Tíminn - 08.12.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.12.1962, Blaðsíða 9
Helgi Haraldsson, Hrafnkelsstöðum: 1. nóv. s.l. birtist stutt sam tal við mig í dagblaðinu Tím- anum. Eg hefi nokkuð góðar heimildir fyrir því, að þetta samtal hafi farið eitthvað ó- þægilega í taugarnar á Sjálf- stæðismönnum. Mér datt það raunar í hug, að mér yrði eitt hvað svarað, en af því að ég éttaðist það ekki svo mjög hef ég sofið alveg rólega síðan við tallð birtist. Þag er því ekki vonum fyrr að Gunnar í Seljatungu stígur upp á kassann í Morgunblaðinu til þess að vitna um ágæti þessarar við- rinisstjórnar, sem nú situr ag völd- um, viðreisnarstjórnar vildi ég sagt hafa. Eg reikna með, að þessi grein eigi að vera svar við viðtalinu við mig í Tímanum. En hún er þá eins og abstraktmálverk nú- tímans, sem enginn veit einu sinni hvernig eiga að snúa, hvað þá heldur að menn skilji nokkuð í þeim. Eg bar viðtal mitt í Tímanum saman við þetta listaverk Gunn- ars orði til orðs, og gat ekki fund ið eitt einjsta atriði í við'talinu, Isem var tekig til meðferðar eða hrakið. 1 Það er vægast sagt óskemmti- legt að eigá orðastað við menn sém þannig rita. Það minnir helzt á beyrnarlausa karlinn, sem fór Óf í skóg aö höggva við, og kerl- ingín hans lagði honum orð í munn ef-Tiann fengi heimsókn. Svo þeg- ar menn komu til hans í skóginn {■og sögðu:“ „Heill og sæll, karl,“ iþá sagði' karlinn: „Axaskaft handa syni mínum.“ Gunnar í Seljatungu «*r svo sem ekki einn um þessi vnnnubrögð, því þau eru rauði þráðurinn í öllum skrifum Morg- unblaðsins, síðan viðreisnarstjórn- ins tók við völdum. Eg hef nú fylgzt með blaðaskrifum nokkra áratugi, og aldrei þekkt önnur eims vinnubrögð og hjá þeim blöð um, sem eru í fyrirsvari fyrir rík- isstjórnina. Það kemur aldrei fyr- ir að þau svari ádeilu nema með útíirsnúningum og skætingi og veriEa svo í kringum sig axarskaft- inu, Það er nákvæmlega sama hvaða mál er rætt, þá er inntak- ið alltaf vinstri-stjórnin. Sjálfstæg ismernn eru meira að segja búnir að d|repa Stalín af sér. Rússar eru hættír að kenna honum allt sem miðiir fer. Líklega finnst þeim ekki isjálfum að þetta séu að verða allkátleg vinnubrögð. Sjálfsagt getur’sengum dottið í hug að taka þetta ■ þannig, að það verði að gera 'vinstri stjórnina svo voða- lega isem hægt er, til þess að stjórnfn, sem nú er, verði þolan- legri. .Annars ætla ég ekkert að mæla ibót vinstri stjórninni, hún var eltki til viðræðu í viðtalinu við mig. Svo er ekkert ánægju- legt ag fást við þetta axarskaft þeirra Sjálfstæðismanna og sízt þegar sleggjuhausinn af Gunnari í Seljaltungu er kominn á það. — Hann iná hafa meiri járnhausinn, að hann skuli þora að berja hon- um jafn miskunnarlaust við stein- inn, eins og hann gerir í grein sinni. Það <er þá bezt að hverfa þar að, sem minnzt er á mig í greininni. Þar sejgir svo! Hclgi á Hrafnkels- stöðum' hefir nýlega látið Tímann hafa efltir sér viðtal sem um margt þó ekki væri nema fyrir öfgarnar cg vitlfeysurnar, var hið skemmti- legasta aflestrar. Eg þakka hrós- ið, sem náttúrulega er óverðskuld- að. Eg hefi r.