Alþýðublaðið - 06.01.1940, Síða 2
LAUGABDAGUR 7. JAN. 194»
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
............." ............
96) Sólin skein inn um gluggana, þegar hann vaknaði hress og
heilbrigður. En enginn af þjónunum kom inn til hans, allir héldu,
að hann væri dauður. En næturgalinn söng ennþá fyrir hann. —
Þú átt alltaf að vera hjá mér, sagði keisarinn. — Þú átt að syngja
—, þegar þú vilt sjálfur, og gervifuglinn brýt ég. — Gerið það
ekki, sagði næturgalinn, því að hann hefir ekkert gert af sér.
En ég skal koma, þegar mig langar til og setjast hérna á grein-
ina og syngja. Ég þarf að fljúga og syngja fyrir fiskimennina og
bændurna. En einu verðurðu að lofa mér. 98) Öllu skal ég lofa
þér, sagði keisarinn og klæddi sig í konunglega skrúðann sinn.
— Segðu engum, sagði næturgalinn — að lítill fugl segi þér
allt, sem þú þarft að vita. Og svo flaug næturgalinn burtu. 99)
Þjónarnir komu inn til þess að veita keisaranum nábjargirnar, En
þá stóð hann þama bíspertur og keisarinn sagði: Góðan daginn.
Frnmrpið di vaita
fé ifgreitt með rðk
stDldri dagskrð.
T ÞINGINU varð allmikil
deila um frumvarp milli-
þinganefndar í skatta- og tolla-
málum, um innheimtu tekju- og
eignaskatts af vaxtafé verð-
bréfa og skuldabréfa.
Við lokaumræðu málsins í
efri deild í gær var frumvarpið
afgreitt með svohljóðandi rök-
studdri dagskrá frá Magnúsi
Jónssyni:
„Með því:
1. að efni frumvarpsins hefir
verið að verulegum hluta rýrt
með niðurfelling a. liðs 2. gr.
2. að ákvæði frumvarpsins
koma ekki að nema litlum hluta
til framkvæmda á því ári, sem
nú er byrjað,
3. að milliþinganefnd í skatta
og tollamálum er nú að undir-
búa tillögur um skattamálin,
sem væntanlega koma til með-
ferðar á næsta alþingi, og
4. að efni frumvarpsins á bezt
heima sem ákvæði í lögum um
tekju og eignarskatt, þar sem
hér er um innheimtu tekju-
skatts að ræða,
Tekur deildin, í því trausti að
málið komi í heppilegra formi
fyrir næsta alþingi, fyrir næsta
mál á dagskrá.
Var dagskrártillagan sam-
þykkt.
Trúlofun.
á gamlaársdag opinberuðu trú-
lofun isína ungfrú Sólveig Guð-
mUindsdóttír, starfsstúllka á Sól-
heimum, <&g Einar Norðfjörö,
húsasmiiður í Kefllavfk.
1 Útbreiðið Alþýðublaðið!
J©II!V DICKSON CARR:
Morðii í mapdasafHtoíi.
22.
VII. KAFLI.
ÖNNUR GRÍMA.
Morguninn eftir héngu grá þokuský yfir Parísarborg. Það
var einn þessara ömurlegu haustdaga, þegar vindurinn hvín
dapurlega í eyrum manns. Húsin virðast nöturleg og skugga-
leg. Þegar ég borðaði morgunverðinn um klukkan tíu var
rökkur í stofunni minni að þvi einu undanteknu, að bjarma
frá arninum brá á gólfið. Ég sá bjarmann speglast á þiljun-
um, og umhverfið minnti mig á Etienne Galant og hvíta kött-
inn hans.
Bencolin hafði hringt snemma. Ég átti að hitta hann á bak
við grafhvelfingu Bonapartes. Ég vissi ekki hvernig á því
stóð, að Bencolin valdi þennan stað, því að að því er ég bezt
vissi hafði hann lítin náhuga á kirkjum eða grafhvelfingum.
En í þessum ömurlegu grafhvelfingum hafði ég oft séð hann
sitja klukkutíma eftir klukkutíma steinþegjandi með hönd
undir kinn.
Þegar ég lagði af stað, var ég ennþá að hugsa um Galant.
