Tíminn - 12.12.1962, Blaðsíða 8
MINNING
Jón S. OLAFSSON
F. 11. maí 1892
D. 4. des. 1962.
Jón S. Óiafsson, fyrrverandi for
stöðumaður Bifreiðaeftirlitsins,
lézt í Landspítalanum að morgni
hins 4. des. s.l. Jarðarför hans fer
fram frá Laugarneskirkju í dag.
Jón S. Ólafsson var fæddur að
Stóra-Dunhaga, Skrið'uhreppi í
Eyjafjarðarsýslu hinn 11. maí
1892. Foreldrar hans voru Anna
Margrét Jónsdóttir, frá Skriðu í
Hörgárdal og Ólafur Tryggvi Jóns
son, ættaður úr Svarfaðardal.
Jón Ólafsson dvaldi sín æskuár
í foreldrahúsum, en fór ungur að
vinna fyrir sér utan heimilisins,
á Þverá í Öxnadal og víðar.
Hann fluttist til Akureyrar og
stundaði þar ýmiss störf. Um tíma
stundaði hann akstur með hest-
um, enda hafði hann yndi af hest-
um.
Jón S. Ólafsson.
Um það jeyti er fyrstu bifreið-
arnar komu til landsins, sá hann
að hér kæmi það farartæki, er
létta myndi undir með þarfasta
þjóninum, hestinum, sem um ald-
ir hafði orðið að hafa það hlut-
\erk að annast svo til alla flutn-
inga á fólki og vörum, fyrir lands-
’ýðinn.
Jón Ólafsson hugðist því kynn-
ast þessu nýja farartæki nánar,
hann tók sér far með skipi til
Reykjavíkur, því að hann hafði
frétt að í Reykjavík væri hægt að
fá kennslu í akstri og meðferð
bifreiða, hjá Bifreiðafélagi Reykja
víkur, sem þá var nýstofnað.
kröfu til bifreiðaeftirlitsmanna.
Á heimili hans og konu hans
nutum við bifreiðaeftirlitsmenn
oft frábærrar gestrisni, sem okk-
ur verður alltaf minnisstæð.
Jóni Ólafssyni þakka ég, fýrir
mí!na hönd og bifre'iðaettirlits-
manna allra, þær góðu leiðbein-
ingar, er hann lét okkur í té,
þau mörgu ár er hann var okkar
yíirmaður.
Konu hans, frú Herþrúði Her-
mannsdóttur, börnum, tengdabörn
um og barnabörnum, færi ég alúð
arfyllstu samúöarkveðjur, frá
starfsmönnum bifreiðaeftirlits
ríkisins.
Þegar til,, Reykjavíkur kom gat
hann ekki komizt strax að, að Jæra
bifreiðastjórnina, svo hann réð
sig til annarrar vinnu um tíma.
Er hann hafði lært hjá Bifreiða-
félaginu, að stjórna bifreið,
keypti hann bifreið og fór að
stunda akstur í Reykjavík og um
r.ærliggjandi sveitir.
Jón Ólafsson var með fyrstu
fcifreiðastjórum landsins og varð
fljótt þekktur hér sunnanlands,
sem gætinn og öruggur bifreiða-
stjóri.
Hann var einn af eigendum Bif-
reiðastöðvar Reykjavíkur, sem um
þær mundir var önnur stærsta
fcjfreiðastöð landsins. Hann stjórn
aði bifreiðaverkstæði stöðvarinnar
og hafði einnig á hendi kennslu í
akstri og meðferð bifreiða, fyrir
stöðina.
Þegar sú breyting var gerð, að
skipa skyldi fasta bifreiðaeftirlits
menn, til að hafa á hendi skoðun
og eftirlit með bifreiðum og próf
um bifreiðastjóra, var Jón Ólafs-
son annar þeirra manna, er skip-
aður var til þess starfs 1. janúar
1928. Hann var því einn af þeim
mönnum, er skipulögðu starfsemi
fcifreiðaeftirlitsins og átti þátt í
samningu reglugerða um skoðun,
og eftirlit með bifreiðum og próf-j
um bifreiðastjóra. Hann var kenn j
ar á meiraprófsnámskeiðum bif- j
reiðastjóra og ferðaðist víða um j
landið, þar sem námskeiðin voru j
haldin. Hann brýndi ávallt fyrir j
bifreiðastjórum að fara vel með
bifreiðar sínar og sýna prúða fram
komu í umferðinni. Eftir fráfall
Geirs 2Ioega var hann forstöðumað
ur meiraprófsnámskeiðanna.
Jón Ólafsson var einn þeirra
manna er beitti sér fyrir kirkju-
fcyggingu fyrir Laugarnessöfnuð.
