Alþýðublaðið - 24.01.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.01.1940, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 24. DÉS. 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Deilan m Vinnumiðliinarskrifstof nna oo Ráðninnarskrifstofn Rvíknr I AUÞYÐU BLAÐIÐ RITSTJÓHI: ; T. R. VA1.DEMARSSON. ! fjarveru ham: j STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINO (Inngangur £rá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýslngar. ;4901: Ritstjórn (innl. fréttir). j 4902: Ritstjóri. 148.03: V. S. Vilhjálm* (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjaa. (4906: Afgreiðsla. j5021 Stefán Pétursson (heima). ! ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN $ ----------------;------- Sviknar hug- sjónir. AÐ hefir alltaf verið skoðun jafnaðarmanna, að bæði stéttir og þjéðir yrðu sjálfar að ley.sa sig úr ánauð. Ef þær gætu ekki velt af sér okinu sjálfar, þá væri það ekki heldur á ann- arra færi. I verkalýðshreyfingunni og stéttabaráttunni hefir þessi skoð- un jafnaðarmanna fyrir löngu rutt sér til rúms. En í frelsis- baráttu þjóðanna neita ekki að- eins fasistar, heldur og allur hinn af.urhaldssamari hluti borgara- stéttarinnar, að viðurkenna slíka skoðun. Fasistar vilja hafa leyfi til þess að blanda sér inn í imnri mál annarra þjóða undir því yf- irskyni, að þeir séu að leysa þær úr ánauð eða vernda þær fyrir einhverri slíkri yfirvofandi hættu. Viðkvæði fasistanna hefir í öllum slíkum tilfellum verið það, að þeir gæíu ekki látið það við- gangast, að þetta eða hitt þjóð- skipulagið ryddi sér til rúms í nágrannalöndum þeirra. Það sama sögðu raunar lika Bretar og Frakkar eftir byltinguna á Rússlandi í lok heimsstyrjaldar- innar. Þeir vildu ekki viðurkenna hið nýja skipulag og sendu her til Rússlands með það fyrir aug- um að reyna að steypa því. Sú herferð bar að vísu lítinn árangur. Mussolini þóttist heldur ekki ge4a horft aðgerðalaus á það, að lýðræðið næði að festa rætur á Spáni. Hann sendi þangað her í samráði við Hitler og hjálpaði Francofasismanum til þess að herja niður hina löglegu stjórn landsins. Hitler gekk ennþá 'lengra í Austurriki og Tékkósló- vakíu. Hann tók bæði þessi lönd herskildi og þurkaði þau út af Evrópukortinu sem sjálfstæð ríki. Og á svipaðan hátt hafa Japanif hagað sér í Kína. Nú hefir Rússland tekið upp sömu aðferðirnar og þessi fasist- isku ofbeldisríki í utanríkispólitík sinni. Það gerði vináttusamning við sjálfan „erkióvininn", þýzka nazismann, og gaf honum frjáls- ar hendur til þess að ráðast á Pólland gegn því skilyrði, að það fengi hér um bil helminginn af ránsfengnum og leyfi til þess, að svifta Eystrasaltsríkin og Finn- land sjálfsákvörðunarrétti og fullveldi sínu. Byltingin á Rússlandi boðaði fy.rir rúmum tuttugu árum rétt hverrar einustu þjóðar til þess að ráða málum sínum sjálf. Lenin hélt tryggð við þær yfirlýsingar meðan hann lifði. Þannig sagði hann á flokksþingi rússnesku bol- sévíkanna árið 1919, þar sem rætt var um sjálfstæði Finnlands: „Hver þjóð verður að hafa rétt til þess að ráða sér sjálf. Og ef við segðum, að við vildum ekki viðurkenna neina finnska þjóð, heldur aðeins finnska verkalýð- inn, þá væri það ekkert annað en þvættingur. Við verðum í þessu efni að horfast í augu við staðreynd. Það væri hlægilegt að aetla sér að neita að viðurkenna hana. Finnska þjóðin