Alþýðublaðið - 26.01.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.01.1940, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 26. JAN. 1940. ALÞÝÐUBLAÐ3Ð ALÞYÐUBLAÐIÐ RTfSTJÓRI: F. R. VARDEMARSSON. í fjarveru hmna: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: AÉÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverflagötu). SÍMAR: 4900: AfgreiSsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 49,03: V. S. Vilhjálms (heima) 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN flin Býja lína. ÞEIR, sem þekkja aðferðir kommúnista og hafa átt í höggi við þá ínnan verkalýðs- hreyfingarinnar hér á landi síð- astliðin 15 ár, vita það nú, að á næstunni muni þeir haga sér verr en nokkru sinni áður inn- an samtakanna, Ný lína í starf- inu innan verkalýðsfélaganna í öllum löndum hefir verið á- kveðin austur í Mbskva. Hún er komin hingað fyrir nokkru síð- an, en foringjar kommúnista hér biðu með að tilkynna hana og fyrirskipa, þar til útséð væri um kosningarnar 1 stærsta verkamannafélagi landsins og þar með um örlög hins svo- nefnda landssambands ís- lenzkra stéttarfélaga. Nú verður tekin upp sama línan og áður var viðhöfð: miskunnarlaus rógur um hverja einustu athöfn allra stjórna og nefnda í öllum verkalýðsfélög- um, tilhæfulaus ósannindi um alla samninga, sem gerðir verða, og yfirleitt verður reynt að telja fátækri og atvinnulítilli alþýðu trú um, að allt sé svik, sein gert verður, og allt hefði verið hægt að gera margfalt bet- ur, ef kommúnistar hefðu farið með stjórn í verkalýðsfélögun- um og þeir aðilar, sem fara með málin af hálfu félaganna. hefðu ekki verið keyptir af atvinnu- rékendum. Þó að einhverjir kunni að finnast, sem ef til vill telja, að hér sé of hart til orða tekið, þá mun reynslan sanna þetta, eins og reynslan hefir sannað það, sem sagt var fyrir hér í blaðinu um viðskipti kommúnista við þá menn, sem, sumir hverjir að minnsta kosti, gengu til sam- fylkingar við þá í góðri trú. Kommúnistar afneita nú allri samfylkingu, segja að hún sé nú óhugsandi. Hitt er annað mál, að þeir munu halda áfram að reyna að nota einstaka menn eða litla hópa sínum málum til framdráttar. Þetta kom berlega fram á stofnfundi þeim, sem haldinn var í hinu svonefnda ,.Málfundafélagi Dagsbrúnar- manna“ í fyrrakvöld. Til þessa fundar var boðað af Héðni Valdimarssyni og sóttu hann tæplega tvö hundruð manns. Meginhluti þessa hóps voru kommúnistar, og höfðu þeir al- geran meirihluta á fundinum og létu ófriðlega. Beittu þeir at- kvæðavaldi sínu og tóku stjórn félagsins strax í sínar hendur. Mun ýmsum af þeim mönnum, sem í góðri trú hafa fylgt Héðni í æfintýrum hans til þessa, hafa blöskrað svo ofbeldi kommún- ista, að þeir hugsi sig alvarlega um áður en þeir leggja á ný lag sitt við þá. í gær gengu gömlu kommún- istarnir meðal verkamanna og sögðu frá því í óspurðum frétt- GREINARGERÐ FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA: Atvinnuleysið og ráðstaf an- ir hins opinbera gegn pvi. MÖNNUM mun vera það fullkomlega ljóst, að víða við sjávarsíðuna hefir á síðustu árum borið allverulega á atvinnuleysi, og sums staðar hefir það jafnvel verið mjög þungbært. Um þetta atriði liggja þó ekki fyrir neinar á- byggilegar heildarskýrslur, því að þótt svo væri ákveðið með lögum nr. 57/1928, að í öllum kaupstöðum