Alþýðublaðið - 17.01.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.01.1940, Blaðsíða 4
MHJVIKUDAGUR 17. JAN. 1940 H GAMLA BlÖfflP Lífsgleði (JOY OF LIVING.) Fjörug og fyndin amerísk söng- og gamanmynd frá RKO Radio Pictures. — Aðalhlutverkin leika: Irene Dunne og Douglas Fairbanks, jr. Aukamynd: Walt Disney-teiknimynd. BÓFINN FRÁ BRIMSTONE Sýnd kl. 6,15. Útbreiðið Alþýðublaðið! „Lagarfoss“ fer héðan á fimmtudag, 18. janúar, síðdegis, austur og norður um land til Reykja- víkur. Kemur við á öllum venju- legum höfnum. „Brúarfoss“ fer á laugardagskvöld 20. janúar austur og norður um land til Reykjavíkur. . VERKAMANNAFÉLAGIÐ DAGSBRÚN. KOSNING stjómar, trúnaðarráðs og annarra trúnaðarmanna, samkvæmt fé- lagslögum, fer fram 18. og 19. jan. 1940 í Hafnarstræti 21. Kosningin stendur yfir: Fimmtudaginn 18. jan. frá kl. 3—6 e. h. og frá kl. 8—11 e: h: Föstudaginn 19. jan. frá kl. 9 f. h. til kl. 11 e: h. og verður þá lokið, þar sem aðalfundur félagsins verður haldinn sunnu- daginn 21. janúar. Allir félagsmenn hafa atkvæðisrétt, sem ekki skulda félaginu meira en ársgjald fyrir árið 1939, þegar kosning hefst þann 18. jan. KJÖRSTJÓRN DAGSBRÚNAR. FJÁRHAGSÁÆTLUN REVKJA- VIKUR. Frh. af 1. síðu. yrkjuráðunauts, byggingar á geymslu fyrir útsæði bæjarbúa og ráðstafana til að heita út- breiðslu sýkingar í garðávöxt- um. Er þessi tillaga í samræmi við það. sem menn úr ýmsum flokk- um hafa látið í ljós á bæjar- stjórnarfundum undanfarið og sem að allra dómi er fyllsta nauðsyn á. Þá er komið að annarri höf- uðtillögu Alþýðuflokksins. Hún er svohljóðandi: „Bæjarstjórnin samþykkir að greiða á árinu sömu hundraðstölu í u ppbót á ellilaun og örorkubætur í 2. flokki og kaup verkafólks hækkar á hverjum tíma samkvæmt ákvæðum geng- islaganna frá síðasta al- þingi, enda greiði Trygg- ingastofnun ríkisins sömu uppbót að sínum hluta.“ Þessi tillaga þarf lítilla skýr- inga við, svo sjálfsögð er hún. Gamla fólkið þarf ekki síður en aðrir launaþegar á því að halda að geta mætt sívaxandi dýrtíð að einhverju leyti. Þar sem elli- launin og örorkubæturnar voru við úthlutun miðuð við brýn- ustu þarfirnar, eins og þær voru á síðasta ári, liggur í augum uppi að þau hrokkva ekki til nú. „Bæjarstjórnin samþykkir að kjósa fimm manna nefnd, þar af þrjár konur, er geri tillögur um rekstur og fyrirkomulag húsmæðra- og starfsstúlkna- skóla í Reykjavík, er sé ætlað að veita hagnýta fræðslu í mat- reiðslu, húsverkum, saumum, heimilisiðnaði og meðferð ung- barna. Jafnframt felur bæjar- stjórn bæjarráði að l'eita eftir því við alþingi og ríkísstjórn, að veittur verði úr ríkissjóði ríflegur styrkur til skólahalds- ins.“ „Bæj arstjórnin samþykkir að fela bæjarráði að athuga mögu- leika fyrir því að leggja niður rekstur núverandi farsóttahúss bæjarins og leita samvinnu við stjórn Landsspítalans um að koma upp farsóttadeild við hann.