Tíminn - 27.09.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.09.1962, Blaðsíða 3
NYTT KYN- ÞÁTTAPEX MYNDIN er tekin hálfum öðrum tíma eftir aö kviknaði I hlöðunnj að Auðbrekku. Logar stóðu þá út um gaflinn og þekjan var að falla. (Ljósm.: TÍMINN, Hörður Gunnarsson). Fjárhús stóðu við hlöðuna og eru þau óbrunnin. Bændur á Auð- brekku eru Þórir og Stefán Val- geirssynir, og hafa þeir félagsbú. Heyið mun hafa verið vátryggt, hversu hátt veit ég ekki, en tjón bændanna er engu að síður mjög tilfinnanlegt. Heybruninn Framhald af 1. síðu. ■búið var að dæla miklu vatni á heyið, var það ekki lengur hægt. Þá var þag ráð tekið, að fá „trukk“ með spili til aðstoðar og var reynt að skera stykki úr hey- inu og slá á þau böndum og draga út úr hlöðunni. Ekki er vitað með vissu um elds upptök, en bændur telja ólíklegt, ag nokkur hiti að ráði hafi verið í heyinu, þar eð það hafi verið hirt vel þurrt. Súgþurrkun var ekki í hlöðunni. Eldurinn hefur áður leikið Auðbrekkubændur hart, þvf að fyrir nokkrum árum brann þar íbúðarhúsið og skömmu síðar verkstæði. — E.D. Alvarlegar deilur eru nú risnar upp milli Bandaríkja- stjórnar og stjórnarinnar í Missisippi-ríki, vegna hins 29 ára gamla svertingjastúdents, Meredith, sem meinuð hefur verið innganga í háskólann í Missisippi. Ross Barnett, ríkisstjóri í Miss- issippi, hefur þrisvar sinnum neit- að beiðni stúdentsins um inn- göngu í skólann, og mun litarhátt ur Merediths vera ástæðan fyrir neituninni, sem er komin frá rík- isstjóranum persónulega. Þrátt fyrir, að dómstolar í Wash ington hafi að bejðni stjórnarinn- ar hvað eftir annað kveðið upp úrskurði um réttmæti kröfu stúd- entsins um skólavist, þverkallað- ist_ Barnett ríkisstjóri enn. í dag fór Meredith ásamt lög- fræðingi frá dómsmálaráðuneyt- inu í Washington flugleiðis til Mississippi og í fylgd með þeim voru 12 ríkislögreglumenn. Er þeir hugðust fara inn í há- skólabygginguna var veginum lok að fyrir þeim með þrem bryn- vögnum lögreglunnar í Mississ- iPPi- Barnett ríkisstjóri sjálfur var ekki viðlátinn um þetta leyti, en vararíkisstjórinn, Paul Johnson, neitaði fjórum sinnum eindreg- inni beiðni lögfiæðings svertingja- stúdentsins um að þeim yrði hleypt inn í háskólann. Var ekki um annað að gera fyr- ir Meridith en að snúa við og var haldið til baka til New Orleans skömmu síðar. Fyrr um daginn hafði^mda- ríska ríkisstjórnin lýst því yfir, að ef annað dygði ekki, myndi vopnavaldi verða beitt til þess að úrskurður dómstólanna um inn- göngu svertingjans yrð; virtur. Síðdegis var enn ekki ákveðið, hvort ríkisstjórn Bandaríkjanna gerði alvöru úr hótun sinni og léti til skarar skríða gegn yfir- völdunum í Mississippi. Síðustu fréttir af gabbinu Klukkan að ganga þrjú í nótt, hafði Tíminn tal af Birni Ingvars- syni, lögreglustjóra á Keflavíkur- flugvelli. Tjáði hnn blaðinu að Ieitinni að sprengjunni væri lok- ið og ekkert hefði fundizt. Hann sagði að þetta hefði eðlilega verið uinfangsmikil og tímafrek leit. Þá sagði hann að vélin, sem fer með farþegana til New York legði af stað eftir nokkrar mínútur. GIFURLEG FLOD A SPANI Hundruð manna fórust og enn fleiri er saknað í gífur- legum flóSum, sem urSu síð- astliðna nótt í Catalonia á Spáni, eftir mikið skýfall, sem olli því, að allar ár i héraðinu flæddu yfir bakka sína. Meira en 30 verksmiðjur á flóðasvæðinu skemmdust eða hrundu algerlega, samgöng- ur eru í molum og mikill f jöldi húsdýra hefur farizt. Talið er að eignatjón, sem þegar er orðið nemi sem svar- ar 720 milljónum íslenzkra króna. Enn er ekki nokkur leið að gera sér grein fyrir, hve margir hafa farizt, né ætia eignatjónið'nákvæm lega, enda rignir enn á flóðasvæð- inu og því ekki öll kurl til grafar komin. Þúsundir húsa hafa orðið fyrir meiri og minni skemmdum í hér- aðinu og heil þorp og bæir í ná- grenni Barcelóna eru á floti, ef svo má segja. Ástandið var ófagurt á flóða- svæðinu í dag. Allar ár höfðu runnið yfir bakka sína og enn rign ir látlaust. Fjöldi húsa hafa rifn- að af grunni og borizt á brott i vatnselgnum. Víða er krökt af dauðum dýrum og látnu fólki, sem berst niður með árflaumnum, auk alls braks. Enn eru ekki fyrir hendi nákvæm- ar tölur yfir látna, en óttazt er. að tala drukknaðra og látinna-af öðrum orsökum eigi eftir að hækka verulega. Flóðin