Tíminn - 14.12.1962, Qupperneq 14
og leiða talið að þeim efnum, sem
hún fengi skipun um fyrirfram
að leggja sérstaka áherzlu á
hverju sinni. Að öðru leyti átti
hún tíma sinn sjálf og var frjáls
ferða sinna, og við og við kom
Schmitt við hjá henni sjálfur.
Þrátt fyrir þau skýru og ein-
földu fyrirmæli, sem Rosemarie
fékk um það, hvernig hún ætti að
fara að Van Strikker, og þó að
í raun og veru væri mjög auðvelt
við hann að fá^t, — Rosemarie
sagði, að það hefði kjaftað á hon-
um hver tuska, — þá rann þessi
fyrsta njósnatilraun hennar alger-
lega út í sandinn, Rosemarie gat
ekki haft eftir eitt einasta orð af
því, sem hún hafði heyrt.
Það var Schmitt sjálfur, sem
talaði við hana á eftir, og honum
fannst það næsta dularfullt,
hversu illa hafði til tekizt. Af
fyrri samtölum sinum við hana
vissi hann, að hún mundi frábær-
lega vel það, sem við hana var
sagt. Og þó að bókhaldið hennar
væri viðvaningslegt, voru þó að-
ferðir hennar mjög skynsamlegar
og komu að fullum notum. Og í
bollaleggingum þeirra um „Re-
bekkusamninginn“, eins og
Schmitt kallaði það, hafði hún
sýnt það og sannað, að hún var
gædd mikilli og óaðfinnanlegri
eðlisgreind og kom með margar
og snjallar* tillögur. En svo þegar
hún átti að fara að hafa nákvæm-
lega eftir það, sem sagt hafði ver-
ið við hana íyrir nokkrum klukku
stundum, brást henni bogali'Stin.
Flestir eru þannig gerðir, að
þeir geta talað mjög skynsamlega
um persónuleg áhugamál sín, þó
'að annað hljóð komi í strokkinn,
þegar talið berst að hlutum, sem
þeir hafa ^ hvorki þekkingu né
áhuga á. Schmitt komst brátt að
því, hve áhugasvið Rosemarie var
þröngt. Það takmarkaðist ein-
göngu af því, sem á einhvern hátt
snerli samband hennar og mann-
anna, sem borguðu henni fyrir
að fá að heimsækja hana. Að því
leyti, sem þetta snerti hana, fannst
henni það hið eina í þessum
heimi sem máli skipti.
Andstæðuna við það lögmál,
sem Bruster var svo munntamt,
„peningar skapa peninga“, mætti
orða svona: „Ekkert verður til af
engu“. Þannig var því varið um
Rosemarie. Hinn lygilegi ferill
hennar átti sér sínar leyndu or-
sakir. Þessi ljóshærða stúlka var
gædd sömu eðlisávísuninni og við-
skiptavinir hennar áttu velgengni
sína að þakka. Það er að segja:
hún var gædd sjötta skilningar-
vitinu, sem var sérstaklega næmt
fyrir hinni ómeðvituðu eftirvænt-
ingu mannanna, sem hún átti
skipti við. í þessu var snilld henn
•ar fólgin, yfirburðir hennar og
hæfileikinn til að hitta án þess
að miða. Þessi færni skapast, af
því að manneskjan beinir öllum
þeim hæfileikum, sem henni eru
gefnir, að einu og sama marki.
Leiknin er aðeins leikni á þeim
sviðum, sem liggja nærri þessu
marki, á öðrum sviðum verður
hún að engu. Og þessi veikleiki,
þessi ranghverfa öruggrar leikni
olli því, að Rosemarie gekk að lok-
um blind út í opinn dauðann.
Það eina, sem skildi hana frá
snjöllum píanóleikurum, línudöns-
urum og hershöfðingjum var, að
snilld hennar kom ekki fram í
sjálfri listinni, sem hún lék. Ef
hún hefði verið snillingur í listinni
að elska, hefði það ekki orðið til
að vekja á henni neina sérstaka
athygli. Frá slíkum konum hefur
sagan kunnað að greina í mörg
þúsund ár. í hæsta lagi hefði fólk
getað furðað sig á, hversu mikið
fé henni tókst að komast yfir.
