Tíminn - 12.10.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.10.1962, Blaðsíða 6
Þingstörf í gær Fundur hófst í sameinuðu Al'þingi í gær kl. 13,30. Aldurs fo-rseti Gísli Jónsson stýrði kosningu forseta. Kjörinn var Friðjón Skarphéðinsson með 29 atkvæðum. Karl Kristjáns- son hlaut 16 atkvæði og Hanni bal Valdemarsson 10 atkvæði. Tók Friðjón þá við fundar- stjórn og stjórnaði kjöri vara- forseta. 1. varaforseti var kjör inn Sigurður Ágústsson og 2. varaforseti Birgir Finnsson. Forseti neðri deildar var kjörinn Jóhann Hafstein, 1. varaforseti Benedikt Gröndal og Ragnhildur Helgadóttir, sem var forseti 'neðri deildar á síðasta þingi varð nú að láta sér nægja embætti 2. varafor- seta. Skrifarar neðri deiidar voru kjörnir Björn Fr. Bjöms- son og Pétur Sigurðsson. Forseti efri deildar var kjör inn Sigurður Óli Ólason, 1. varaforseti Eggert G. Þorsteins son og 2. varaforseti Kjartan J. Jóhannsson. Skrifarar efri deildar voru kjörnir þeir Karl Kristjánsson og Bjartmar Guð mundsson. í kjörbréfanefnd voru kjörnir af A-lista: Alfreð Gíslason, Keflavik, Einar Ingi mundarson og Eggert G. Þor- steinsson. Af B-lista: Ólafur Jóhannesson og af C-lista Al- freg Gíslason, læknir. Eftir kjör forseta í deildum fór fram hlutun þingmanna í sæti. 7 stjórnarfrumvörp voru lögð fram í gær. Þau eru frum varp um ráðherraáibyrgð, frum varp um brá.ðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga (þ.á.m. bráðabirgðasöluskatt- urinn, sem aðeins átti að gilda í eitt ár) frumv. um öryggis- ráðstafanir gegn jónandi geisl- um frá geislavirkum efnum eða geislatækjum og frumv. um heimild fyrir ríkisstjórnina að láta öðlast gildi ákvæði í samn ingi milli íslands, Danmerkur Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um innheimtu meðlaga. Áfram og alltaf heim inn gegnum sundin blá. Guðirnir gefa þeim gleði, sem landið sjá. Þessar ljóðlínur Davíðs skálds Stefánssonar frá Fagraskógi úr kvæðinu Sigling inn Eyjafjörð, eru svo djúpstæðar og víðfeð'mar, að þær geta eins vel átt við hin órofa rök sem öllum oss eru sett hér í heimi, sem lofsöng til ákveðins byggðarlags. Fyrir því verða þær eins konar „Mottó“ fyrir þessum minningar- orðum. Föstudaginn 7. sept. s.l. var gerð útför Sigfúsar Jóhannessonar bónda í Valfaneshjáleigu. Jarðar- förin fór fram frá Vallaneskirkju og var mjög fjölmenn og virðu- leg. Sóknarpresturinn séra Marinó Kristinsson jarðsöng. Flutti hann mjög fallega og hlýlega ræðu og auk þess söng hann einsöng, en hann er eins og kunnugt er, einn með beztu söngmönnum landsins, að öðru leyti annaðist sönginn kirkjukór Vallaneskirkju undir stjórn frú Bjargar Jónsdóttur á Jaðri. Að athöfn lokinni þáðu allir hinar beztu góðgerðir áður en heim var haldið. Ekki datt mér það í hug á höf- uðdaginn (29. ágúst) er ég af hendingu hitti Sigfús Jóhannesson, ásamt fleirum bændum af héraði í sölubúð Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum, að ég mundi frétta lát hans 1. sept. (á Egedíusar- messu). — Hann var þá glaður og reifur að vanda. Fyrirmannlegur og vel til hafður, eins og venju- lega, er hann var úti á milli man.na. Talið bars-t að tíðarfarinu, eins og oft vill verða, minnsta kosti þá bændur hittast. Því enn þá eiga þeir allt sitt undir sól og regni eins og Steph. G. orðaði það. Flestum þótti votviðrin þrálát mjög og höfuðdagurinn bregðast með þurrkinn. Eg hugsa, að Sig- fúsi hafi fundizt fullmikið svart- sýni okkar hinna, því hann segir hressilega og umbúðarlaust. ',,Nú skal ég segja ykkur nokkuð pilt- ar, ég man glöggt annan Höfuð- dag fyrir mörgum árum síðan, þá var ég líka hér úti á Egilsstöðum, í enn meiri rigningu en nú. Eg var staddur á heimili vinar míns Ara læknis og ég held að ég hafi kannski eitthvað verið að vola yfir ótíðinni. Ari klappar þá á öxl- ina á mér og segir: „Egedius er eftir Sigfús minn“ og þessi spá- dómsorð rættust eftirminnilega, ég man þau dásamlegu umskipti. Þau gátu ekki verið yndislegri — og augun geisluðu og andlitið blik- aði af þessu fallega hlyja brosi, sem