“ Auk þessa ber Alþýðuflokk- urirrn fram ýmsar smærri breytingartillögur. Eins og sjá má af þessum breytingartillögum Alþýðu- flokksins er þeim stillt í hóf. Þær eru miðaðar við það að eins og' nú horfir við, þá geti menn, hvaða flokk sem þeir fylla. sam- þykkt þær, enda er vonandi að sú verði raunin á bæjarstjórnar- fundinum á morgun. DAGSBRÚNARKOSNINGARN- AR. Frh. af 1. síðu. ekki á kjörskrá. Þeir voru þekktir andstæðingar kommún- ista. í gær kom gamall maður á skrifstofuna til að gá að því hvort hann væri á kjörskrá. Hann var þar ekki. Maðurinn spurði hvers vegna, því að hann var á kjörskrá á undanförnum árum, enda orðinn gjaldfrjáls fyrir aldurs sakir. Hann fékk þær uplýsingar, að árið 1934 hefði hann vanborgað 6 krónur — og hefði því verið strikaður út af kjörskrá nú(!!). Maður, sem var með þessum gamla manni, bauðst til að borga þá þegar þessar 6 krónur, en því var algerlega neitað. — Þá hefir Héðinn nú fyrirskipað, að eng- inn megi spyrja um það, hvort annar sé á kjörskrá. Starfsmað- ur Dagsbrúnar var í gær að gefa slíkar upplýsingar, en þá snar- aðist Héðinn inn bólginn af reiði og bannaði það tafarlaust. Varð starfsmaðurinn að fara eftir því. En þrátt fyrir þetta allt mun B-listinn sigra við þessa kosningu, þó að hún sé rekin eftir rússneskum aðferð- um. Verkamenn! Gætið þess að í dag er síðasti dagur til að greiða gjöld ykkar og komast á kjör- skrána. Verið svo viðbúnir við kjör- stofuna í stórhópum kl. 3 á morgun. Pýzkti skipsbrotsmennirnir. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að Reykvíkingar hafa sýnt þýzku skipsbrotsmönnunum ýms- an vináttuvott síðan þeir komu hingað. Hafa ýms íþróttafélög að- stoðað þá, Sjómannastofan, Sund höllin og ýmsir einstaklingar. Er það og sjálfsagt og mætti vera meira. Útbreiðið Alþýðublaðið! f DAS Hðlft f immtánda! þús. hefir safnazt til rebst nrs Sæhjargar. SÖFNUNIN til rekstors Sæ- bjargar hefir gengið ágæt- lega. Alls hafa safnast rúmlega 14,500 krónur. Hæstu gefendur eru: Ríkissjóð- ur kr. 2000, Björgunarfélag Vest- mannaeyja kr. 1000, Fisksölusam bandið kr. 1000. Fél. ísl. stórkaup manna kr. 1000. Ellert Schram og frú kr. 500, Einar Stefánsson skipstjóri og frú kr. 500, Carl Olsen og frú kr. 500, línuveið- arinn Jökull kr. 231,29, mótor- báturinn Rafn kr. 278,02, Eyvind- ur Árnason kr. 100, Kvennadeild Sly.savarnafélagsins í Bíldludal kr. 150, kvennadeild Slysavarnafélags ins í Hafnarfirði kr. 1500, kvenna deild Slysavarnafélagsins hér kr. 5000. Og loks ýmsir ónafngreínd- ir menn 100 krónur og 200 kr. Framkvæmdasamar stðlkur. LöGREGLAN hefir nú komist að því, hver það var, sem braut rúðuna I bakaríimi í Þing- holtsstræti um daginn. Var það 17 ára gömul stúlka. Hafði hún hent hálfum múrsteini inn um rúðuna og lenti hann á búðarborði, sem var úr gleri og braut það. Var skaðinn metinn á 200 krónur. Gaf hún þá skýringu á fram- ferði sínu, að hún hefði verið í vondu skapi. Þann 8. þ. m. var slökkviliðið gabbað inn að Laugavegi 42. Voru þar að verki tvær stúlk- ur, sem höfðu gaman af því að sjá slökkviliðið á ferðinni. Hallgrímur Helgason heldur annað kvöld hljómleika með eigin verkum eingöngu í Gamla B:ó. Leikur