Alþýðublaðið - 13.01.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.01.1940, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 13. JAN. 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ggjp LITLA HAFMEYJAN H.C. ANDER8EN 12) En mest langaði þó yngstu hafmeyjuna til að koma upp á yfir- borðið. Marga nóttina stóð hún við opinn gluggann og starði upp í hafið. Hún gat séð tunglið og stjörnurnar. 13) Nú var elsta prinsessan fimmtán ára og gat farið upp á yfirborðið. 14) Þegar hún kom aftur, gat hún sagt frá mörgu. En skemmtilegast sagði hún að væri að liggja á ströndinni í tunglsljósinu og horfa á 'stóru borgina með öll sín ljós. Vantar leítskeyta tæbi í D6r? Alþýðublaðið hefir frétt, að þegar „Þór“ var leigður Skúla Thorarensen, hafi lioftskeytatækin verið tekin úr skipinu og flutt í land. — Þór er nú að kaupa bátafisk. Þetta er mjög ótrúlegt, og er Skipaútgerð ríkisins beðin að svara, 'hvort hér sé rétt skýrt frá. StjórnarkosDing í Sjó mannafélagi Hafaar- fjarðar. UNDANFARIÐ hefir staðið yfir kosning í Sjómanna- félagi Hafnarfjarðar. Á aðal- fundi félagsins, sem haldinn var í fyrrakvöld voru úrslitin til- kynnl: Formaður var kosinn Þórar- inn Kr. Guðmundsson með 122 atkvæðum. Var hann endur- kosinn. Halldór Halldórsson fékk 11 atkvæði og Kristján Eyfjörð 30 atkvæði. Ritari Borgþór Sigfússon með 131 atkv. Halldór Hallgrímsson fékk 22 atkv. og Bjarni ís- leifsson 11 atkv. Gjaldkeri: Pálmi Jónsson, endurkosinn með 115 atkv., Ág- úst Hjörleifsson fékk 38 at- kvæði og Guðmundur Þor- björnsson 9. Varaformaður: Jóngeir D. Eyrbekk með 123 atkv. Þor- valdur Guðmundsson fékk 25 kv. og Þorsteinn Einarsson 15 atkvæði. Varagjaldkeri: Sigurður Eiðs- son með 68 atkv. Hans Ólafsson fékk 50 atkv. og Bjarni Jónsson 43 atkv. Vörúbíll, IV2 tonns, óskast til kaups nú þegar. Upplýsingar gefur Jón Halldórsson, simi 9127. Útbreiðið Alþýðublaðið! UMRÆÐUEFNI Reykjavík og landið. Tog- streita, mismunandi kjör og misskilningur. Bréf frá Hraunbúa um Suðurnesin og hve afskipt þau eru. Fyrir- spurn um hvort húsnæði sé leigufært. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— EYKJAVÍK OG LANDIÐ. — Þetta er oft talað um og í mis- munandi tón. Reykvíkingar hafa tvímælalaust betri skilning' á þörf- um þeirra, sem úti á landi búa, heldur en þeir síðartöldu hafa á lífi og’ kjörum Reykjavíkurbúa al- mennt. Togstreita á sér stað og stundum tekur hún leiðinlegar og jafnvel sorglegar myndir. Það vill líkast til allt af brenna við í lönd- um, þar sem höfuðborgin er allt of stór að kali sé á milli — og er því eðlilegt, en þrátt fyrir það, er þetta hættulegt og skaðlegt. ÉG VEIT ÞAÐ, að verkamönn- um, sjómönnum og bændum, sem heyja þrotlaust strit fyrir lifsaf- komu sinni og sinna við erfið skil- yrði oft og tíðum vex það í aug- um er þeir koma til Reykjavíkur, að sjá hér alla hina glæstu glugga — aRar villurnar, alla vel búnu iðjuleysingjana, alla dansleikina og yfirleitt flest það, sem mest ber á. Þeir bera ósjálfrátt saman lífs- kjör sín og aðbúnaðinn heima fyrir — og þeir finna, að það hallast á. EN ÞEIR SKIMA EKKI niður á eyri, ekki inn á verkamanna- skýli, ekki inn í hreysi fátækling- anna, ekki að eídhússborði verka- mannskonunnar. En þetta fólk er Reykvíkingar, eins og hinir. í Reykjavík eru því bæði hin góðu kjör, glysið og gnægðirnar og hin bágu kjör, fátæktin og jafnvel allsleysið. Það er líka athugavert, að lífskjör þeirra, sem í borg búa, hljóta að verða önnur en þeirra, sem utar búa. í sveit eða við sjó, — því að margmennið stelur mörgum verðmætum frá einstaklingnum, sem þeir hafa, þar sem margmennið er ekki. Ég held líka, að Reykvíkingar beri sinn hluta af byrðunum, að