Alþýðublaðið - 17.01.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.01.1940, Blaðsíða 3
MlÐVXKUDAGUR 17. JAN. 1940 AL»>YÐUBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ RnSTJORI: F. R. VAIDEMARSSON. 1 íjarveru hans: STEFÁN fétursson. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSIND (Inngangur £rá Hverfiigötu). SÍMAR: %900: Afgreiösla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálm* (heim*). 4905: AlþýðuprentsmiÖjan. (4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ! AUÞÝÐUPRENTSMœJAN Bverjn svarar verka menn hinn rflssneska ofbelðl i Dagsbrfln? VERKAMENN REYKJA- VÍKUR á nú að beita rússnesku ofbeldi í þeirra eigin stéttarfélagi. Kosningar eru háðar undir stjórn kommúnista- stjórnarinnar í félaginu og fyr- irmyndin fyrir þeim aðferðum, sem beitt er í sambandi við þessar kosningar er sótt austur til Moskva. Eins og milljónaher Stalins er sendur til Finnlands til morða og rána með þeim forsendum, að hann sé að verja sitt heitt elskaða föðurland gegn árásum og of- stopa Finna, eins er verka- mönnum í Dagsbrún nú sagt. að beita þurfi sérstökum aðferðum til að koma í veg fyrir það, að andstæðingar kommúnistar nái stjórn í félaginu. í nafni þess, að verið sé að verja Dagsbrún er hinum freklegustu svikum og ofbeldi beitt í sambandi við þær kosningar, sem eiga að hefjast á morgun. Þetta sýnir, að það er ekki nóg fyrir að- standendur B-listans að sigra við kosningarnar, það má ekki hætta fyr en kommúnistar heyrast ekki lengur í félags- skapnum. Á öðrum stað í blaðinu er skýrt frá því, hvernig Héðinn Valdimarsson ætlar að haga kosningunum, og þó að hann hlypi úr Kommúnistaflokkn- um um stund yfir hátíðamar, þá er það bersýnilegt, að hann hefir lært hinar kommúnistisku bardagaaðferðir, og hann tekur upp hið rússneska ofbeldi í við- skiptum sínum við reykvíska verkamenn, og það í þeirra eigin félagsskap. Það mun aldrei hafa heyrst fyrr í nokkrum félagsskap í nokkru lýðfrjálsu landi, að öðr- um eins aðferðum hafi verið beitt og nú er beitt í Verka- mannafélaginu Dagsbrún. Fyrst strikar stjórn félagsins út af félagaskrá menn, sem hún veit að eru andstæðingar hennar. Hún rukkar stöðugt þá, sem hún veit, að fylgja henni að málum, en hún snertir ekki við þeim, sem eru and- stæðingar hennar, því að fyrir alla muni vill hún að sem flest- ir þeirra séu skuldugir við fé- lagið, þegar kosning á að fara fram. Þetta er henni ekki nóg. Á leynifundi, sem kommúnistar héldu í fyrrakvöld, tilkynnti H. V. að kosningin ætti að hefjast kl. 3 á fimmtudag og standa til klukkan 6, þá skyldi kjörstað lokað og Dagsbrúnarfundur hefjast, strax að honum loknum skyldi kjörstofan opnuð aftur og standa til kl. 10, en síðan skyldi kosningu lokið á föstu- dagskvöld. Slíkar aðferðir munu aldrei hafa heyrst í nokkrum félags- skap. Ætlun kommúnista með þessu er sú, að reyna að koma í veg fyrir það, að andstæðingar þeirra komizt að kjörborðinu. Á kjörskrá munu vera 16—17 hundruð verkamanna, það á að kjósa í Hafnarstræti 21. Þar er þröngt, og óhægt að veitá mörgum verkamönnum af- greiðslu á sama tíma. Komm- únistar ætla sér að stilla svo til, að hinir æstustu þeirra séu við- búnir á morgun klukkan 3, og að þeir taki upp kjörstofuna kl. 3—6. Þá á Dagsbrúnarfundur að hefjast. Hvert er tilefni þessa fundar? Áreiðanlega ekk- ert annað en það að halda æs- ingaræður af tilefni kosning- anna. Að þeim fundi loknum, ætla kommúnistar að ryðja sínu fólki að kjörborðinu og úti- loka enn andstæðingana. Sömu aðferðum ætla þeir sér að beita á föstudag. Raunverulega ætla kommúnistar