Alþýðublaðið - 05.01.1940, Qupperneq 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. JAN. 1940
;B.C.AN'ÐI;BS£N
Næturgalinn
92) Þakka þér fyrir, litli fugl, sagði keisarinn. -- Þig þekki ég. 93)
Ég hefi rekið þig út úr ríki mínu og þó hefir þú sungið hinar ljótu
sýnir frá mér. Hvernig get ég launað þér? 94) Þú hefir þegar
launað mér, sagði fuglinn — ég hefi séð tár drjúpa af hvörmum
þínum. Og tárin eru söngvaranum dýrustu gimsteinarnir. En nú
skaltu-sofa og verða heilbrigður. Ég skal syngja fyrir þig. 95) Og
fuglinn söng og keisarinn svaf vært og rólega.
Peningagjaflr til Vetrarhjálpar-
lnmar.
Starfsfólk hjá Martei'ni 5 kr.
P. M., E. B. G. & G. Þ. kr.
Starfsfólk hjá Vigfús Guðbrands-
son & Go. 9 kr. Finnur Einarsson
25 kr. Frá gömlum vinum 20 kr.
Jón Brynjólfsson 20 kr. Ölafur
Þórðarsoin 20 kr. N. N. 10 kr.
E. Ó. 20 kr. N. N. 10 kr. Starfs-
fólk í Reykjavíkur Apóteiki 56
kr. Starfsfólk hjá L. G. L. 70 kr.
N. N. 25 kr. h.f. „Hamar“ 100 kr.
h.f. „Hé'ðinn“ 100 kr. Starfsfólk
hjá Sjóklæðagerð fslands 61 kr.
Remedía h.f. 25 kr. Þ. J. 2 kr.
B- S. E. 200 kr. Axel Ketilssom
100 kr. Lilla & Bubbi 10 kr.
Starfsimenn hjá Kexverksm. Esju
20 kr. O. V. J. & Oo. 90 kr. Kær-
ar þakldr. F. h. Vetrarhjálpar-
innar. Stefán A. Pálsson.
Trúlofun.
Á gamlaárskvöld opinberuðu
trúlofun sina lungfrú Helga
Helgadóttir, Laugavegi 20B, og
Sveinn Ingvar&son, Óðinsgötu 4.
Ungbamavernd Líknar
er opin hvem þriðjudag og
föstudag kl. 3—4. Ráðleggingar-
stöÖ fyriir barnshafandi konur er
opin fyrsta miövikudag í hverj-
um mánuði fcl. 3—4 i Templara-
sundi 3.
Ríkisútgjöld Noriegs
á árinu 1940 hafia verið áætl'uð
750 mi'lljónir króna. Stjórnin legg
ur til að skattar séu stórlega
hiækkaðir og ný lán tekin. Norska
verz'lunarráöið hefir fcomið með
þá tiilögu að ríkið kaupi óseld-
ar birgðir af saltfiski og þurfiski
sem nú liggja í Noregi. F.O.
Norðmenn
hafa nú selt 18 hundruð smá-
lestír af þurkuðum fiski til í-
talíu og gert samning við Þýzka-
land um sölu á 200 þúsund hekt-
ólitrum af frystri síld þangað.
F.O.
Á viðhafniarmálverkasýningu,
.sem bráðlega verður haldin í
Grönniugen í Kaupmannahöfn,
hefir Jóni Stefánssyni listmálara
verið sérstaklega boðið að senda
málverk eftir sig. FO.
Danskur kaupsýslumaður,
sem ekki vill láta nafns síns
getið, hefir arfleitt ríkisspítaliann
dansfca að hálfri milljón króna
tlí þess að koma upp hressingar-
hæli fyrir börn. FO.
Gamanvísur
um danslieik Héðins og bomm-
únista kom út í gær. Höf. er
ungt og efnilegt skáld, sem er
nýk'Omið til bæjarins.
JOHN DICKSON CARR;
Morðii í faxmyuiasafBiDB.
21.
færður um, að leynigöng væru milli samkomuhúss Galants
og vaxmyndasafnsins, för ég í símann, eins og þið munið, sagði
hann við okkur. — Ég tíafði séð Galant í næturklúbbnum, og
mér fannst dvöl hans þar dálítið grunsamleg. Það er ekki
venjulegt að sjá hann, háskólagenginn lærdómsmann, við
drykkju 1 næturknæpunum. Ég hringdi þess vegna til manns
og bað hann að veita honum eftirför og grennslast eftir því,
hvað hann hefði fyrir stafni. Hérna kemur maðurinn.
Við höfðum numið staðar í skugga trés nokkurs og mað-
urinn kom til okkar.
— Jæja, Pregel, hvað er þá í fréttum?