myndi þá sjá fyrír því sjálf, að hún yrði viðurkennd." Þannig talaði Lenin. En það ér einmitt þessi kenning rúss- nesku byltingarinnar, sem núver- andi valdhafar Rússlands hafa svikið. Þeir beita nágrannaþjóð- lirnar í dag nákvæmlega sama of- beldinu og fasistarnir hafa gert undanfarin ár. En það eru ekki aðeins Stalin og . klíkan í kring um hann austur í Moskva, sem hafa svikið áður gefnar yfirlýs- ingar. Allir söfnuðir alþjóðasam- bands kommúnista úti um heim tyggja nú hugsunarlaust upp eftir sovétstjórninni áróðurslygar hennar og afsakanir fyrir svik- unum og ofbeldinu. Þannig reyna kommúnistar alls staðar úti um heim að breiða þá skoðun út, að hin blóðuga árás Rússlands á Finnland sé engin árás á finnsku þjóðina, heldur á Mannerheim og finnsku yfirstéttina. Þess vegna tala þeir alltaf um Mannerheim- herinn, en ekki finnska herinn, rétt einsogþeir væru staurblindir fyrir því, hve einhuga finnska þjóðin ver frelsi sitt í dag. Það, sem þeir gera, er nákvæmlega það, sem Lenin sagði að þeir mættu ekki gera. Þeir neita að viðurkenna staðreynd, þá stað- reynd, að finnska þjóðin, bæði verkamenn, bændur og borgara- stétt, stendur sem einn maður, þegar ráðist er á sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt hennar, og að árás Rússlands á Finnland er þess vegna árás á finnsku þjóð- ina i heild. Finnar verða að fá að ráða því sjálfir, hverjir fara með völd í landi þeirra. Það verður að við- urkenna sama rétt fyrir þá og fyrir Rússa í því efni. Stalin á vissulega engum vinsældum að fagna úti um heim á þessari stundu. Það er heldur ekki von. En það gefur öðrum ríkjum eng- an rétt til þess að blanda sér inn í innri mál Rússlands. Annars er rétt að geta þess í sambandi við blekkingar kommúnista um Mannerheim, að hann hefir enga Iforystu í dag í finnskum stjórn- málum. Það eru verkamenn,' bændur og frjálslyndir borgarar, sem nú fara með stjórn á Finn- landi í Umboði yfirgnæfandi meirihluta finnsku þjóðarinnar. En jafnvel þótt Mannerheim væri þar við völd, þá gæti það ekki á nokkurn hátt réttlætt blóðuga á- rás stórveldis á friðsama smá- þjóð. Hitt er annað mál, að pað bætir að sjálfsögðu ekki málstað Rússlands, að það skuli hafa ráð- ist á Finnland eftir að frelsi og lýðræði var búið að festa þar rætur og verkalýðshreyfingin og samvinnuhreyfingin orðin einn sterkasti þátturinn í stjórn lands- ins. Það kemur að minnsta kosti ekki vel heim og saman við allt skrumið um að Rússland ætlaði sér að vera sverð og skjöldur lýðræðisins og verkalýðshreyfing- arinnar gegn öllum árásum fas- ismans. En þannig er Rússland búið að svikja allar sínar fyrri yfirlýsing- ar í dag. Póstferðir 24. jan. 1940. Frá Reykjavik: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Qlfuss- og Flóapóstar, Laugarvatn, Hafn- arfjörður, Álftanesspóstur. — Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Hafnarfjörður, Dalasýslupóstur, Húnavatnsisýslu- póstur, Austur-Barðastrandar- sýslupóstur, Skagafjarðarsýslu- Spóstur, Strandasýslupóstur. ISAMBANDI við nýaf- staðna afgreiðslu á fjár- hagsáætlun Reykjavíkur hafa að vonum orðið talsverðar um- ræður um Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurbæjar og Vinnu- miðlunarskrifstofuna. — Hefir prófessor Bjarni Benediktsson látið hafa ýmislegt eftir sér 1 því sambandi, sem rétt er að taka til nánari athugunar, sem og það, sem