Tíminn - 14.12.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.12.1962, Blaðsíða 3
GÖMUL SAGA fær um að vera leiðtogi í þessum hóp, vegna hæfileika sinna og1 þekkingar á mannlegu eðii, því að [ báðum prestunum, sem voru víðlesnir og vel að sér í heims- Lókmenntum, var annað betur gef ið en stjórnsemi. Því var það, að þegar fram i sótti og Sigurður Kvaran hætti að geta mætt, vegna anna, að allmikig los kom á fund ina og áhuginn dvínaði, sem helzt sást á því, að ýmsir hættu að mæta reglulega, svo sem Jóhannes Stef- ánsson og sr. Jónas, sem ekki gat mætt nema annað slagið, vegna anna við sína kennslu og frk. Þóra dóttir Matthíasar mættj ekki nema á sárafáum fyrstu fundunum, ein ungis til að sýna foreldrum sín- Séra Matthías um og málefninu samúð með nær- véru sinni. Af sjálfum mér er það að segja, ag mér þótti þessi fyrirbæri mjög merkileg og það svo, að ég gat vel skilig skoðanir brautryðjenda spiri tistanna, sem töldu, að með til- raunum sínum væru þeir að stíga stórt og ákveðið skref til þekk- ingar á sálarlífi manna, er mundi gjörbylta eldri lífsskoðunum og skapa mönnum nýjan og betri heim. En þegar ég fann ekki hjá mér neina hæfileika, sem gætu orðið þessari tilraunastarfsemi til stuðnings, taldi ég það óviturlegt ag dreifa minum litlu kröftum, en halda mér þeim mun ákveðnara ag lífsstarfi, sem ég hafð'i valið mér, en það var að kenna öllu ungu fclki á fslandi að halda höfði, og ef unnt væri að stækka svo sjón- deildarhring þess, að því lærðist að skilja, ag undirstaðan undir öilum verðmætum lífsins væri þess eigin líkami og það, sem við hann gæti loðað og í honum tollað af þekkingu á skilyrðum fyrir ham- ingju mannanna, bæði þessa heims og annars. Þetta taldi ég nægilegt verkefni fyrir einn mann, svo ag ég dró mig til baka, nema hvað ég mætti á einstökum fundum og reyndi að fvlgjast með því, sem gerðist. Breyting á miðlinum Guðný féll fljótt og auðveld- lega í transinn, en á hennar fasi og framkomu varð gagngerð breyt. ing. Hún hætti ag tala stælt og stif með karlmannsröddu, en var hæg og róleg og fór að ráfa fram og aftur um gólfið án þess að séð yrð'i hvaða tilgang hún hafði með því. Stundum tók hún stóla og aðra muni og hrúgaði þeim upp við vegginn, breiddi á þá lausleg l:læði, sem hún náði í og sjálfa sig tók hún að klæða andkanna- lega með dúkum o^klútum. Við, sem á horfðum, gátum þess til, að hún væri að búa sér til altari og vildi fara ag messa. Ekki unnt að vekja miðilinn Segi ég nú ekki söguna meir fyrr en í júní, aö ég er farinn að kenna sund. Þá kemur frú Þórunn 1ii min og biður mig eins og guð sér til hjáipar að koma og vekja Guðnýju með þeim, því að nú geti hún ekki vaknað úr transin- um. Tjáð'i hún mér, ag þær kon- urnar og sr. Matthías hefðu öðru hverju haldið tilraunum áfram rneð Guðnýju og hefði verið farið að bera á því, ag henni gengi illa að vakna og eins hefði þag komið fyrir, að hún féll í trans þegar hún ætlaði að sofna eðlilegum svefni á kvöldin, jafnvel á dag- inn átti hún það á hættu ag falla í þetta ástand og var henni eink- um hætt, þegar hún settist niður, (il þess að mjólka kúna, sem þau Jóhannes og Hólmfríður höfðu í grennd við heimili sitt, Nú voru góg ráð dýr, því að auðség var, að stór hætta var á ferðum og sátu nú konurnar þrjár og sr. Matthias ein uppi með Guð- nýju í þessu ástandi, því að allir höfðu hætt að sækja fundina reglu iega fyrir löngu og gátu því talið sig án ábyrgðar. Eg hafði ekki hugmynd um, hvernig ég gæti hjálpag og hefði því eðilegasta svar mitt átt að vera: Farið þið til Steingríms læknis Matthíassonar og leitið hans hjálp er. Hann ætti að vera færastur um að skilja þetta sálarástand, lækna