Tíminn - 05.12.1962, Side 5
IÞROTTIR
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON
— Fram jafnaði á síSustu sekúndum leiksins. — IR
og Valur gerðu einnig jafntefli, Víkingur vann KR
Allt getur skeð í handknatt-
leik — eins og öðru, það sann-
aðist vissulega í leik Fram og
Þróttar í fyrrakvöld, sem lauk
óvænt með jafntefli 13—13.
Nýliðarnir í 1. deild höfðu í
fullu tré við íslandsmeistara
Fram og sýndu mjög góðan
leik. Þróttur hélt forustunni
mestallan tímann og það var
ekki fyrr en átta mínútur voru
til leiksloka að Frömurum
tóksí að komast yfir, í fyrsta
sinn í leiknum.
— Flestir reiknuðu þá með, að
sigurinn væri örugglega þeirra
megin, þar sem tvö mörk skildu
á milli 12—10. — En Þróttarar
voru engan veginn búnir að segja
sitt síðasta orð. Þeir jöfnuðu bilið
— og komust einu marki yfir. Þá
var aðeins hálf mínúta eftir og
útlitið hálf ískyggilegt fyrir ís-
landsmeistarana, sem höfðu leikið
irámunalega illa allan leikinn. Á
síðustu sekúndunum tryggði Fram
sér jafntefli — og var ekki laust
við, að þar hafi smá heppni ráðið.
Eftir gangi leiksins voru úrslit
nokkuð sanngjörn — en þó sýndu
Þróttarar mun jákvæðari leik. Þeir
tóku forustuna í byrjun og voru
íljótir að finna hinar stóru gluf-
ur á vörn Fram. Ekki var mark-
varzla Fram í sem beztu lagi og
mörg ódýr mörk voru skorug fyr-
ir einstakt kæruleysi sumra Ieik-
mannanna. Liðin skiptust á að
skora og i hálfleik var staðan
jöfn 6—6.
Þróttur komst yfir strax í seinnj
hálfleiknum, er Axel Axelsson
skoraði úr víti. Ingólfur Óskars-
son jafnað'i fyrir Fram, en Hannes
Haraldsson svaraði fyrir Þrótt með
fallegu marki. Enn jafnar Ingólf-
ur fyrir fram og litlu síðar bætir
Agúst Þór marki vig — staðan var
9—8 fyrir Fram og það var í fyrsta
sinn í leiknum sem Fram komst
'
Hilmar Ólafsson skorar fyrir Fram,
yfjr. Þrótti tókst að jafna, en Hilm
ar Ólafsson, sem var bezti maður
Fram í leiknum, nær forustunni
aftur fyrir Fram. Aftur jafna Þrótt
arar, en nú tóku Framarar góð'an
sprett og skora tvö mörk í röð —
Karl Benediktsson og Tómas Tóm-
ssson. Með tvö mörk yfir hefði
jafnsterkt lið og Fram átt ag vera
öru'ggt meg sigur, en kæruleysi
varð liðinu nær að falli og næstu
þrjú mörkin skorar Þróttur. Axel
skorar 11—12 í gegnum opna vörn
Fram og jafnar svo úr víti, sem
réttilega var dæmt á Fram. Helgi
Árnason skoraði þrettánda mark
Þróttar og þá var hálf mínúta eft-
ir. Ingólfur Óskarsson jafnaði fyr-
ir Fram, með þrumuskoti, þegar
aðeins nokkrar sekúndur voru eft-
ir og var það sannarlega gert á síð-
ustu stundu.
Hvað kom svo til, að þessir að-
ilar gerðu jafntefli — íslandsmeist
ararnir og nýliðarnir í 1. deild?
Svarið er ósköp einfalt. Fram lék
írámunalega illa, en Þróttur átti
sinn langbezta leik tií þessa. Það
er að vísu nokkur afsökun fyrir
Fram, að Guðjón Jónsson gat ekki
leikið með' liðinu vegna meiðsla —
en samt sem áður á fjarvera eins
manns ekkj ag geta haft jafn mikil
áhrif og raun bar vitni. Bezti mað
i;r Fram í leiknum var Hilmar Ól-
afsson, en Ingólfur Óskarsson átti
aídrei þessu vant mjög lélegan
leik. Framarar verða að laga vörn
ina hjá sér og bæta línuspilið —
cg meðal annarra orða, á Fram
kannskj betri línuspilara fyrir ut-
an liðið?