fór honum svo vel. „Ef til vill á maður eitthvað svona gott framundan núna“, seg- ir Sigfús um leið og hann gekk til dyra. Já, svona var Sigfús — alltaf hress og alltaf glaður, von- góður og æðrulaus. Já, og svona er lífið, enginn veit hvenær kallið kemur. Áfram og alltaf heim inn gegnum sundin blá. Guðirnir gefa þeim gleði sem landið sjá. Óraði hann kannski fyrir ein- hverjum meiri háttar umskiptum? Sigfús Jóhanness'on var fæddur var þar til vorsins 1928 að hann flutti að Vallaneshjáleigu og bjó þar upp frá því, eða nær hálfan f.iórða áratug. Þessi jörð er miðsvæðis í fallegu byggðarlagi og hluti af eins konar sveitaþorpi, þar sem hinu víðáttu- mikla landi prestsetursins Valla- ness, hefur verið skipt niður í fieiri býli Við þessa jörð batt Sigfús tryggð, þó hann ætti hana ekki og bætti hana stórum, að ræktun og húsum. þó treysti hann sér ekki fiárhagslega til að byggja hana ?ð öllu leyti upp á þann veg, sem hann hefði helzt kosið. Hann var þannig gerður, að bann vildi heldur slá af sínum óskum og kröfum, en eiga það á hættu. að geta ekki staðið við Eg hef engan mann þekkt meiri hann hafði fengið sér smávegis í listamann en hann, að laða fram staupinu, sem honum þótti gott það fínasta og bezta hjá hverjum en fór manna bezt með. hesti, og ég hef engan mann þekkt Hann var hagmæltur, en gerði innilega glaðari og ánægðari en lítið að því, og var dulur á það, liann á hestbaki. það var svo aug- ^ en allt var það fallegt og vel hugs- ljóst að góðhesturinn var honum | að. Hann var glöggur og geym- sannarlega orkugjafi og yndis- inn á hnyttileg tilsvör og brosleg þrunginn aflauki Hversdagsstrit- atvik og gerði það falt til gleði- inu og áhygg.iunum var eins og sópað burtu, er þeir svifu með bann á hljómrænu hýruspori eða vaðandi tölti. Maður og hestur þeir eru eitt fyrir utan hinn skammsýna markaða baug — segir skáldið Einar Benediktsson. Þennan samruna held ég að Sig- iús hafi fundið allra manna bezt og unað vel. Þau Sigfús og Guðbjörg eign- uðust sjö börn. Þrjú þeirra dóu í I æsku — tveir Jóhannesar og ein crð og gerðir. Við fólkið í þessu , síúlka. Hin eru: Benedikt bóndi byggðarlagi batt hann lika tryggð og vinfengi jafnt í næsta nágrenni sem lengra frá. í Beinárgerði á Völlum, Guðmund- ur bílstj., í Vík í Mýrdal, Sigrún húsfreyja á einu Vallanesbýlinu DÁNARMINNING: bóndi, Vallaneshjáleigu að Mýrum i Skriðdal 27. janúar 1897, en fluttist ársgamall með foreldrum sínum Jóhannesi Jónas- syni hinum landskunna hagyrð- ing og konu hans Jóninu Jóns- dóttur að Skjögrastöðum á Skóg- um. Þar bjó Jóhannes allan sinn búskap og alkunnur undir nafn- inu Jóhannes á Skjögrastöðum. Sigfús ólst upp með foreldrum síum og systkinum á Skjögra- stöðum, við lítil efni, enda syst- kinahópurinn stór, en allt varð þetta hið mesta manndómsfólk. Systkin Sigfúsar er til aldurs kom ust eru þessi: Jóhann bóndi í Koll- staðagerði á Völlum, Jónas trygg- ingamaður hjá Samvinnutrygg- ingum, Guðmundur gæzlumaður við Lóransstöðina á Reynisfjalli, Guðný og Guðrún í Vík í Mýr- dal. Látin eru: Páll, Guðrún, Sig- ríður og Sigurveig. Sigfús kvænt- ist áríð 1920 Guðbjörgu Guð- mundsdóttur, hinni ágætustu konu ei réyndist honum hinn umhyggju sami og farsæli förunautur allt til enda. Sambúð þeirra Sigfúsar og Guðbjargar einkenndist alla tíð af gagnkvæmum skilningi og tillits- semi. Sigfús var eitt ár á Skjögra- stöðum eftir að hann kvæntist. en þá brugðu foreldrar hans búi og fluttust til Víkur í Mýrdal. Ekki fýsrti Sigfús að setjast að tií búskapar á Skjögrastöðum. sem þo hefur eflaust staðið honum til boða, enda iörðin lítil og afskekkt. næstum að segja afréttarbýli und- an Hallormstað. Á þessum árum lá ekki á lausu jarðnæði á Fljóts- Við presta þá sem sátu Vallanes á þessu tímabili, batt hann. vin- áttu — þeir fundu að þessu fólki var gott að kynnast, það var hjálp- samt og bóngott og falslaust í öll- um samskiptum. Sigfús var mjög vel eðlisgreind ur maður og fróðleiksgjarn og fann til þess að hafa í æsku orð- ið að fara á mis við alla