Þessi maður varð mér mikið umhugsunarefni. Þar eð ég hafði
engan tíma haft til þess að spyrja Beniolin spjörunum úr um
þennan mann, fór ég að velta því fyrir mér, hvort ég hefði
ekki heyrt þennan mann nefndan áður. Honum hafði verið
boðin prófessorsstaða við Oxfordháskóla. Og bók hans um
skáldrit Viktoríutímabilsins hafði fengið Goucourt-verðlaunin
UMRÆÐUEFNI
Alþingi og dómarnir um það.
Ný flokkaskipan. Hvernig
það kom mér fyrir sjónir.
Fargjöldin með strætisvögn-
um til Vífilsstaða. Þau virð-
ast vera óþarflega há. Verka-
fólk í sveitavist. Saga um
eina slíka vistarveru og kjör-
in þar.
ATHUGANIR
HANNESAR Á HORNINU.
—o—
LÞINGI er nú loksins slitið.
Sumir bölva því og öllu þess
athæfi af litlum skilningi og enn
minni þegnskap. Það er eins og
það liggi í landi hér hjá mörgum,
að líta á löggjafarsamkomuna sem
fjandsamlega stofnun. Enn aðrir
telja alþingi hafa gert margt vel,
þó að menn greini hins vegar á
um margar úrlausnir þess. En hve-
nær munum við geta fengið alþingi
skipað þannig, að allir verði á-
nægðir með það?
ÞETTA ÞING hefir verið með
dálítið öðrum hætti en menn hafa
átt að venjast. í fjölda mörgum
málum hefir alls ekki verið hægt
að merkja flokkaskipan, að
minnsta kosti ekki hjá Framsókn-
arflokknum og Sjálfstæðisflokkn-
um, Hins vegar hafa Alþýðu-
flokksmenn, svo að segja alltaf,
staðið saman einhuga. Má vera að
þetta stafi af því, að Alþýðuflokk-
urinn er minnstur. Þá get ég ekki
þagað yfir því, að mér hefir virzt
eins og vísir að nýjum flokkaskip-
unum hafi komið 1 ljós á þessu
þingi. Það er eins og nýr kolsvart-
ur afturhaldsflokkur sé að mynd-
ast og að hann sé skipaður aðeins
nokkrum þingmönnum sveitakjör-
dæma. Það hefir líka komið í ljós,
að meira frjálslyndis hefir oft gætt
hjá áttmenningunum í Sjálfstæð-
isflokknum, sem nú eru orðnir á-
kveðnir þjóðstjórnarmenn. Fram-
sóknarmenn hafa verið einkenni-
lega óvissir í afstöðu til mála og
hið sama má segja um marga af
nímenningunum í Sjálfstæðis-
flokknum.
ÞETTA IIJAL MITT um alþingi
má ekki skoða sem neinn pólitísk-
an áróður. Ég hefi sótt þingið svo
að segja að staðaldri og þannig er
sú mynd, sem ég hefi fengið af því,
hvort sem hún er rétt eða ekki.
SJÚKLINGUR á Vífilsstöðum
hefir skrifað mér eftirfarandi bréf
og bið ég hina mörgu vini mína
þar að afsaka hve lengi hefir dreg-
izt að birta þetta bréf þeirra:
„ÞAÐ ER MIKIÐ TALAÐ UM
það hér, hvernig á því standi að
fargjaldið með áætlunarvagninum
hingað sé svona dýrt. Ætla ég því
að rekja þessa sögu dálítið aftur í
tímann í stuttu máli.“
„ÁÐUR EN STRÆTISVAGNAR
hófu ferðir til Hafnarfjarðar árið
DAGSINS
GLEÐILEG tíðindi, góða mín!
Vaxtaskatturinn var feldur í þing-
inu. Pétur Halldórsson og Garðar,
Magnús prófessor og allir vinir
okkar í íhaldinu nema bændadurg-
urinn Pétur Ottesen gengu af hon-
um dauðum! Þetta var réttlátt-
Verkamenn fengu uppbót vegna
dýrtíðarinnar. Hvers vegna áttum
við þá ekki líka að fá uppbót?
Bréfin okkar og bankainneignirn-
ar verða því ekkert rýrð — og þú
getur fengið „pelsinn“.
1933 kostaði sætið þangað kr.
