Tíminn - 14.12.1962, Síða 16

Tíminn - 14.12.1962, Síða 16
282. Föstudagur 14. des. 1962 i' 46. árg. ESJA / FERB FYRIR JÓL MB-Reykjavík, 13. des. Samkvsemt upplýsingum Guð jóns Teitssonar, forstjóra Skipaútgerðar ríkisins, mun bráðabirgðaviðgerðin á Esj- unni ganga betur en á horfðist í fyrstu. Standa vonir til að viðgerð verði lokið nokkru fyr ir jól. Guðjón kvaðst nú vera að ihuga, hvort ekki væri unnt að senda skipið í eina strand- ferð fyrir jól og láta það þá taka vörur til útflutnings, svo það þyrtti ekki að sigla tómt út, þegar það fer til viðgerðar. Vegna fréttar, sem birt var um Esju hér í fyrradag, skai það tekið fram, að forstjórinn gaf skipasmíðastöðinni í Ála- borg upp númerin á botnplöt- Framh. á 15. síðu. HÓLABISKUP HEFUR ALDREI KOMIÐ TIL HÓLA 2200 Á KIRKJUÞINGINU MB-Reykjavik, 13. des. Fréttamaður Tímans hitti herra Jóhannes Gunnars- son Hólabiskup, að máli síð degis í dag á biskupssetr- inu í Landakoti, og rabbaði við hann um kirkjuþingið í Róm og sitthvað fleira. — Það var mikill fjöldi kennimanna á þessu þingi. Flestir munu þeir hafa verið við setninguna, um 2300 en um 2200 munu hafa setið þingið sjálft. Þeir komu alls staðar að úr heiminum og voru af öll- um mögulegum þjóðernum og litarháttum. Já, það var skraut- legur hópur, bæði af eigin lit- arhætti og búningum. — Þetta byrjaði nú eigin- lega ekkert vel. Það voru marg ir, sem dóu á leiðinni til þings- ins og aðrir veiktust og dóu á þinginu sjálfu. Þeir voru marg- ir gamlir og hrumir og hafa kannski ekki þolað ferðalagið og loftslagsbreytinguna. Svo var þeim mörgum kalt í Róm. Mér fannst nú aldrei kalt, en þeir eru óvanir nokkrum kuld- um og húsin eru ekki byggð fyrir þannig veðráttu. Ég var nú að segja þeim, að kaupa sér eitthvað til þess að halda á sér hita, annaðhvort meiri klæði eða rafmagnsofn til þess að hita upp. Það borgar sig að halda heilsunni ,þótt menn verði að eyða svolitlu. — Já, þeir voru margir orðn ir gamlir og hrumir, sem þarna voru. Ég held að þeir hafi sum ir hverjir átt í erfiðleikum með að fylgjast með öllum umræð- unum og þreytzt. Annars fór á- gællega um okkur biskupana, við sátum í þægilegum sætum og höfðum það miklu þægi- legra en kardínálarnir, sem sátu í sínum stólum. — Þingið hófst hinn 11. október síðastliðinn og 8. þ.m. var því frestað. Það á að koma saman að nýju hinn 8. sept. næstkomandi og páfinn . gerir sér vonir um, að því ljúki á jóladag 1963. Páfinn mun hafa gert ráð fyrir, að þetta þing yrði stutt, en það fór á annan veg, því nýjum og nýj- um málum var sífellt að skjóta upp á þinginu; þau komu svona hvert af öðru. Biskupum um allán heim voru send bréf fyr- ir alllöngu síðan, þar sem þeir voru beðnir um álit sitt á því, hvaða mál þyrfti að ræða á þinginu. Síðan var unnið úr svörum þeirra. — Páfinn kvaddi þetta þing saman samkvæmt — ja, hvað á maður að kalla það — það var ekki vitrun, en svona nokkurs konar innblástur. Hann fann það allt í einu, að hann átti að kalla saman kirkjuþingið. Aða] verkefni þingsins var að ræða það, hvernig unnt væri að sam- Framh