Hann var í safnaðarstjórn frá byrj
un og sóknarnefndarformaður í
mörg ár. Öllum frístundum sínum
varði hann, ásamt konu sinni, til
að fegra og prýða kirkjuna.
Jón Ólafsson var góður hús-
bóndi og skyldurækinn opinber
starfsmaður. Hann gerði einnig þá
Blessuð sé minning hans.
Gestur Ólafsson
f DAG, þegar kvaddur er Jón
Ólafsson ,fjárhaldsmaður Laugar-
nessóknar, leita á huga minn
margar minningar um þann heil-
steypta og trausta mann, sem hann
ætíð reyndist í safnaðarstarfinu og
málefnum kirkjunnar.
Jón var glaésilegur og virðuleg-
ur að vallarsýn og í fasi. Hann
bar með sér persónuleika hins fast
mótaða alvörumanns.
Þegar fyrst var byrjað á sér-
stöku kirkjulegu starfi í Laugar-
nesskólahverfi 1937, var Jón kjör-
inn formaður nefndar þeirrar, sem
með þau mál fór, þar f hverfinu.
Þegar svo Dómkirkjusöfnuðinum
gamla var skipt árið 1940 og Laug
arnessöfnuður stofnaður, var hann
kjörinn fyrsti formaður sóknar-
nefndarinnar. Gegndi hann for-
mansstarfinu nær óslitig til 1959,
að hann af heilsufarsástæðum
baðst eindregið undan þeim
starfa. Samhliða formannsstarfinu
var hann lengst af safnaðarfulltrúi
og fjárhaldsmaður safnaðarins var
hann alla tíg til dauðadags.
Umhyggja Jóns fyrir málefnum
kirkjunnar kom ekki hvað sízt í
ljós á meðan á kirkjusmíðinni stóð.
Það hafa þeir sagt mér, sem þá
voru með honum í safnaðarstarf-
inu, að allar stundir, sem hann
mátti því við koma, hafi hann helg
að kirkjunni, og þau ár, sem við
störfuðum saman, reyndist hann
æ hinn ratvísi forgöngumaður, sem
við samnefndarmenn hans mátum
mikils og virtum, og minnumst við
hans og samstarfsins við hann með
þakklátum huga og söknuði. Fyrir
hönd Laugarnessafnaðar vil ég
þakka honum fyrir allt hans mikla
og góða starf í þágu kirkjunnar og
safnaðarins.
Ég bið eftirlifandi konu hans og
börnum blessunar Guðs um ókom-
in ár.
Hjörtur E. Guðmundsson.
Hákon Bjarnason:
;Fé til skóg-
; ræktar á N. og
Austurlandi
Undanfarið hafa birzt langar
greinar eftir sýslumann Þingey-
inga í Tímanum undir heitinu ís-
land skal allt vera byggt. Þar sem
Jóhann Skaftason sýslumaður vík
ur nokkuð að skógræktinni í land-
inu í niðurlagi greinar sinnar á
þann veg að ætla má að Norður-
og Austurland sé haft út undan
við skiptingu skógræktarfjár verð
ég að skýra frá eftirfarandi til
þess að koma í veg fyrir misskiln-
ing.
Árið 1960 fóru 51% af öllu fram
kvæmdafé Skógræktar ríkisins til
Norður- og Austurlands en 49%
til Suður- og Vesturlands. Árið
1961 fóru 47% af fénu til Norður-
og Austurlands en 53% til Suður-
og Vesturlands. Þetta mun nálg-
sst helmingaskipti.
En þar með er ekki allt upp tal-
ið. Á undanfömum árum hafa ver
ið byggðir tveir skógarvarðabú-
staðir, annar á Vöglum en hinn á
Hallormsstað. Fjárveitingar til
þessa eru ekki taldar með í fram-
kvæmdafé. Samtímis þessu var
ekkert byggt á Suður- eða Vestur-
landi.
Á ÞINGPALLI
★ ★ AU miklar umræður urðu í báðum deildum Alþingis í gær, en
sakir mikilla þrengsla í blaðinu í dag verða þingfréttir samt
með stytzta móti, en tekin til meðferð'ar sum þau atriði, sem
fram komu í ræðu viðskiptamálaráðherra í neðri delld um
kjaramál. Þetta var við umræðu um frumvarp um Áætlunarráð
ríkisins.
★ ★ Gylfi Þ. Gíslason kom með ýmsar tölur frá hinni nýj*u Efna-
hagsstofnun Jónasar Haralz um kjaramál og greindi meðal
annars frá svokölluðum úttaksrannsóknum á skattframtölum
manna, en skv. þeim hafa meðalatvinnutekjur í verkamanna,
sjómanna og iðnaðarmannastéttum verið sem hér segir: 195&
kr. 69.300,00; 1959 kr. 74.900,00; 1960 kr. 78.900,00; 1961 kr.
