Tíminn - 12.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.10.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af. greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Verðbólguvottorð Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1963 hefur verið lagt fram, og er það að sjálfsögðu mikilvægur atburður, enda gefur fjárlagafrumvarp jafnan góða vísbendingu um tvennt, sem borgarar landsins hljóta að láta sig miklu skipta: 1, Á tölum fjárlagafrumvarpsins má gerla sjá í höfuð- dráttum hver áhrif stjórnarstefna og stjórnarathafnir hafa haft á fjárhagskerfi landsins og þjóðarhag á því ári, sem er að líða. 2. Það segir til um það, hver er stefna og fyrirætlanir stjórnarinnar á komandi ári. Ef litið er til þess, sem frumvarpið segir okkur um fyrra atriðið, nemum við fyrst staðar við það, að niður- stöðutölur þess eru 2126 milljónir króna, og fara íslenzk fjárlög þá í fyrsta sinn yfir 2 milljarða, og hafa hækkað úr 1752 millj. frá næstu fjárlögum á undan og um meira en helming, eða 1,2 miljarða, í tíð þessarar ríkisstjórnar síðan 1958.Er þafi mesta hækkun, sem sögur fara af á jafnskömmum tíma. Þessar tölur — ekki sízt síðasta hækkunin — staðfesta þá staðreynd, að hér ríkir nú sívaxandi dýrtíð og verð- bólga. Tölur fjárlaga eru nú sem fyrr örugg vísitala um þetta. Þetta var einmitt það, sem ríkisstjórnin hét að stöðva, en undir lok kjörtímabilsins sannar hún sjálf með fjárlögum sínum, ekki aðeins það, að þetta hafi með öllu mistekizt, heldur einnig, að verðbólguþróunin er hraðvaxandi, svo að heita má að nú sé allt komið úr böndum í þessu efni. í öðru lagi hljóta menn að staðnæmast við það, að innflutningssöluskatturinn, sem lýst var yfir að skyldi verða til bráðabirgða, og heitið að afnema, er enn við lýði og á að afla ríkissjóði 259 milljóna á næsta ári. Þetta er votforð um alvarlegar brigðir. í þriðja lagi hlýtur talan 1785,6 milli. kr. að stinga í augu — það eru skattar, skyldur og tollar þjóðarinnar til ríkissjóðs — og hafa hækkað um rúman milljarð síðan 1958 — í þessari stjórnartíð>. Eitt helzta loforð þessarar stjórnar var að lækka skatta og skyldur á fólki, og stjórnin hefur síðan sýknt og heilagt klifað á því, að þetta hafi hún gert í ríkum mæli. En menn munu spyrja: Hvern- ig geta skattar manna lækkað, þegar heildarupphæð þeirra á fjárlögum hefur meira en tvöfaldazt? Hér blasir við annað staðreyndarvottorð um það, að allt fleipur stjórnarinnar um skattalækkun á fólki er ekki aðeins staðlausir stafir, heldur öfugmæli. Sé litið á síðara atriðið, sem nefnt var í upphafi, eru þessi einkenni frumvarpsins einna skýrust: 1. Ekkert lát verður á samdrættinum i verklegum fram- kvæmdum ríkisins, þær eiga enn að minnka. Margir helztu framkvæmdaliðir eru óbreyttir að krónutölu þrátt fyrir stórhækkaðan framkvæmdakostnað. Má í því sam- bandi nefna óbreytt framlög til vega og brúa, og er slíkt einna hatrammlegast. Benzín- og bifreiðaskattar stórauk- ast hins vegar og bilið milli þeirra ríkistekna og vega- fjárins breikkar enn. 2. Embættiskerfi ríkisins þenst út og þar með allur kostnaður ríkisins, þrátt fyrir loforð um meiri hagkvæmni í ríkisrekstri. 