ekki að láta kosninguna standa lengur en einn og hálfan dag, hvort sem hægt er að ljúka kosningu eða ekki. Það er bezt að stjóm Dags- brúnar fái að vita það strax, að slíkar aðferðir verða ekki þol- aðar undir neinum kringum- stæðum. Við erum enn ekki komnir undir hið rússneska ok og við komumst það aldrei. — Þess vegna þolum við ekki rússneskar einræðisaðferðir og ofbeldi hér á landi og sízt í fé- lagsskap verkamanna. Ef kom- múnistar halda þessum ráða- gerðum sínum til streitu, mun það koma þeim sjálfum ó- þyrmilega í koll. Þeir menn, sem standa að B-listanum við þessar kosningar, hafa mikinn meirihluta verkamanna í Reykjavík að baki sér, og þeir munu starfa í samræmi við þá vissu. Ef kommúnistar þora ekki að mæta andstæðingum sínum jöfnum að rétti og að- stöðu við þessar kosningar í Dagsbrún, þá eru þeir sjálfráð- ir um það, en þá verða þeir heldur aldrei spurðir eða til þeirra talað um verkalýðsmál framar hér í Reykjavík. Verkamenn í Reykjavík! Nú þessa dagana er verið að beita ykkur rússneskum ofbeldisað- ferðum. Tveir sterkir flokkar í landinu standa að baki ykkar. Þið þurfið erigan órétt að þola og þið skulið ekki þola þessar rússnesku aðferðir. — Sömu klærnar, sem seilast nú eftir frelsi Finnlendinga, læsa sig nú um stéttarfélagsskap ykkar hér í Reykjavík. Svarið einhuga og af fullri djörfung. Kveðið niður pestargeril kom- múnismans! Kæfið ofbeldi hinnar rússnesku eínræðis- stefnu innan ykkar eigin stétt- arfélagsskapar! Fylgismenn B- listans eru áminntir um að mæta við kjörstofuna fyrir kl. 3 á fimmtudag og víkja ekki af hólminum fyrr en þeir hafa greitt atkvæði. Allir verkamenn hafa þá heílögu skyldu gagnvart stéttarfélagi sínu og þjóðinni í heild, að kveða niður hið rússneska ofbeldi í stærsta stéttarfélagi landsins — og það fyrir fullt og allt. ** er hættulegasta á vígvellinum. G\S í HERNAÐI hefir ver- ið þekkt í meir en 2000 ár. Gríski sagnaritarinn Thuki- des „kveður hugrekkið“, vegna þess að Böotíumenn hafi notað árið 424 f. Kr. eins konar eld- og gaskastara. Þeir blönduðu saman kolum, biki og kvika- silfri, sem komið var fyrir í keri fyrir framan vígstöðvarnar og var svo eimyrjunni spraut- að framan 1 óvinina með ein- hvers konar fýsibelg. Menn eru þó ekki á eitt sáttir um það, hvernig þetta „eiturgas“ Böo- tíumanna var samsett. En tæp- lega hefir það verið banvænt, það hefir sennilega verkað eins og táragas. En hermönnum þeirra tíma, sem fóru léttklædd- ir í stríð gegn hinum grísku bar- dagamönnum, hefir sennilega þótt nóg u mlyktina af bikinu, þegar þeir fundu þessa and- styggilegu lykt í stað þess að mæta örvum og sverðum, og þeir hafa gleymt heiðarlegum vopnaburði. Eldvélin. Aðrar þjóðir höfðu lika notað gas sem hernaðartæki, allt öðruvísi en gas þeirra Böotíu- manna. Rómverjar, sem voru miklir hermenn, höfðu líka sitt gas í hernaði. Með vélslöngvi- tækjum sínum gátu þeir slöngv- að ílátum með daunillum vökva langar leiðir, og stundum rauk úr þessum ílátum. Þessi rómverska aðferð var oftast notuð, þegar setið var um borgir og kastala, en ekki í opn- um bardaga. Þessi rómverska aðferð var notuð nærri því ó- breytt um allar miðaldirnar. Og raunar má segja, að þessi að- ferð sé undanfari fallbyssnanna fremur en gassins. Það eru líka þessar hernaðar- aðferðir Böotíumanna, sem eru undanfari púðursins. Menn mega nefnilega ekki gleyma því, að púðrið fannst einmitt vegna sýslunar með þess háttar efni, og fyrsta eldvopnið, sem notað er í Evrópu, og eldvopn Mongólanna, sem notuð voru á tímum Timur Lenk og eftir- manns hans, Ogadi, eru eins