skóla- og Sigríður húsfreyja í Vallanes- hjáleigu. Eftir að Sigríður giftist, tókst með þessu fólki einhvers konar félags- eða samstarfsbúskap- ur, sem vel fór á. — Sigríður sýndi fcreldrum sínum, sem bæðí voru þá farin að bila að heilsu, ein- staka nákvæmni og umhyggju, enda kunnu þau það vel að meta. Sigfús var góður og nærgætinn að verða handgenginn þessum menntamönnum — þar sem þetta voru þá líka hinir ágætustu félag- ar þegar svo bar undir — en þann þátt mannlegrar náttúru kunni Sigfús vel að meta. Sigfús gerði aldrei mikið úr túskap sínum, kallaði sig stundum í gamni „kotkarl" en sannarlega bar hann þess engin merki, enda búskapur hans aldrei þannig. Hann rak að vísu aldrei stóran búskap — ekki lítinn heldur, hafði alltaf nóg fyrir sig og var alla tíð veitandi en aldrei þiggjandi. Hið hlýja viðmót, einlæga gest- risni og hjálpsemi hjónanna og barnanna, er upp komust, laðaði fc.lk að garði. enda mátti segja ao þetta væri gestaheimili, öllum fanns-t sér líða þarna vel, þó húsa- kynnin væru ekki stórbrotin, sannaðist þar, að þar sem er hjarta rúm, þar er líka húsrúm. Sigfús hafði yndi af öllu rækt- unarstarfi og skepnur voru honum hugþekkar. fór hann vel með þær allar, en þó voru hestarnir hans uppáhald. V’ð þá var sagt að hann dalshéraði. Sigfús fór frá Skjögra- dekrað'i, átti líka alla ævi fallega sröðum, að Aruheiðarstöðum í og góða hesta — reglulega stáss- göngu, hann mat það því mikils heimilisfaðir, sí og æ hugsandi um og fannst það því eins konar lán það, að ráða bót á sérhverju því, Fljóts'da] og var þar i eitt ár og þaðan að Melhúsaseli í Fellum og hesta — Hann var hestamaður af lífi og sál. sem honum og þeim sem á hans vegum voru, fannst með þurfa hverju sinni. Hann var tilfinningaríkur og samúðarfullur gagnvart börnum og öðrum, er minnimáttar voru, og þeim, sem bágt eða erfitt áttu, var hann manna fúsastur að rétta örvandi hjálparhönd. Hann var félagslyndur í bezta lagi, hvort heldur var í fámenni eða fjölmenni, og allra helzt ef auka i góðum félagsskap, eins og séra Marinó orðaði það. En hann fór svo hlýlega og góðlega með það, að ómögulegt var að fyrtast við hann, enda var hann vinmarg- ur og vel látinn — ég hel.d hann hafi átt kunningja og vini um land allt og í öllum stéttum og sröðum þjóðfélagsins. Sigfús gaf sig ekki miki'ð að opinberum málum, minna en ætla mætti af svo greindum manni. Hann var ekkert gefinn fyrir það, að láta bera á sér, en vakti þó alls staðar eftirtekt. Ekki ber að skilja þetta svo, a'ð Sigfús fylgdist ekki með því sem var að gerast. Jú — hann las blöð og tímarit og mynd- aði sér ákveðnar skoðanir j stjórn máium og öðrum dægurmálum, en var lítið gefinn fyrir málæði í þeim efnum. Hann las mikið af góðum bókum, einkum á síðari ár- um, og kom sér smátt og smátt upp fallegu hejmilisbókasafni. Hann gegndi ýmsum trúnaðar- störfum innan sveitarfélagsins, og fórust þau öll vel úr hendi — á eitt vil ég þó sérstaklega minnast. Hann hafði gegnt meðhjálpara- starfi við Vallaneskirkju í 25 ár, með slíkri prýði, að lengi mun minnzt. Sigfú-s ferðaðist mikið í sumar, ef til vill meir en tæp heilsa hans hafði gott af. Hann var t.d. í bændaför Austfirðinga tji Vestur- lands í vor; hafði hann mikla á- nægju af því ferðalagi, sá falleg og búsældarleg byggðarlög, sem hann hafði ekki áður augum litið, cg minntist með hlýju og virðingu margra mætra athafnamanna vest ur þar, sem honum hafði gefizt kostur á að blanda geði við. Þá tók hann síðar í sumar þátt í annarri bændaför úr sínu byggð- arlagi til Vopnafjarðar. Rómaði hann mjög margt sem hann sá í þeirri ferð og móttökur Vopnfirð- inga. Nú er þessi ágæti félagi farinn; með honum er genginn góður drengur og mætur maður, sem gott er að minnast. Friðrik Jónsson. Utgerðarmenn - Sjómenn Skipavi3ger3ir Skipasmíði BáfaviSgerSir mt Bátasmíðí s* Bátauppsátur B Vönduð vinna — vanir fagmenn. kipasmíðastöðin Efafnarfiröi Símar 51461 — 51460 T I M I N N. föstudagur 12. október 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.