í listinni að elska, sem flestir
álitu, að henni væri borgað fyrir
og hún hélt sjálf, að hún ætti
hvern einasta eyri að þakka, var
hún hreint ekki nema meðalmann-
eskja. Ef við lítum á hana sem
Nönu nútimans, var hún meira að
segja heldur slæm ástmær, enda
hafði hún árum saman verið Nana-
hermanna og fátæklinga og lifað
eymdarlífi. Og hún gat ekki stát-
að af því, að hún hefði tekjur á
við miðlungskvikmyndastjörnu,
fyrr en hún fékk sitt fyrsta raun-
verulega tækifæri — eða eftir að
hún komst í kynni við nokkra af
þeim mönnum, sem hún skiidi og
dáði.
Hún hafði verið reglulega hepp
in að komast í kynni við Hartog.
í henni fann hann sína Nönu. En
Bruster var fyrsti fyrirfram-
ákveðni viðskiptavinurinn hennar,
sá fyrsti af mörgum, sem dulin
þrá eftir mannlegri samúð rak til
hennar.
Það hefði í sannleika sagt mátt
einkennilegt heita, ef Rosemarie
hefðu ekki borizt gullvæg tæki-
færi á okkar dögum. Hún var ein-
mitt sköpuð til að komast á topp-
inn og njóta í senn aðdáunar og
öfundar fjöldans. Henni hafði skil-
izt það grundvallaratriði allrar
verzlunar, að það er ekki varan
sjálf eða gæði hennar, sem mestu
máli skipta, heldur örugg og snjöll
tök á markaðnum. Og það, sem
viðskiptavinir Rosemarie settu
öllu ofar, var það, að hjá henni
nutu þeir viðurkenningar á vel-
gengni sinni og fjármálasnilld af
hálfu manneskju, sem vit hafði á.
Rosemarie töfraði viðskiptavini
sína til sín með barnalegri ein-
beitingu hugans að verðgildi þess,
sem hún hafði að bjóða, — og
skipulagningu alls, sem hún gerði.
Hún dáleiddi iðnaðarkóngana
nieð aðferðum sínum. Hún fékk
til dæmis mann til að gera handa
sér lista yfir bílnúmer nokkurra
rikustu verzlunarmanna og at-
vinnurekenda landsins og gat á
þennan hátt hept reiður á þeim,
■sem sóttu iðnstefnur, kaupstefn-
ur og aðrar ráðstefnur. Þeim,
43
sem skoða samfélagið aðeins frá
eini hlið, kann að virðast ótrúlegt,
að Rosemarie, sem hvorki var
gædd sérstökum, almennum gáf-
um né hafði fjölmennan hóp að-
stoðarmanna til að snúast í kring-
um sig, skyldi geta aflað sér svona
nákvæmra upplýsinga. En í þeim
heimi, sem hún lifði og hrærðist
í, þekkja allir alla, og þar er
■sjaldnast erfiðleikum bundið að
öðlast heildarsýn yfir sviðið.
SCHMITT, sem stjórnaði eins
konar yfirheyrslu yfir Rosemarie
til að reyna að komast að því,
hvers vegna henni tókst jafnþrap
allega að leysa af hendi hlutverk
sitt í sambandi við Van Strikker
og raun bar vitni, varð mjög undr
andi, þegar hann komst að því,
hve áhugasvið hennar var þröngt,
en jafnframt hve vel hún var öll-
um hnútum kunnug innan þess.
I-Iún virtist bæði slungin og áreið
anleg. Það voru eiginleikar, sem
hann mat mikils. Þó að hann segði
við sjálfan sig að sennilega gæti
hún aldrei orðið honum úti um
þær upplýsingar, sem hann hafði
hugsað sér, varð hann eiginlega
ekki fyrir neinum vonbrigðum
með hana, þegar hann kynntist
henni betur. Einu sinni sagði
hann við Wallnitz: „Við erum all-
ir hreinustu smábörn { saman-
burði við hana. Ef hugsanir manns
ins ráða einhverju um útlit eða
byggingu heilans, þá lítur minn
áreiðanlega út eins og ruslhrúga,
en hennar eins og kristall. Hún
hefur sjálfsagt aldrei á ævinni
hugsað óþarfa hugsun“.