1,00 og sama hingað, en eftir að
þeir byrjuðu lækkaði sætið til Hf.
niður í 50 aura, en hingað hélst
það óbreytt til 1935, þá fyrst lækk-
aði það niður í 75 aura. Þetta verð
hélzt þar til í vetur, að það hækk-
aði upp í 90 aura, en hvers vegna
hækkaði það um 15 aura hingað,
en 10 aura í Hf.? Nú vita allir, að
það eru 9 km. hingað, en 10 eða
réttara sagt 11 km. í Hf. ef reikn-
að er alla leið suður á endastöð.“
„NÚ ER EITT, sem kemur þarna
til greina. Hafnarfjarðarkaupstað-
ur fær 25 aura af hverju sæti til
Hf. Þess vegna fær sérleyfishafi
ekki nema 60 aura fyrir sætið til
Hf., en 90 aura hingað. Nú lang-
ar okkur til að spyrja þig, Hann-
es minn, í þeirri von að þú getir
náð í fullnægjandi svar. Hvers
vegna er sætið 30 aurum dýrara
hingað en í Hf. en áður én stóru
bílarnir komu til sögunnar þá var
sama gjald í báða staði? Nú eru
notaðir stórir bílar á báðum leið-
um, en í gamla daga voru notaðir
litlir bílar á báðum leiðum, hver
er munurinn?“
„ÞAÐ ER ALLTAF fjöldi sjúk-
linga, sem eru það hressir, að þeir
fá „bæjarleyfi“, en eins og þú sérð
er þetta ekki lítill skattur fyrir
fátæka sjúklinga eða réttara sagt
sjúklinga, sem ekkert eiga, en þeir
eiga erfitt með að neita sér um að
skreppa í bæinn einstöku sinnurn
til að lyfta sér upp og þá ekki sízt
þeir, sem eru búnir að vera hér
árum saman. Sama er að segja um
þá ættingjá og vini, sem langar til
að heimsækja okkur, það er ekki
allt efnað fólk og mun því horfa i
1,80 fyrir hverja ferð, enda munu
vera mörg dæmi til þess, að við
fáum ekki eins margar heimsókn-
fyrir fáum árum. Enginn Frakki, ef til vill að undanteknum
M. Maurois, hafði jafnvel og Galant skilið hugsunarlíf Eng-
ilsaxans. Þegar ég hgusaði mig betur um minntist ég þess,
að ég hafði raunar lesið bókina. Þótt einkennilegt mætti virð-
ast var bókin ekki skrifuð í háðskum tón, eins og mjög þykir
einkenna gallverska rithöfunda. Hann lýsti hinni engilsax-
nesku þjóðarsál með samúð og skilningi. Og það virtist mér
ólíkt því, sem mér hafði komið maðurinn fyrir sjónir nótt-
ina áður. Og kaflinn um Dickens var meir að segja afburða
gáfulega skrifaður. Mér varð þessi hámenntaði gáfumaður
alveg óskiljanlegur.
Svalur vindurinn stóð í fangið. Þegar ég kom inn, voru fáir
þar á ferli. Við kapelludyrnar nam ég staðar. Þar inni var
skuggalegt að öðru leyti en því, að ljós logaði á fáeinum kert-
um fyrir framan skrínin.
Bencolin var þar inni. Hann kom fram til mín. Við gengum
hægt fram bogagöngin. Loks bandaði hann frá sér óþolinmóð-
lega:
— Dauðinn, sagði hann, — þetta andrúmsloft. — Ég hefi
séð hræðilega hluti, en þessi hræðilegi ömurleiki er verri.
Þetta er svo meiningarlaust. Venjulegar, ungar stúlkur, sem
maður gæti ekki búizt við að ættu neina óvini. Og þær eru
myrtar með köldu blóði. É góttast, að málið sé ennþá hræði-
legra en þegar er komið í ljós. Hann fór skyndilega út í aðra
sálma: — Jeff, Galant sagði satt um dvalarstaði sína í gær-
kveldi.
— Þér hafið þá rannsakað málið?
— Auðvitað. Það er.alveg eins og hann segir. Bezti aðstoð-
armaður minn, Francois Dillsart — þér munið eftir honum
frá Saligny-málinu — hfire rannsakað málið. Dyravörðurlnn
í Moulin Rouge sá Galant klukkan nákvæmlega hálf tólf.