Morgunblaðið rit- aði um málið s.l. laugardag. Ráðningarskrifstofa Reykja- víkurbæjar kostar bæinn 18 þúsundir króna, og er ekki nema eðlilegt að meirihluti bæjarstjórnar telji sig einhverja afsökun þurfa að hafa fyrir þessari fjárveitingu, þar sem hún er algjörlega óþörf. Hér 1 bænum starfar samkvæmt lög- um vinnumiðlunarskrifstofa, og kostar hún bæinn að sínum hluta 21 þúsund krónur. Vinnu- miðlunarskrifstofunni er stjórn- að með íhlutun allra þeirra að- ila, sem hér eiga hlut að máli, vinnuveitenda, verkamanna bæjarins og ríkisins, og hefir að sjálfsögðu enginn einn þar meirihluta. Allir þessir aðilar eiga líka óneitanlega mikið und- ir þessari stofnun — og því, hvernig hún er rekin. Tveir þeir fyrrnefndu þurfa að sækja þangað vinnuafl og vinnu, en þeir síðarnefndu að láta þang- að fé til reksturs skrifstofunni og greiðslu þeirrar vinnu, er veitt er í atvinnubótaskyni með beinum fjárframlögum ríkis og bæjar. Þó ekki sé hér um stór- an né víðáttumikinn rek'stur að ræða, er þó augljóst, að nauð- syn ber til, að stofnun þessi njóti trausts allra þeirra aðila, er hér eiga hlut að máli. Ekki hafa heldur heyrst neinar óánægjuraddir frá öðr- um kaupstöðum landsins, né þess orðið vart, að þeir teldu íhlutun ríkisins í stjórn vinnu- miðlunarskrifstofanna þar of- mikla móts við framlag það til atvinnubóta og greiðslukostnað- ar, er ríkið lætur í té. Eiga hér jafnt hlut að málí kaupstaðir þeir, sem Sjálfstæðismenn stjórna, og þeir, sem Alþýðu- flokksmenn stjórna. Reykjavík ein sker sig úr 1 þessu máli. Hún ein telur sig hafa ráð á að reka hér aðra skrifstofu í samkeppni við þá lögboðnu og greiða allan þar af leiðandi kostnað, sem að sjálf- sögðu er gersamlega óþarfur, úr sameiginlegum sjóði bæjar- manna. Síðan samstarf þriggja aðal- flokka þingsins tókst um ríkis- stjórn, hefir talsvert verið rætt um það, að sameina skrifstof- urnar hér í bænum, en til þessa hafa allar slíkar samningatil- raunir strandað. Þó er ekkert sem mælir því bót, að þetta á- stand verði lengur óbreytt og' mætti raunar miklu heldur segja, að það sé óþolandi leng- ur. En á hverju strandar? Eftir því, s'em skilja má á skrifum Morgunblaðsins og ræðu Bjarna Benediktssonar á bæjarstjórnarfundinum, gera Sjálfstæðismenn sig ekki á- nægða með minna en að Ráðn- ingarskrifstofa Reykjavíkur gleypi Vinnumiðlunarskrifstof- stofuna, og að þeir verði ein- ráðir um stjórn Ráðningarskhif- ----------*--------- stofunnar, eins og verið hefir. Öllum afskiptum ríkisvaldsins af vinnumiðluninni hér í bæn- um á þar með að vera lokið. Hins vegar hefir ekki heyrst annað, en að bærinn muni hér eftir, sem hingað til, góðfúslega leyfa, að ríkið greiði árlega þá tæpu kvart milljón, er það hefir greitt fyrir þá vinnu, er fer í gegn um hina lögboðnu vinnu- miðlunarskrif stof u. Það segir sig nú alveg sjálft, að einn af þeim þremur flokk- um, sem að stjórnarsamvinn- unni stendur og sem ganga vill af heilum hug til samninga um slíka hluti, sem hér um ræðir, getur ekki til lengdar haldið fast á þeirri kröfu, að hann einn eigi öllu að ráða. Samvinnan um stjórn landsins væri skamt komin, ef slíkt hefði oft borið við. Samkvæmt samningum þeirra flokka, sem að ríkis- stjórninni standa, er það fulltrúi Alþýðuflokksins, sem fer með félagsmál í ríkisstjórninni. Það var ekki gengið út frá því, þeg- ar þeir samningar tókust, að