Tíminn - 12.10.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.10.1962, Blaðsíða 5
ÍÞRDTTIR__________j ÍÞRÚTTIR RITSTJÓRI: hallur simonarson A þjálfaranámskeiði á vegum Knattspyrnusambands Evrdpu Eins og blaöið hefur skýrt frá, er Karl Guðmundsson knattspyrnuþjálfari nýkom- inn heim frá Noregi, þar sem hann þjálfaði í sumar. í sum- arieyfi sínu skrapp hann til V-Þýzkalands á þjálfaranám- skeið, sem haldið var á vegum Knattspyrnusambands Evrópu en á því voru saman komnir flestir landsliðsþjálfarar Evrópulandanna. Við báðum Karl að skýra okkur frá því markverðasta, sem þar kom fram. Námskeiðið var haldið dagana 1.—7. júlí á íþróttaskólanum í Hennef við Köln, einum hinna 16 íþróttaskóla, sem þýzka knatt- spyrnusambandið hefur látið reisa fyrir fjármagn, sem getraunir hafa gefið af sér. Skólinn stendur í fögru um- hverfi, umluktur skógi klæddum hlíðum. Rétt við skóLahúsið sjálft er sundlaug með dýfingarpölium, og knattspyrnuvöllur. — Uppi á hæð einni f nágrenninu, er verið að reisa iþróttasal, eru hliðar hans klæddar rúðum úr óbrjótandi gleri. Salurinn er 20 metra hár, og voru margir knettir hengdir í loft hans, vegna skallaæfinga, en hæð knattanna mátti stjórna með sérstökum tækjum á veggj- um salarins, mjög haganlega fyrir komið Gólfið var þakið rauðum Salla, líkt og á tennisvöllum. í nágrenni þessa salar voru tveir knattspyrnuvellir. Þama voru saman komnir þjálf- arar frá 24 Evrópuþjóðum, nálægt 50 talsins og — var þeim skipt niður í hópa, er miðuðust við tungumál. Hóparnir voru þrír, og tungumálin, sem töluð voru, enska — franska — þýzka — allir fyrir- lestrar og umræður voru jafnóð- um þýddir á þessi tungumál. Aðalfyrirlesarar voru: Sepp Her berger, V.-Þýzkaland, Bela Volen- — Ræft viS Karl Gutaitdsson um þjálfaranám- skeið í Þýzkalandi. ik, Ungverjaland, Rudolf Vytlacel, Tékkóslóvakíu, Walter Winterbott- om, Englandi, Sergej Savani, Rússlandi, Karl Dekker, Austur- ríki og Giovanni Ferrari, Ítalíu. Auk þessara knattspyrnufræðinga, flutti dr. Hollmann, V.-Þýzkalandi og próf. Choutka ágæt erindi um þjálfun fullorðinna og unglinga. Hér skal drepið í fáum orðum á það helzta er fram fór á námskeið- inu. Þýzka knattspyrnusambandið, með Sepp Herberger í fararbroddi, sá um námskeiðið að þessu sinni, og var framkvæmd öll til mikillar fyrirmyndar. Þýzkar þjálfunarað- ferðir, sem einkenndust af eftir- farandi atriðum: Þjálfun og kappleikir standa í j nánum tengslum hvort við annað. I Æfingarnar séu spegilmynd af ! kappleikjum, í því er tekur til ! innihalds — forms — og hraða. Knötturinn skal notaður svo mögulegt er, við æfingarnar, ekki einungis við tækniþjálfun, heldur einnig í þjálfun úthalds og snerpu. Um þetta segir Herberger: — Hvað gagnar knattspyrnumanni að vinna spretthlaup, ef hann tapar knettinum. Og dr. Hollmann: — Vöðvasnerpuna er lítið hægt að auka. Við getum sagt að snerpa spretthlaupastjörnunnar, sé að 95% meðfædd, og 5% árangur þjálfunar. Hins vegar er hægt að auka samstarfshæfni tauga og vöðva að verulegu leyti. Virk mótstaða er mjög áríðandi atriði í knattspyrnuþjálfuninni. Hún þroskar þá mikilvægu eigin- leika hjá knattspyrnumanninum, að hugsa og framkvæma hratt. Knattæfingar við virka mót- stöðu og knattæfingar á hreyf- ingu án mótstöðu, auka kraft og þrek. í sambandi við þrekið, var bent á þrekrannsóknir, sem Þjóð- verjar gerðu á mönnum úr fjölda íþróttagreina, en þær sýndu, að aðeins atvinnuhjólreiðamenn höfðu meira þrek en þýzka knatt- spyrnulandsliðið 1962. Einn þeirra manna, sem stóð að baki hins góða árangurs tékk- neska landsliðsins í Chile, próf. Choutka, ræddi um knattspyrnu- þjálfun unglinga. Með vísindaleg- ar rannsóknir að bakhjarli, sagði hann m. a. að snerpuþjálfun gæti hafizt þegar á 10—13 ára aldri, og að kraftþjálfun ætti að hefjast á 13—15 ára aldri. Um úthalds- þjálfun sagði hann, að hún gæti hafizt á 16 ára aldri, o-g að hæfn- in til að læra tæknileg atriði rén- aði á 15 ára aldrinum. ' Próf. Choutka benti einnig á, að uppeldislega hliðin sé óaðskilj anlegur hluti af íþróttaþjálfun unglinganna, ekki einungis vegna almenns uppeldis, heldur sér í lagi vegna þess, að það þróar með íþróttamanninum eiginleika, sem krefjast verður af „topp“íþrótta- mönnum. Leikgleði — viljastyrk — seiglu og baráttuvilja Fulltrúar Sovétríkjanna