Hann man eftir því vegna þess, að Galant leit þá á klukkuna.
ir af þessum ástæðum, því rniður.
En eins og þú getur hugsað þér,
þá gleðjumst við yfir því að fá
heimsókn af ættingja eða góðum
vini.“
„EITTHVAÐ skal taka til
bragðs. Því er oft uppi fótur og fit
kl. 8 á morgnana, því þá fer hælis-
bíllinn í bæinn. Þá sér maður oft
hóp af fólki, bæði sjúklingum og
starfsfólki, standa aftan á bílnum,
en þetta er ekki hægt nema í góðu
veðri. Sama er að segja um að
ganga niður á vegamót og taka
Hf.-vagn, en þaðan kostar ekki
nema 50 aura. Þessar aðferðir eru
notaðar af mörgu starfsfólki, sjúk-
lingum og gestum, svo ég get ekki
séð að sérleyfishafi græði mikið á
að fargjaldið sé svona hátt. Eitt
get ég fullvissað þig um, að ef
Styrktarsjóður sjúklinga fengi 25
aura af hverju sæti hingað, þá
myndu bæði við og aðrir, er þess-
ar ferðir þurfa að nota, borga þetta
gjald með glaðara geði en við ger-
um nú.“
PÓ STMÁL ASTJ ÓRNIN hefir
ráðið öllu hér um og virðast hafa
ráðið illa. Það skal tekið fram til
að koma í veg fyrir misskilning, að
hér er ekki átt við Strætisvagna
Reykjavíkur h. f. Póstmálastjórnin
hefir ákveðið ferðirnar og verðið.
Hin slæma aðstaða hinna bláfá-
tæku sjúklinga er alveg augljós.
GÓI skrifar mér þetta skemmti-
bréf fyrir nokkru: „Hannes minn!
Eins og þér er kunnugt, tala og
skrifa nú margir af svokölluðum
leiðtogum þjóðarinnar um það,
hversu nauðsynlegt það sé fyrir
sveitarfélög, að koma atvinnulausu
fólki í vinnu, hvar sem er á land-
inu, að manni skilst fyrir kaup, sem
sveitarstjórnir og vinnukaupandi
koma sér saman um. Hefir sveita-
sælan verið prísuð svo í dagblöð-
unum síðustu daga, þar sem með-
al annars er bent á, hversu mikill
munur væri á því, að fólkið, sem
færi í atvinnu upp í sveit, kæmi
aftur með mysuost, hangikjöt,
rjóma, ull, smjör o. fl. góðgæti,
eftir að hafa lokið vistinni.“
„MIG LANGAR TIL að segja
þér smásögu af ókvæntum kunn-
ingja mínum, sem fór í haust upp
í sveit, og vann þar í sex vikur.
Þegar þessi kunningi minn kom úr
síldinni, átti ég tal við hann, og
spurði um aflabrögð óg líðan
hans, og hvað hann hugðist að
gjöra í haust. Hann sagðist
mundu fara upp í sveit, til að eyða
ekki sumarkaupinu. Jú, kunningi
minn réði sig á myndarlegt heim-
ili, kaupið, sem hann átti að fá,
voru kr. 10 um vikuna. Kunningj-
anum fannst kaupið lítið, en taldi
þó rétt að reyna vistina.“
„VISTIN BYRJAÐI á því, að
farið var í leitir og stóðu þær yfir
í 3 daga, og varð leitarmaðurinn
sjálfur að sjá sér fyrir skótaui, —
nestið var hvorki hangikjöt né ís-
lenzkt smjör, heldur var smjörlíki
notað sem viðbit. Þegar sláturtíð
var lokið, var kunningja mínum
sagt, að fara í vegavinnu, og vann
húsbóndanum þar inn 150 krónur.
