Tíminn - 23.12.1962, Page 2
Allar tillögur
manna í bæia
MB-Reykjavík, 21. des.
Síðari umræðu um fjárhags
áætlun Reykjavíkurborgar
lauk ekki fyrr en um klukkan
áfta í morgun. Fór svo, að
íhaldið samþykkti engar breyt
ingartillögur frá Framsóknar-
mönnum og snerust ýmsir full
trúar gegn tillögum, sem ætla
mætti að þeir hefðu viljað
styðja.
Þeir Einar Ágústsson og
Björn Guðmundsson sátu
þennan fund borgarstjórnar-
innar.
Einar Ágústsson ræddi fyrst
nokkuð almennt um fjárhags
áætlunina. Gat hann þess,
hversu mjög hún hefði hækk
að undanfarin ár, væru nið-
urstöðutölur hennar til dæm
is 97 milljónum hærri en nið
urstöðutölur borgarreiknings-
ins fyrir árið 1961. Óhjákvæmi
legt væri að hækka útsvörin,
sama væri hvernig reiknað
væri; þótt gjaldendum hefði
eitthvað fjölgað, væri útilok-
að annað en þau hækkuðu
við svo gífurlega hækkun á
áætluninni. Væri það vissu-
lega öfugstreymi miðað við
þau loforð, sem gefin hefðu
verið á sínum tíma um það,
að opinber gjöld myndu
lækka. Það væru fleiri gjöld,
sem rynnu til borgarinnar
frá íbúum hennar en útsvör-
in, sagði Einar, og einnig þau
hafa stórhækkað undanfai-ið.
Nægði þar að minna á hækk
unina á hitaveitugjöldunum
og strætisvagnafargjöldunum
og nú lægju fyrir tillögur um
hækkun á gjöldum til raf-
magnsveitunnar o. fl. Þannig
bæri allt að sama brunni.
Ekki væri samt sanngjarnt
að kenna núverandi borgar-
stjórnarmeirihluta um þetta
ailt, þar eð hann dansaði
nauðugur viljugur með í
þeim dansi, sem aðrir valda-
meiri hefðu hrundið af stað,
sem sé ríkisstjórnin og alþing
ismenn.
Síðan vék Einar að breyt-
ingartiilögum borgarfulltrúa
Framsóknarmanna. Gat hann
fyrst þeirra tveggja, sem
gerðu ráð fyrir beinni tekju-
aukningu, en lagt var til, að
framlag Jöfnunarsjóðs væri
reiknað 57,1 milljón í stað 55,6
eins og gert er í áætluninni.
Einar kvað hafa verið ákveðíð
við aðra umræðu fjárlaga á
Alþingi aö hækka framlag
Jöfnunarsjóðs og myndi vart
ofætlað, að sú hækkun, er
kæmi í hlut Reykjavíkurborg
ar, myndi nema þeirri upp-
hæð, sem Framsóknarmenn
reiknuðu með. Þá legðu þeir
til, að aðstöðugjöld yrðu reikn
uð 62,5 milljónir í stað 60
milljóna. Aðstöðug;jöld væru
reiknuð af reksturskostnaði
og vegna síhækkandi dýrtið-
ar væri öruggt, að aðstöðu-
gjöld myndu hækka verulega.
Einar gat þess, að borgarráð
hefði þegar lagt til nokkra
hækkun á þessum liðum og
styddi það skoðanir Fram-
sóknarmanna.
Þá vék Einar að breyting-
artillögum við gjaldahlið
Aætlunarinnar. Framsóknar-
menn í borgarstjórn lögðu til
að fjárveitingar væru lækk-
aðar til manntalsskrifstofu,
hagfræðideildar, bifreiða- og
skrifstofukostnaðar, vörzlu
borgarlandsins, vinnumiðlim-
ar o. fl. Þe:r lögðu einnig til,
að meðlög með börnum væru
reiknuð einni milljón króna
lægri en gert er í áætlun, enda
hefðu reikningar sýnt, að end
urgreiðslur færu fram úr
áætlunum.
