Tíminn - 12.12.1962, Síða 9
ANDRES KRISTJANSSON SKRIFAR UM
Örlygur Sigurðsson:
Prófflar og pamfflar
Bókaútgáfan Geflbót.
„Vér erum ekkj svo fróðir, að
vér vitum undir hverja tegund
bókmenntanna rit þetta heyrir,
því vér þekkjum ekki og höfum
ekki séð' svo vér munum neitt því-
likt í bókmcnntum neinnar þjóð-
ar“. Þessi orð voru rituð og prent-
uff fyrir réttri og sléttri öld um
aðra bók og annan höfnud, og þó
að margt hafi breytzt og mér sé
fjarri skapi að fara ag þéra sjálf-
an mig, held ég að ekkert eigi bet-
ur við en taka sér þessar setning-
ar í munn. þegar ég fletti þessari
bók, sem Öriygur Sigurðsson, list-
málari hefur saman setta. Ekki
vil ég þó heimfæra meira úr þess-
um ritdómi Sveins Skúlasonar um
bók Benedikts Gröndals upp á
Örlyg, enda var þar fátt af fram-
sýnum skilningi mælt. En ég sný
ekki aftur með það, að þótt varla
sé réttmætt að jafna þeim saman
Örlygi og Gröndal, eru þeir með-
limir í sama sálufélagi, og það
er vafasamt, að nokkur maður hafi
sent frá sér gröndælskari bók en
Grlygur á þessu aldarkorni, sem
á milli þeirra er. *
Þótt margt góðra bóka komi út
í þessum bókmánuði, held ég, að
á engan sé hallað, þótt sagt sé,
að Prófílar og pamfílar Örlygs sé
skemmtilegasta bókin, grasaflest
og fjörmest. Hún býr yfir mestri
upplyftingu, hressilegastri kímni,
frjálsustu hugarflugi, ærslum og
galsa. Það væri dauður maður,
sem ekki hefð'i gaman af þessari
bók. Bókin öll er eins og fjörugt
samkvæmi, þar sem Örlygur kynn
ir manni góðborgarana — og raun
ar fleiri. Auk þess er bókin
skemmtilegur þverskurður af mál-
aralist Örlygs og forkunnarvel úr
garði gerð af hend; pentverks-
manna.
Örlygur kynnir sjálfan sig kími-
lega aftan á kápu, og aðfararorð
hans eru þessi: ,,Hott, hott og
hana nú. Þá bregð ég mér á \þak
Skjónu, þeirri tryggu en brokk-
gengu stóðhryssu andans. Pegasus
skáldfolinn frægi, er hvort sem
er fullsetinn tignari riddurum á
hlemmiskeiði snilldarinnar. Eg
ætla að reyna að hleypa henni á
flug f gegnum alla hljómúra dap
urleika og drunga, inn í villtan
dans gáska og gamans, jafnvel þó
að sú glannareið kosti mig rófu-
brot eða háisbrot." En við bókar-
lok sér maður ekki betur en Örlyg
ur gangi af hólmi með heila rófu
og kertan háls. Það værj annars
efni í heila bók að semja sæmilegt
efni'syfirlit um Prófíla og pamfíla.
eg er sennilegt, að nokkrar dokt-1
orsritgerðir verðj um þetta samd
ar eftir eina eð'a tvær aldir. Hér '
skal því ekki hleypt á það hroka
sund. En til þess að fyrirbyggja
þann misskilning, að bókin sé ein-
vörðungu glettileg gamanmál og
skopdrættir, er rétt að vekja at-'
UFELAGI
GRÖNDAL
ÖRLYGUR SIGURÐSSON
hygli á greininni Viðkvæmt karl-
rnenni. Þar minnist höfundur föð-
ur síns á svo heiðríkan hátt og
stórmannlegan, að margir munu
öfunda hann af. Þar sýnir Örlygur
hvílíkur hann er að kjarna, hvaða
tiifinningum hann býr yfir, hvað
hann er glöggur, skyggn og ein-
lægur. Sú ritgerð er ekki aðeins
frábærlega vel rituð, heldur líka
stórmerk heimild og sýn í persónu
gerð mikilmennis í samtíð okk-
sr. Greininni fylgja ágætar drátt-
myndir af Sigurði skólameistara,
hvalbeininu fræga, menntaskólan-
um, úr próii og af Rúnu í Barði.
