Johansens, sem var
danskur lýðskólakennari. Varð
Sigtryggur þá strax hrifinn af
lýðskólahreyfingunni og taldi
það gæfu sína að hafa kynnzt
þeirri stefnu. Nokkru fyrr hafði
hann lesið ritgerð Þorvalds
Thoroddsens í Andvara um
skóla í Svíþjóð. Langaði hann
þá mjög til að komast í kenn-
araskóla, en gat það ekki vegna
heimilisástæðna. Sigtryggur
hafði rætt um námslöngun sína
við sóknarprest sinn, síra Jónas
Jónasson að Hrafnagili. Hann
hvatti til framkvæmda, tók
hann á heimili sitt og kenndi
honum latínu undir skóla.
Sigtryggur settist svo í 1.
bekk Iærða skólans haustið
1888. Voru nemendur í
bekknum það ár, þar á meðal
Helgi Jónsson, síðar grasafræð-
ingur, og læknarnir Halldór
Steinsson, Georg Georgsson og
Jón Blöndal. Var Sigtryggur
elztur þeirra ailra. Alls voru 88
piltar í skólanum það ár. Auð-
séð var, að töluverðir erfiðleik
ar hafa verið á því fyrir vel
þrítugan mann, lítt undirbúinn,
að setjast á skólabekk og keppa
við miklu vngri menn og suma
vel undirbúna. En með óbil-
andi þreki, samfara ágætum
hæfileikum, sóttist námið vel.
Hann tók stúdentspróf 1894
með II. einkunn, eftir sex
vetra nám. Um skólaár Sig-
tryggs ritar Bogi Th. Melsteð
árið 1929 í Ársrit Fræðafélags-
ins á. þessa leið:
„Síra Sigtryggur virðist ekki
hafa verið meira en meðalmað-
ur til náms, ef miðað er við
þá, sem gengu skólaveginn, en
staðfesta hans var miklu meiri
og greind og vilji til að láta
gott af sér leiða.
Þegar hann fór fyrst í skól-
ann ,átti hann rúmlega 100 kr.
í peningum og smjör og kæfu
í kofforti. Heima f héraðl átti
hann 5 sauðkindur, sem hann
kom fyrir í fóður. Þetta var
sumarkaup hans og erfðafé. —
Hjálp átti hann énga vísa, en
von um venjulegan styrk í skól
anum. Hann fékk þar og 134.88
kr. að meðaltali á ári af fjár-
styrk skólans og úr Bræðra-
sjóði. Það sem á vantaði, vann
hann sér inn í kaupavinnu á
sumrum og með því að kenna
börnum á vetrum jafnframt
náminu. Á þennan hátt tókst
honum að komast áfram fneð
miklum sparnaði. Hann keypti
aldrei nema eina máltíð á dag,
en hafði skrínukost með soðnu
vatni, sætu, á málum.“
Að stúdentsprófi loknu hóf
Sigtryggur nám í prestaskólan
um. Sú var m.a. orsök þess, að
um það leyti, sem móðir hans
dó veiktist hann af brjóst-
himnubólgu og var tvísýnt um
bata. Þá hét hann því að læra
til prests, ef honum batnaði.
Hann var þrjá vetur í presta-
skólanum og útskrifaðist það-
an vorið 1897 með hárrj II.
einkunn, 79 stigum.
Næsta vetur var hann barna-
kennari í Reykjavík og kenndi
tveim deildum í Vesturbænum,
sem settar voru á stofn þar, af
því að barnaskólinn var of lít-
ill. Voru 50 börn í þeim deild
um. Auk þess hafði hann reikn
ingshald fyrir Kvennaskólann
þennan vetur og hafði nóg að
gera og meiri tekjur en nokkru
sinni fyrr.
Prestsþjánusfa
norSanlands
Ráðgert var, að Sigtryggur
héldj kennslunni áfram, en þá
losnaði Svalbarðs- og Prest-
hólaprestakall um haustið. Hall
grímur Sveinsson biskup bað
þá Sigtrygg að fara norður og
gegna prestsþjónustu þar til
næstu fardaga. og játti Sig-
tryggur því. Hann var vígður
til prests 12. okt. 1898 og fór
þá strax norður. Þann vetur
fór hann húsvitjunarferðir um
Þistilfjörð. Melrakkasléttu og
Núpasveit, oft í hríð og ill-
virði. En hann lét það ekki á
sig fá, því að hann var léttur
á fæti og göngumaður góður •
alla tíð.
Vorið eftir losnaði Þórodds-
staður í Kinn, og var síra Sig-
tryggi veitt það brauð frá 11.
marz 1899. Hinn 7. júní 1899
kvæntist hann heitmey sinni,
Ólöfu Júlíönu Sigtryggsdóttur
frá Steinkirkju í Fnjóskadal.
Reistu þau bú á Þóroddsstað.
Ólöf var góð kona og mikil-
hæf, en naut sín ekki í búskapn
um vegna vanheilsu. Hún veikt-
ist af berklum og dó hinn 23.
nóv. 1902 eftir langa sjúkdóms-
legu og miklar þrautir. Tregaði
síra Sigtryggur hana mjög, því
að hjónaband þeirra hafði verið
farsælt. Þeim varð ekki bama
auðið.