ú enga löngun til þess ða gera það að blaðamáli hvor okk- ar Gunnar í Seljatungu sé vit- lausari. Það er bezt að lesendurn- ir dæmi um það hver getur sagt skemmtilegri vitieysu. En svona érökstudda vitleysu setti ég hvergi fram í viðtalinu. Eg skora nú á Gunnar að hrekja staðleysurnar og vitleysurnar í viðtalinu, þegar hann kemur næst fram á ritvöll- inn í Mogganum, því það getur hann verið viss u'm, að enginn tek- ur þetta fyrir fullgild rök. Svo kemur Gunnar með nokkrar spurn ingar til min um það, hvort ég vogi mér að bera saman kjör manna fyrr og nú. Mér hefur nú aldrei dottig það í hug, hvað þá sagt, að engar framfarir hafi orð- ið hér á landi á þessari öld, því það er margt líkast ævintýri, sem áunnizt hefur. Það er því gremju- legt og jafnvel meira en tárum taki, ag svo óviturlega sé stjórnað í þessu landi, að framfarirnar séu meira og minna eyðilagðar, og jafnvel orðnar bændum hálfgerð hermdargjöf. Þá erum við nú komn ir að því, sem er þungamiðjan í deilu okkar Gunnars, og hann hef ur víst ætlað að deila á mig fyrir, en fórst það svo óhönduglega að enginn getur skilið hann. Eg sagði í Tímanum að viðreisn in hefði grafið giunninn undan framtíg landbúnaðarins. Þetta er ég tilbúinn að standa við sem! mína skoðun og rökræða við hvern • sem er, í Jjósi þeirra staðreynda, i sem fyrir hendi eru í dag. Bændur landsins geta svo skipzt í flokka með og móti, en þeir mega ekki gera það eftir því í hvaða stjórn- málaflokki þeir eru. Til þess að gera svo Gunnari vini mínum í Seljatungu hægara fyrir, þegar við fáum að sjá hans ferkantaða höfuð bera við himin í Mogganum næst, og hann viti hvað hann á að skrifa um, en komi ekki með aðra eins hrærikollu og gerði núna. Hann á að segja alþjóð, svo að all- ir fái skilið, hveraig eignalaus maður á að fara að' því að taka jörð í sveit til kaups eða ábúðar með allri áhöfn og véiakosti og standa undir vöxtum. Sömuleiðis hvar hann á að fá peninga ty þess. Þetta skora ég á hann að géra, ef hann vill heita hugar síns ráðandi. Það ætti ag vera auðvelt eftir allt gum- ið um viðreisnina, og það er til mikils að vinna. Gunnar verður einn mesti mað- ur sinnar samtíðar og vinsæll með afbrigðum, ef honum tekst þetta, því ég þekki marga unga menn, sem langar til þess að vera í sveit, en sjá engan möguleika til þess, ems og málum er komið nú. Eg skal svo bæta því við, að verði þetta vel af hendi leyst, skal ég sjá til þess að borin verði fram tillaga um það á fundi Búnaðar- öambands Suðurlands í vor, að gera Gunnar í Seljatungu að heið- ursfélaga. Nú þori ég að segja, að það steínlíður yfir Gunnar af ofurmagni heimskunnar hjá Fram- sóknarmanninum. Eg ætla nú ekki að kasta þessari bombu skýring- arlaust, því það gæti valdið mis- skilningi. Fyrst tek ég það fram að maðurinn eigi lítig til, eins og flestir ungir menn eiga nú á dög- um, alveg eins og átti sér stað um aldamótakynslóðina. Hinu verð ur ekki neitað að ungur maður hefur talsverða möguleika til þess að afla sér fjármuna, ef síldveið- ar ganga eins og síðastliðið ár, sem enginn veit neitt um, en svo for- sjálir menn finnast, að þeir safna sér fé til þess að koma fyrir sig íótunum, sem ég ætla ekki að neita ag geti verið. Þá er ég alveg viss um nitt, að þeir hafa þá líka þau hyggindi að leggja ekki fé sitt