skýrðu frá því, að þar í landi væru gerð- ar 4 ára áætlanir um úthaldsþjálf un (— milli Olympíuleikja — og heimsmeistarakeppni). Rússneskir vísindamenn hafa rannsakað á undanförnum árum, viðbrögð knattspyrnumanna við ýmsar aðstæður, og þannig getað séð út tímann, sem það tekur að jafna sig eftir æfingar og leiki Á þennan hátt telja þeir sig geta ákvarðað hæfilegt þjálfunarálag milli leikjanna Próf hafa sýnt aukningu þreks, allt fram til síð- ustu leikja keppnistímabilsins. Savine, fulltrúi Rússa, skýrði einn ig frá þeirri reynslu í sambandi við þrekþjálfun, að hópæfingar við stigaukið álag, gæfu betri ár- angur en einstaklingsæfingar. Þess vegna þjálfuðu íþróttamenn og konur í æ ríkari mæli í hóp- um, sem myndaðir væru með til- liti til þeirra er þá skipuðu. Mikil áherzla er þó lögð á viljaþjálfun einstaklingsins, t.d. þannig, að knattspyrnumaðurinn gæti lagt sig fullkomlega fram í keppni. j Savine lauk máli sínu með því að segja, að rannsóknir seinni ára hefðu sýnt, að leikmenn séu leng ur að jafna sig eftir harða leiki, en eftir erfiða æfingu. Walter Winterbottom, Englandi,. áleit, að skorpuþjálfunin með 45 ■ mínútna aðferðinni, væri heppi- legasta þrekþjálfunin. Aðferðin er bvggð á rannsóknum, sem sýna, að við hámarksáreynsíu und ir ,,anaerobickum“ áhrifum (starf án súrefnisupptöku) myndast 3 gr. af mjólkursýru í blóðinu á sekúndu. — Og að viðkomandi íþróttamaður falli í öngvit, þegar þetla magn er komið upp f 130 gr. Af þessu er álitið, að leikmað- ur geti haldið fullum afköstum ■ ca. 45 sekúndur. Ef knattspyrnumaðurinn leggur hart að sér við æfingu, er líkist því, sem af honum er krafizt í leik í 45 sek. og hvílist síðan' í dá- góða stund, áður en hann endur- tekur æfinguna, þá þjálfar hann undir meira álagi en krafizt er af honum í leik Ef hann hvílir í aðeins 45 sek. hefur hann tæp- lega greitt súrefnisskuldina, áður en hann hefur erfiðað á nýjan leik. Ef skorpunum er haldið á- fram nokkrum sinnum með við- eigandi hléum, hverju fyrir sig í 45 sek., krefst það hvors tveggja í senn, aerobicks og anaerobicks líffæra. — Winterbottom sagði, að mörg ensk atvinnumannalið æfðu samkvæmt þessari aðferð, einu sinni í viku, og stæðu þær æfingar 45 mínútur samfleytt. Tékkneski, ítalski, austurríski og enski landsliðsþjálfarinn töl- uðu enn fremur um leikaðferðir og var 4:2:4-kerfið einkum í sviðs- ljósinu. í sambandi við þessi er- indi og ávörp voru sýndar kvik- myndir frá heimsmeistarakeppn- inni [ Chile, en leikir og leikað- ferðir þar voru mjög til umræðu, enda 16 af þjálfurunum nýkomn- Karl Guðmundsson. ir þaðan, uppfullir af fróðleik og reynslu. í lok námskeiðsins bauð þýzka sambandið öllum hópnum til báts- ferðar á Rínarfljóti, þar sem hóp- urinn var hristur saman yfir Rín- arvíni. — Þessi ferð var fróðleg og skemmtileg í alla staði — og eftirminnileg. Telja verður, að miklum árangri hafi verið náð — þarna voru saman komnir þjálf- arar frá mismunandi löndum, sem túlkuðu hver sína skoðun. Menn koma þvj fullir fróðleiks til baka, með nýjar hugmyndir og stefnur í þessari vinsælu íþrótt.- —alf íþróttaskólinn í Hennef, þar sem námskeiðið var háð. Hraðkeppnimót í kðrfuknattleik Næstkomandi sunnudags- kvöld þann 14 okt. fer fram fyrsta körfuknattleiksmótiö á þessu hausti. ÞaS verður háð að Hálogalandi og hefst kl. 20,15. Körfuknattleiksfélag Reykjavíkur efnir til þessa móts í tilefni 10 ára afmæli síns, sem var á s.l. vetri. * Mótið verður hraðkeppni í meist araflokki karla. Leiktími 2x10 min. og engin leikhlé Það lið sem tap ar er úr leik Þetta fyrirkomulag hefur nokkmm sinnum verið haft og notið vinsælda. Fimm lið taka þátt í mótinu: Ármann, ÍR, KFR og tvö úrvalslið bandarísk. Fyrstu leikirnir verða: KFR — A-lið Bandaríkjamanna. ÍR — B-lið Bandaríkjamanna. Ekki er að efa, að keppnin verði spennandi. Hér gefst ,einnig færi á að sjá 11 af 12 landsliðsmönnum : körfuknattleik, sem halda utan í lok október. Auk þess hafa flest- ir leikmannanna æft í allt srumar, þar af í 3 mánuð.i undir hand- íeiðslu hins ágæta bandaríska þ.iálfara, Wood. Leikmenn eru því í ágætri þjálfun og hafa margir tekið stórstígum framförum í sum ai og eru líklegr til að velgja bandarísku leikmönnunum undir uggum. TÍMINN, föstudagur 12. októln" ' 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.