Síra Sigtryggur var einlægur
trúmaður, rækti prestsstörf sín
af mikilli skyldurækni og þótti
mikið til hans koma, en alltaf
var kennslan hans áhugamál
Fyrsta prestsskaparárið kenndi
hann börnunum, þegar hann
var heirna. og á Þóroddsstað
hóf hann unglingakennslu.
Hann stofnaði unglingaskóla á
Ljósavatni mejí lýðskólasniði
og kenndi þar tvo síðustu vet-
urna, sem hann var fyrir norð-
an. Eitt fyrsta fermingarbarn
síra Sigtryggs frá þeim árum
minnist hans þannig:
„Mér finnst hann vera eini
presturinn, er ég hef þekkt,
og enn stendur hann mér fyrir
hugskotssjónum sem persónu-
gervingur alls hins bezta í
kennimannastétt. allt frá upp-
hafi kirkjunnar."
Presfssfðrf í Býra-
flarlSarlifsípm
Eftir lát konu sinnar lang-
aði síra Sigtrygg mest til þess
að komast í grennd við Krist-
in bróður sinn, sem þá hafði
keypt Núp í Dýrafirði og búið
þar nokkur ár. Hafði alla tíð
verið mjög kært með þeim
bræðmm. Þá vildi svo til, að
Dýrafjarðarþing losnuðu 1904.
Sótti síra Sigtryggur um þau og
var veitt embættið frá 7. okt.
1904, en fluttist ekki vestur
fyrr en vorið eftir. Settist hann
þá að hjá bróður sínum á Núpi.
Styttan af séra Slgtryggl Guðlaugssyni
Þar hófst það starf, sem lengst
mun halda nafni hans á loft.
Prestsstörfin rækti hann sem
fyrr af mikilli alúð, og þótti
hann mikilhæfur kennimaður.
Eg var eitt af fyrstu ferming-
arbþrnum . hans og man vel
þær stundir sem liann var að
kenna ókkúr undir ferming-
una. Eg minnist trúaralvörun-
ar, skapfestunnar, einlægninn-
ar og ástúðarinnar í svip hans.
Svo munu og önnur fermingar-
börn minnast hans.
Hann var prestur í Dýrafjarð
arþingum nær 34 ár, fékk lausn
frá embætti frá 1. júní 1938
Hann var skipaliur prófastur
í Vestur-ísafjarðarprófasts-
dæmi frá 12. sept. 1929. Enda
þótt hann gegndi öðru starfi
jafnframt prestsskapnum, van
rækti hann á engan hátt prests
störfin Hann var trúr köllun
sinni til hinztu stundar. Ein af
þremur sóknarkirkjum hans
var að Sæbóli á Ingjaldssandi
„Skrúður" blóma og trjágarður séra Sigtryggs Guðlaugssonar.
Er þangað yfir fjallveg að fara,
Sandsheiði, og alltaf farið gang
andi að vetrinum. Síra Sigtrygg
ur mun hafa farið um þúsund
sinnum yfir heiði þessa, með-
an hann var prestur á Núpi. Af
því má vel marka, að hann hef-
ur ekki vanrækt kirkjur sínar,
sem nær lágu Hann vann mik
ið að byggingu hinnar nýju
kirkju að Núpi og skreytti hana
með eigin hendi á listrænan
hátt.
NMpsskólinn
Eins og að líkum lætur, fór
síra Sigtryggur strax að kynna
sér horfur í fræðslumálum í
prestakalli sínu. Þar átti hann
góðan samverkamann, þar sem
Kristinn var, bróðir hans. Krist
inn hafði kennt börnum
fyrstu ár sín í Mýrahreppi og
verið þátttakandi og stundum
stofnandi ýmiss konar félags-
skapar meðal unga fólksins í
sveitinni. Þar var söngfélag og
búnaðarfélag, og öflugt bind
indisfélag var þar starfandi
Nokkru áður en slra Sigtrygg
ur kom að Núpi, voru miklar
umræður um að stofna heima-
vistarbarnaskóla í sveitinni
Var byrjað að grafa fyrir hús
grunni. en þá strandaði málið
vegna ósamkomulags um stað
arvalið. Það er saga, sem stöð
ugt endurtekur sig í skóla- og
félagsmálum. Eg var þá fyrir
innan fermingu og hlakkaði
til náms í skóla þessum og varð
þvl fyrir bitrum vonbrigðum,
þegar málið féll niður. En ég
var ekki einn um það. Hinum
eldri framfaramönnum mun
hafa fallið þetta þungt, ekki
sízt Kristni á Núpi. Hann
var því fús til liðveizlu við
bróður sinn j þeim málum sem
öðrum. Þeir voru eldheitir hug
sjónamenn báðir tveir, og
reiðubúnir að styðja hverja
framfaraviðleitni í þjóðfélag-
inu. Síra Sigtryggur mun i
fyrstu hafa hugsað sér, að sýslu
félagið gæti átt ungmennaskóla
á sínum vegum, en komst brátt
(Framhald á 12 síðu).
TÍMINN, fimmtudagurimi 27. sept. 1962.
ð
- >4
.» r ■