86.000,00; og áætlað 1962 kr. 98.100,00. Jafnframt deildi Gylfi
vísitölu framfærslukostnaðar í þessar tilgreindu atvinnutekjur
og fékk út, ag kaupmáttur atvnnutekna hafi hækkað um 3.3
stig síðan 1959.
★ ★ Gylfi taldi, að þessar tölur sönnuðu ótvírætt, að kjör manna
hefðu aldrei verlð betri en nú og það væri með öllu rangt, að
lífskjör manna hefðu farið versnandi í tíð núverandi rikis-
stjórnar.
★ ★ Við þessar tölur og fullyrðingar Gylfa Þ. Gíslasonar er ýmis-
legu við ag bæta, þótt ef til vill sé ekki rétt að afgreiða þær
jafn cinfaldlega og í sama dúr og Eggert G. Þorsteinsson á
Alþýffusambandsþingi, er hann sagðist ekki taka mark á töl-
um frá hagfræðingum, sem hefðu matreitt fyrir launþega hina
örgustu lygi ár eftir ár.
★ ★ Þessar meðalatvinnutekjur umræddra þriggja atvinnustétta
eru þannig fengnar, að aðeins eru tekin til meðferðar framtöl
kvæntra manna og eru þarna meðtaldar atvinnutekjur eigin-
kvenna, en síðustu ár hefur það, eins og kunnugt er, mjög farið
í vöxt, að þær hafi neyðzt til að vinna utan heimilisins. Þá
Ieiðir þetta úrtak í Ijós, að eftirvinna og næturvinna hefur
aukizt gífurlega, þ.e. fólk hefur orðið að' vinna myrkranna
milli. Þá ber einnig að hafa í huga hinn gífurlega og óvenju-
lega síldarafla s.l. tvö ár, en fjöldi sjómanna, skipstjóra og
Á Norður- og Austurlandi eru
3 skógarverðir á fullum launum
og eftirlitsmaður í Ásbyrgi. Að
auki er skógarvörður á Akureyri
á hálfum launum, en Skógræktar-
íélag Eyfirðinga launar hann að
hálfu á móti.
Á Suður- og Vesturlandi eru að-
eins tveir skógarverðir á fullum
launum en einn í Reykjavík á hálf-
um launum. Skógræktarfélag
Reykjavíkur greiðir honum laun
á móti.
Á Vöglum er önnur stærsta
gróðrarstöð Skógræktar ríkisins,
og á Hallormsstað er myndarleg
stöð. Báðar þessar stöðvar þurfa
mikið vinnuafl, en tekjur af því
lenda að mestu innan viðkomandi
sveitafélaga.
Á Suðurlandj er hins vegar að-
eins ein stöð í eigu ríkisins. Hún
er örlítið stærri en stöðin á Vögl-
um.
Hér að auki hafa verið tvær
lillar stöðvar í gangí undanfarin
ár, önnur á Vesturlandi en hin á
Norðurlandi. Voru þær nokkuð
jafnstórar.
Auk þessara gróðrarstöðva eru
tvær aðrar, önnur í Reykjavík en
hin á Akureyri. Þær eru eign við-
komandi skógræktarfélaga og er
stærð þeirra sniðin eftir þörfum
hvers staðar.
Hið eina, sem hallast á Norður-
og Austurland á síðari árum. er
gróðursetning plantna. Árig 1960
voru 36% og 1961 32% af gróður-
setningu Skógræktar ríkisins fyr-
ir norðan og austan. Ástæðan til
þessa var eingöngu skortur á
vinnuafli. Á þessu ári var reynt
ag bæta úr þessu með því að senda
gTóðursetningarmenn héðan að
sunnan. Bæði árin 1960 og 1961
var gerð áætlun um meirj gróður-
setningu fvrir norðan og austan,
en hún gnt ekki staðizt af fvrrtöld-
um ástæðum
Samkvæmt framansögðu ætti
að vera Ijósfc að í skiptingu skóg-
ræk'arfjár mun sízt hallað á Norð
ur- og Austurland .Og til þess að
taka af öll tvímæli skal þess getið
að allt gjafafé til skógræktar á
þessum tíma er talið með fram-
kvæmdafénu, svo að það þarf ekkí
að vaxa neinum í augum.
Að því er snertir skógræktarfé-
lögin skal þess getið. að árið 1960
fengu skógræktarfélös á Norður-!
og Austurlandi kr. 218.000,— í'
styrk en félögin á Suður- og Vest-
vélstjóra er í úrtakinu.