minnsta kosti allir, sem hafa lægri tekj- urnar, og það er líka athugunar- vert fyrir þá, sem utar búa, að minnast þess, að hingað til Reykja- víkur koma allir uppgjafaklerkar landsins og uppgjafalæknar — og eyða sínum ellilaunum hér. Hinir prúðbúnu utan af landi hjálpa því til að búa til þá mynd, sem gestur- inn fær af Austurstr. er hann geng- ur þar um og virðir fyrir sér fólksstrauminn. ANNARS ÞÆTTI mér gaman að heyra raddir manna, sérstak- lega utan af landi um þetta efni. Reykvíkingar tala oft mikið um þetta mál og vitanlega gætir mest DAGSINS. SKÓLUNUM lauk á miðvikudag- inn. Það gekk hálferfiðlega sums- Staðar að koma börnunum í skól- ann á réttum tíma þennan dag, og komu því mörg of seint. Ekki gekk betur fyrir kennurunum að halda uppi góðri reglu þennan dag, því að litlu skólafélagarnir þurftu svo nauðsynlega að talast við og segja hvað á dagana hafði drifið síðan síðast. Jólagjafirnar voru vitanlega aðalumræðuefnið og í frásögnunum kenndi brátt all- mikillar samkeppni, varð hún þó minni, vegna þess, að allt varð að hvísla. Eftir einar fríminútur hafði samkeppnin aukist um allan helm- ing og litlum hnokka, sem sat einn við borð hefir líkast til fund- ist hann hafa orðið nokkuð undir í samkeppninni, því að eftir að hann hafði setið svolitla stund <mjög hugsandi, forkláraðist litla bjarta andlitið allt í einu, hann snéri sér að lítilli stúlku við næsta borð og hvíslaði: „Já, en góða, ég gaf pabba mínum alvörubíl, al- vöruskip og alvöruhús!“ í þeim samræðum sjónarmiða þeirra, en hér í mínum athugunum eiga einmitt að koma sjónarmið allra. HRAUNBÚI skrifar mér og hefði ég átt að vera búinn að birta bréf hans fyrr. „Síðan ég var í sveit fyrir 40 árum, man ég alltaf eftir jólakökunum með miklum og stórum rúsínum í — ekki var að tala um ”dropa“ eða ”súkkat“, en samt voru þær góðar, og betri en laufabrauðið hans Jónasar og hennar Helgu. Þegar ég ríf upp Alþýðublaðið og sé eitthvað í dálk- um þínum, Hannes minn, dettur mér alltaf í hug jólakakan með rúsínunum. Enginn mun leggja það svo frá sér, án þess að lesa at- huganir þínar.“ „OKKUR ÚTK J ÁLKABÚUM finnst oft, að gjörðir þings og stjórnar, með öllum sínum frum- vörpum og tillögum, að hvergi sé eiginlega fólk, sem þarf að bera umhyggju fyrir nema Reykjavík, að hvergi sé atvinnuleysi nema þar, að hvergi þurfi fólk að fá vinnu nema þar, að hvergi séu unglingar (15-—18 ára) nemá þar sem vandræði séu með. í ýmsum JCHIN DICKSON CARB: Horðin í vaxmpdasafnmu. 27. — Hvernig geturðu spurt svona? — Jæja, hver myrti ungfrú Martel? — Ég hefi sagt þér, að ég hefi ekki hugmynd um það. — Nema þú hafir gert það sjálf? — Nei, ég gerði það ekki. — Þú hlýtur að hafa staðið rétt hjá morðingjanum, þegar stúlkan var stungin. Talaðu ekki hátt, var það karlmaður eða kona? — Ég hefi sagt þér, að það var dimmt. Hann stundi þungan. — Ég sé, að umhverfið er ekki sem heppilegast. Finndu mig í kvöld á sama stað og venjulega. Eftir stundarkorn sagði hún: — Þú ætlast þó ekki til. að ég komi í klúbbinn í kvöld? — Þú syngur í Moulin Rouge í kvöld. Svo hittirðu mig á númer átján og þá manstu hver það var, sem drap vinkonu þína. Það er allt og sumt. Nú verð ég að fara. Ég var svo steini lostinn, að ég hafði nærri því gleymt því, að ég varð að vera kominn upp, áður en Gina Prévost kæmi upp. Mér var hægur vandi að sleppa út, án þess ég sæist. Eftir samtali þessu að dæma virtist ekki geta verið um það að ræða, að Galant væri morðinginn, hvort sem Gina Prévost var það eða ekki. Ég var einmitt að opna hurðina á dagstof- unni uppi, þegar ég heyrði Ginu Prévost koma upp stigann. Frú Duchéne og Bencolin sátu í sömu stellingum og þegar ég fór. En