Mikill bálkur í bók Örlygs er
skálaræður og skemmtitölur í stú-
dentshófum og afmælisveizlum
vina hans. Fylgja gjarnan myndir
og flúraðar yrkingar. Og meðal
þeirra, sem Örlygur kynnir okkur
— flesta með nokkurri gáskafullri
einkunn — má nefna Árna Páls-
son, prófessor, Guðmund Árnason,
Leif Haraidsson, Stein Steinarr,
Berg Pálsson, Kristmann Guð-
mundsson, Júlíus Havsteen, séra
Sigurjón Jónsson, dr. med., Gunn
laug Classen, Sigurjón Jónsson,
lækni, Jón Kaldal, Halldóru
Bjarnadóttur, sjálfan sig í ýms-
um ham, Björgúlf Ólafsson, lækni,
Kristján Siggeirsson, Hallgrím
Þorbergsson, ýmsa bekkjabræður,
Thór Vilhjálmsson. Rolf Johan-
sen, eiginkonu sína, „sem giftist
fálka“, Malínu Á. Hjartardóttur,
Jónas Jónsson, Björn E. Árnason,
Kolbein á Skriðulandi, Jónas ill-
ugason sagnaþul, Freystein Gann-
arsson, Gunnar Matthíasson, Axel
Ólafsson, Brynleif Tobíasson,
Magnús Jónsson frá Mel, Guðmund
Jónsson, söngvara, Sigurð Nordal
Davíð frá Fagraskógi, Björn í
Grafarholti, Lárus Bjarnason, Guð
mund Daníelsson, Þórarin í Kíla-
koti, Sigurð á Arnarvatni og eru
þó vafalaust iafnmargir ótaldir.
Myndirnar — aðrár en manna-
rnyndir — segist Örlygur helzt
hafa valið ,,ineð tilliti til skringileg
heita og skopgildis þeirra, til að
gieðja geð guma um stundarsakir
í löngu og lamandi skammdegi".
Er það orð að sönnu. Og þess má
gjarnan minnast, að Gröndal var
líka ágætur skopteiknari á sinni
tíð. Þarna er hin fræga málaferla-
mynd af Brynleifi Tobíassyni, og
rekur Örlygur þá sögu mönnum
til gamans.
Gamanið í myndum og máli Ör-
’.ygs er ætíð nokkuð stórkarlalegt
og kímni hans rammíslenzk. Hún
jaðrar oft við kerskni en verður
samt aldrei stráksleg. í því liggur
gamanlist hans. Það er eins og
hann kunni að iáta allt fjúka í
mesta bróðerni. Háð' hans getur
líka orðið napurt, en þá beinist
spjótið ætíð að öfuguggahætti tíð-
arandans, tepruskap, hágómagirni
og smáborgarabrag en aldrei á-
kveðnum mönnum. Og lífsskilning
urinn á ætíð samleið með stríðnis-
legri gðlettni hans.
Þó að Örlygur virðist allhemju-
laus f rithætti og frásögn, sér víða
örla á snillitökum. Hann hefur
kjarkmikinn orðaforða á valdi
sínu og bregður jafnt fyrir sig
orðum og setningum úr gullaldar-
máli sem erlendum slettum og ís-
lenzkum götuhreytingi og virðist
Framhald á 15. síðu.
Nýjar barnabækur og
skáldsaga f rá Oddi B.
Bókaforlag Odds Björnssonar á
Akureyri hefur sent frá sér tvær
íslenzkar barnabækur. Önnur
þeirra er Adda og litli bróðir eft-
ir Jennu og Hreiðar Stefánsson,
og er það önnur bók í hinum vin-
sæla Öddu-oókaflokki, sem nú er
verið að gefa út í annað sinn.
Bókin er 87 blaðsíður í skemmti-
legu broti. ov teikningar hefur
Halldór Pétursson gert.
Enn fremur hefur svo forlag
Odds Björnssonar gefið út bók-
irta, Karlsen stýrimaður, eftir
Magneu frá Kleifum. Sagan birt-
ist áður sem íramhaldssaga í tíma-
ritinu „Heima er bezt“, og naut
svo mikilal vinsælda, að ráðizt var
í, að gefa hana út í bókarformi.
