Tíminn - 14.12.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.12.1962, Blaðsíða 7
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA RITSTJÓRI: DANÍEL HALLDÓRSSON ALLIR UNGUNGAR VERÐA AD FRÆÐASTIIM ATVINNUUFIÐ Kennsiusruna nja uiati uunnarssyni FYRIR nokkrum dögum brá blaðamaður og ljósmyndari frá Vettvanginum sér vestur á Hring- braut, þar sem Gagnfræðaskóli Vesturbæjar hefur aðsetur sitt í verksmiðjuhúsnæði Jóns Lofts- sonar. Mér hafði borizt til eyrna, að Ólafur Gunnarsson sálfræðing- ur væri að ræða við nemendur annars bekkjar um starfsfræðslu þessa dagana og lék mér forvitni á að kynnast starfsfræðslunni frá þeirri hlið eftir að hafa margsinn is verið gestur á starfsfræðsludög- um. Ólafur tók erindi mínu mjög ijúfmannlega og vísaði mér til sæt is aftast í A-bekk þannig, að nær- vera mín truflaði nemendur sem minnst. Svo hófst erindi Ólafs um starfs fræðslu. Fyrst gerði hann grein fyrir þeim leiðum, sem unglingur getur valið um, að skyldunámi loknu, eru þær fleiri en flesta mun gruna og bráðnauðsynlegt öll um unglingum á þessu aldurs- skeiði að kynna sér þær vel. Van- þekking á þessu sviði getur hæg- lega haft í för með sér, að ungling- urinn velji rangar leiðir til undir búnings fagnámi en það getur aft- ur haft í för með sér námstöf, sem skipt getur árum. Mikil stoð er það fyrir unglinga, að þeir eiga nú kost á að eignast bókina „Hvað viltu verða?“, sem befur að geyma yfirlit yfir allar helztu starfsgreinar, sem unnar eru hér á landi og hvaða menntun menn þurfa að hafa til þess að geta tekizt á hendur hin ýmsu störf. Ólafur benti unglingunum á, að tvennt væri þeim höfuðnauðsyn að gera sér ljóst áður en þeir veldu sér ævistarf. Annars vegar um hvað væri hægt að velja í þjóðfélaginu, hins vegar hvernig hæfileikar þeirra og áhugaefni samræmdust því sem hægt væri að velja um. Fram að þessu hafði Ólafur gert grein fyrir helztu leiðum fram- haldsnáms, en nú beindi hann rnáli sínu til unglinganna og bað þr að benda á hvað þeir teldu, að skipti hvern einstakling máli áður en hann veldi sér lífsstarf. Fyrstu svörin komu strax. At- vinnumöguleikar og gott kaup sagði hressilegur piltur og þetta tvennt var skrifað á töfluna til rninnis. í sambandi við atvinnu- möguleika leiddi sálfræðingurinn talið að atvinnuöryggi, en þar voru unglingamir ekki eins vel heima, höfðu t. d. enga grein gert sér fyrir þýðingu útflutningsat- vinnuvegar fyrir alla afkomu þjóð- arinnar. Atvinnuleysi var sem bet ur fer fjarlægt hugtak í huga þessa unga fólks. Þá var komið að því hvort mað- ur ætti að velja sér ævistarf að- eins með tilliti til launanna. Um það voru fyrst dálítið skiptar skoð- anir en brátt sættust allir á að fleira kæmi til og þá einkum hæfi leikar manna pg áhugaefni. Fjög- ur veigamikil atriði voru komin á töfluna og mikið rætt um hversu miklu máli þag skipti, að menn hefðu gaman af vinnunni, sem þeir veldu sér og hvaða leiðir væri hægt að fara til þess að gera sér grein fyrir hvort áhuginn væri varanlegur eða aðeins stundará- hugi, eins konar tízkufyrirbrigði. Stúlkurnar voru strax meg á nótunum þegar minnzt var á tízk- una en höfðu hins vegar ekki all- ar gert sér grein fyrir, að þegar ævistarf er valið er einstaklingur