Tíminn - 12.10.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.10.1962, Blaðsíða 14
BARNFÓSTRAN Eftir DOROTHY QUINTIN lega, að hann yrði að útvega henni stöðu á Mullions. Hann og Serena voru alltaf hrifin af stúlkunni, en mér fannst hún fölsk og undir- förul. Mér þykir það leitt, Oliver, en eitt sinn þjófur, alltaf þjófur! Svo losaðir þú þig við hana, af því að henni þótti vænt um Car- olyn, hugsaði ég skelí’ingu lostin og fann kuldahroll fara um mig, eins og þessi saga væri nokkurs konar viðvörun til mín. En það reynist þér ekki eins auðvelt að losna við mig, Deidre, bætti ég við í huganum. Eg trúði ekki þessari -sögu um Jane Polvern, og ég sá á andliti Olivers, að hann gerði það ekki heldur. 12. KAFLI Núna, þegar ég átti. loks að hitta Carolyn augliti til auglitis, hélt ég mig að baki Deidre og Olivers. Huglausa hjartað mitt barðist ótt og títt, og ég fann í senn til ákafa og ótta. Síðan á fimmtudag hafði ég spilað hátt spil á hreinskilni og greind barns, mér ókunnugs. Eg hafði gert hluti, sem voru hreinar andstæður við allt, sem ég hafði lært á Greystone, og ég var komin inn í undarlega veröld, fulla tortryggni, illgimi og ef til vill haturs. En ég itafði unnið í fyrstu umferð, sagði ég við sjálfa mig til að hressa upp á sjálfs- traustið. Oliver var hérna, tilbú- inn að flytja Carolyn heim, ef hún vildi fara, og það var ýmiss konar ósamræmi £ vernd Deidre, sem yrði nauðsynlegt að kynna sér betur. Eg held, að ég hafi óttazt mest, að Deidre hafi sagt satt, hvað við- kom Carolyn, jafnvel sérfræðingi 'Sem sir Charles getur skjátlazt. Eg veit, að ég lokaði augunum og bað innilega í hljóði, þegar Deidre opnaði dyr innst við ganginn og stakk höfð'inu inn um gættina. — Eg hef óvæntar gleðifréttir að færa þér, Carolyn, Sagði hún brosandi. — Pabbi er kominn að heimsækja okkur . . . Rödd hennar var svo undur mild og þýð. Þrátt fyrir reynslu mína með börn, bæði sjúk og heilbrigð, eðli- leg og óeðlileg, var ég í sannlei.ka sagt með lífið í lúkunum, hvernig Carolyn tæki þessu. Ef barnið fengi taugakast, myndu Deidre og hin illgjarna móðr hennar hrósa sigri . . . Eg opnaði augun og gleymdi sjálfri mér. Eg sá Carolyn, sem sat við stórt borð og sneri and- liti til dyranna. Pappír og teikni- dót var dreift um borðið — krukka með vatni, og nokkur blóm lágu á þykkum, brúnum pappír. Samt sem áður hafði ég það einhvern veginn á tilfinningunni, að hún hefði ekki verið upptekin af að mála fyrr en dyrnar voru opnað- ar. Eg var viss um, að hún hefði bara setið þarna og starað út í rigninguna, áhugalaus og tómlát- leg. Eg veitti. því eftirtekt, að hún hafði verið flutt úr barnaherberg- inu, sem sneri út að götunni, og ég velti fyrir mér, hvort það hefð'i gerzt eftir heimsókn mína. — Nei, en situr þú í myrkrinu!? Hvers vegna ertu ekki búin að kveikja ljósið . . . ? Deidre talaði lágt og róandi eins og Carolyn væri enn fjögurra ára og ekki á sjöunda ári. Carolyn leit á okkur og deplaði augunum ögn, þegar ljósið var kveikt, bláu, stóru augun hennar horfðu á okkur, og munnurinn var hálfopinn af undrun. Það var greinilegt að hún hefði ekki haft minnsta grun um, að við vorum stödd í húsinu. Þetta herbergi var á þriðju hæð hússins og sneri út að garðinum; ömurlegt og leiðin- legt herbergi fyrir barn, hugs- aði ég. Oliver gekk rólega inn