landsins skyldi fjórum sinnum á ári safnað at- vinnuleysisskýrslum, hafa slík- ar skýrslur eigi borizt nema úr Reykjavík. En um atvinnuleys- ið í Reykjavík liggja fyrir skýrslur Hagstofunnar, er ná yfir síðustu fimm árin, 1935— 1939, að báðum meðtöldum. Samkvæmt þeim skýrslum voru 1. febrúar 1939 skráðir 473 menn atvinnulausir, 1. maí 1939 451 maður, 1. ágúst 1939 256 menn og 1. nóvember 1939 793 menn. Við samanburð á þessari at- vinnuleysisskráningu við 4 næstu árin á undan kemur það í ljós, að atvinnuleysið er nokkuð líkt öll árin, þótt smábreytingar verði öðru hvoru. Og ef tekið er meðaltal atvinnulausra manna í Reykjavík þessi fimm ár, þá sést, að færri hafa verið at- vinnulausir 1. febrúar s.l. held- ur en að meðaltali árin áður. Aftur er talan nokkuð hærri 1. maí, en mjög nálægt meðaltali bæði 1. ágúst og 1. nóvember. Segja má því, að atvinnuleysis- skýrslurnar í Reykjavík 1939 sýni ekkert óvanalegt atvinnu- leysi, en að það komi hins veg- um, að þeim hefði tekizt að sýna Guðmundi Ó., Þorláki Ottesen, Jóni Guðlaugssyni og fleiri slíkum, hvað það væri, sem hinn sósíalistiski verkalýð- ur vildi. Geta menn gert sér í hugarlund. hvað legið hefir í þessum orðum. Þeir telja að Héðinn Valdi- marsson hafi slegið nóg af teignum fyrir sig og nú ætla þeir sjálfir að fara að hirða rök- in. En ætli Héðin verki ekki svolítið í bakið eftir hið til- gangslausa erfiði? Hin nýja lína kommúnist- anna kemur verkamönnum ekki á óvart. Þeir eru þegar brynj- aðir undir átökin og þeir vita vel, hvernig ber að mæta þeim. Þeir munu ekki þola neitt of- beldi lengur og þeir munu stefna að því, eins og verkalýðs- samböndin á Norðurlöndum eru nú að stefna að, að útiloka kommúnista með öllu úr sam- tökum verkalýðsins. Þeir eru ó- alandi og óferjandi í hverjum félagsskap. Sú staðreynd ræð- ur þeim aðferðum, sem þeir verða beittir. Um þessar mundir eru að fara fram kosningar á stjórn- um og trúnaðarmönnum í verkalýðsfélögunum um land allt. Á sunnudaginn kemur fer til dæmis fram kosning á stjórn fyrir verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði. Við skulum athuga úrslitin í verkalýðsfélögunum, þegar þau eru kunn. íslenzkir verkamenn munu sýna það enn einu sinni, að erindreka og njósnara erlendra ofbeldisríkja vilja þeir ekki þola yfir sér. ALÞÝÐUBLÐIÐ hefir fengið til birtingar greinargterð þá, sem Sttefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráðherra flutti í útvarpinu í gærkveldi um þau mál, sem heyra undir ráðuneyti hans, félagsmál, sveitarstjórnarmál. heilbrigðis- mál og utanríkismál, á árinu, sem leið. Mun Alþýðublaðið í dag og næstu daga birta einstaka þætti þessarar ítarlegu greinargerðar félagsmálaráðherrans. ar í ljós, að atvinnuleysi megi telja nú orðið fast fyrirbæri í Reykjavík og víðar. Ræður það af líkum, að það er eitt hið örð- ugasta böl, sem við er að etja, og þjóðfélögin víða um lönd hafa haft við þann vágest að glíma, og gera ýmsar ráðstaf- anir með misjafnlega góðum ár- angri til þess að bæta úr vand- ræðunum. Af hálfu íslenzks löggjafar- og framkvæmdavalds hefir nokkur síðustu árin verið gerð veruleg tilraun til úrbóta í þessum efnum, þannig, að um skeið hafa árlega verið veittar í fjárlögum 500 þúsundir króna til atvinnubóta í kaupstöðum og kauptúnum, og eins og það er orðað í fjárlögunum ,,gegn tvöföldu