stúlkuna og hjálpa foreldrum sín- um og ykkur hinum úr þessari klípu. Þótt mér dytti þetta svar. í hug, ákvað ég með sjálfum mér, að þag skyldi verða mitt síðasta svar. Eg vissi, að Steingrímur hafði andúð á þessari tiiraunastarf- semi og var mjög fráhverfur spiri- tistum og grufli guðspekinga og að hann stóð á öndverðum meiði við föður sinn í þessum efnum. Hve harkalega þá greindi á í þess um efnum, er mér ekki svo kunn- ugt, að ég geti nokkuð um það sagt, en tel þó víst, að foreldrar Steingríms hafi ekki treyst syni sinum eða meðulum hans úr apó- tekinu, til þess ag lækna Guðnýju af þessum sjúkdómi og því hafi verið reynt ag fálma sig áfram eftir einhverjum þeim leiðum, sem betur samræmdust kenningum spiritista. Eg svaraði því án þess að hika: Eg skal koma. Stillti hug sinn Guðný bjó í litlu, snotru her- bergi, er var á sömu hæð og íbúð Jóhannesar Stefánssonar, sem þar bjó með Hóimfriði konu sinni og tveim dætrum þeirra, Hrefnu og Soffíu, sem munu hafa verig ná- lægt fermingaraldri, og var íbúð þeirra á annarri hæð í stóru húsi ofarlega á Oddeyrinni. Guðný liafði verið við rúmið nokkra und anfarna daga. Þann dag, er ég kom (il hennar að kvöldi í fyrsta sinn, tjáði Hólmfríður mér, ag mestan hluta dagsins hefði hún brotizt um og bylt sér í transinum án þess að geta vaknað eða sofnað eðli- iegum svefni. Þegar að herberg- isdyrum hennar kom, staðnæmd- ist ég fáein augnablik, til þess að slilla hug minn, því að ósjálfráð meðvitund mín tjáði mér, að ekki síæði á sama með hvaða hugar- íari þarna væri farið inn. Trú- mennimir mundu líklega kalla þetta bæn, en ég nefni það hugar- stemningu, af því ag ég finn að hægt er að stemma sjálfan sig eins og útvarpið eða hljóðfæri r.llt eftir því, hverja tóna menn vilja heyra. Er ég opnaði húrðina, barði Guðný höndunum út í loftið á móti mér og því ákafar, sem ég færð- ist nær rúminu, þar til ég var kom inn ag því, þá tók hún að rífa sig rneg nöglunum eða slíta hár sitt. Hendur sínar reyndi hún að verja fyrir mér, en er mér hafði tekizt að ná utan um úlnlið' annarrar handarinnar og halda utan um hann fáar sekúndur, hætti hún öll- um mótþróa og varð algerlega mátt vana. Þannig lá hún nokkra stund, þar til hún fór að hreyfa sig hægt cg rólega, svo að ég mátti sleppa takinu. Einhvern veginn tókt lienni að gera okkur skiljanlegt, ag hún vildi fara að skrifa eða lienni tókst að fara fram úr rúm- inu, til þess að ná í stórt blað og blýant. í þessu áslandi var hún al- gjörlega þögul og gaf ekki frá sér nokkurt hljóð, er sýndi hvort lrenni líkaði betur eða verr. Bvrjaði að skrifa Hvernig allt þetta atvikaðist, rnan ég ekki, en hún fór ag rissa á blaðig með stórum krampakennd um dráttum, sem sýnilega áttu að vera bókstafir, þótt hver stafur tæki mikinn hluta af örkinni. í fyrstu var hægt að þekkja ein- stöku stafi, síðar smá orð og loks heilar setningar. Þessum miklu framförum náði hún þó ekki á einu kvöldi, heldur smátt og smátt á þessum tíma, en hún var undir þessum áhrifum, hvaðan sem þau voru runnin. Þegar komig var langt fram á nóttina, lét hún af skriftum og sofnaði Guðný þá eðlilegum svefni, en ekki þótti viðlit annað en vaka yfir henni, svo að við Jóhannes og Hólmfríður vöktum yfir henni til skiptis alla nóttina. Hún var nokkru hressari næsta dag, en er kvöldaði sótti í hig sama, svo að ég var sóttur til þess að vaka Sigurhæðir, hús séra Matthíasar, þar sem fundirnir voru haldnir. Upphaf bréfsins, sem GuSný ritaSi ósjálfrátt og taliS var frá móSur Lárusar. weð þeim hjónum og fór allt á sömu leið og áður, hún sýndi mót- þróa fyrst í stað, en tók svo til ag skrifa af enn þá meiri ákafa. Efnið í þessum ritsmíðum var ag skýra frá