Alþýðublaðið - 26.01.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.01.1940, Blaðsíða 2
AUÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JAN. 1940, S. K. Steindórs: Um Sögufélagið. 49) Hún fékk ágæt föt úr silki. Hún var fegurst allra í höllinni. En hún var mállaus og gat hvorki talað né sungið. Fallegar þernur klæddu hana í fötin og sungu fyrir prinsinn. Ein þeirra söng fegurst og prinsinn brosti við henni. Þá varð litla hafmeyjan sorgbitin, því að hún vissi, að hún gat sjálf sungið betur. 50) Nú dönsuðu þernurnar, en þá stóð litla hafmeyjan á fætur og dansaði fegur en hinar allar. 51) Allir voru hrifnir af henni, en hrifnastur var þó prinsinn. Og hún dansaði meira, en við hvert spor, sem hún steig, var eins og hún gengi á nálaroddum. Prinsinn sagði, að hún ætti alltaf að vera hjá sér, og hún fékk að sofa við dyrnar á herberginu hans. Svo fór hann með henni í útreiðar- túra um skógana og fjöllin. 52) Þegar allir sváfu í höllinni, gekk hún út á marmaraþrepin og hugsaði til þeirra, sem voru niðri á botni hafsins. FRÁ því Sögufélagiö hóf göngu sína, hefir það haldiö Uppi allmerkilegri bókaútgáfu. Nægjr því til sönnunar að nefna ritin;' Ty.rkjaránssögu, Æfisögu Jóns próf. Steíngrímssonar, Bisk- Upasögur Jóns próf. Halldórsson- ar og Þjóðsögur Jóns Ámaaonaí. Auk Blöndu, sem notið hefir mikilla vinsælda meðal almenn- ings. Verðskuldar félagið þannig þakkir fyrir margt á liðnum ár- um. En upp á síðkastið virðist sem forráðamenn félagsins hafi að nokkm mist marks á hlutverk- um þeim, sem það grundvallar tilvem sína á. — Án þess þó að yfir því þurfi að kvarta, að verk- efnin séu tæmd. Sögufélagið er fámennt og virðist því heldur fara hnignandi. Er orsökin vafalaust sú, hvernig bókaútgáfu félagsins er hagað. Af fjómm árbókum félagsins eru tvær, sem fjalla um lagaleg við- fangsefni (Alþingisbækurnar og Landsyfirréttardómarnir). Árið 1939 er ekki nema Blanda ein, sem hægt er að segja að sé ætluð til lesturs. Meðan svona er, er varla að vænta þess, að félaginu aukist vinsældir. Um Alþingisbækurnar má þó segja, að ekki sé óeðlilegt, að SögMfélagið sjái um útgáfu þeirra vegna þess, hversu mikið sagn- fræðilegt gildi þær hafa sem heimildarrit, engu siður en Forn- bréfasafnið. En hitt er þýðingar- laust, að gera ráð fyrir því, að allur þorri manna kunni eða vilji meta slíkar „bókmenntir“. Þær geta verið gagnlegar og átt rétt á sér fyrir þvi. En vitanlega er það eðlilegast, að alþingi eða ríkíssjóður kosti útgáfu Alþingis- bókanna, og gæti Sögufélagið svo annast útsölu þeirra. Eðli- legt væri, að félagsmenn í Sögiu- félaginu ættu svo kost á að fá Alþingisbækumar aukalega, með mjög vægu verði, en að þær væm ekki með árbókum félags- ins, nema fyrir þá, sem óskuðu þess sérstaklega, og mætti þá Upplag þeirra vera allmikið minna en árbóka félagsins. Annars má geta þess i sam- bandi við útgáfu Alþingisbók- anna, að til stórvandræða horfir með það, hversu útgáfunni miðar hægt áfram. í þau 27 ár, síðlan þær byrjuðu að koma út, eru þær .ekki komnar lengra en til ársins 1662, frá 1570; eða 92 