þessi réttur Alþýðuflokksins og fulltrúa hans, til að fara með þessi mál, yrði seinna meir, meðan á samvinnu stæði, rýrð- ur á nokkurn hátt. Það er líka vitanlegt, að ef það hefði lent í hlut fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins að tilnefna menn í stjórn vinnumiðlunarskrifstof- anna, þá hefðu ekki verið uppi kröfur frá Sjálfstæðismönnum um að sá réttur yrði af honum tekinn. Þessari kröfu Sjálfstæðis- manna, um að fella niður rétt ríkisvaldsins til að hafa íhlut- un um vinnumiðlunina í land- inu er því beinlínis stefnt gegn Alþýðuflokknum og mundi, ef sinnt yrði, verka þannig, að gengið yrði á bak gerðum samningum og viðurkenndur réttur Alþýðuflokksins borinn fyrir borð. Eins og Sjálfstæðisflokkurinn fékk, með stjórnarsamvinnunni, fulltingi til þess að fara með ákveðin mál í ríkisstjórninni, eins verður hann að sjálfsögðu að sætta sig við það, að fulltrúi Alþýðuflokksins fari með þau mál, sem um var samið, að hann færi með. í skrifum sínum og ræðum um þetta mál, tala Sjálfstæðis- menn mikið um ranglæti í garð Reykjavíkurbæjar, þ. e. að ríkisvaldið skuli tilnefna einn mann í stjórn Vinnumiðlunar- skrifstofunnar af fimm, sem þar eiga sæti. En þegar þess er gætt, að ríkissjóður greiðir nærri helminginn af allri þeirri vinnu, sem úthlutað er af skrif- stofunni, þá er það ekki einasta ljóst, að hér er ekkert ranglæti á ferð gagnvart Reykjavík- urbæ, heldur liggur það einnig opið fyrir öllum, sem með fullri sanngirni vilja líta á þessi mál, að það er með öllu óframbærilegt, að krefjast þess, að fella hér niður íhlutunarrétt ríkisins. Prófessor Bjarni Benedikts- son lætur hafa það eftir sér, að Alþýðuflokksmenn þeir, sem stjórna kaupstöðunum úti á landi, mundu ekki una íhlutun ríkisvaldsins í þessu efni, ef framkvæmd væri af Sjálfstæð- ismanni. Þetta hefir prófessor- inn ekkert leyfi til að segja. Al- þýðuflokksmenn hafa verið með í að setja þessi lög. Þeir hafa hlýtt þeim og munu hlýða þeim, hver sem á heldur. Ekkert hefir komið fram, sem bendir í aðra átt. Hvernig hyggur prófessorinn annars, að Alþýðuflokksmenn geti skotið sér undan að sætta sig við lögin eftir að Sjálfstæð- ismenn væru komnir í meiri hluta á þingi og í stjórn? Ætti KOMMÚNISTAR hafa borið sig illa út af kosningaósigrinum í Dags- brún. Saka þeir Dagsbrúnar- menn um óstéttvísi, menn- ingarleysi og skilningsleysi og segja að nú liggi ærið starf fyrir „forystuliði verkalýðsins“, og skilja allir við hverja er átt, að mennta verkalýðinn og beina honum aftur inn á hinar réttu braut- ir. Verkamenn láta sér fátt um finnast slík loforð um aukna menningu þeim til handa. Reynslu hafa þeir sannarlega fengið nóga af skólameistarahæfileikum þeirra kommúnistanna. — Verkamenn bíða nú aðeins eftir því að sjá það, hvernig hin nýja stjórn félagsins starfar og hvað henni tekst að endurbæta af því, sem kommúnistum hefir tekizt að skemma á þessum tveimur árum, sem þeir hafa verið einráðir í Dagsbrún. En það, sem ég ætla sérstak- lega að gera að umtalsefni nú, eru þær hótanir, sem kommún- istar eru núna með á vinnu- stöðunum og í samtölum við Dagsbrúnarverkamenn. Þeir vita sem er, að þeir hafa tapað stjórn og trúnaðarráði Dags- brúnar. en þeir segja jafníramt: ,,Við sprengjum fyrir ykkur alla fundi.