í jafn hæpió fyrirtæki og búskap ur er orðinn þessi síðustu ár fyrir frábæran klaufaskap og heimsku valdhafanna í þessu landi. Það er alveg vonlaust að bera það í borg fyrir hugsandi menn að þessar 180 þúsund hræður í landinu afli ekki nóg til þess að öllum gæti liðig vel. Það er því hreint sjálf skaparvíti hvernig kom ið er. Þau halda víst lengi velli orðin úr Konungsskuggsjá þessi: HELGI HARALDSSON ,,Þá er sú óáran verst, ef óáran kemur í fólkið sjálft sem landið byggir.“ Hitt er svo sjálfsagt að viðurkenna, sem betur fer, að marg ir miðaldra bændur hafa búið svo vel um sig áður en ósköpin dundu yfir og hafa svo viðráðanleg-lána- kjör, að þeim er ekki hætta bú- in, en þeir eldast eins og aðrir. En nú vil ég spyrja, hvað halda þessir menn ag þeir fengju mikið brot af því sem þeir hafa lagt í bætur á jörðinni, ef þeir yrðu einhverra hluta vegna að selja. Allir vita að það yrði lítið brot og oftast ekki hægt að selja. Þar með hefur viðreisnin náð því marki meðal ananrs að gera eigur bændastéttarinnar að litlu sem engu. Því það er sama hvað það er, sem er óseljanlegt, það er einskis virði. Það er hárrétt sem ungur bóndi lét hafa eftir sér í blaðaviðtali nýlega. Hann sagði að viðreisnin væri búin að koma öll- um bændum landsins í skulda- fangelsi. Þetta er líklegast stytzta og sannasta setning sem um þetta hefur verið sögð. Þetta er ljót mynd og ég vildi óska ag þetta væri tóm þvermóðska úr okkur Framsóknarmönnum eins og Gunn ar í Seljatungú og hans nótar halda fram. En svo er ekki. Þetta sjá Sjálfstæðismenn líka, þó ag sorg- lega fáir hafi þann manndóm til að bera að standa við það opinber. lega. Hvað segja menn um Svein bónda á Egilsstöðum, mesta bónda á Aust urlandi, sem Sjálfstæðisflokkurinn porði ekki að senda á þing fyrir sítt litla líf, þvi þeir héldu að hann myndi teymast illa. Eða Her- móð í Árnesi, fréttaritara Morgun ldaðsins, sem fær nú ekki birtar greinar eftir sig í blaðinu. Þessir bóðir menn eru í fararbroddi, hver í sínu héraði, til þess að reyna að retta hlut bænda. Fyrir þessum mönnum ættu allir bændur lands- ins að beygja höfuðin í lotningu og Gunnar í Seljatungu líka. Menn geta nú sagt að þetta sé í öðrum landsfjórðuugi, hins vegar sé eng ín kreppa i Flóanum. Þag er því bezt ag bregða sér þangað. í blaðinu Þjóðólfi, sem gefið er út á Selfossi, var sagt frá fundi sem bændur úr niðursveitum Ár- ressýslu héldu 8. nóv. að Selfossi og frekar finnst manni ag bændur þar hafi verið svartsýnir á fram- tíðina og ástandið. Nú er bezt að leiða Sjálfstæðismenn fram á svið- ið og heyra þeirra bjargráð, því til allrar hamingju fyrir Flóann eru bar fleiri vitrir Sjálfstæðismenn en Gunnar i Seljatungu. Eftir fram söguræðu Arnórs Sigurjónssonar steig fyrstur í pontuna Runólfur bóndi í Ölvisholti, Sjálfstæðismað- ur fram í fingurgóma og bull- mælskasti Sjálfstæðismaður í öll- um Flóa. Hann lagð'i til það bjarg ráð, að bændur ættu ag keppa að því að hafa 40 kýr og hafa vinnu- mann, í stag þess að vera elnir með 20 kýr. Þá reis upp annar enn þá vitrari Sjálfstæðismaður, Pétur í Austurkoti, því þag á við um Sjálfstæðismenn eins og segir í danskri sögn um Molbúana, að einn er vitrari en annar. Pétur