Þrátt fyrir þessi ágætu skilyrði
til að láta sér talcast vel upp í
viðskiptum, var Rosemarie gædd
einum alvarlegum ókosti. Öll um-
svif hennar voru algerlega háð
hennar eigin persónu og gáfu ekk
ert færi á þeirri takmarkalausu
þenslu, sem er grundvöllur mik-
30
hún heyrði, að maðurinn hefði
drukkið te í skólastofunni með
svilkonu hennar. Kannski umhugs
unin um skipunina um brauð og
smjör hafi gert hana sér í lagi
óvingjarnlega við Lauru þetta
kvöld.
— Þú verður sannarlega að
gæta meiri varfærni að taka á
móti gestum, þegar þú ert komin
í þitt eigið hús, sagði hún yfir-
lætislega. — Það er ekki nema
eitt ár síðan Lionel dó og þú vilt
varla verða bitbein kjaftakerl-
inga? En kannski þessi maður
hafi ekki skilið, hversu óviðkunn-
anlega þú komst fram. Hann hefði
svo sannarlega átt að skrifa til
mín og spyrja, hvernig þér liði
og siðan biðja mig leyfis að fá
að heimsækja þig. Jæja, jæja,
hann vissi ekki betur . . . ég hef
heyrt, að þeir taki við mútum,
hann hefur sjálfsagt auðgazt þann
ig. Ég vona svei mér, að þú látir
hann ekki setja neinar grillur í
hausinn á þér, Laura.
15. KAFLI.
Fólk streymdi til London í júní
ALLAR HELZTU
MÁLNINGARVÖRUR
ávallt fyrlrlicigjandi
Sendum heim.
Helgi Magnússon & Co.
Hafnarstræti 19
Símar: 13184—17227
I
r
mánuði hvaðanæva af landinu og
allir biðu til þess að fylgjast með
krýningu hinnar ungu drottning-
ar. Það var ekki eitt einasta laust
hótelherbergi í London, allt var
löngu upppantað á ofsaverði. All-
ir, sem ættingja áttu úti á landi,
fylltu hús sín frá kjallara og upp
MARY ANN GIBBS: SKALDSAGA
ERFINGINN
Hr. Latimer hafði látið móður
sinni og systrum eftir hús sitt í
London. Og hann var tilneyddur
að fylgjast með kvenfólkinu og
vera leiðsögumaður þess. Honum
leiddist í London, einkum á vor-
in, því að þá var allra fegurst úti
á landi. Og hann hefði helzt kos-
ið að fara frá borginni til að njóta
friðar og fegurðar á Reddings,
eign þeirra í Wilt-héraði, sem
hafði verið í eigu ættarinnar í
marga ættliði. En móður hans,
sem á sínum tima hafði verið hirð
mær hertogafrúarinnar af Kent,
hafði verið boðið að vera viðstödd
sjálfa krýningarathöfnina { West-
minster Abbey og hann hafði lof-
að að fylgjast með henni þangað.
Hann vissi, að færi hann til Redd
ings og kæmi ekki aftur fyrr en
krýningin færi fram, hefði her-
bergi hans verið undirlagt af kven
fólki. Hann fylgdist ófús með kon
unum, frú Latimer og vinkonum
hennar. Þessar kerlingar voru að
sálast úr hroka og þóttust vera
heimsdömur, en honum fannst
þær óþolandi. Þær óku út um þrjú
leytið til að hlýða á tónleika eða
óku út í garðinn, snæddu kvöld-
verð klukkan átta og síðan var
farið í þrjú eða fjögur kokkteil-
samkvæmi, í óperuna eða dans-
leiki. Og svo var skylda hans að
fylgja þeim heim um fimmleytið
á morgnana.
Það gat tekið þær upp undir
klukkustund að komast frá dans
leik, enn annan klukkutíma að
koma sér upp tröppurnar og síð-
an að brjótast í gegnum mann-
þröngina til að heiLSa upp á hús-
freyjuna og tókst það alls ekki
alltaf, síðan tók það klukkutíma
að komast að matarborðinu og síð
an byrjaði slagurinn að ná í yfir-
hafnirnar.
Hr. Latimer hafði andstyggð á
þessu og varð sífellt óþolinmóð-
ari með hverjum degi, sem leið.