“ ,,Við ónýtum allt, sem þið gerið á félagsfundum.” Þessar hótanir eru sannarlega lærdómsríkar fyrir alla and- stæðinga kommúnista. Það, sem þeir meina með þessum hótun- um, er, að þeir ætli að beita sömu aðferðinni á Dagsbrúnar- fundum í ár og þeir gerðu á fundinum fræga, þegar ,,heið- ursfélaginn“ H. V. og Guðm. kabyssa og fleiri álíka heiðurs- menn sóttu að Jóni Baldvins- syni veikum og gáfu honum ekki hljóð á fundinum fyrir óp- um, óhljóðum og fótasparki. Með slíkum aðferðum ætla þeir að koma í veg fyrir það, að hægt sé að hafa stjórn á Dags- brúnarfundum, með þessum að- ferðum ætla þeir sér að kúga niður vilja meirihluta félags- manna og eyðileggja reglur þær, sem ber að fara eftir í hverjum heiðarlegum félags- I skap. Þeir byggja þessar hótan- | ir sínar á því, að andstæðingar I þeirra sæki ekki fundi félagsins ! eins vel og þeir sjálfir og þar prófessorinn og Morgunblaðið að hugsa þetta til enda, áður en það kemur fyrir almennings- sjónir á ný. Það er sjálfsagt að sameina Ráðningarskrifstofuna og Vinnumiðlunarskrifstofuna hér í bænum og spara bæjarsjóði þar með álitlega fjárfúlgu og það hið allra fyrsta, annaS er óforsvaranlegt. En þess verður að vænta, að til sameiningarinn- ar verði gengið af heilum huga og að þeir aðilar, sem að þessu máli standa, sýni þar fulla ein- lægni og taki sanngjamlegt til- lit hver til annars. Verði geng- ið til þessa samstarfs með sama samvinnuhug og sama grund- velli eða svipuðum og samvinn- an um ríkisstjórnina byggist á, þá er öðru vart trúandi, en á- kjósanlegur árangur náist. J — með verði hægt að viðhafa slíkt framferði. En það er eins gott að þessir herrar viti það strax, að slíkt verður ekki oftar þolað í Dags- brún. Það er áreiðanlegt að þessir menn fá að njóta sama réttar í Dagsbrún og aðrir félagsmenn, en ef þeir sýna venjulegan kommúnistiskan skrílshátt, þó verður hann ekki þolaður, eða að minnsta kosti er það mín krafa sem eins af stuðnings- mönnum B-listans við nýaf- staðnar kosningar. Um framtíð Dagsbrúnar skal ekkert fá að ráða annað en yfir- vegun verkamannanna sjálfra, vilji félagsmannanna, eins og hann kom fram við síðustu stjórnarkosningu, og hver, sem setur sig upp á móti því með sömu aðferðum og kommúnist- ar hafa íengstum beitt í Dags- brún, ve|ður að taka afleiðing- unum af því. Ofbeldi og yfir- gangi á aldrei að mæta með linku og undanslætti og við verkamennirnir í Dagsbrún höfum lært það af reynslunní, að kommúnista verður að taka föstum og ákveðnum tökum. Það, sem verður að vinna að, er að skapa úr þeim brotum, sem Dagsbrún er nú í, heil- steyptan verkalýðsfélagsskap, sem verði, þegar þar að kemur eins og áður einn sterkasti þátt- urinn í allsherjarsamtökum verkalýðsins. Þetta tekst með því að láta verkamennina finna það, að Dagsbrún hugsar um ekkert annað en þeirra hag og hag allrar þjóðarinnar, að póli- tísku deilumálin séu ekki sett á oddinn í hverju máli, að ekki sé lagt út í nein æfintýri, eins og t. d. liðssendingarnar til Hafnarfjarðar í fyrra, sem kostuðu Dagsbrún mikla pen- inga. Ef þetta verður gert, þá mun vel takast til og þá munu kom- múnistar aldrei framar hafa neitt að segja 1 félagsskap verkamanna. Dagsbrúnarmaður. Jochum Eggertsson fly.tur erindi í útvafrpið í kvöld, er hann nefnir: Skreiðarferðir til Grímseyjar. Útbreiðið Alþýðublaðið! Kommúiistar hóta ðelrð- m i Dapbrinarhndg En ekkert slikt verður þolað af þein.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.