fyrir, nam staðar og breiddi út faðm- inn'móti barninu, brosti og sagði hlýiega: — Halló — ætlarðu ekki að gefa mér einn koss, Caro mia! Það hafði verið gælunafn hans á henni. Seinna sagði hann mér, að hann hefði verið miður sín af hræðslu, og hann hefði ekki lent í neinu því í stríðinu, sem hafði kostað hann slíkan kjark og hann þarfnaðist þennan eftirmiðdag. Eg get svarið, að Carolyn brosti til hans um leið og hún reis upp og ýtti stólnum aftur, en brosið hvarf fljótt, svo að ég gat ekki verið viss. Alvarleg, tindrandi bláu augun horfðu löngunarfull á hann, munnurinn skalf og hún reyndi að bæra varirnar til að segja eitthvað. En aðeins óskiljan legt muldur heyrðist. Eg stóð að baki þeirra og virti þetta allt fyrir mér; ég sá hræðslusvipinn koma aftur á andlit hennar — en það var Deidre, sem hún var hrædd við, ekki Oliver. Eg hef séð þennan svip í öðrum barnsaugum, þegar það var eitt- hvað, sem þau hræddust ofsalega, og það gerði mig bálvonda. Caro- lyn hafði ekki tekið eftir mér enn, en mig langaði til að hrópa til hennar: Þú þarft ekkert að ótt- ast lengur, við skulum aldrei láfa þig vera aleina með henni hcr eftir. Carolyn gekk hikandi nokkur skref og kreppti fast saman litlu hendurnar. Það var greini]eg:, að hún lagði fram ýtrustu krafta sína ég hafði á tiifinningunni, að hún væri dregin áfram til föður síns — frá Deidre. Oliver kraup á kné og faðmaði barnið blíðlega og sagð'i rólega: — Viltu koma með niður og drekka te með okkur, Carol? ' Hún faldi andlit sitt við öxl hans snökti, svo stappaði hún niður fótunum eins og lítið, villt dýr. — Jæja, sérðu það núna? sagði Deidre. — Hún kemsí strax í upp- nám. Og hún vill miklu heldur drekka teið hérna uppi en með mömmu, Oliver. Bakkinn hennar er tilbúinn niðri í eldhúsi, ég skal sækja hann. Oliver klappaði telpunni sefandi á bakið ,en sagði ekkert og smárn saman stilltist trampið og snöktið, en Carolyn gróf enn andlit sitt við öxl föður síns. En ég hafði séð nóg til þess, að mér létti ósegjan- lega. Þetta var ekki taugaveiklun, ekki ótti við föðurinn; þetta voru eðlileg viðbrögð barns, sem ekki gat tjáð sig í orðum. Ef Carolyn óttaðist einhvern, hugsaði ég reiði lega, þá var það Deidre sjálf. Eg áleit, að það værí hyggilegast að láta feðginin vera ein um stund, og því spurði ég D'eidre: — Má ég fá að bera bakkann upp til hennar? Það var ákjósan- legt tækifæri til að kynnast Caro- lyn ögn, ef ég gat fengið tebolla uppi me'ð henni. — Ef þér kærið yðttr um, Oliver var með allan hugann við Carolyn, og ég komst fljótlega að því, að Deidre gat skrúfað fyrir og frá kurteisi eins og maður skrúfar frá vatni. Hún nennti aldr- ei að sýna mér kurteisi. Eg fór á eftir henni niður í eldhúsið og sá, að lagt hafði verið á fallegan tevagn, smákökur á bakka og örþunnar brauðsneiðar. Hann áiti sýnilega að fara inn í stofuna, Á bakkanum, sem Caro- lyn átti að fá, var krukka með mjólk og ein samloka. Það var heldur aumingjalegt, samanborið við hinn bakkaiin. — Hún er svo klossuð, blessað barnið, hún veltir öllu um og möl- brýtur allt, sem hún kemur ná- lægt, sagði Deidre, þar sem hún hafði tekið eftir því, að ég leit til skiptis á tebakkana. Hún kveikti á gasinu og setti ketilinn yfir. Þó að hún haltraði, gat hún hún gengið mjög hratt, og þegar ég stóð þarna við hlið hennar, tók ég