— Ég hitti hann á næturkránni, sagði maðurinn. — Þá
var klukkan nákvæmlega tuttugu mínútur gengin í eitt. Hann
dvaldi þar í fimmtán mínútur eftir það og fór því næst. í
fyrstu áleit ég, að hann væri drukkinn, en það voru aðeins
látalæti. Hann fór út úr Gráu gæsinni og gekk fyrir næsta
húshorn. Þar skammt frá var vagn nr. 2x—1470. Ekillinn beið
hans og mér sýndist kona sitja í sætinu hjá honum. í fyrstu
var ég ekki alveg viss í minni sök. Galant fór inn í vagninn,
en ég fékk mér annan vagn og fylgdi.
— Þeir óku til númer 28 á Rue Pigalle á Montmartre. Þar
var numið staðar við lítið hús. Það var margt fólk á götunni.
Þegar fólkið fór út úr bílnum, sá ég greinilega, að það var
Ónotaðar mmjónir
.. ..■»—-.
Rafmagnsnotkimin nam 24 millj. kíló-
wattsto árið sem leið, en Sogstöðin og
Elliðaárstöðin geta afkastað 105 millj.
«>
REYKVÍKINGAR hafa nú
um tuttugu ára skeið haft
rafmagn í þjónustu sinni. Þessi
voldugi máttur móður náttúru
er til taks hvenær sem rétt
skipun er gefin á heimilunum,
að hita og lýsa, elda matinn og
hjálpa til að matreiða, hreinsa
gólfin og þvo þvcttinn, þurrka
hann og slétta. Með aðstoð
þessa undramáttar horfa lækn-
arnir gegnum líkami manna,
rannsaka hjörtun og nýrun,
lækna og lina þjáningar á marg-
víslegan hátt. Á vinnustofum og
í verksmiðjum gerir það mörg
og fjölbreytt verk, ótal margt,
sem óhugsandi væri án raf-
magns.
Þetta allt og margt fleira
hafa Reykvíkingar og margir
aðrir landsmenn sjálfir reynt,
það er staðreynd, sem enginn
véfengir. Er því líklegt, að þeir
hafi allgóðan skilning á gildi
rafmagnsins við hin margvís-
legu störf og þarfir í daglegu
lífi manna. Mætti því telja lík-
legt, að íbúar höfuðstaðarins
hefðu veitt grein, er kom í
Moi'gunblaðinu 31. desember
s.l., „Rafmagnsnotkunin ört
vaxandi“, allmikla athygli. Það
er að vísu ekkert í þessari grein,
sem beinlínis kemur á óvart
þeim, er’eitthvað fylgjast með
á þessu sviði. En þarna eru töl-
ur komnar frá beztu heimild-
um, sem gefa tilefni til umhugs-
unar hverjum þeim, er notar
rafmagn, og mörgum fleirum.
Það er haft eftir rafmagns-
stjóranum, Steingrími Jónssyni,
að rafmagnsnotkunin frá raf-
magnsveitu Reykjavíkur hafi
verið 24 milljónir kilowatt-
stunda árið 1939. Líklega eru
þeir ekki margir, sem þættust
geta gert sanna grein fyrir hvað
mikið bjargræði, lífsþægindi og
lífsgleði þessar 24 milljónir
kwst. hafi verið þeim, er nutu,
og allra í heild. Það myndi vafa-
laust vera álit flestra, að hér sé
um að ræða ein þau mestu lífs-
gæði, sem hægt er að kaupa
fyrir peninga.
Þessar 24 milljónir kwst. eru
mikils virði, um það eru allir
sammála. En hvað eru margar
kilowattstundirnar, sem eru ó-
notaðar, hvað mikils virði eru
þær og hvernig á að koma þeim
í notkun.
Sogsstöðin getur framleitt
8800 kilowatts, margfaldað með
stundafjölda ársins gefur það
röskar 77 milljónir kilowatt-
stunda. Það er reikningslega
mestu afköst, sem stöðin getur
gefið. Með sömu aðferð eru
reikningsleg mestu afköst Ell-
iðaárstöðvarinnar 28 milljónir
kilowattstunda á ári. Samtals
105 milljónir kilowattstunda.
24 milljónir er,u notaðar árið
1939, 81 milljón eigum við til
góða.
Það er að sjálfsögðu öllum
skiljanlegt, að raunverulega er
aldrei hægt að nota til fulls
þann kilowattstunda fjölda,
sem slíkar stöðvar geta fram-
leitt miðað við að þær gangi
fullhlaðnar allar stundir ársins.
En það er óravegur frá 24 upp
í 105.
Það verður engin tilraun
gerð til þess hér, að sýna fram
á hvers virði þetta er 1 krónum
og aurum. Það getur hver sem
vill, eftir sínu höfði og ástæð-
um. en það dylst víst engum,
sem athugar, að hér eru falin
gífurleg verðmæti.