ár, á þess- um 27 áruml Má það kallast ógn- arlega rólegur seinagangur, eink- um þegar þess er gætt, að 4 fyrstu bindin ganga tiltölulega hratt fram. Fyrsta bindið kemur út á 3 árum og nær yfir fyrstu 11 árin (1570—81), auk efnis- ,og nafnaskrár (sem einnig er í hverju hinna bindanna) og merki- legs inngangs: „Söguágrip al- þingis hins forna“ (á annað hundrað bls.), eftir núverandi for- seta Sögufélagsins: dr. jur. Einar Arnórsson. Þar lætur hann þá ósk sína í ljósi, að útgáfu Al- þingisbókanna væri lokið árið 1930. Enda hefði það óneitanlega verið vel viðeigandi, að svo hefði getað orðið; og ekki ólíklegt að á því fagnaðarári og hin næstu þar á undan hafi fé verið varið til ógagnlegri ráðstafana. Annað bindi Alþingisbókanna kemur út á 2 árum og nær yfir 12 ár (1582—94). ÞriÖja bindið kemur einnig út á tveim árum og nær yfir 10 ár (1595—1605). Fjórða bindið er þegar farið að hægja á sér, er 5 ár á leiðinni og nær yfir 13 ár (1606—19). En úr því kastar þó tólfunum. Fimmta bindið er 10 ár að koma út og nær yfir 19 ár (1620—39). Sjötta bindið er þegar búið að vera 6 ár á leiðinni, og er því ekki lokið enn. Má af þessu draga ályktanir um, hvenær þess- ari útgáfu muni verða lokið, ef ekki er breytt um stefnu, tekin stærri skref og sterkari tökum beitt. Eins og áður er tekið fram, ná Alþingisbækurnar yfir árin 1570—1800, eða 230 ára timabil, og fyrst að á þessum 27 árum, síðan útgáfa þeirra hófst, hefir ekki tekist að komast yfir lengra tímabil en 92 ár, má gera ráð fyrir, að það taki um heila öld að komast yfir þau 178 ár, sem eftir eru, með sama fyrirkomu- lagi; Líklegt þætti mér, að fyrstu bindin væru farin að verða nokk- Uð fágæt, þegar því siðasta er Iokið. Breyting, sem ég tel til bóta við útgáfu Alþingisbókanna, er það, að nú er farið að prenta þær með nútíma stafsetningu. í sam- bandi við nafnaskrána í Alþing- isbókunum er rétt að geta þess um leið, að sízt myndi af veita, þó þaulæfðir ættfræðingar færu þar höndum um; þar er um svo mörg flókin og vafasöm atriði að ræða. Um landsyfirréttar- og Hæsta- réttardómana má auðvitað segja, að þeir hafi töluvert sagnfræði- legt gildi, en þó tæpast svo, að ástæða sé til, að Sögufélagið sé að kosta útgáfu þeirra í óþökk alls þorra félagsmanna. Auk þess sem þeir atburðir, sem þar greinir frá, eru ekki í svo ýkja- mikilli fjarlægð frá nútímanum, og flest þess eðlis, sakamál (hór- dómsbrot og þjófnaðir), sem al- menningur hefir ógeð á. Ef nauð- synlegt. þykir að láta dóma þessa á „þrykk út ganga“, er Sögufé- lagið í rauninni ekki rétti aðilinn, heldur ætti Lögfræðingafélagið að standast straum af þeim kostnaði. Annars gegnir sama máli um dóma þessa og Alþing- isbækurnar, að útgáfunni verður varla lokið fyr en einhvern tíma á næstu öld, með sama áfram- haldi. Þriðja lögbókin, sem sögufé- lagið hefir haft á prjónunum, eru Búalög. Sú útgáfustarfsemi virð- ist hafa verið þeim einkennilegu örlögum háð, að falla öðruhvoru í Þyrnirósarsvefn og gleymast um alllangt tímabil. Af Búalögum eru 3 hefti komin út, og eru 16 ár frá því 2. hefti kemur þangað