Robiquet átti erfitt með að hylja forvitni sína. Ég vissi ekki hvernig Bencolin hafði útskýrt fjarveru mína, en frúin virtist ekkert undrandi á fjarveru minni. Ég áleit því, að leynilögreglumaðurinn hefði fundið einhverja s'æmilega skýringu á fjarveru minni. Rétt á eftir kom ungfrúin inn. Hún var mjög róleg. Hún hafði gefið sér tíma til þess að dyfta sig, bera á sig varalit og lagfæra hár sitt. Nú leit hún á frú Duchéne og Bencolin, eins og henni léki forvitni á að vita, hvað þeim hefði farið á milli. Ó, ungfrú, sagði Bencolin. Við vorum einmitt að fara, en ef til vill getið þér hjálpað okkur. Mér skilst, að þér hafið verið ágætur kunningi ungfrú Duchéne, Getið þér nokkrar upplýsingar gefið okkur í þessu máli? — Nei, herra, ég er hrædd um ekki. Ég hafði ekki séð Odette í fleiri mánuði. — En mér skildist . .. Frú Duchéne horfði á hana með viðkvæmni. — Gina, sagði hún, — hefir varpað öllum heimilisvenjum fyrir borð. Frændi hennar skildi henni eftir ofurlítinn arf, og hún flutti að heim- an frá sér. Ég hafði naumast haft .tíma til þess að hugsa um það, hvað hún hefði tekið sér fyrir hendur. En hvernig fór Robert að því að finna þig? Hún var í slæmri aðstöðu. Allri athygli virtist beint að henni. Galant hafði sagt henni nóg til þess að æsa hana upp. án þess þó að skýra henni frá málavöxtum. — Þú mátt ekki spyrja of margra spurninga, frú Duchéne, sagði hún. — Ég er að læra leiklist, svo að ég verð að vera út af fyrir mig. Bencolin kinkaði kolli. — Auðvitað, sagði hann, — það er skiljanlegt. Jæja, ég held, að ég þurfi nú ekki að ónáða ykkur lengur. Þér megið vera viss um það, frú mín, að þér fáið upplýsingar, áður langt um líður. Ert þú- tilbúinn, Jeff? Ég sá það á öllu, að Bencolin var óþolinmóður eftir að komast burtu, og að frú Duchéne, þrátt fyrir kurteisi hennar, vildi fá að vera ein. En síðustu mínúturnar hafði ég veitt því eftirtekt, að Robiquet hafði breytzt. Hann fitlaði við háls- sjávarþorpum, þar sem ekkert er að gera á tímabilinu frá enduðum september til 11 maí að undan- skildum 3 mánuðum, vitum við vel hvað atvinnuleysi er, en erum aldir upp við það yfir þennan tíma og fáum heldur ekkert frá ríkissjóði til atvinnubóta.“ „ÞAÐ ER EINS og hvergi séu þreyttar konur, sem þurfi að komast í sumarfrí sér til hvíldar á góðum stað nema í Reykjavík, að hvergi þurfi að kenna börnum jafnmikið og í Reykjavík. í Reykjavík og upp um sveitir, ef einhversstaðar sést rjúka upp úr jörðinni, þykir sjálfsagt að byggja sundlaugar, skóla og hvíldarstaði fyrir þreyttar konur úr Reykjavík. Að börn á þessum stöðum verði fortakslaust að læra sund — en drengirnir á Reykjanesskaganum, sem alast upp við sjó og verða nauðugir margir hverjir að leggja fyrir sig sjómennsku, þeir mega horfa á reykinn upp úr jörðinni, án þess að fá sundlaug og geta lært að synda, enda hvergi á landinu nema á Reykjanesi séu jafngóð skilyrði, þar sem laugin tæmist á hverri fjöru og kemur daglega aftur í hana heitur og ferskur sjór. Ekki vantar þar skilyrði til garðyrkju. Mikill straumur er oft þangað af ferðafólki, sem mundi þó mikið aukast, ef þeirri skömm væri vikið burt, sem er að því, að hafa ekki þangað sæmilegan bílveg." „RÍKIÐ Á NÚ þarna landið, en það er eins og enginn þingmaður viti það. Þeir sofa áhyggjulaust fyrir framförum á þessum skaga. Suðurnessbúar eru stórkostlega hafðir útundan, ég tel ekki það, sem þeir hafa fengið frá ríkissjóði á móti ýmsum öðrum stöðum utan þessa vegi, sem eru stórhættulegir og þættu allsstaðar annarsstaðar á Suðurlandi ómögulegir. Þeir eru bæði hlykkjóttir og mjóir og vant- ar sumsstaðar tilfinnanlega vetr- arbraut.