byrjuðu síðastliðna nótt, með því að geysilegt skýfall varð, sem olli ofsavexti í öllum ám á fióðasvæðinu og brátt flæddu þær yfir bakkana. Fólki var gert aðvart með klukknahringingum og reyndi þá, hver sem betur gat að forða sér og sínu. Mest munu flóðin vera í iðnað- arhéraðinu Sabadell, um það bil 50 km. frá Barcelóna. Margar verksmiðjur jöfnuðust gjörsamlega við jörðu og allt síma- rafmagns- og vegasamband rofið. Um fimmtíu starfsmenn einnar verksmiðjunnar munu hafa færzt í kaf með byggingunni og drukknað, er gífurleg flóðbylgja skall á verksmiðjunni. Samkvæmt opinberum skýrslum munu a.m.k. 100 manns hafa látizt í flóðunum á þessu svæði, en víst er talið, að miklu fleiri hafi farizt. í Catalonia-héraðinu rofnuðu all ai samgöngur af völdum flóðanna og loka varð um tíma flugvelli í nágrenni Barcelona. Víða hafa járnbrautarteinar rifnað upp og margar brýr hafa skolast burt. Þótt enn sé ekki fengið yfirlit yfir manntjón í þessum ægilegu fióðum, er þegar kunnugt um marga f/51skylduharmleiki. Á ein- um stað höfðu faðir og sonur leit- að hælis í símastaur. Rétt áður en björgunarmer.n komu á vettvang hreyf flóðbylgja soninn, en föðurn um var bjargað. í einu þorpi fórust 10 af 11 fjöl- skyldumeðlimum og 16 af 20 sí- gaunum, sem leitað höfðu hælis undir brú einni, urðu vatnselgnum að bráð- og svo mætti lengi telja. „Alblóöugur skipaði hann okkur að ausa“ NTB-Cork, írlandi, 26. sept. 17 SLASAÐIR menn af þeim 48, sem björgúðust úr flugslys- inu, sem varð á súnnudags- kvöldið, er Super-Constellation flugvél varð að nauðlenda á hafinu fyrir vestan frland, voru í dag fluttir með þyrlum frá björgunarskipinu Celerina, í sjúkrahús í Cork á írlandi. Fólk þetta er allt meira og minna slasað og var ekki talið vogandí að láta það bíða leng- ur læknisaðgerðar, en Celerina er ekki væntanleg til hafnar með aðra, sem komust lífs af, fyrr en á föstudag. Enn er 16 manns' saknað og er talið fullvíst, að alls hafi 28 farizt í slysi þessu, en leit er nú hætt. Hið sjúka fólk, sem kom til Cork í dag var mjög illa til reika, með blóðugar og skítug- ar umbúðir og sársaukadrætti í andlitum. Strax við komuna til Cork, voru átta af hinum slösuðu flutt ir áfram til bandarísks her- sjúkrahúss hjá Swindon í Wilts hire. Fréttamönnum NTB tókst að ná tali af einum mannanna, sem þangað var fluttur og lýsti hann á átakanlegan hátt hinu hörmule"a flugslysi. Maður þessi, Robert C. Eld- red, 48 ára gamall eftirlauna- hermaður, sem var á leið til Englands ásamt konu sinni í skemmti- og hvíldarferðalag, fótbrotnaði í slysinu og hefur mátt mikið þola. Kona mín og ég sátum hlið við hlið er flugvélin nauðlenti, en síðan hefi ég ekki séð konu mína, sagði Eldred við frétta- mennina og brast síðan í grát. Við sátum aftast í flugvél- inni, sagði Eldred en þegar hún lenti á öldutoppunum losnuðu sætin og fólkið valt fram eft- ir vélinni. Sjórinn byrjaði að fossa inn og þá missti ég sjón- ar á konu minni. Síðan varð allt myrkt og ég veit eiginlega ekki hvað skeði næstu augna- blikni, sagði Eldr^d. Ég bjóst við dauða mínum, en þá sá ég gúmmífleka á floti, en mér fannst hann vera í meira en kílómeters fjarlægð. Skynsemin sagði mér, að ég myndi aldrei geta synt svo langt, en samt lagði ég af stað og tókst að ná flekanum, sagði hinn sorgmæddi maður. Flugstjórinn var á flekanum og hafði nær misst meðvitund / vegna höfuðhöggs. Nicholson, aðstoðarflugmaður tók þess vegna að sér stjórnina um borð. Okkur var skipað að ausa og ausa og ég minnist þess, að drengur einn byrjaði að ausa sjónum með veskinu sínu. Eld- red sagðist halda, að þannig hefði gengið til í 5 klukku- stundir. Það fyrsta, sem ég spurði um, var hvort kona mín væri um borð og var því fyrst svar- að játandi, en síðar komst ég að raun um, að hún var þar ekki. Einungis eitt vasaljós var um borð og gaf flugstjórinn skip- un um, að það yrði notað til að lýsa upp sjóinn í kring, ef ske kynni að fleiri væru þar á sundi. Mér er minnisstætt er andliti flugstjórans brá fyrir i ljós- glætunni, alblóðugt og illa út- lítandi, en svipurinn var ein- beittur, er hann skipaðj okkur að ausa áfram. Og nú komum við auga á svissneska skipið og þá vakn- aði vonin um björgun. T í M I N N, fimmtudagurinn 27. scpt. 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.