því, að þær móðir hennar og móðir mín, hefðu náð saman hinum megin við tjaldið, tii þess að hjálpa okkur hérna meg in, Guðnýju til þess að fá sína Jieilsu og okkur hinum úr öllum vanda. Skýringin var sú, að hrekkjalómar og illir andar, sem þær ættu í baráttu við, vildu ná fökum á Guðnýju, en hcilsa henn ar væri ekki svo sterk, að hún þyldi þá áreynslu, svo að henni væri bezt að hætta allrj miðils- starfsemi. Bréfið til Lárusar Þegar ég kom til ag vaka með þeim hjónum yfir Guðnýju, því sem næst hálfum mánuði frá fyrsta kvöldinu, afhendir Hólmfríður mér bréf, sem hún segir, að Guð- ný hafi skrifað í transi þá um daginn og var það lokað og utan á það greinilega skrifað, Lárus Jóhannsson, meg blýanti, en þá hafð'i ég tekig upp ættarnafnið og sá því undir eins utan á bréf- inu, að það mundi vera allsér- kennilegt. Þegar ég opnaði það, sá ég að á því var greinileg skrift Guðnýjar í mið'ilsástandinu og fer bag orðrétt hér á eftir, en rétt- ritunin er færg til betri vegar af mér og Kristófer manni Guðnýjar: Kæri sonur minn, Eg tiikynni þér hér með, að 'ilúlka sú, sem þú hefur hjálpað. er hér eftir undir minni umsjá og nieð þeirri von, að henni sé nú sama sem batnað, svo að þú, elsku ^onur minn, þarft ekki að vera hjá henni oftar Þú ert góður og guði bóknanlegur bað vcit ég, því að bú hefur gert hér mikið og gott -erk. Eg skrifaði nokkur orð tii -úikunnar og þú skalt biðja þær iofa þér að sjá það. Eg vona, " þér heppnist öll þín fyrirtæki. ’’ag veit guð, að hún er þér svo ’-kklát fvrir þetta, að hún álítur lífgjafa sinn, enda má hún ð Elsku sonur minn. nú fer ég í' hætta þessu, því að henni veit- j ir ekkj af að hvílast. Guð almátt- I ugur styðji þig, kæra barnig mitt og gefi þér allar stundir gleðileg- ar. Gakk þú á vegi guðs og láttu ekki tæla þig af honum. Góða barnið mitt, ég kveð þig í Jesú nafni, þín elskandi móðir, Ingi- björg. Þessu bréfi var mér ekki hægt aö henda eins og hverjum öðrum ómerkilegum snepli. Móðir mín dó, þegar ég var þriggja ára, að Hvammj í Kjós, en þá bjuggu í J-Ivammsvík Guðmundur og Jako- bína Jakobsdóttir, systir móður minnar með sinn ört vaxandi barnahóp og urðu þeir Gísli Guð- mundsson gerlafræðingur og Loft ur ljósmyndari þjóðkunnastir af þeim börnum. Engin manneskja í lifenda lífi hefði getað skrifað mér siíkt bréf önnur en Jakobína. Þetta var svo likt bréfunum henn- ar, sem hún skrifaði mér norður i Eyjafjörð, þegar ég var barn að aldri. Hún þráði ag ganga mér í móður stað og telja mig sem eitt af sínum börnum. Sögunni var lokið, þegar ég hafði lesið bréfið. Eg fór heim, Guðný hresstist dag frá degi og konurnar prísuðu sig sælar fyrir r.g vera lausar við þær áhyggjur, sem á þeim hvíldu og minntust ekki sögunnar meir. Flutning á munum milli húsa lreyrði ég aldrei nefndan eftir að ég fór að fylgjast með á fundun- um. Bréfið læsti ég niður í skúffu cg geymdi það þar eins og sjáald- ur auga míns meg öðrum gömlum bréfum. Einu sinni eða tvisvar hafði ég kastað því í bréfakörfuna nreð öðrum gömlum bréfum, er ég hreinsaði tii hjá mér, en ég hafði varla sleppt af því gómunum, er ég kipptj því til baka, því að mór fannst, að ég yrði miklu fátækari, þegar bréfig væri glatað. Guðný flutti suður á land og frétti ég, að hún hefði gifzt þar, værj-við góða heilsu og farnaðist vel, en aldrei gáfust nér tækifæri til þess að ná tali af henni, þðtt ég hefði bað hugfast að nota þau, ef þau gæfust En svo var þag tilviljurj cin, ag ég frétti, að ég hefði búið í tvö ár ■ næsta nágrenni við hana hér í Reykiavík, ég á Laugateig 18. en hún á Silfurteig 4, með manni sínum, Kristófer Gríms- Framhald á bls. 10. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.