“ ÞÁ SKRIFAR Hraunbúi um kaffiskammtinn. „Það var hlægi- leg hugulsemi, þegar skömmtunar- nefnd eða öllu heldur stjórnend- ur hennar, fóru að bæta við kaffiskammtinn fyrir jólin, að þeir skildu helzt álíta það oflítið, það verður víst að fyrirgefa þeim það, því að þeir hafa ekkert vit á að skammta hvorki það né annað. Þeir halda víst, að við getum hlaupið í bakaríin, eins og Reykja- í víkurfrúrnar, ef okkur langar í eitthvað með kaffinu um jólin, en er það samkvæmt þeirra sparnað- ræðum, að venja fólk af heima- bakstri, en halda bökurunnm við? Plestir, sem nenna að matreiða sjálfir handa einu heimili, hefðu heldur óskað eftir auknum sykur- skamti. Það er með þetta skömtun- arlag eins og margt fleira, allt er miðað við Reykjavík." GRÍMUR SPYR: „Er hægt að telja það leigufært húsnæði, þegar rúðurnar vantar í gluggann?" — Nei, ekki skil ég í því. Talaðu við húsaleigunefnd. Guðm. R. Odds- son í Alþýðubrauðgerðinni á sæti í nefndinni og hann myndi á- reiðanlega taka þér vel, ef þú leit- ar til hans. Hannes á horninu. Verzlnn Djóðverja er að verslast npp. Shýrsla ameríska verzlnmr- ráðHneytisins. OSLO í gær. FB. MERÍSKA verzlunarmála- ráðuneytið hefir birt sikýrsl- ur, sem sýna, hve mikið hefir dregið úr viöskiptum Þjóiðverji og Bandar íkjamanna síðan styrj- öldin byrjaði. Útflutningur til Þýzfcatainds í nóvember nam aðeins 3000 doll- Urum, en í nóvember 1938 1 miillj. 618 pús. Innflutningur frá Þýzfcalandi í nóvember s- 1- nam 2 656000, ien í nóvember í fyrra 6 92*2 004. Sýna þessar tölur Ijóslega hver áhrif hafnbann Bpeta hefir haft. Bófinn frá Brimstone heitir amerísk mynd, sem Gamla Bíió sýnir núna. Er hún frá landnámstíð Norður-Ameríku. Aðalhlutverkin leika Wallace Beery, Dennis 0‘Keefe, Lewis Stione o. fl. Útbreiðið Alþýðublaðið! GERMANIA Þýzkunámskeið á vegum félagsins hefst um miðjan janúar. Kennt verður í tveimur flokkum og verður kennslugjald kr. 25,00 fyrir 20 tíma. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að gefa sig fram við kennarann, Dr. Gerd Will, í síma 4789, kl. 12—1 og 7—8. g"!1-.1 ■BUJ.l'UU Lll... 1 ■ mpiliin I„ ,■ jl I .. i , i m, ■ H! I' . bindið sitt, ræskti sig og virtist mjög óþolinmóður. Þegar við vorum á leiðinni ofan stigann, lagði hann höndina á arm Ben- colins og sagði: — Herra, viljið þér gera svo vel og koma hérna inn í set- stofuna. Mig langar til að tala við yður andartak. Þegar við komum inn, hélt hann áfram: — Þér voruð áðan að tala um breytingu, sem hefði orðið á Odette upp á síðkastið. — Já. — Enginn hafði minnzt á þetta við mig. Ég kom hingað í gærkveldi. En ég hefi oft átt tal við vinkonu hennar, ung- frú Martel, og hún hefir sagt mér ýmislegt. Ég get sagt það hreinskilnislega, ég ætlaði einu sinni að biðja hennar, en hún skilur ekki skyldur stjórnmálamannanna. Hann tók vasaklút upp úr vasa sínum og þurrkaði svitann af enni sér. — Hvað liggur yður á hjarta, herra? spurði Bencolin. Hann brosti. — Við höfðum mjög gaman af framkomu Odette. Hún vildi aldrei fara neitt út, nema með Chaumont. En í raun og veru dáðist ég að henni. Þér spurðuð áðan, hvort hún hefði verið ástfangin af nokkrum öðrum manni. Því er áreiðanlega hægt að svara neitandi. En nýlega fékk ég bréf frá Claudine Mar- tel, þar sem gefið var í skyn, að Chaumont væri Odette ótrúr, og að hún vissi það. Ég horfði á Bencolin. Saga Robiquets var ekki beinlínis trúleg. Þetta var ekki líkt Chaumont. — Og þér álítið, að þetta hafi valdið því, að framkoma ungfrúarinnar breyttist við unnustann? — Ég hafði ekki séð Odette í lengri tíma. En þegar þér spurðuð áðan, þá mundi ég eftir þessu. — Hafið þér bréfið? Hann fór að leita í vösum sínum. Hann dró veski upp úr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.