framlagi frá bæjar- og sveitarfélögum, enda sé ríkis- stjórninni heimilt að krefjast þess að unnið sé að Vn við fram- kvæmdir fyrir ríkissjóð". Árið 1939 var þannig varið úr ríkissjóði eins og áður hálfri milljón króna til atvinnubóta. Því miður er ekki hægt að gefa neina nákvæma skýrslu um at- vinnubótaféð og hvernig því hefir verið varið á síðastliðnu ári, en nokkuð er hægt að greina frá því hvað snertir árið 1938. Hinn 19. maí s.l. sendi félags- málaráðuneytið öllum bæjar- og sveitarfélögum, sem fengið höfðu atvinnubótafé úr ríkis- sjóði, bréf, þar sem þess var óskað, að ráðuneytinu yrði svo fljótt sem unnt væri látnar í té nákvæmar skýrslur um það, hve miklu fé hefði verið varið til atvinnubóta af bæjar- eða sveitarfélaginu á árinu 1938, og hvaða verk hefðu verið unnin fyrir atvinnubótaféð það ár, og hve mikið væri áætlað til at- vinnubóta á árinu 1939 og hvaða verk unnin fyrir féð á því ári. Skýrslur um þetta efni hafa þó ekki borizt frá öllum bæjar- og hreppsfélögum. Þær hafa komið úr bæjunum öllum, 8 að tölu, og auk þess frá 22 af 27 sjávarþorpahreppum, er fengu atvinnubótastyrk árið 1938. Þessir fimm hreppar, sem ekki hafa gert grein fyrir því, hversu miklu þeir hafa varið til atvinnubóta 1938, fengu úr rík- issjóði samtals á því ári í þessu skyni kr. 7500,00. Samkvæmt skýrslum, sem fyrir liggja, var alls á árinu 1938 veitt til at- vinnubóta kr. 1 385 487,00. En þar við má bæta úr fimm hreppum ca. 15 000,00 kr., fé ríkis og hreppa, og samkvæmt því hefir verið unnið að at- vinnubótum árið 1938 fyrir samtals ca. kr. 1 400 000,00; þar af er framlag ríkissjóðs kr. 500 000,00 og frá bæjar- og sveitarfélögum kr. 900 000,00. Samkvæmt þessari skýrslu hef- ir verið varið til atvinnubóta í öllum kaupstöðunum átta sám- tals kr. 1 255 687,00, þar af framlag ríkissjóðs kr. 436 500. en íramlag kaupstaðanna sjálfra kr. 819 187,00, og lætur nærri að kaupstaðirnir hafi lagt fram það, sem tilskilið var, eða að jafnaði % hluta upphæðar- innar, Þetta er þó nokkuð mis- jafnt í hinum einstöku kaup- stöðum. Akureyri hefir sam- kvæmt skýrslunni lagt fram kr. 121 300.00 á móti 17 000,00 kr„ og er það hlutfallslega mest. ísafjörður, Siglufjörður, Seyð- isfjörður og Reykjavík leggja fram árið 1938 sem allra næst % hlutum af því fé, sem varið er til atvinnubótavinnu 1938. En Vestmannaeyjar ná því tæp- lega, og Neskaupstaður hefir alls ekkert lagt fram. Að sjálf- sögðu fékk Reykjavík, eins og alltaf undanfarið, langmest af ríkissjóðsframlaginu 1938, . eða réttum 290 þús. kr.; en árin 1937 og 1939 fékk Reykjavík kr. 280 þúsundir hvort árið. —- Þeir 22 sjávarþorpshreppar, sem sent hafa skýrslu um at- vinnubótaféð fyrir árið 1938, hafa látið vinna samtals í at- vinnubótavinnu fyrir kr. 129- 800,00, þar af er framlag ríkis- sjóðs kr. 56 þús„ en framlag hreppanna sjálfra 73 800,00, og skortir því nokkuð á að þeir hafi lagt fram % hluta kostn- aðar. Fullkomnar skýrslur liggja ekki fyrir um það, hvaða verk- efni hafa verið unnin fyrir at- vinnubótaféð árið 1938, en í bréfi félagsmálaráðuneytisins, dags. 19. maí s.l., var það brýnt fyrir bæjar- og sveitarfélögum, að kosta kapps um að láta vinna þau verk í atvinnubótavinnu, sem gætu stutt að aukinni fram- leiðslu eða lífsbjörg, svo sem til þess að greiða fyrir aukinni út- gerð, jarðrækt, garðrækt, iðn- aði