Þegar vegavinnunni var lokið, var
farið að vinna að byggingu heima
á býlinu og að Jarðræktarstörf-
um, t. d. grafa skurði rífa upp
grjót, o. fl. Vinnutími var venju-
lega um 9—10 stundir á dag, og
stundum lengur. Þegar svo kunn-
ingi minn var búinnn að vera í
sex vikur kom bóndinn til hans,
og sagði honum, að hann þyrfti
hans nú ekki lengur við. Hann
myndi nú getað afkastað því einn,
það sem gera þyrfti. Kunningi
minn varð því að fara, enda þótt
hann hefði í fyrstunni ætlað sér
að vera fram að áramótum.“
ÞEGAR ég sá kunningja minn
kominn heim, sagði ég við hann:
Hvað er þetta, þú kominn úr
sveitasælunni. Náttúrlega hlaðinn
hangikjöti, íslenzkt smjöri o. fl.
góðgæti. Hann hélt það vers öðru
nær, því að af þessum 60 krónum,
sem hann átti að fá hjá bóndanum,
átti hann eftir að fá greiddar kr.
30.00, og sagði, að skammt myndi
fjölskyldumanni duga kr. 30,00
upphæð, til að seðja börnin sín
með í þeirri dýrtíð, er nú ríkir.
Annars var þessi kunningi minn
að tala um, að kaupa sér órækt-
arland, og fá þessa sveitaverupost-
ula til að grafa skurði og vinna
að öðrum jarðræktarstörfum í
samfleytt 10 tíma á dag, með tíu
króna kaupi á viku, og þessi V. G.
í Mogganum þann 19./12. ’39
mætti vera með, og skyldi hann fá
mysuost og hangikjöt í ábæti
kvölds og morgna. Væri gott, ef
,essir menn vildu tilkynna þér,
Hannes minn, ef þeir vildu taka
þessu tilboði. Mun vistin standa
þeim opin.“
Hannes á horninu.
Bókfærslu-
námskeið
fyrir byrjiendur og framhalds-
nemendur hefst 9. janúar. Nánari
íuppl. og þátttaika tilkynmi'st í
símum 4523 og 2370.
Þorleifur Þórúarson.
Stér verðlækkun
á sykri
og eggjum.
EMEKKA
Símar 1678 og 3148.
TJARNARBÚÐIN. Sími 3578.
Auglýsið í Alþýðublaðinu!
— En er það nú ekki í sjálfu sér grunsamlegt?
—• Engan veginn. Hefði hann verið að búa sig undir að
geta sannað fjarveru sína, þá hefði hann reynt að vekja at-
hygli dyravarðarins á sér. Hann gat ekki treyst þeirri tilvilj-
un, að dyravörðurinn tæki eftir sér.
—• Samt sem áður er hann grunsamlegur maður, sagði ég.
Bencolin veifaði stafnum sínum.
—• Við skulum snúa til hægri, Jeff, sagði hann. — Frú Du-
chéne, móðir Odette, býr á Boulevard des Invalides. Umferð-
in á Montmartre er alltaf mikil um þetta leyti. Það hefði tek-
ið hann að minnsta kosti tíu til fimmtán mínútur að kom-
ast frá Moulin Rouge til næturklúbbsins. TJndir slíkum kring-
umstæðum virðist óhugsandi að hann hafi getað framið morð-
ið. Og þó er ég sannfærður um, að hann kom inn í Gráu
gæsina aðeins til þess að geta sannað fjarveru sína.
— Einmitt það, sagði ég. — En mig langar til að minnast
á ofurlítið við yður. í gærkveldi, þegar þér voruð að tala við
Galant áleit ég, að þér hefðuð sagt honum of mikið. Ef til
vill hafið þér haft yðar ástæður til þess. En samt sögðuð þér
honum ekki ástæðuna fyrir því, að við heimsóttum hann. Ég
á við, að þér sögðuð honum ekki frá því, að við fundum nafn-
ið hans skráð á miða í tösku Claudine Martels. Þegar hann
neitaði því, að hann þekkti hana, þá hefðuð þér getað komið
honum í klípu með því að segja honum frá þessu.
Hann horfði á mig og glennti upp augun. — Þér eruð barna-
legur, sagði hann, — ef þér látið yður detta það í hug. Ham-
ingjan góða! Hafið þér ekki nægilega reynslu til að vita það,
að í daglegu lífi æpa menn ekki upp né láta líða yfir sig, einá
og við sjáum í leikhúsunum og kvikmyndahúsunum, þó að
eitthvað bjáti á. Auk þess er þessi miði einskisvirði.
— Því þá það?
— Það var ekkí rithönd ungfrú Martels á blaðinu. Mér