Síðan gerði Einar grein fyr
ir nokkrum tillögum um smá-
vægilegar hækkanir til ým-
issa félaga og mannúðarstofn
ana.
Þá vék Einar að þeim til-
lögum Framsóknarmanna,
sem veigamestar væru. Það
voru tillögurnar um aukið
framlag til nýrra gatna og
til útrýmingar herskálahús-
næðis, Einar kvað óþarft að
rekja það ástand, sem hér
rikti í gatnagerðarmálum.
Gatnageröin væri langt á eft
ir byggingarþróuninni og úr
þessu yrði að bæta. Nauðsyn
væri á betra skipulagi i þess
um málum, en einnig væri
aukin fjárveiting nauðsynleg.
Einar kvaðst fagna því, að
meirihlutinn hefði í þessari
áætlun gert ráð fyrir mikilli
hækkun fjárframlaga til
nýrra gatna, en borgarfulltrú
ar Framsóknarflokksins teldu
hana ekki næga og því væri
þessi breytingartillaga flutt.
Einar kvað alla flokka ætið
hafa verið sammála um það,
að útrýma ætti herskálahús-
næð'inu í höfuðborginni. Enn
þá væri ástandið samt þann-
ig, að i bröggunum hefðu ver
ið þann 1. september 167 íbúð
ir, ibúar 681 og börn 311. Það
hefði komið í ljós, að þær að-
ferðir, sem hingað til hefðu
verið reyndar til þess að út-
rýma bröggunum, dygðu ekki.
íbúar bragganna gætu fæstir
vegna fátæktar keypt íbúðir,
þótt þær byðust á sæmilegum
kjörum. Hér væri þvi ekki um
annaö að ræða en borgin
sjálf byggði íbúðir og leigði
þær út gegn sanngjarnri
leigu til þessa fólks. Sú tíð
væri liðin, að menn þyrðu
ekki að taka lán, og nú legðu
fulltrúar Framsóknarmanna
til, að tekið væri 15 milljóna
króna lán til þessara hluta.
Móti þeirri upphæð myndi
svo koma framlag Húsbygg-
ingarsjóðs ríkisins.
Síðan minntist Einar á
nokkur atriði fjárhagsáætlun
arinnar, sem hann væri
óánægður með, en myndi ekki
flytja breytingartillögur við.
Þá vék hann að áætlunartil-
lögunum, sem frá var greint
í blaðinu í dag og rökstuddi
þær.
Björn Guðmundsson kvart-
aði yfír því, hversu erfitt
væri að ná í háttsetta borg-
arstarfsmenn á skrifstofum
þeirra. Hann kvaðst undanfar
ið hafa gert ítrekaðar tilraun
ir til þess að ná í ýmsa þeirra
til þess að fá hjá þeim upp-
lýsingar, en árangurslaust.
Björn ræddi síöan uip tillög-
ur Framsóknarmanna. Hann
kvað það hafa komið fram, að
í dag væri búið í meira en
ið. Þá rökstuddi Björn enn
borgarlæknis væru heilsuspill
andi, Þessar upplýsingar væri
ekki hægt aö vefengja, en
þær væru mjög alvarlegs eðl-
is. Sýndu þær, að ekki væri
hægt aö komast hjá því að
gera stórfellt átak til útrým-
ingar þessu húsnæði. Fram-
sóknarmenn legðu til, að byrj
að yrði á bröggunum. Það
væri ekki hættulegt lengur að
taka lán. Nú þætti það bein-
línis fínt að taka lán. Bret-
ar hefðu keppzt um að lána
okkur; það hefði ekki tekið
nema 60 sekúndur að sögn,
að fá hjá þeim 240 milljóna
króna lán, Sagt væri, að
þetta hefði gengið svona vel,
vegna þess hve vel landinu
væri stjórnað. En einhvers
staðar hefði hann lesið það
ekki fyrir mjög löngu, að
Reykjavík væri jafnvel enn
betur stjórnað en ríkinu.