Björn Ólafs- son verk fyrir fiðlu, Páll Isólfs- son, sem stjómar útvarpskórn- um flytur verk fyrir kór, strok- kvartett leikur og sjálfur spilar Hallgrímur verk fyrir pianó. Hér er um svo merkilega nýjung í tónlist að ræða, er ungur Islend- ingur kemur fram með alhliða tónverk, að enginn sá, sem hefir snefil af áhuga fyrir tónlist og íslenzkri list yfirleitt getur setið heima. Verk Hallgríms, þau, sem flutt hafa verið opinberlega hafa feng- ið ágæta dóma, en hér gefst okk- í fy.rsta sinni gott tækifæri til þess að kynnast þessum unga framgjarna manni, og það hljót- um við öll að nota. R. J. 320 krónum stolið ð billiard-stofu. ¥ FYRRADAG var stolið 320 krónum í peningum á billi- ard-stofu á Vesturgöfu. Kom þar innheimtumaður inn að loknu dagsverki og ætlaði að fá sér „partí“. Fór hann úr jakkanum til þess að vera fimari að „skjóta". Þegar innheimtumaðurinn fór i jakkann aftur, varð hann þess var, að veski hans var horfið úr jakkavasanum, en í því höfðu verið 320 krónur. Kærði hann þetta og fann lög- reglan pilt í gær, sem hafði stol- ið peningunum, en aðxir höfðu hjálpað honum til að ey.ða þeim. Næturlæknir er Alfreð Gíslason, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Næturvarzla bifreiða: Bifreiða- stöðin Bifröst, sími 1508. ÚTVARPIÐ 19,20 Þingfréttir. 19,40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20,15 Spurningar og svör. 20,30 Kvöldvaka: a) Þorsteinn Þorsteinsson skipstj.: Endurminningar frá togurunum. b) 21,00 Islenzk lög j[plötor) i c) 21,10 Jónas Sveinsson iæknir: örlagarík lækna- styrjöld. Erindi. d) 21,35 Harmonikuleikur. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Fréttir i stutta máll: 25 gráðn kuldi I Danmðrkn í nótt. * (Samkv. einkaskeyti og FÚ.) NÓTT var einhver mesti kuldi í Danmörku. sem komið hefir í manna minnum þar. Komst frostið upp í 25 gráður. Stórhríðar og hörkufrost geysa víða um Norðurlönd. — Koht, utanríkismálaráðh., hefir mótmælt þeirri fregn, að Norðmenn væru að semja við Breta um gagnkvæman griða- sáttmála. — Fulltrúadeildin franska samþykkti í gær með 521 atkv. gegn 2 frumvarp stjórnarinnar um að svipta kommúnista rétti til þingsetu. — ítalska kafbátnum Regin- aldo Juliani hefir tekizt að komast á 107 metra dýpi þrátt fyrir mikinn sjógang, og þykir þetta einstakt afrek. — Flotamálaráðuneyti Banda ríkjanna hefir ákveðið að láta hefja smíði á 42 nýjum kafbát- um. — Spanskt skip, Cabo Menor, hefir komizt í mikinn sjávar- háska vegna storma og stór- hríða, er það lenti í, og hafa nokkur spönsk hjálparbeitiskip verið send því til hjálpar að því er segir í fregn frá Madrid. — Yonai, hinn nýi forsætis- ráðherra Japana, hefir látið svo um mælt, að hann væri nú að íhuga heppilegar ráðstafanir, sem hægt væri að gera til þess • að örva viðskipti milli Japana og Bandaríkjanna. Ágætor skautaís er á Tjörninni Um þessar mund- ir og er þar mannkvæmt á kvöld- in. I kvöld verður Tjömin ljós- Um skreytt og einnig verður séð um hljóðfæraleik. Ætti fólk að nota tækifærið, því að ekki er að