Tíminn - 08.12.1962, Qupperneq 1

Tíminn - 08.12.1962, Qupperneq 1
BÖKUNflRVÖRUR HEILDSÖLUBIRGÐIR SKIPHOLIHF SÍMI23737 277. tbl. — Laugardagur 8. desember 1962 — 46. árg. Bátar vestra bíða gífurlegt veiðafæratjón í aftakaveðri MB-Reykjavík, 7. des. I MORGUN skall á aftakave® ur á VestfjörSum og miðunum þar út af og hefur haldizt í dag og er búizt við því, að það m'uni lialdast næsta sólarhring. Þessu veðri oUi djúp lægð', sem fór hratt yfir, og varð veðrið miklu verra en við var búizt. Vestfjarðabátar voru flestir á sjó og þegar síðast fréttist voru þeir annað hvort komnir tU hafnar eða að komast í var, en höfðu margir orðið fyrir miklu veiðafæratjóni. Bátarnir reru flestir í gær- kvöldi, enda var veður þá sæmi Iegt á þessum slóðum og spáin ekki slæm. Klukkan 22,00 í gær kvöldi var alldjúp lægð 900 km. suður af Reykjanesi og þokaðlst hún norður eftir og var ekki búizt við því, að veður versn- aði skyndilega. En lægðin hrað aði för sinni miklu meir í nótt og í dag, en búizt var vi® og cinnig dýpkaði hún ört. Strax í morgun var komð afspyrnu veður á miðunum og hurfu þá margir bátar frá því að draga línu sína. f dag og kvöld hélzt sama óveðrið. Ivlukkan fimm var veðúrhæð in í Æðey tólf vindstig, þar var þá fimm stiga frost, á Hom- bjargi voru 9 vindstig og 4 stiga frost og klukkan 8 I kvöld voru 9 vindstig á Galtarvita og 6 stiga frost. Það kom fram hjá fréttarit- urum, að sjómenn vestra eru rnjög óánægðir með það hversu til tókst með veðurspána, en veðurfræðingur á Veðurstof- unni gaf þau svör, er að fram- an greinir. Seint í kvöld hafði blaðið samband við fréttaritara sína á Vestfjörðum og spurðist fyrir um bátana. Fréttaritarinn á ísa firði sagði að allir bátarnir þaðan væru komnir að landi, en liefðu orðið' fyrir miklu veið arfæratjóni. 6 bátar myndu Framh a 15 síðt Svepparækt BÓ-Reykjavík, 7. des. Stór svepparæktarstöð er risin af grunni að Laugalandi í Stafholtstungum, og verða sveppir ræktaðir þar á 380 fermetra hillufleti. Má því gera ráð fyrir stórauknu fram- boði af bessari matvöru inn- an skamms. Fyrir hálfu öðru ári reistu feðg Tollurinn tók 20000 „kínverja Reykjavík, 7. des. í fyrrinótt var gerð tilraun til að smygla i land hér í Reykjavík tuttugu þúsund „kínverjum“. —- Þetta er mesta magn af slíkum gamlárskvölds sprengjum, sem tollgæzlan hefur tekig liér í höfn- inni. Það voru tveir skipverjar á Arnarfellinu, sem voru að bera „kínverjana-* í Iand í tveimur stór um kössum, þegar tollverðir hindr uðu för þeirra og tóku sprengjurn. ar af þeim. Samkvæmt lögreglusamþykkt bæjarins er bannað að selja „kín- verja“, og þykir því nokkur hind í að komast yfir slíka bannvöru. Er ekki að cfa að nokkur hávaði hefði orðið af þessum tuttugu þúsund „kínverjum" hér í borg- inni, ef brallið hefði tekizt að' sinygla þeim í land. u ar úr Reykjavík, þeir Helgi Bjarnason leigubílstjóri hjá BSR, og Bjarni Helgason lítið sveppa- ræktunarhús að Laugalandi. Gólf flötur þess var 70 fermetrar, en ræktunin fer fram í hillum. Bjarni hafði lært svepparækt við landbunaðarháskólann í Kaup- mannaröfn. Margir ráku upp stór augu, þeg ar sveppirnir komu i verzlanir og kölluðu þá gorkúlur, en svepp ir þykja