konar byssur, sem notaðar voru gegn riddaraliði. Þegar eldin- um og reyknum var sprautað á riddarana, duttu þeir af baki og hestamir fældust og veittist þá hinu mongólska fótgönguliði auðvelt að sigrast á þeim. Ogdai sigraði þýzk-pólska herinn gersamlega við Liegnitz 1276. Og vegna þessarar eld- sprautu leit svo út um hrið, að Evrópa yrði mongólskt yfir- ráðasvæði. En af óþekktum á- stæðum snéri Ogdai við. En fregnin um hinn mongólska eld barst víða og munkurinn Bert- old Schwarz fór að fást við hina Trlehosan - S Eitt helzta úrræðið til þess að halda hársverð- inum og hárinu heilbrigðu er að nota hárvatnið TRICHOSAN-S. Leiðarvísir um notkun fylgir hverju glasi. Fæst hjá rökurum og mörgum verzlunum. Heildsölubirgðir hjá ÁFENOISVERZLUN RÍKISINS. leyndardómsfullu blöndu og púðrið fannst. Þegar púðrið var notað í fyrsta sinn af evrópískum herj- um, var það einmitt ringulreið- in, sem hvellurinn olli, sem hafði meiri áhrif en kúlurnar. Hestarnir fældust og settu af sér riddarana. Það er staðhæft, að Leonardo da Vinci, sem fundið hefir upp flest hernað- artækin, hafi líka reynt að finna upp eiturgas. Það eru til með hans hendi margar upp- skriftir að eldvélum, en þær voru ekki teknar í notkun. Na- poleon, sem margir uppfinn- ingamenn heimsóttu með upp- finningar sínar, fékk einu sinni hálfgeggjaðan mann í heim- sókn, sem þóttist hafa fundið upp eiturgas, sem gæti eyðilagt alla óvini hans. En Napóleon sinti því máli mjög lítið, Qraignla eltnrskýlð við Ygrea. i ____ Þann 22. apríl 1915 í orust- unni við Ypres, tóuk varð- mennirnir eftir því, á hinu kyrra og bjarta vorkvöldi, að einkennilegur niður heyrðist frá þýzku víglínunni. Jafnframt færðist grængul þoka yfir her- mennina, sem lágu með byssur við kinn. Hermennina sveið í nefið af lyktinni og allt í einu fóru þeir að hósta og sumir fengu krampa. Þeim sortnaði fyrir augum og ógurlegur ótti greip þá. Jafnframt þessu byrjuðu Þjóðverjarnir að skjóta. Kana- disku herforingjamir uppgötv- uðu fljótlega, að hér var um nýja tegund af eitrugasi að ræða. Hernaðaraðferð Mongóla og Böotíumanna hafði verið endurnýjuð og tekin í notkun. Öll framlínan var á ringul- reið. Herdeildirnar, sem að baki lágu, sáu félaga sína, sem voru inni í þessari grængulu þoku, engjast á jörðinni með froðu um munninn. Brátt myndi röð- in koma að þeim. Sumar her- deildirnar lögðu á flótta, en að mestu leyti gátu þó herforingj- arnir haldið hernum í skefjum. Svo kom ofurlítil gola og færði þokuna yfir frönsku herdeild- irnar og sami leikurinn var endurtekinn þar. fiisgrimn Inidin npp. Meðal kanadisku hersveitanna var liðsforingi einn, sem var í borgaralegu lífi ágætur efna- fræðingur. Þegar gasskýin komu, fann hann strax á lykt- inni, að eiturefni voru í gasinu, og að það hlaut að vera klór. Og liðsforinginn vissi að hægt er að sigta eiturefni úr klórinu með ammoníaki. En hvernig á að ná í ammoníak í skotgröfun- um? Jú, liðsforinginn var ekki ráðalaus. Hann skipaði her- mönnunum að kasta af sér þvagi í vasaklút og halda því fyrir nefi og munni. Herdeild þessa liðsforingja losnaði alveg við gaseitrun. Þannig var fyrsta gasgríman fundin upp í skot- gröfunum. Sú aðferð, sem Þjóðverjar notuðu við Ypres 22. apríl 1915, var hin svokallaða gasspraut- un. Áður en gasárásin var gerð höfðu þýzku hermennirnir í laumi grafið gryfjur fyrir fram- an þýzku víglínUrnar. í þessum gryfjum komu þeir fyrir þess- um gassprautum sínum. Svo var farið með stálflöskur fullar af fljótandi klóri fram 1 fremstu víglínur. Þar var það látið gufa upp og hin grængula þoka