til það 3. kom, og siðan eru liðin 7 ár og ekki bólar á áframhald- inu. Úr því, sem komið er, væri þó eðlilegast, að lokið yrði við bindið, svo þau hefti, sem komin eru, glatist siður og verði verð- laus. Eins og getið hefir verið um, hefir Blanda náð allmiklum vin- sældum. Þó hefi ég heyrt úr ýmsum áttum (og finnst sjálfum), að meiri skemmtun og fróðleik sé að finna í hverju hinma 5 fyrátu binda af Blöndu en í því 6. og seinasta. Væri tvímælalausí lík- legra til vinsælda, að breyta til- högun efnisins og hafa það með svipuðum hætti og var í hinum fyrri bindum. Einnig væri mörgum kærkomið, að fá sérstakt hefti af Blöndu, þegar á næsta hausti, ef unnt er, með fullkomnum efnis- og nafnaskrám yfir 5 fyrstu bindin, og framvegis svo yfir hver 5 bindi. Sögufélagið hefir yfirleitt gert skyldu sína í því, að hafa góöar nafnaskrár í ritum sínum. Þó man ég eftir einni slæmri undantekningu, auk Blöndu, en það er að> öðru leyti hið ágæta rit: Grund í Eyjafirði. Notagildi og verðmæti fræðirita eykst að verulegu leyti við vandaðar nafnaskrár, og ætti framvegis að gæta þess við útgáfu allra slíkra rita. Einnig finnst mér ástæða til að fara nokkrum orðum um seinasta aðalfund Sögufélagsins. Verð ég þar að vísu að styðjast við fréttir einar, þar sem ég var einn þeirra mörgu, sem ekki vissi um fund- inn fyrr en nokkrum dögum eftir að hann hafði verið haldinrr; enda var fundur þessi illa aug- lýstur, aðeins Ml hornauglýsing í dagbl. Vísi (og þó Vísir sé auðvitað ágætis blað, eru þó ekki allir bæjarbúar, sem sjá hann og lesa). Enda mun þessi aðalfundur Sögufélagsins mega heita ein- Istakur í sinni röð og þar af leið- andi „sögulegur“, sökum fámenn- is. Tveir menn af fimm úr stjórn félagsins voru þóH viðstaddir, og fimm eða sex menn aðrir. Og þetta var svo talinn ályktunar- fær aðalfundur til að taka á- kvörðun um nýja útgáfustarfsemi í stað þjóðsagnanna, sem lauk á síðasta hausti. Niðurstaðan varð, að gefa út Galdramál, eftir ólaf Davíðsson. Er þar sjálfsagt um ágætt rit að ræða, þó deila megi um, hvort hyggilegt sé, að Sögu- félagið hefji útgáfu þess nú. Bæði er það, að eðlilegast hefði verið, að þetta rit hefði komið út sem áframhald af þjöðsögum sama höfundar og hjá sama útgefanda, enda líklegt, að svo hefði orðið. Svo er hitt, að Sögufélaginu ríð- ur á því, að félögum þess fjölgi (í stað þess að fækka), og var því mjög áríðandi að velja rit, sem líklegt var til vinsælda. Því er verr, að ég er hræddur um, að svo kunni að fara, að nú þeg- ar útgáfu Þjóðsagnanna er lokiÖ, muni verða nokkur brögð að því, að menn segi sig úr Sögufélag- inu. Það er vitað mál, að nú um nokkurra ára skeið hefir Þjóð- sagnaútgáfan haldið lífinU í því. En óhætt er að benda á eitt rit, sem Sögufélaginu hefði verið sæmandi að ráðast í að gefa út, sem bæði samrýmist tilgangi þess og hefði aflað því vinsælda og stóraukið félagatöluna. En rit þetta er: Árbækur Esphólíns. Það er alveg ósæmandi, að svo merkilegt rit skuli að heita má vera algerlega falið almenningi. Það er nú komið á aðra öld, síð- an Bókmenntafélagið hóf útgáfu