eftir því, að hún var hávaxin. Hún bætti bolla á bakkann — hann var sennilega handa mér. Hún hikaði við kökudiskinn. — Carolyn þolir ekki nema einfaldan og óbrotinn mat, sagði hún hrokalega. Eg flýtti mér að sannfæra hana um, að ég vildi allt það sama og barn- ið. — Eg er vönust því, ungfrú Donovan. — Auðvitað, þér eruð fóstra, það er líka rétt. Hún leit forvitnis- lega á mig, meðan við biðum eftir að tevatnið syði. — Eg myndi ekki 175 rísku bandamenn þeirra höfðu fengið sína ráðningu og það var hugsanlegt, eins og hann hafði spáð í bréfi sínu til Montgomery þann 20. nóvember, að amerísku leiðtogaxnir yrðu nú fúsari að fara eftir ráðleggingum Breta, er þeir hefðu séð afleiðingarnar af hern- aðarstefnu sinni. Ef þessar ráð- leggingar yrðu ekki gefnar með fyll'Stu gætni og háttvísi, væru þær samt líklegri til að styggja en sannfæra. Með þetta í huga hafði Brooke skrifað Montgomery bréf, daginn eftir, að hinum síðarnefnda hafði verið falin stjórn fyrsta og níunda' Bradley hefði verið „þreytulegur sem við myndum skjótlega snúa þessu upp í mikinn sigur. Þetta var ótvíræður ósigur og það var miklu betra fyrir okkur að viður- kenna það . . . Eg sagði því næst, að það væri eingöngu okkar eigin yfirsjón; við hefðum gengið mik- ils til of langt með rétt okkar; við hefðum reynt að gera tvær á- rásir samtímis, og hvorug þeirra hefði verið nógu öflug til að bera nokkurn úrslitaárangur. Óvinur- inn sá þetta tækifæri og greip það. Nú værum við staddir í al- gerri ófæru.“ Montgomery tók það fram, að hersins bandaríska. og áhyggjufullur . . . Hann sam- Sigur vesturvelda, eftír Arthur Bryant. Heimildir: ,Eg tel það skyldu mína aðjþykkti fullkomlega allt, sem ég skrifa yður nokkur viðvörunarorð. sagði. Aumingja drengurinn, hann: er svo viðfelldinn og hæverskur, Atburðir og aðgerðir óvinanna hafa neytt Eisenhower til að koma upp fullkomnara herstjórnarkerfi. Eg álít það mjög mikilvægt, að þér forðizt eftir megni að nefna þessa óvefengjanlegu staðreynd náungi, og þetta er allt beisk pilla fyrir hann að gleypa. En hann er nógu mikill maður til að viður- kenna það, og það gerði hann líka . . . Hann stanzaði aðeins í við nokkurn mann. Hvert orð, sem j hálfa klukkustund og flaug svo þér kunnið að segja um það, hlýt- beina leið til baka.‘ ur fyrr eða síðar að berast Eisen- hower til eyrna og það getur vald- ið því, að erfiðara verði að tryggja það, að þetta nýja herstjórnarkerfi fái að. haldast. Sjálfur hef ég á- vallt talið að þér hefðuð rétt fyrir yður, og nú hafa atburðirnir sann- að það. Við verðum að gæta þess að málin taki ekki aftur ranga stefnu og þess vegna vona ég að þér haldið áfram að standa í nánu sambandi við mig.“ Því miður var þetta ráð, sem Montgomery reyndist ekki auð- velt að fylgja. Á jóladag, þegar Bradley heims'ótti hann, leyndi hann ekki þeirri skoðun sinni að ameríska herstjórnin hefði verð- skuldað það, sem skeði. „Eg var fullkomlega hreinskilinn við hann," skrifaði hann þá um kvöld- •ið. „Eg sagði að Þjóðverjar hefðu gefið okkur sannkallaðar „blóð- nasir“; það var gagnslaust að láta I frásögn sinni um þessar við- ræður, gefur Bradley sjálfur hins vegar í skyn, að Montgomery hafi misskilið tilfinningar sínar. Þannig voru nú í stórum drátt- um aðstæðurnar þegar Brooke kom aftur úr jólaleyfinu og byrj- aði á dagbók sinni þann 1. janúar. „Nýtt ár byrjað og vonandi það síðasta í stríðinu við Þýzkaland. Eg hef nú haft þetta sama starf á höndum í þrjú ár og er orðinn mjög, mjög þreyttur. Eg fór að heiman snemma j morgun, og kom til hermálaráðuneytisins klukkan 9,25 f.h. eftir kuldalega ökuferð í myrkri, hálku og þoku- súld. Forsætisráðherrann hefur sent stanzlausan straum uppkasta allan síðari hi.uta dagsins . . .