var vondaufur um stækkun bú- anna, því hvar er hægt að fá fólk? Til þess ag fá það verður að borga betur en vsrkamanatexta, jafnvel hálfgerðan nýlendutexta, ef fólk er þá á annað borð laust. Víst minnir þetta ekkert á nema, sem hafa selt sig í fylleríi og verða að standa við það ófullir. Þá kom upp sá þriðji, ekki veit ég hverjum flokki hann fylgir, en hann sneri nú á alla hina sem vonlegt var, enda kominn af þing eyskum skáldaaðli í ættir fram, Sigurður Björgvinsson á Neista- stöðum. Ekki leizt honum á fram leiðsluna, því að hún færi öll til þess að lækka vöruna og lenti nær óskipt í vasa neytenda. Sig- urður talaði í dæmisögum til þess að hjálpa skilningi þeirra er á hlýddu, eins og meistarinn mikli fyrir nærri 2000 árum. Honum fórust orð á þessa leið: „Bændur eru eins og maður, sem er að tína kartöflur upp í fötu í akk- orði. Hann eykur afköst sín eflir getu til þess að fá meiri laun. •— En hvernig sem hann stritar eru launin þau sömu að kvöldi. Loks uppgötvar hann sannleikann. Um leið og hann eykur afköstin, þá er það fatan sem stækkar." Það er nefnilega viðreisnarfata, sem allir bændur eru skyldaðir til að nota, og hafðu beztu þökk fyrir söguna, Sigurður. Þá kom sá fjórði, en það var nú bara sauðheimafeur og þverúðarfullur Framsóknavmaður, Ólafur á Brúna völlum, formaður nautgriparækt- arfélags Skeiðamanna. Hann tal- aði um þátt unga fólksins í upp- byggingu sveitanna. Það hverfur frá foreldrum sínum strax og það getur farið að bera saman launa- kjör þar og annars staðar. í einni blómlegustu sveit sunnanlands hættu 6 bændur búskap síðastlið ið ár, án þess að nokkur tæki við, sagði Ólafur. „Mér er sagt það sama norðanlands, og svona kvað það vera um allar jarðir,“ kvað Þorsteinn. Það eru nærri þúsund ár síðan nafni Gunnars í Seljatungu sagði: „Fögur er hlíð- in svo að mér hefur hún aldrei jafn fögur sýnzt.“ í þessi þúsund Framhald a lö síðu TVÆR ÆVISOGUR EFTIR HAGALlN Guðmundur G. Hagalín hef- ur sent frá sér tvær ævisögur en Skuggsjá gefur út. „Margt býr í þokunni" er framhald ævisögu Kristínar Helgadótt- ur Kristjánsson, og „Að duga eða drepast" er ævisaga Björns Eiríkssonar á Sjónar- hóli f Hafnarfirði. Fyrra bindi ævisögu Kristínar Helgadóttur frá Skarðshömrum kom út í fyrra og nefndist: Það er engin þörf að kvarta. Kristín hafði lengi átt heima í Ameríku. Hún var gædd merkilegum dulargáfum og var talin sjá merkilegar sýnir. Þessi síðari bók segir frá ævi hennar frá því ag hún kom heim ■ il íslands 1930 og þar til hún fór aftur vestur um haf 7. apríl 1962, en hún lézt vestra 27. sama mánaðar. Þetta er stór bók, rúm- ar tuttugu arkir, og er þar bæði sagt frá æviterli Kristínar og dul rænni reyns'.u. Eru mörg dæmi um það nefnd í bókinni og lýst ýtar- lega. Ævisaga Björns Eiríkssonar — Að duga eða drepast, — er af ivipaðri stærg og segir þar frá baráttu íslenzks alþýðumanns á miklum tímamótum í þjóðlífinu. Kemur þar margt fólk við sögu og ýmsar sérkennilegar persónur. Þá er þar og mikið um lýsingar á sjómennsku og tvísýnum leik við liafrót og hafís. GUÐMUNDUR G. HAGALiN T-f*Mfr.N N, Iaugardagur 8. desember 1962. — 9 • i * \ \ '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.