Kvöld nokkurt var hann í óper-
unni og leiddi móður sína og
nokkrar vinkonur hennar að út-
göngudyrunum til að bíða eftir
vagninum. Þá rakst hann á ungan
mann, sem hafði unga laglega
konu sér við arm.
Hann sneri sér dálítið gramur
að þeim og uppgötvaði þá, að
þetta var leiðindagarmurinn Hud-
son, og um leið þekkti Hudson
hann aftur og heilsaði honum hrif
inn, án þess að skeyta um kulda-
legt viðmót hr. Latimer.
— Góða kvöldið, herra! hrópaði
hann upp yfir sig. — Leyfið mér
að kynna eiginkonu mína fyrir
yður. Soffía mín, þetta er hr Lati-
mer, vinur ungfrú Horatiu.
Hér áður fyrr hefði hr. Lati-
mer átt erfitt með að trúa því, að
það gæti verið talið til gildis a*
vera kynntur sem vinur Horatiu.
því að svo virtist, sem smekkur
hennar til þess að velja sér vini
væri lélegur. En þetta kvöld varð
hann að endurskoða þá afstöðu
sína.
— Eruð þér virkilega vinur
Horatiu? hrópaði unga konan og
ljómaði af gleði. — Ó, hvað mér
þykir vænt um að fá tækifæri til
að heilsa upp á yður. Vinir henn-
ar elsku Horatiu eru einnig okk-
ar vinir!
Hún var svo blátt áfram og til-
gerðarlaus, að hún minnti hann
á Horatiu sjálfa og áhugi hans var
vakinn. Eftir að hann hafði skilið
við hana á tröppunum á húsi lafði
Wade hafði hann heitið því, að
hann skyldi ekki hugsa til hennar
framar, en nú fann hann, að hon
um lék sterkur hugur á að frétta,
hvað þau vissu um ungfrú Pendle-
ton.
— Býr hún enn hjá lafði Wade?
sagði hann hraðmæltur.
— Hamingjan sanna, nei! sagði
Hudson. — Vissuð þér ekki, að
frænka min rak hana á dyr, þegar
hún komst að því, að lögfræðing-
ur Horatiu hafði stungið af með
peningana hennar? Það er satt!
Frænka mín getur stundum verið
andstyggileg.
Hr. Latimer trúði því vel, sann
leiljurinn var sá, að hann hafði
fengið hugboð um það daginn í
Brighton og þess vegna hafði
hann beðið Horatiu að treysta
lafði Wade varlega.
— Og hvar er ungfrú Pendlc
lon núna? spurði hann kvíðafull-
ur.
— Ég vildi óska, að ég vissi það.
Ef við hefðum bara upp á henni,
myndurn við bjóða henni að búa
hjá okkur, þótt húsplássið sé ekki
mikið. Við höfum tekið á leigu
lítið hús í Chiswick, og ég vinn
hjá Austur-Indíafélaginu. Ég seldi
vagninn og litla folann, þegar við
Soffía giftum okkur, og ég veit,
að Horatia myndi harma það,
henni þótt svo vænt um folann.
En frá þeirri stundu, er hún fór
úr húsi frænku minnar fyrir meira
en mánuði hefur enginn frétt til
hennar. Soffía er svo örvæntingar-
full út af því, ekki satt, elskan?
— Jú, sagði frú Crankcroft ein-
læglega. — Ég skal segja yður, hr.
Latimer, að þótt hún sé bæði
hraust og hugrökk, er Horatia sorg
lega reynslulaus gagnvart heimin-
um. Hún treystir alltaf fólki of
vel, hún var svo góð og heiðarleg
sjálf og því skilur hún ekki, hversu
grimm og grálynd veröldin getur
verið.
Hr. Latimer var sammála og
kvíði hans jókst. Hann hafði stað-
ið í þeirri trú, að Horatia byggi
enn hjá lafði Wade og léti þenn-
an Hudson ganga á eftir sér með
grasið í skónum. Hann hafði
reynt að sannfæra sig um, að hún
væri bara einföld sveitastúlka ,En
það var ekki notalegt að heyra,
að hún hefði verið rekin á dyr
og núna, þegar þessi leiðinda-
frændi var kominn með laglega
konu sér við hlið, virtist hann
hreint ekkert leiðinlegur lengur.
Hr. Latimer uppgötvaði, að hann
14
T í MI N N, föstudaginn 14. desember 1962