inn að ákveða starfsdag sinn að miklu leyti allt að 50 ár fram í tímann, en kjóllinn, sem fylgir tízkunni endist ekki nema i mesta lagi nokkur ár, sakar því minna þótt tízkan ráði vali hans en ævi- starfsins. Næst barst talig að kostum og göllum starfsgreina og var þar greinilega um umfangsmikið og heillandi efni að ræða, sem mörg- um fullorðnum myndi einnig hafa þótt girnilegt til fróðleiks. Meðal gallanna á sumum starfs- greinum má nefna, að þær eru liklegar til að valda atvinnusjúk- dómum, en um þá voru unglingarn ír alls ófróðir, þekktu naumast nafnið hvað þá meira. Ég verð að játa, að mér var það mikil nýjung þegar Ólagur sagði frá því, að erlendar rannsóknir hefðu sýnt að 49% allra manna og kvenna yrðu að forðast einhver störf sökum atvinnusjúkdóma. Tíminn leið áður en ég vissi af og nemendurnir höfðu algerlega gieymt tilveru minni í bekknum enda efnið svo heillandi og nýstár- legt að það hlaut að vekja óskiptan áhuga. Hins vegar var mér jlóst, að þetta umfangsmikla efni ætti að' vera ein af kennslugreinum skólanna og spurði ég Ólaf hvort ekki væri unnið að því. „Ég hef margsinnis bent á að starfshræðsla í skólum er æsk- unni nauðsynleg, en það hefur litla áheyrn fengið hjá ráðamönn- um“. Það hljómar undarlega eins fal lega og allir tala um æskuna og keppast við að lýsa áhuga sínum á að vinna henni gagn. Telja þess- Framhald á 2. síðu. Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna HörSúr Gunnarsson. Ritstjóra- skipti HÖRÐUR GUNNARSSON lætur um þessar mundir af ritstjóm Vettvangsins að eigin ósk. Hörður hefur verið ritstjóri samfellt síð- an á árinu 1961 og annazt einn um útgáfuna. Á timabili Harðar hef- | ui Vettvangurinn nág auknu sam ' bandi við sambandsfélögin og flutt j meiri fréttir af störfum þeirra en ' nokkru sinni fyrr. Er það mála sannast, að Herði hefur famazt rit stjórnin ineð afbrigðum vel-og á hann miklar þakkir skildar fyrir þau störf sín. • Sá háttur hefur venjulega ver- ið á hafður, ag tveir eða fleiri hafa verið ritstjórar Vettvangsins samtímis og skipt með sér verk- um. Hefur nú verið ákveðið að hverfa aftur til þess fyrirkomu- lags. Á fyrsta fundi sambands- stjórnar var kjörin fimm manna ritnefnd. í henni eru Danícl Hall- dórsson, Gunnar Árnason, Ingi B. Ársælsson, Kári Jónasson og Már Pétursson. I Hm nýkjörna stjórn Sambamls ungra Framsóknarmanna kom saman til fvrsta fundar 25. nóveinber s.l. og var þessi mynd tekin þá. — Á myndinni eru í fremri röð, talið f.v.: Hörður Gunnarsson, ritari; Jón A Ólafsson, varaform.; Örlygur Hálfdánarson, formaður; Krlst- inn Finnbogason, galdkeri, og Theódór A. Jónsson, varastjórnarmaðu -- Aftari röð, talig f.v.: Ingi B. Ársælsson. vararitari; Markús Stefánsson, fjármálaritari; Páll Jónsson, meðstjórnandi: Halldór Hjartarson. meðstjórnandi; Ásgeir Sigurðsson, varastjórnarmaður; Sigurfinnur Sigurðsson, meðstjórrnndi; Jónas Jónsson. me*st’óvnandi: Jó 1 “alstelnn Jónsson. varastjórnarmaður; Grétar Björnsson ineðstjórnandi; Eyjólfur Eysteinsson, meðstjórnandi og Páll Haiðar Jónsson , arastjórnarmaður. — Á myndina vantar: Snorra Þorsteins- son; Þorstein Ragnarsson; Guðmund Magnússon og Ilermann Einarsson. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.