“ „Þetta“, bætti Brooke við eftir stríðið — „getur hafa verið sið- degið, þegar ég fékk fimmtán slík uppköst. Um þetta leyti var forsætisráðherrann sérstaklega framkvæmdasamur. Á jóladag hafði hann ákveðið að fljúga til Aþenu, vegna borgarastyrjaldar í grísku höfuðborginni og algerra sambandsslita milli fulltrúa brezku stjórnarinnar og Grikk- landskonungs. Þelta gerði hann þrátt fyrir aldur sinn og stopula heilsu. „AVinston ákvað skyndi- lega“, skrifaði Brooke í dagbók sína — „að fara til Grikklands til að reyna að greiða úr flækj- unni þar. Það, sem eftir er af 46. herdeildinni er nú á förum til Grikklands. Og' hvað höfum við svo upp úr því? Við verðum að lokum að hverfa burt úr Grikk- landi og kommúnistar ná völdum þar, eins og næstu nágrannar þess telja æskilegt. Á meðan staðna hernaðaraðgerðirnar á ítalíu.“ „Eg hafði algerlega rangt fyrir mér“, viðurkenndi Brooke síðar, — „Grikklandi varð bjargað und- an kommúnistum. Eg held að ég hafi ekki gert mér nægifega ljóst, hversu mikilvægt það er að hindra Iþað að Grikkland veiti kommúnist um opna leið að Miðjarðarhafinu. 2. janúar. . . . Herráðsforingja- fundur klukkan 10,30 f.h., sem stóð yfir til klukkan 12,15 e.h. Fyrsta atriði á dagskrá var að ræða heimsókn Alex til Moskvu. Winston hafði sjálfur látið í ijós þá ósk sína að Alex stjórnaði stríðinu á Ítalíu, og ég spurði hvernig hann ætlaðist til að hann gerði það, ef hann ætti að fara tvisvar til Aþenu, einu sinni til Moskvu, því næst til Belgrad og | sennilega þaðan til Krím. Þetta j nægði til að sannfæra hann í bili. I Loks ráðherrafundur frá klukkan 5,30 e.h. til 8,30, enda þótt vel hefði mátt ljúka honum á einni klukkustundu. Litlar fréttir frá Frakklandi í dag, en þau tíðindi bárust, að Bertie Rarnsay hefði farizt í flug- slysi yfir París. Það er óbætan- legur skaði að missa hann. Fréttin urn dauða Bertie Ram- say var mjög þungt áfall. Eftir nána samvinnu við hann í hálft annað ár, var mér orðið mjög hlýtt til hans og ég bar óblandna virð- ingu fyrir hæfileikum hans. Eg mat skoðanir hans meira en skoð- anir flestra annarra og naut oft góðs af ráðum háns á stríðsárun- um. Það var sorglegt að hann skyldi deyja einmitt nú þegar til- lögur hans í aðalbúðum Ikes hefðu getað orðið til svo mikillar hjálp- ar. Með honum missti landið einn af sínum færustu og duglegustu aðmírálum.“ „3. janúar. Versailles. Fór í flugvél frá Northolt klukkan 12,30 e.h. ásamt forsætisráðherranum, áleiðis til Parísar. Vonzkuveður. Vorum eina klukkustund og þrjá stundarfjórð'unga á leiðinni. Eisen- hower tók á móti okkur á flug- vellinum og ók okkur tii nýja hússins síns í Versailles. Hann hefur ílutt úr húsi Rundstedts i St. Germain, og er nú i húsi for- setans, skammt frá Trianon. 4 janúar. í lest Ikes á lejðinni til aðalstöðva Montys. Þegar ég 14 T f M I N N, föstudagur 12. október 1962. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.