vita hversu lengi is verður á tjörninni. Kosning í Verkalýðsfélagi Borgarness fór fram síðastliðin sunnudag. Kosn- ingu hlutu: formaður Karl Ein- arsson (Framsóknarfl.), varafor- maður Daníel Eyjólfsson (Alþýðu fl.). ritari Þorsteinn Magnússon (Sjálfstæðisfl.), gjaldkeri Ásmund mundur Jónsson (Sjálfstæðisfl.) og fjármálaritari Guðm. Svein- bjarnarson (Framsóknarfl.). Þess ir menn fengu frá 53—70 atkv., en kommúnistar miklu minna. — Hafa þeir þó stjórnað félaginu í mörg ár. L O. 6. T. í »■•“' 7'. • MINERVA nr. 172. Fundur í kvöld. 1. Húsmálið. 2. Auka- lagabreyting. 3. Kaffidrykkja. Æ.t. : ST. DRÖFN nr., 55. Pundur ann- að kvöld kl. 8. Éndurupptaka, inntaka nýrra félaga, embættis- mannakosning og hagnefndar- atriði: br. Gunnar Bénedikts- son: erindi. Félagar ræða og afgreiða hina fyrirhúguðu skipu lagsskrá. Dómnefndin mæti stundvislega kl. 71/2- — Æ.t. Útbreiðið Alþýðublaðið! im NÝJA Blð ■ IRAMÓNA Tilkotnumikil og fögur gg amerísk kvikmynd frá I FOX, öll tekin í eðlilegum i litum í undursamlegri náttúrufegurð víðs vegar í Californiu. — Aðalhlut- verkin leika: Loretta Young, Don Amsclií, Kent Taylor og Pauline Frederick. Öllum þeim, sem sýndu Júnasi steinsmið Jónssyni, Suðurg. 31, Hafnarfirði, vinsemd og hjálp í veikindum hans, svo og þeim, sem heiðruðu útför hans með návist sinni eða á annan hátt, færum við okkar innilegustu þakkir. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur. Jarðarför móður okkar, Elinborgar Elísabetar Jóhannesdóttur, fer fram föstudaginn 19. þ. m. og hefst með húskveðju að HVerf- isgötu 26, Hafnarfirði, kl. 1 e. m. Anna Kr. Jóhannesdóttir. Björn Jóhannesson. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR, „Dauðinn nýtur lífsins64 Sýning í kvöld kl. 8. Hljómsveit undir stjórn Dr. V. Urbantschitseh aðstoðar. NB. Að þessari sýningu verða nokkrir aðgöngumiðar seldir á 1,50 stk. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Sjúkrasamlag Reykjavíkur beinir þeirri áskorun til þeirra manna og stofnana, sem eiga reikninga á samlagið frá síðastliðnu ári, að sýna þá til greiðslu fyrir 25. þ. m. í aðalskrifstofu samlagsins, Austurstræti 10. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. með eigin verkum heldur Hallgrfimiir Helgasoaa i Hamla Hfié fimmtud, 18. jan. kl. 7, með aðstoð blandaðs kórs undir stjórn Páls ísólfssonar, Einars Markan, Björns Ólafssonar og strokkvartetts. Aðgöngumiðar í Bókaverzl. S. Eymundssonar, Sigríðar Helgadóttur og Hljóðfærahúsinú. hefst sunnud. 21. jan. kl. 13 í K.R.-húsinu. Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram fyrir föstudagskvöld 19. jan. kl. 21, því þá verður dregið. Áskriftárlisti liggur frammi í K.R.-húsinu uppi. Öllum Reykvíkingum heimil þátttaka. TAFLFÉLAG REYKJAVÍKUR. Sliíöapeysur—fiolítrejinr Kvennnærfatnaður, margskonar barna og karlmannapeys- iir og aðrar ullarvörur, sem undanfarið hefir vantað, eru nú komnar í miklu úrvali 1 báðar búðirnar. Vesta, Laugavegi 40. Skólavörðustíg 2.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.