3. Þrátt fyrir risatölurnar eru áætlanir um kostnað augsýnilega óraunhæfar, t .d. má nefna, að ekkert er áætlað til að mæta launahækkunum opinberra starfs- manna, en þær eiga að koma til framkvæmda 1. júlí n.k Hér hefur verið drepið á fáein atriði og staðreyndir, sem fjárlagafrumvarpið staðfestir. Það blasir óumdeil- anlega við, að hér er um að ræða mestu verðbólgu- fjárlög, sem þjóðinni hafa nokkurn tíma verið sýnd — afleiðing óðadýrtíðar og hraðvaxandi verðbó'cw sem nú flæðir um þjóðina — og stíflumeistarana sjálfa. Fólk, sem talað er um FÁIR atburðir á þessu ári hafa vakið meiri athygli en átökin um skóliavist b'iökkumannsins James H. Meredith í Oxford í Mississipipi ,svo oig endalok þess máls. Almennt mun talið, að Kennedy Bandaríkjaforseti hafi komið þar fram af skyn- semi og festu, sem leitt hafi til þess, að mikilvægur áfangi á leiðinni til jafnréttis hvítra og svartru hafi náðst. Að vísu kost- aði þetta a.m.k. tvö mannslíf, en varla er við því að búast, að slíkir áfangar náist í þessu mikla hitamál'i án fórna. Þess- ar myndir eru úr nýútkomnu Time oig eru frá átökunum. Efsta myndin sýnir bandiaríska samveldishcrmenn verjast að- iSQikn múgsins. Þeir beita tára- gasi. Myndin hér á miðri síð- unni er af James H. Meredith, þar sem lrann cr að Iáta innrita sig í háskó'lann og undirritar háskólaskuldbindingu sínia. — Neðsta myndin sýnir menn, sem særzt haf.a í upþotinu, og eru hjálparsve'itir hersins að búa um meið'sl þeirra. Eins og mörg undanfarin ári hefur Íslenzk-ameríska félag-í ið milligöngu um útvegun námssfyrkja til Bandaríkj- anna. Er hér um tvenns kon-j ar styrki að ræða: Annars vegar eru styrkir fyrir íslenzka framhaldsskólanemendur til eins árs náms við bandaríska menntaskóla á skólaárinu 1963— 1964 á vegum American Field Ser- vice. Styrkir þessir nema skóla- gjöldum, húsnæði, fæði. sjúkra- kostnaði og ferðalögum innan Bandaiikjanna, en nemendur búa hjá bandariskum fjölskyldum í námunda við viðkomandi skóla. Ætiazt er til, að þeir. er styrkina hljóta, greiði sjálfir ferðakostnað frá íslandi til New York og heim Námsstyrkir í Bandaríkjunum aftur. Ennfremur þurfa þeir að sjá sér fyrir einhverjum vasapen- ingum. Umsækjendur um þessa styrki skulu vera framhaldsskóla- nemendur á aldrinum 16 til 18 ára, jafnt piltar sem stúlkur. Þeir þurfa að hafa góða námshæfi- leika, prúða framkomu, vera vel hraustir og hafa nokkurt vald á enskri tungu. Á þessu hausti fóru 17 námsmenn tii Bandaríkjanna til eins árs dvalar, en frá því er styrkir þessir voru fyrst veittir fyrir sex árum. hefur alls 71 ís- lenzkur framháldsskólanemandi hlotið s'yrkina til náms við banda ríska menntaskóla á vegum fé- lagsins. Hins vegar eru námsstyrkir fyrir íslenzka stúdenta til náms við bandariska háskóla, en ís- lenzk-ameríska félagið hefur um mörg undanfarin ár haft samband við stofnun þá i Bandaríkjunum Institúte of International Edu cation, er annast fyrirgreiðslu um útvegun námsstyrkja fyrir er lenda stúdenta, er hyggja á há skólanám vestan hafs. Styrkjr þessir eru veittir af ýmsum há- skólum í Bandaríkjunum, og eru mismunandi, nema skólagjöldum og/eða húsnæfii og fæði. o.s.frv Styrkirnir eru eiiigöngu ætlaðn námsmönnum, er ekki haía lokið (Framhhld á 12. síðuj T í M I N N, föstudagur 12. októbcr 1962. — 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.