í áðurnefndri grein er þessi
setning: „Svo ekki er bilið orð-
ið langt, þegar notkunin er
mest, til þess að stöðvarnar báð-
ar séu fullnotaðar.“ Einhverj-
um gæti virzt þetta mótsögn við
það, sem að framan segir, en
svo er ekki. Stöðvarnar eru
nærri fullhlaðnar nokkrar mín-
útur á dag, aðrar mínútur sól-
arhringsins eru þær svo létt
hlaðnar, að meðaltalið er ekki
14 af því, sem þær geta fram-
íeitt..
Það var tilgangurinn með
þessum línum, að vekja athygli
á og draga þetta svo skýrt fram,
að ófróðir á þessu sviið gætu
séð sem gleggsta mynd af þessu
ástandi og skapað sér um það
sjálfstæða skoðun. En það ætti
að vera hverju góðu máli hag-
ur, að það sé sem ljósast hverj-
um þeim, er eitthvað vill um
það hugsa.
Eiríkur Hjartarson,
kona með þeim. Hún leit mjög vel út, var ljóshærð, með loð-
kraga og brúnan hatt.
— Það er sú sama, sagði Bencolin. — Jæja, haldið áfram.
— Ég er nærri því viss um, að ég þekki hana aftur. Ég
spurði dyravörðinn, hver þessi kona væri. Hann sagði mér,
að þetta væri nýja söngkonan við Moulin Rouge — hún er
álitin vera ameríkönsk — og gengur undir nafninu Estelle.
— Þarna er máske ráðningin á því, hvers vegna Galant er
svona vel þekktur á Moulin Rouge. Jæja, haldið þér áfram.
— Hann dvaldi inni í húsinu í klukkutíma eða svo. Svo kom
hann út úr húsinu og steig inn í vagninn sinn, ók að vagnstæði
ofar við götuna, fór þar út úr vagninum og gekk heim til sín.
Hann hækkaði röddina lítið eitt og hélt svo áfram. — Það
vill svo til, að ég dáist mjög að söng ungfrúarinnar. Ég hefi
hér mynd af henni úr einu blaðinu.
— Ágætt, sagði Bencolin. — Vel af sér vikið, Pregel. Ég
hefi aldrei séð þessa konu að því er ég bezt veit. Við skulum
líta á myndina. Skyldi það geta verið sama stúlkan og lög-
regluþjónninn sá úti fyrir vaxmyndasafninu í gærkveldi, þessi
leyndardómsfulla stúlka í loðfeldi með brúnan hatt. Kveikið
á eldspýtu.
Pregel kveikti á eldspýtunni. Því næst bar hann ljósið upp
að myndinni. Augun voru blá og stór, varirnar þykkar og
blóðríkar, nefið beint og hakan formfögur. Hárið var alsett
perlum. Við horfðum þögulir á myndina þangað til ljósið
slokknaði.
— Bíðið andartak, hrópaði Chaumont allt í einu. — Kveik-
ið á annarri eldspýtu! Ég þarf að athuga myndina betur.
Röddin bar þess vott, að maðurinn var töluvert truflaður.
Sigmundur
Guðmundsson.
Minningarorð.
Sigmundui' Guðmundsson.
SIGMUNDUR GUÐMUNDS-
SON, fimleikakennari,
var fæddur í Stykkishólmi, 8.
nóv. 1911.
Foreldrar hans voru: Þor-
| gerður Guðrún Sigurðardóttir
t og maður hennar, Guðmundur
Þórólfsson, trésmiður. Var hann
bróðir Sigurðar Þórólfssonar,
rithöfundar og skólastjóra.
Þau hjónin, Þorgerður og
Guðmundur, eignuðust átta
börn, og lifa hér fjögur þeirra,
Hinrik og Margrét, bæði erlend-
is, Bjarni, nú til heimilis í
Borgarnesi og frú Jónína, kona
Frímanns Ólafssonar, verzlun-
arstjóra í Reykjavík.
Sigmundur var á ellefta ári,
þegar hann missti föður sinn.
Fór hann þá að heiman og að
Brimilsvöllum. Sextán ára kom
hann í Hvítarbakkaskólann og
stundaði þar nám einn vetur.
Veturinn eftir var hann far-
kennari. Eftir það gekk hann í
Laugarvatnsskólann. — Síðar
stundaði hann nám í Kennara-
skólanum og útskrifaðist þaðan
árið 1933. Enn fullkomnaði
hann sig í fimleikum og naut
kennslu hjá Birni Jakobssyni að
Laugarvatni.
Þegar hann var sestur að í
Reykjavík, stundaði hann þar
smábarnakennslu og forfalla-
kennslu í barnaskólunum. Árið
1937 fekk hann fasta stöðu við
Miðbæj arbarnaskólann.