Árbókanna. Svo auk þess, sem þœr hafa frá upphafi verið sjald- gæfar í heild (sökum sjótjóns), eru þær fyrir löngu orðnar ófá- anlegar. Mér er vitanlega Ijóst, að hin nýja útgáfa myndi verða allkostnaðarsöm, vegna þeirra mörgu leiðréttinga, sem gera þyrfti (helzt neðanmáls). En ég er viss um, að það yrði þakklátt verk og vel metið af almenningi. Ætti Sögufélagið því að taka rögg á sig og gefa úr Árbækur Esphólíns, og hraða útgáfunni það mikið, að þær yrðu allar komnar á prent að nýju innan t. d. 10 ára. Svo, að allra síðustu, ætla ég að biðja forseta Sögufélagsins að bera Upp til samþykktar á næsta aðalfundi þess tillögu um ákveð- inn mánaðardag til aðalfundar- halds, eins og t. d. ÍBókmennta- félagið hefir. (Bendi ég til hægð- arauka á, hvort 24. febrúar, fæð- ingardagur núverandi forseta, myndi ekki verða giftudrjúgur aðalfundardagur,) Til að koma í veg fyrir, ef unnt er, samskonar sjö manna ráðstefnu Sögufélags- ins og haldin var 9. ágúst s. 1. sumar. S. K. Steindórs. Pðstferðir 27. jan. 1940. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Rjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Þingvellir, Hafn- arfjörður, Laugarvatn, Grímsness- og Biskupstungnapóstar, Akranes, Álftanespóstur. — Til Reykjavík- ur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Þingvellir, Hafnarfjörður, Rangárvallasýslu- póstur, Vestur- og Austur- Skaftafellssýslupóstar, Akranes, Álftaness-póstur. ný daglega. Harðfiskur. Riklingur. Smjör. Ostar. Egg. KOMIÐ. SÍMIÐ. SEND®: BREKKA Símar 1678 og 2141. TJARNARBÚÐIN. Sími 357«. Kaupsýslutíðindi. 2. tbl. yfirstandandi árgangs er nýkomið út. Flytur það yfirlit um viðskiptin við útlönd, verð- lag, gjaldeyris- og bankamál, grein um fjárlögin 1940, fréttir frá Bæjarþingi Reykjavíkur o.m.fl. J©HN DICKSON CARR: Norðin í vaxBtyodasafninu. 37. enga huggun veitt yður. En einu get ég þó lofað yður. — Áður en margir klukkutímar eru liðnir munu ég hafa hendur í hári þessa manns. Og hann skal ekki ónáða yður né aðra fram- ar. Verið nú hugrakkar, frú mín. Hann laut ennþá höfði, þegar hún lokaði dyrunum á eftir sér. Svo gekk hann aftur að skrifborði sínu og settist niður. — Ég er að verða gamall, Jeff, sagði hann allt í einu. Ein- hverntíma hefði ég nú leyft mér að brosa í laumi að þessari konu. — Brosa! Hamingjan góða! — Og þá hefði mér verið bjargað frá því að hata allan heiminn og allar lifandi verur, eins og Galant gerir, aðeins vegna þess, að ég gat hlegið að þeim. Það hefir alltaf verið munurinn á okkur Galant. — Þú ert að bera þig saman við hann. , — Já, hann sá að allt gekk á tréfótum í heimi hér, og hann fyrirleit mennina. Hann hélt, að með því að hrækja í andlit manna, gæti hann unnið bug á því, sem aflaga fór. Og hvað er um mig að segja, Jeff? Ég glotti að öllu saman. Og ég snérist í hring, eins og blindur maður. Réttu mér vínið, félagi og lofaðu mér að þvaðra endileysu ofurlitla stund. Það er ekki svo oft, sem mér gefst tækifæri, til að láta móðan mása. Já, ég hló að mannfólkinu, af því að ég var hræddur við mennina, ég ótteðist almenningsálitið