lúxusmatur í flestum löndum, enda komust menn bráð lega á átið. Sveppirnir eru rækt- aðir í hálmi, sem þeir feðgar fá frá Sámsstöðum [ Fljótshlíð, en siðan er hálmurinn undirbúinn í hesthúsi Fáks á skeiðvellinum í Reykjavík. Þar er hann borinn Framhald á 15. síðu. Eggert Gíslason skipstjóri segir: STÖÐUGLEIKI SKIPA Breyttar aðstæður krefj- ast aukinnar kjölfestu! MB-Reykjavík, 7. des. EGGERT GÍSLASON afla- kóngur er nýkominn heim frá Svíþjóð, þar sem hann fylgd- ist með hinu nýja skipi, sem verið er að byggja fyrir Guð- mund á Rafnkelsstöðum, en við því skipi mun Eggert taka. Við hirngdum í dag í Eggert til þess að spyrjast fyrir um álit hans á stöðugleika skipa, en það er alkunna, að svo mik- il aflakló, sem Eggert er, er hann einnig gætinn maður og teflir ekki í tvísýnu. — Það er enginn vafi á því, að breyttar aðstæður krefjast aukinnar kjölfestu. Næturnar hafa þyngzt um 2—3 tonn nú á síðustu 2 árum, og þaa sér hver maður að eitthvað þarf til þess að mæta því. Við létum bæta við fasta kjölfestu í Víði II. í EGGERT GISLASON haust. Viðbótin nam 9 tonnum og föst kjölfesta er nú 26—27 tonn. Ég lét einnig bæta 12 lesta fastri ballest við í nýja skipið og hún er nú 25 tonn. Ég spurði þá hvort þeir hefðu reiknað með því að síldarkass- arnir á þilfari fylltust af sjó þegar skipið leggst. Þeir féllust á þetta. — Já, ég tel það alveg lífs- spursmál fyrir okkur að auka kjölfestu til að mæta breyttum aðstæðum. Við höfum allt of mörg dæmi um sjóskaða, vegna þess að kjölfestu vantaði. — Jú, það er sjálfsagt að relkna út stöðugleika skipa. Það verður að gera allt, sem í mann Framh. á 15. síðu. Vilja knýja fram sam- einstakra félaga KH-Reykjdvík, 7. des. Stjórn kaupmannasamtak- anna virðist hafa mikinn hug á að knýja fram samþykkt hina einstöku félaga innan samtakanna við tillögum þeirra Sigurðar og Páls um breyttan lokunartíma sölu- búða, og svo langt er gengið, að framkvæmdastjóri samtak- anna segir tillögurnar hafa verið samþykktar í félögum, þar sem þær hafa alls ekki verið samþykktar! Stjórn kaupmannasamtakanna t oðaði til blaðamannafundar í dag I til þess að gera grein fyrir viðhorfi j sinu til tillagna þeirra, er Sigurð-j ur Magnússon og Páll Líndal sömdu og nú er til umræðu hjá' viðkomandi aðilum, einstÖkum fé- lögum innan kaupmannasamtak-! anna, KRON borgarstjórn, Neyt- endasamtök.mum og heilbrigðis- og lögregluyfirvöldum. Formaður kaupmannasamtakanna Sigurður Magnússon kvaðst ekki ætla að skílgreina nákvæmlega frumdrög tillagna sinna og Páls, en hann vildi leggja áherzlu á, að i þeim væri gert ráð fyrir, að borg arstjórnin íéti kaupmannasamtök- unum og KRON í té heimild til að breyta lokunartíma sölubúða frá því sem nú er, en nú sé sú heim- iia í höndum oorgarstjórnarinnar. Sagði Sigurður. að þess misskiln- mgs gætti talsvert hjá launþegum kaupmanna, að þetta heimildar- ákvæði mundi lengja vinnutíma þeirra. Það væri ekki rétt; þó að þessi heimild yrði fengin, væri ekki þar með sagt, að breyting vinnutímans mundi lengja hann, heldur yrði honum hagrætt í þágu almennings. Þó gæti komið til lengingar á vinnutíma, og það Framhald á 3. síöu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.