Þetta er fyrsta skáldsaga höfund-
T f MIN N, miðvikudaginn 12. desember 1962
Ný barnabók eftir Ármann Kr. Einarsson
Ármann Kr. Einarsson er einn
vinsælasti höfundur, sem ritar
barna- og unglingabækur hér á
landi um þessar mundir. Svonefnd
ar Árna-bækur hans hlutu mikla
hylli ungra lesenda. Þeim sagna-
fiokki er nú lokið, en Ármann
virðist vera byrjaður á öðrum. í
fyrra kom út eftir hann barna-
bók, sem het Óskasteinninn hans
Galdramálasaga og
helztu trúarbrögð
Desemberbók Almenna bókafé-!
lagsins að þessu sinni nefnist \
Helztu trúarbrögð heims, glæsi-
leg bók um sex höfuðtrúarbrögð
mannkynsiins, kristna trú, gyð-
ingdóm, Múhammeðstrú, Búdda-
dóm, kinverska heimspeki og Hind
úasið. Allt að helmingur bókarinn-
ar eru myndir, 208 alls, flestar í
litum.
Bókin er upphaflega gfin út á,
vegum tímaritsins LIFE og unnu j
um 100 vísindamenn víðs vegar um
heim að sarnningu textans. Síðan
hefur hún komið út víða um lönd
og textinn verið sniðinn nokkuð
til í hinum einstöku útgáfum. Dr. j
Sigurbjörn Sinarsson biskup hef-
ur séð um íslenzka textann og
haft ýmsar útgáfur bókarinnar til
hliðsjónar, einkum hina þýzku
scm og frumútgáfuna. Bókin er
208 blaðsíður í stóru broti.
Forsíða bókarinnar Helztu trúar.
brögð heims.
Góö
kveðja
í ÖLLU því bókaflóði, sem nú
streymir í bókabúðir ber ekki mik
ið á 50 bls. riti nýútkomnu, meðal
frænda okkar í Vesturheimi. En
í því eru „Þættir úr minnisstæðri
íslandsferð", eftir dr. Riehard
Beck, — prentað í Winnipeg nú
1962. Þetta er gott rit, þótt ekki
sé það' langt. Segir það frá rúm-
lega viku ferð heim til íslands á
50 ára afmæli háskólans, auk þess
ferð til Þingvalla, Árbæjarsafni,
heimsókn til Bessastaða, listaverka
sýningu Færeyinga, Karlakór
Reykjavíkur, setningu Alþingis o.
fi Allt á fögru íslenzku máli, og
þrungið af ást og ræktarsemi til
lands og þjóðar, og víða kryddað
með fögrum Ijóðabrotum góð
skálda okkar á listfengan hátt.
Hafi þessi ötuli framherji ís-
lendinganna vestan Atlantsála
kæra þökk fyrir rit sitt. Vonandi
er að sem flestir ræktarsamir ís-
lendingar muni eftir að stinga
því í jólapakkann til vina sinna,
sem hlýrri kveðju frá frændunum
í Vesturheimi.
V. G.
ar, en önnur birtist nú í áður-
tiefndu tímariti. Bókin er 162 bls.
og hefur Atli Már gert káputeikn-
ingu.
Óla, og nú kemur framhald henn
ar. Óli og Maggi. Sögurnar eru
þó sjálfstæðar, þó að þær séu
tengdar saman með sömu sögu-
persónum.
Þetta er hin snotrasta bók í út
gáfu Bókaforlags Odds Björnsson
sr á Akureyri, og Halldór Péturs-
son hefur gert ágætar teikningar
í hana. Þessi saga segir frá ýms-
um ævintýrum þeirra félaganna
Magga og Óla.
Sameinað
mannkyn
Út er komin lítill bæklingur
eftir Jóhann M. Kristjánsson og
heitir Sameiuað mannkyn, og er
efni hans töluvert nýstárlegt. Höf
undur veltir því fyrir sér, hvað
fámenn og afskekkt þjóð eins og
íslendingar geti gert í andlegum
,.almannavörnum“, hvað þeir geti
af mörkum lagt'til jákvæðrar þró
unar í heimsmálum gegn regin-
JÓHANN A. KRISTJÁNSSON
valdi múgmorðstækja, en til þess
að sameina mannkynið. Það er
sterk, jákvæð rödd sameinaðs
mannkyns sem vantar, og í ritgerð
þessarj bendir hann á nauðsyn
þess að koma á fót andlegri, há-
þróaðri vísindastofnun, og drepur
á, hvort íslendingar geti ekki átt
þar frumkvæði.
9