o. s. frv„ samtímis því sem reynt sé að láta atvinnubóta- framkvæmdirnar verða til sem mestrar vinnu. — Eftir skýrsl- um um atvinnubótafé árið 1938 hefir verið langmest unnið að vegavinnu fyrir þetta fé. Þó hefir einnig verið varið af at- vinnubótafé til jarðræktar og skurðgraftrar, fyrirhleðslu á landi, garðræktar, sandgræðslu, til þess að leggja göturæsi og skólpleiðslur, til hafnarbóta, grjóttekju, til þess að styrkja og leggja í ný útgerðarfyrir tæki, til barnaskólabygginga, til sundlauga og skíðabrauta, til vatnsveitu, til þess að byggja fiskreiti og verksmiðjur, til trjágarða og rafveita o. fl. hluta. Því miður er ekki unnt eftir skýrslum þeim, sem fyrir liggja, að sundurliða hversu miklu fé hefir verið varið til hvers um sig, en á það verður lögð á- herzla eftirleiðis, að afla sem fyllstra skýrslna um þessi at- riði. Fyrir árið 1939 eru engar skýrslur komnar, sem hægt er að ráða af framlög bæjar- og sveitárfélaga á móti ríkis- styrknum til atvinnubóta. Rík- issjóður hefir á því ári, svo sem áður, lagt fram 500 þús, kr, til atvinnubóta, og af þeirri upp- hæð hefir gengið til kaupstað- anna 8 kr. 438 487,00, eða svip- áð og árið áður, en þó örlítið meira. Auk þessa hafa á árinu 1939 27 sjávarhreppar fengið samtals kr. 61 513 til atvinnu- bóta úr ríkissjóði. Enn síður er hægt að greina frá því, hvaða vinna hefir verið unnin fyrir þetta fé á því ári, þar sem enn liggja ekki fyrir neinar þær skýrsiur, er hægt sé úr að vinna. En eftir þeim litlu upp- lýsingum, sem fyrir hendi eru, má þó fullyrða að mest mun unnið að vegagerð fyrir þetta fé og gatnagerð, enn fremur ræktunarstarfsemi alls konar, svo sem garðrækt. Á árinu 1939 hefir verið veitt meira af at- vinnubótafé en nokkru sinni áð- ur til þess að koma upp smá- bátaútgerð í kauptúnum og kaupstöðum landsins. Nokkrir hreppar og eitt bæjarfélag hafa beinlínis fengið styrk til þessa. í fjárlögum ársins 1940 eru ákveðnar 500 þús. kr. til þess, sem nú er kallað „til fram- leiðslubóta og atvinnuaukning- ar“. og í ákvæðum til bráða- birgða, er sett voru á síðasta al- þingi aítan við breytingar á framfærslulögunum, voru um það settar nokkuð nánari reglur, hversu fé þessu skyldi varið. Er þar ákveðið, að 3 stærstu þing- flokkarnir skuli skipa nefnd, sinn manninn hver, til þess að vera með í ráðum um úthlutun atvinnubótafjárins, og til þess að taka ákvarðanir um það, hvað bæjar- og sveitarfélög skuli leggja mikið á móti að sin- um hluta, og hvaða verk skuU unnin í atvinnubótavinnunni. Nefnd þessi er ekki enn komin é laggirnar, en þegar lengra kem- ur fram á árið, mun hún taka til starfa. Það mun því verða lögð megináherzla á það, eins og gert var 1939, að láta átvinnu- bótaféð ganga til þeirra frara- kvæmda, er mest geta. stutt að aukinni framleiðslu og skapað meiri vinnumöguleika yfirleitt. Það hefir verið mjög deilt um notkun og gildi atvinnubótafjár ins, en ég er ekki í neinum vafa um það, að það hefir gert ómet- anlegt gagn, ekki einungis fyr- ir fjölda atvinnulausra manna, sem vegna þess hafa fengið of- urlitla atvinnu, heldur hafa at- vinnubótaframkvæmdirnar víða orðið til þess að skapa' betri lífs- skilyrði og afkomumöguleika. Vænti ég og að svo verði fram- vegis, því að ekki mun af veita. Hvernig kommúnistar sóuðn fé Dagsbrúnar. Þegar slagurinn var í