a 15 síði Jóhannes Gunnarsson biskup Sæmundur F. Vigfússon, prestur ÍSLENZK ÖPP- FINNING KOM- IN Á MARKAÐ Tveir feðgar, Sigurður og Rolf Markan, hafa á undanförnum mán uðum unnið' að smíði lesgrindar,! einkum með það fyrir augum, að: hún geti kornið rúmliggjandi fólki | að gagni. Smíðinni er nú lokið og j grindin komin á markaðinn, sölu- j umboð hefur bókaverzlun Máls og j menningar, Laugavegi 18. Frumhugmyndina rákust feðg-1 arnir á erlendis, þar sem hún er komin á markaðinn, en sú les- grind reyndist ónothæf. Hafa feðg arnir endurbætt hana svo og gjör- breytt, að smíði hennar er orðin að sjálfstæðii uppfinningu. Hafa þeir sótt um einkaleyfi á smíði hennar. HERO bóka- og lesgrindin getur j komið að margvíslegum notum,! auk þess að vera barfaþing fyrir I Lit Framh. á 15. síðu I Norskur togari tal- inn marka tímamót KH-Reykjavík, 12. des. | Nýlega var hleypt af stokkun- i um í Noregi nýjum togara, sem ! markar tímamót í fiskiðnaði. Skip j ið, sem er stærsta fiskiskip, sem 1 nokkru sinni hefur verið byiggt i borð. Noregi, er byggt bæði sem skut- togari og verksmiðjuskip. Það er útbúið öllum hugsanlegum ný- tízkuleitartækjum og ful'lkominni aðstöðu til nýtingu aflans um Sækja um 10 þús. fm. láð KH-Reykjavík, 13. des. | sækja um 10 þúsund ferm. lóð A stofnþingi Landssam- j Fossvogsdalnum og arkifekt- bands fatlaðra árið 1959 var, jnn fenginn. samþykkt að reisa dvalarheim ili og vinnustofur fyrir fatl- Samkvæmt upplýsingum Trausta » ... ...» ,~ . feigurlaugssonar, framkæmda- aða. Nu er malið það vel a j stjóra Landssambands fatlaðra, veg komið, að búið er að I hefur Gísli Halldórsson arkitekt, lofað að taka að sér verkið, en ekki verður hafizt handa um teikningar, fyrr en lóðin er vís. Byggingin verður dvalarheimili og vinnustofur fyrir fatlaða, og algjörlega sniðin við hæfi þeirra, sem í hjólastólum aka. Þar verð- Framh. á 15. síðu. Skipið, sem nefnist „Longva'* og er 1092 tonn að stærð, á ekki sinn líka í norska fiskiskipaflot- anum, hvað tæknilegan útbúnað snertir. Það hefur tvo ratsjár- sSerma og asdictæki af alveg sérstakri gerð, er þaÖ fyrsta tæk- ið þeirrar gerðar, sem framleitt er í Noreg'. Með hjálp þess sést fiskurinn í sex kílómetra hring- fjarlægð frá skutnum og allt nið- ur á 500 metra dýpi. Aflinn er algerlega unninn um borð í skipinu. Fiskurinn er flak- aður og flökunum pakkað í öskj- ur, sem settar eru í tvenns konar frystihálf, sem hvort um sig frysta átta tonn á sólarhring. Frystigeymslan sjálf rúmar 400 Framh. á 15. síðu. -■ 1,7 lítra vélin í OPEL CARA- VAN er þekkt fyrir orku og við- bragðsflýti. 62 hestöfl, hámarks- hraði 132 kílómetrar á klukku- stund (sumir OPEL eigendur segj ast hafa farið jafnvel enn þá hrað ar). Á 21 sekúndu nær OPEL CARAVAN 100 km. hraða á klukkustund úr kyrrstöðu. Benz- meyðsla aðeins 8,5—9,5 lítrar á 100 km. En kraftmikil vél er ekki nóg: Fallegt útlit, rúmgott og þægilegt fimm farþega rými, stór farangursgeymsla og toppgrind OPEL CARAVAN 180,000 krónu Framh á 15 siðu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.