Sjálfstæðismenn ættu þvi
Flugeldar
ekki að þurfa að vera hrædd
ir við að 'taka þetta lán.
Björn gat þess, að Fram-
sóknarmenn hefðu lagt til að
nýr liður væri tekinn upp í
fjárhagsáætlunina. Það væri
hálfrar milljónar króna fjár-
veiting til þess að berjast
gegn áfengisbölmu. Hann
kvað undanfarið hafa verið
veitt fé til að lækna áfengis-
sjúklinga og byggja stein-
steypta klefa, til þess að
geyma í ölóða menn, en það
væri undarleg öfugþróun, að
litlu fé væri varið til þess að
koma í veg fyrir áfengisböl-
ið. Þá rökstuddi Björn enn-
fremur tillögu um hækkun til
kirkj ubyggingaf s j óðs.
Eins og fyrr segir stóðu um
ræður fram á morgun At-
kvæðagreiðsla hófst ekki fyrr
en um sex-leytið í morgun
og tók hún rúma tvo tíma.
íhaldið felldi allar tillögur
Framsóknarmanna. Má til
dæmis geta þess, að Auður
Auðuns taldi óþarfa að hækka
framlag t;l mæðrastyrksnefnd
ar. Rökstuddi hún afstöðu
sína með því, að nefndin
hefði ekki sótt um hækkuni
Á það var hins vegar bent, aö
framlagið hefði verið óbreytt
í fjögúr ár, þrátt fyrir ört vax
andi dýrtið, Auður sat hjá!
Ekki treystust ^ þau Gróa
Pétursdóttir og Úlfar templ-
ari Þórðarson til þess að
greiða atkvæði gegn tillögu
um fjárveitingu gegn áfengis
bölinu, heldur sátu þau hj&.
Það munu þau hafa taliH
óhætt, því að íhaldið hafði
samt nægilegt atkvæðamagn
til þess að fella hana. Auður
greiddi atkvæði gegn þeirri
tillögu.
Þórir guðfræðiprófessor
Þórðarson greiddi hins vegar
atkvæði gegn því að hækka
framlag til kirkjubygginga-
sjóðs!
íhaldið sameinaðist um það
að fella lántökuna til útrým
ingar bröggunum. Mun þó
væntanlega ekki vanta yfir-
lýsingar um næstu borgar-
stjórnarkosningar úr þeim
herbúðum um að nauðsynlegt
sé að útrýma þeim, og vænt-
anlega verða snotrar bifreið-
ar sendar til að smala íbúum
þaðan á kjörstað. Ekki vildi
íhaldið heldur hækka fram-
lög t:l nýrra gatna. Er því út-
lit fyrir að enn um sinn geti
erlendar bifreiðaverksmiðjur
sent bíla sína á götur höfuð-
borgarinnar til þess að reyna
hvernig þeir reynast á vond-
um vegum!
FkgeWar - FlugeWar
í ár höfum við fjölbreyttara úrval af TIVOLI
Skrautfiugeldum
og Skipaflugeldum
en undanfarin ár
ÁSAMT:
Marglit blys (12 teg.) — Sólir '2 tegundir.) Glorai
51ita blys — Bengal blys (3 teg.) — St.iörnuregn —
Stiörnuljós o. fl.
Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á fjölbreytt-
asta úrval af skrautflugeldum og skipaflugeldum í öll-
um stærðum og nú eins og í fyrra eru til sölu hinir
raunverulegu TIVOLI flugeldar. Við munum ieigja hólka
meg þessum flugeldum Tilvaiið tækifæri fyrir félags-,
fjölskyldu- og vinahópa að halda sameiginiega flugelda-
sýningu á gamlárskvöld —
Gerið innkaup meðan úrvalið er mest —
FLUGELDASALAN
VESTURRÖST
Gsrðastræti 2 — Sími 16770
FLUGELDASALAN
RAFT ÆKJ AVERZLUNIN
Tryggvagötu 2 — Sími 18279
2