Þróttai'liðið hefur bætt sig mikið
upp á síðkastig undir góð'ri leið-
sögn þjálfarans Eggerts Jóhann-
essonar úr Viking. Góðan leik
sýndu Axel, Haukur og Helgi, en
auk þess varði Guðmundur Gústafs
con í markinu mjög vel. Dómari í
leiknum var Valgeir Ársælsson og
dæmdi heldur illa, einkum er það
leiðinlegur ávanj hjá dómara að
hiaupa mörgum sinnum í leik til
hornadómara til að leita álits á
leikbrotum.
Víkingur — KR 19—15
Auk leiks Fram og Þróttar fóru
einnig fram tveir aðrir leikir í
ineistarafl., milli Víkings og KR
og Vals og ÍR. Leikur Víkings og
Björn Kristjánsson, Víking, er hér alveg frír á linunni og skorar fyrir
félag sitt.
KR var frekar þófkenndur og illa
leikinn. Víkingur hafði yfirleitt
undirtökin í leiknum en yfirburð-
irnir voru helduF litlir. f hálfleik
hafði Víkingúr yfir 9—6. Víking-
ur jók forskotið í seinni hálfleikn-
um og komst í 13—8. KR minnkaði
þetta bil í 12—13 — það var eink-
um Karl Jóhannsson sem sá fyrir
því, en hann var langbezti maður
á vellinum. Víkingar léku ágætlega
síðasta kaflann og lokatölur urðu
19—15 þeim í vil.
Víkingsliðið lék illa í þessum
leik og virðist einhver deyfð vera
yfir því. Beztur var Jóhann Gísla-
son, er skoraðj átta mörk. Margt
gott býr í nýliðanum Þórarni Ól-
ofssyni, sem sýndi ágætan leik.
KR lifir erfiða tíma um þessar
mundir og er lið þeirra mjög sund-
urlaust. Einn maður sker sig úr
liðinu, Karl Jóhannsson sem er
óvenju fjölhæfur leikmaður — það
leika t.d. fá r eftir honum að skora
mark frá miðju eins og han gerði
í leiknum. Dómari var Magnús
Pétursson og hefur dæmt betur.
ÍR — Valur 16—16
Leikurinn var allan tímann jafn
og spennandi. Valur náð'i góðu
'forskoti í byrjun og komst í 6—2.
Þetta bil tókst ÍR að jafna en Val-
ur hafð yfir í hálfleik 8—7. ÍR-
ingar fengu tækifæri til að jafna
á fyrstu mínútum síðarj hálfleiks
úr víti, en Gunlaugur Hjálmarsson
skaut í stöng. Valsmenn héldu for-
ustunni, en aldrei skildi meir á
m lli, en eitt til tvö mörk. ÍR-ing-
ar sóttu sig undir lokin og leikn-
um lauk með jafntefli 16—16.
Þetta var bezti leikur Vals í mót-
inu og er áberandi. hvað liðið hef-
ur lagazt með tilkomu yngr mann
?nna. Sigurður Dagsson var beztur,
ágætan leik sýndj einnig Bergur
Guðnason, þó verður hann að gæta
hófs á skotum á markið, en hann
skaut mjög ótímabært á síðustu
mínútunum. Möik Vals í leiknum
skoruðu Sigurður Dagsson 6, Berg
steinn Magnsson 3, Örn Ingólfsson
3, Bergur Guðnason 2 og Stefán og
Kristmann eitt hvor.
f ÍR-liðinu bar mest á þeim
bræðrum Gunnlaugi og Gylfa, einn
ig var Hermann góður. Eins og
vant er, vva vörnin slæm og er það
aðalgallinn á liðinu.
Framh. á 13 síðu
TVÍSÝNN LEIKUR
eftir THERESA CHARLES
Hið fyrsta sinn, sem Patrick læknir faðmaði Inez að sér, hvíslaði hann nafn annarrai
konu í eyra hennar. Og síðar, þegar þau dönsuðu saman á skautnm, hafði hann einnig
kallað hana Evelyn. Á sjúkrahúsinu, þar sem Patrick var virtur og dáðúr skurðlæknir,
heyrði Inez hvíslag nafnið Evelyn í sambandi við hann. — En hver var þessi dular-
fulla Evelyn?
Þetfa er ástarsaga, sem ekki á sinn líka, — heillandi fögur og æsispennandi.
ÞAÐ VORAR AÐ FURULUNDS
eftir Margit Söderholm
Hrífandi fögur herragarðssaga, skrifuð í sama stíl og hinar geysivinsælu Heiiubæjar-
sögur höfundarins.
Lesandinn bveri'ur frá erilsamr; og háværri nútíð aftur tiJ heillandi tíma þar sem
friður, ást og hamingja fylla allt líf söguhetjanna.
SKUGGSJÁ.
5 # J M S i ft
riMINN, miðvikudagur 5. desember 1962.
5