Hinn 18. desember síðast-
liðinn vann hann síðast í skól-
anum. En aðfaranótt 19. veikt-
ist . hann alvarlega. Lá hann
fyrst heima, en var svo fluttur
í nýja sjúkrahúsið í Landakoti.
Tókst ekki að hjálpa honum,
og andaðist hann að morgni 27.
desember. Blóðeitrun varð
honum að bana.
Sigmundur var geðþekkur
maður og prúður í allri fram-
komu. Gegndi hann starfi sínu
með alúð og dugnaði.
Vertur sæll, vinur og sam-
verkamaður.
Vér biðjum þér heilla, er burtu
þú fer
og blessum öll minningu þína.
í öðrum heimum vor andi sér,
að ástvinir horfnir fagna þér,
— og dásemdir drottins skína.
• Hallgrímur Jónsson.
Hjönaband.
Þann 27. þ. m. voru gefin sam-
an í ihjónaband í Kaupmanna-
höfn ungfrú Pálína Þórunn Jóns-
d'óttir iog Sigvaldi Þórðarsion
arkitekt frá Lj'ósalandi. Heimili
þéirra er Olfert Fischergade
52 TITT t. h. Köbenhavn K.
Dvöl.
3. hefti 7. árg. er nýkoimið út
og filytur að vanda nokkrar
stuttar skáldsögur eftir þekkta
úrvalshöfunda eins og W. W.
Jaikobs, Maupassant, 0‘Henry,
Coppee o. fl. Nokkur kvæði, þar
á meðal eftir Guðmumd Böðvars-
son, Guðmund Inga og Richard
Bech. Þá er verðlaunaritgerð um
sveitastúlkuina eftír Þórodd frá
Sandi og önnur eftir Karl Strand,
er heitir Ný tengsl yfir hafið, og
ritgerð eftir Baldur Bjamason
stúdent, sem nefnd er: Norski
einbúinn, en fjalilar um hinn
mlerka leiðtoga norskrar alþýðu,
Martín Tranmæl. Þá má ekki sízt
nefna margar og góðar lausavis-
ur eftir Bjama Ásgeirsson og
ýmsa aðra, ritdóma, fcimnisögur
o. s. frv. — Heftið er hið eigu-
legasta. Mun sjaldgæft, að nokk-
urt tímarit hafi unnið sér jafn-
miklar vmsældir hjá bókamö'nn-
um eins og Dvöl hefir gert nú
á síðustu árum.
Ódýrt
Hveiti, bezta teg. 0,50 kg.
— 7 lbs. pokum, 2,0#.
— 10 Ibs. pokum, 2,5#.
Flórsykur.
Skrautsykur.
Möndlur.
Súkkat.
Kókosmjöl.
Gerduft.
Gerið innkaup yðar í
BREKKA
SSmar 1678 og 214S.
TJARNARBÚÐIN. Sími 3570.
Hann tautaði: — Það getur ekki verið. Prggel kveikti á ann-
arri eldspýtu. Það fór hrollur um Chaumont. Stundarkorn
var þögn og Chaumont dró þungt andann. Svo tók hann til
máls:
— Herrar mínir! Ég verð víst að gefa skýringu. Þér minnist
þess, að þegar við vorum að ræða um Odette áðan, þá sagði
ég, að hún hefði átt tvær vinkonur, og að þær þrjár hefðu
verið óaðskiljanlegar. Það voru Claudine Martel og Gina Pré-
vost — sem langaði til þess að komast á leiksviðið, en fjöl-
skylda hennar vildi ekki leyfa henni það. Ég er sannfærður
um, að þessi Estelle er Gina Prévost. Hamingjan góða! Er
hún nú farin að syngja í Moulin Rouge! Hún hlýtur að vera . .
Aftur slokknaði á eldspýtunni. Eftir stundarkorn sagði Pre-
gel rólega:
— Herra minn, þér hafið á réttu að standa. Ég spurði dyra-
vörðinn. Eins og ég sagði yður þá er hún álitin vera amerík-
önsk. En ég komst að sannleikanum, þegar ég var að ræða
við dyravörðinn. Hún er frönsk og heitir Prévost. Hann dró
djúpt andann og sagði: — Þurfum við að halda lengra áfram
1 nótt?
— Nei, sagði Bencolin. — Ég held, að við þurfum ekki að
gera fleira í nótt. Þið ættuð að fara heim. Ég þarf að hugsa
mig um.
Hann sneri sér við, stakk höndunum 1 vasana og gekk burtu
í áttina til Champs Elysées. Ég sá harin ganga í þungum hugs-
unum milli skuggsælla trjánna, eins og hann ætlaði að reika
þar um til morguns, í fjarska heyrði ég klukkuna slá þrjú.