og fyrirlitningu fjöldans. — Lofaðu mér, sagði ég — að hlægja að þessari hugmynd þinni. — Jú, svona er þessu farið. Og vegna þess, að ég var hræddu*. um að verða álitinn minni en ég var, reyndi ég að sýnast meiri en ég var, eins og svo margir aðrir. Ég vissi, að ég var allgóðum gáfum gæddur. Og það freistaði mín til að sýnast meiri en ég er. Þarnágengur Henri Bencolin, maður, sem menn óttast og bera virðingu fyrir. En að baki honum gengur draugur, sem er að brjóta heilann um .... — Um hvað? — Sem er að brjóta heilann um það, hvernig í dauðanum stendur á því, að menn álitu speking fíflið sem sagði: — Þekktu sjálfan þig. Það er eitruð kenning að skipa mönnum að rannsaka hjörtun og nýrun. Það getur gert menn brjálaða. Sá, sem hugsar of mikið um sjálfan sig, er að múra sína eigin grafhvelfingu. Því að heilinn er stærsti lygarinn. Hann lýgur að manni sjálfum. Að rannsaka sjálfan sig er upphaf óttans, og óttinn byggir múra hatursins. Hann var í einkennilegu skapi. Ég skildi hann ekki lengur. Þessi bölsýnisköst hans höfðu orðið tíðari upp á síðkastið. Hann virtist vera að leita að einhverju, sem gæti dreift athygli hans frá því, sem hann var að hugsa um. Hann tók upp silfurlyk- ilinn: Hann leit snögglega upp, eins og honum hefði dottið nýtt í hug. — Jeff, ég hefi sagt þér, að við þurfum að koma einhverjum af okkar mönnum í samkomuhús Svartgrímu- manna í kvöld, svo að hann geti heyrt samtalið milli Gina Prévost og Galants. Heldurðu, að þú getir farið? — Ég? — Því ekki það? Viltu gera það? — Auðvitað hefði ég mjög gaman af því. En þú hefir yfir mörgum mönnum að ráða, .sem eru miklu æfðari en ég. Hann horfði á mig dálítið skrítnu augnaráði. Ég veit ekki, sagði hann. Þú ert líkur Robiquet í vexti. Og þú verður að nota lykilinn hans og koma inn með grímu fyrir andlitinu. Auk þess er fróðlegt að vita, hvað þú ert tugasterkur. Ég læt þig vita það fyrirfram, að það er mjög hættulegt hlutverk, sem þér er falið á hendur. — Það er og. — Viltu taka þetta að þér? — Með mestu ánægju, sagði ég. Þarna fæ ég tækifæri til þess, að rannsaka klúbbinn og skemmta mér eftir föngum. Hann sá, hvað ég var áhyggjulaus og sagði: — Hlustaðu nú á mig. Þetta er ekki til að gera gys að. Ég skal gefa þér skipanir mínar og leiðbeiningar. En fyrst ætla ég að segja þér, hvað þú verður að hafa í huga. Vera kann — að Gina Prévost hafi ekki hugmynd um það, hver morð- inginn er. En ef hún veit það, þá er sennilegt, að Galant gangi betur að veiða það upp úr henni, en allri lögreglu í heim- inum. Ef við gætum tekið samtalið upp á plötu....... — Bencolin, sagði ég. — í hreinskilni spurt: — Hver er morðinginn? Þett var bein spurning. Og ég vissi, að í því skapi, sem hann var núna, myndi hann segja mér það, ef hann hefði nokkra hugmynd um það. Hann svaraði mér hægt. — Ég veit það ekki. Ég hefi ekki minnstu hugmynd um það. Og eftir stundarkorn hélt hann áfram: Ég hygg, að það sé það, sem hefir farið í taugarnar á mér. — Og þesg vegna ertu með þessar heimspekilegu vanga- veltur?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.