streymdi yfir að víglínum bandamanna. Klórþokan er þyngri en andrúmsloftið, svo að eiturþokan fer með jörðinni og læðist niður í skotgrafirnar, en í rökum andvara gufar hún fljótt upp. Á eftir fyrstu gasárásinni fylgdu næstu daga ’fleiri gas- árásir á því svæði, sem Húgel hershöfðingi stjórnaði. En þegar fyrsta óttann lægði og menn höfðu fundið varnarmeðul, héldu bandamenn stöðu sinni. í fyrstu gasárásinni tóku Þjóð- verjar 3000 fanga og 51 fall- byssu. En gassprautur þessar voru ótraustar. Ef vindur var á móti kom gulgræna þokan aft- ur í fangið á Þjóðverjum sjálf- um. Stálflöskur þessar með fljótandi klóri höfðu verið reyndar löngu áður en stríðið hófst. f verksmiðju einni í Da- hlem höfðu margir efnafræð- ingar spreytt sig á því að finna upp eiturgas. Og það hafði einn- ig verið gert í öðrum löndum eins og t. d. í Frakklandi, þar sem búnar voru til sprengjur fylltar táragasi. Efnafræðingarn ir frá Dahlem voru sendir í apr- ílmánuði 1914 út til herna^ar- skólanna, þar sem liðsforingja- efnum var leynilega sýnd þessi leynilega uppfinning. En brátt varð klórgasið að víkja fyrir ennþá hættulegri gastegundum. Og jafnvel sú að- ferð að sprauta út gasinu hafði reynst stórhættuleg þegar vind- áttin breyttist. Það var því far- ið að varpa svokölluðum gas- sprengjum. Þessir gassprengju- kastarar voru venjulega hafðir 1 gryfjum í jörðinni. Englend- ingar voru sérfræðingar í þess- ari aðferð. Þeir vörpuðu gas- sprengjum sínum yfir í skot- grafir óvinanna. Fyrst höfðu þeir svokallað fosgen, sem er þannig tilbúið, að blandað er saman kolefni, ildi og klóri. í sprengjur þessar voru seinna látin ýmis konar eitur- gasefni. Það voru gastegundir, sem verkuðu á blóðið, tauga- kerfið og slímhúðina. Sinnepsgasið bættnleg- asta gastegnndin. Seinna fundu menn upp á því að láta í sprengjurnar Dikto- rætylsulfid. Vegna sinnepslykt- arinnar, sem var af þessu gasi, var það kallað sinnepsgas. — Þetta var hættulegasta eitur- tegundin, sem notuð var í heimsstyrjöldinni. Sinnepsgasið getur haldið hinum banvænu á- hrifum sínum árum saman, og það þarf ekki nema veika blöndu af því í andrúmsloftið, til þess að það hafi áhrif. Ef hermaður hefir orðið fyrir sinn- epsgasi, getur hann gengið með það í heilan sólarhring, án þess að vita, að hann hafi andað því að sér. Ennfremur etur sinneps- gasið sig í gegn um fötin. Meðal herlækna gengur saga um verkanir sinnepsgassins. í gasárás einni voru tveir hjúkr- unarmenn sendir til þess að sækja hermann, sem var illa farinn af gaseitrun og hafði orðið of seinn að setja á sig gas- grímuna. Hjúkrunarmennimir báru hermanninn um svæði, þar sem loftið var örlítið blandað sinnepsgasi. Þeir báru hinn veika hermann til sjúkra- skýlisins. Hermaðurinn náði sér aftur, enda þótt hann hefði verið mjög illa farinn af eitrinu, en hjúkrunarmennirnir, sem höfðu reynt mikið á lungun við að bera hinn veika mann. dóu báðir. Póstferðir 17/1 1940. Frá R: Mosfellssveitar-, Kjal- arness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Laugarvatn, Hafn- arfjörður, Álftanesspóstur. Til R: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa- póstar, Hafnarfjörður, Akranes, Borgarnes, Húnavatnssýslupóst- ur, Skagafjarðarsýslupóstur. Leikfangið 1940. Erlend blöð skýra frá því að 13 ára gamall drengur hafi fundið upp nýtegund af loftsprengjum. Herra 1939 segir: Hverju er hann að leika sér að drengurinn sá arna? Herra 1940 svarar: Það er vitanlega loftsprengja, hverju ættu börn svo sem að leika sér að öðru á þessum tímum?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.