★ ★ Þessar tölur viðskiptamálaráðherra eru engin speglimynd af
afkomu almennings nú og er tilgangslaust fyrir ráðherrann, að
reyna að telja fólki trú um, að það hafi aldrei haft það' betra
en nú. Reynslan er á annan veg, og hún er bitur — og hver
og einn tekur meira mark á eigin úttekt á eigin hag, en úttekt
ráðherrans. Ekkert skal þó efast um, að eigin úttekt ráðhenv
ans á eigin hag sé hagstæð fyrir viðreisnina.
★ ★ Kaup Dagsbrúnarverkamanns fyrir 8 klst. vinnu hvem virkan
dag ársins er kr. 59.520,00 yfir árið. Vinni hann að auki 2 klst.
í eftirvinnu á hverjum degi komast árslaunin upp í kr., 83.328,-.
Hann þarf því að vnna æði margar næturvinnustundir til við-
bótar til að ná svokölluðum meðalatvinnutekjum, samkv. úr-
takinu, sýnir það gjörla að hvílíkum þrælum dýrtíðárhít vlð-
reisnarinnar er að gera menn.
★ ★ f vísitölu framfærslukostnaar, sem snillingarnlr reikna eftir
kúnstarinnar reglum — og auðvitað beztu samvizku!! er húsa-
leiguliður vísitölufjölskyldunnar reiknaffur kr. 10.600,00 á ári
— eða rúmlega 800 krónur á mánuði. Sæmilegt eins manns
herbergi fæst nú orðig varla fyrir minna en kr. 1.000,00 á
mánuðf, og sést af því, hve fráleitt er að ætla hjónum með
2—3 böm húsaleigu vísitölunnar. 330 rúmmetra íbúð, sem má
telja hóflega fyrir 5 manna fjölskyldu kostar nú 540 þús. krón-
ur og það kostar 50—60 þús. krónur að búa í slíkri nýrri íbúð.
f vísitölunni er rciknað með að vísitölufjölskyldan þurfi 68
þús. krónur fyrir lífsnauðsynjum sínum og þarf því slík fjöl-
skylda að hafa langt yfir 100 þús. krónur í árslaun til að geta
búið í nýrri íbúð.
★ ★ Þar við bætist svo, að þrátt fyrir allt gumið um lækkun beinu
skattanna hefur raunin orðið sú, að vísitöiufjölskyldan greiðir
hærri beina skatta nú en áður, að ógleymdri h'iinni glfurlegu
hækkun á óbeinu sköttunum. — Þannig eru nú þessi lífskjör,
sem Gylfi segir, að séu þau beztu, sem íslendingar hafi nokkm
sinni búið við.
★ ★ Við 2. umr. um frumv. um almannavarnir í efri deild, mælti
Kari Kristjánsson fyrir breytingatillögum vig frumvarpið þess
efnis, að samþykki svei'tarstjórna þurfi til meiriháttar aðgerða
á hverjum stað og að borgarstjórn Rvíkur taki sjálf ákvörðun
um það, hvort ráðinn verði framkvæmdastjóri fyrir þessi mál.
Kari saigffi, að sveitarstjónirnar ættu ótvírætt að hafa þennian
rétt. Þessar breytingatillögur væru í samræmi við ályktun
fulltrúaráðsfundar sveitiarstjóra, þar sem frumv. var lagt lið
en því jafnframt Iýst yfir, að því væri treyst, að haft yrði náið
Framhald á 15. síðu.
urlandi kr. 197.000,—. Árið 1961
voru styrkir til Norður- og Aust-
urlands kr. 190.000,-— en kr.
242.000,— tii Suður- og Vestur-
lands. En styrkir eru ávallt greidd
ir í hlutfalli við vinnu undanfar-
ins árs.
Á árunuin 1956—1960 gróður-
settu skógræktaríélögin á Norður-
og Austurlandi í 200 hektara lands,
en félögin á Suður- og Vestur-
landi í 309 hektara. Þessi munur
stafar nærri eingöngu af því, hve
miklu erfiðara er að fá verkamenn
| fyrir norðan og austan.
Af því, sem hér hefur verið
. sagt, er svo ljóst sem verða má,
J að Norður- og Austurland er ekki
! afskipt að því er varðar skiptingu
: skógræktarfjár, svo sem Jóhann
Skaftason sýslumaður lætur liggja
&ð í grein sinni.. Mér þykir leitt
J að þurfa að leiðrétta Jóhann
: Skaftason, jafn vel meinandi mann
og hann er, en í hverju máli á að
hafa það, sem sannast er.
Með þöks fyrir birtinguna.
Ilákon Bjamason
8
T f M IN N, miðvikudaginn 12. desember 1962