HafnarfirBi borgaði Dagsbrún 800 kr. í lar- gjOld fyrir kommdnista og fleira. ♦ -—■ ÁÐ eru ekki mörg dæmi, sem hafa verið dregin fram í dagsljósið úr reikning- um Dagsbrúnar fyrir síðastlið- ið ár, en þau eru nægilega mörg til þess að sýna, hvert stefnir undir stjórn kommúnista, og hvernig þeir líta á félagssjóði. Árið 1938 fram til mánaða- móta október—nóvember áttu tveir Alþýðuflokksmenn sæti í félagsstjórn, þeir voru í minni- hluta og meirihlutinn forðaðist allt samstarf um fjármál félags- ins og þau pólitísku mál, sem H. V. lagði áherzlu á, að yrðu soramörkuð marki kommún- ■ ista. Þessir Alþýðuflokksmenn gagnrýndu ýmsar aðgerðir stjórnar meirihlutans, m. a. margt, er laut að fjármálum fé- lagsins. Fyrir þessar sakir lét Héðinn kommúniseta sam- þykkja þá brottrekna á ólög- mætum félagsfundi, og lét þá alldólgslega, talaði m. a. um málsókn o. fl„ sem aldrei kom þó til. Síðan hefir Dagsbrúnar- mönnum ekki verið vel ljóst hvernig sjóðum félagsins hefir verið varið. Vitanlega hafa þeir séð tvo til þrjá starfsmenn auk „próventurukkara“, þeir hafa og séð auglýsingar í kommún- istablöðunum, vitað um stað- greiðslu til Landssambandsins o. s. frv„ en hverju þessar upp- hæðir námu, það vissi enginn nema stjórnin og nánustu hand- bendi hennar. Þessi óstjórn mun þó hafa valdið dúlitlu um það, að nú vörpuðu Dagsbrúnarmenn af sér þessu oki. Á aðalfundi fé- lagsins voru lesnir upp reikn- ingar svo sem lög gera ráð fyrir, og þá opinberuðust nokkur at- riði. Einhver eftirtektarverðasta upphæðin, sem kom fram á reikningunum, var kostnaður vegna Hafnarfjarðardeilunnar, er nam um 800 krónum, en kann að vera meira, því að varla hefir sá liður verið færður hærra en brýn nauðsyn hefir þótt til bera. Ekki er þessi útgjaldaliður svo eftirtektarverður vegna þess, að það sé óþekkt fyrir- brigði að Dagsbrún styrki önn- ur verkalýðsfélög með fjár- framlögum eða á annan hátt. Það hefir Dagsbrún oft gert, svo sem vera ber og jafnan tíðkast í öllum verkalýðssamtökum, að sá sterkari og þroskaðri styðji hinn veikari bróður. En hér var dálítið annað uppi á teningnum en venjulegt hefir verið í íslenzkri verkalýðshreyf- ingu. Hlíf í Hafnarfirði var ekki í kaupdeilu, heldur pólitískri á- rás á hendur forystumönnum félagsins, sem voru í Alþýðu- flokknum, og klofningsherferð gegn alþýðusamtökunum. Kommúnistar með þáverandí Dagsbrúnarformann í broddi fylkingar litu svo á, að hér væri um að ræða baráttu upp á líf og dauða fyrir þeirra póli- tísku tilveru, hér væri tækifæri til að knésetja Alþýðuflokkinn í verkalýðssamtökunum með tilstyrk Sjálfstæðisflokksmanna og um leið tækist að skapa kommúnistiskt alræði í málefn- um verkamanna. Auk þess var hér um skyndi- upphlaup að ræða, sem eru til þess að „þroska baráttuviljann og glæða byltingarandann með- al verkalýðsins" skv. kenning- um kommúnista. Hví skyldí sleppa svo einstöku tækifæri til að plægja jarðveginn, og er þá ekki sjálfsagt að nota sjóð Dagsbrúnar til þeirra hluta? Heilu herfylki kommúnista er boðið út. Dag eftir dag er ekið til Hafnarfjarðar, leigt þar hús- næði og sími, Dagsbrún borgar Dagsbrúnarmenn hafa rekið þessa óstjórn af höndum sér, og kommúnistar reka upp rama- kvein, heimta atvinnuleysisbar- áttu og verkfall gegn gengis- Erh. á 4. si&t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.