Alþýðublaðið - 27.01.1940, Page 2

Alþýðublaðið - 27.01.1940, Page 2
LAUGARDAGUR 27. JAN. 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ LITLA HAFMEYJAN H. tmim m Ki| « 9 53) Eina nóttina komu systur hennar. Og þær heimsóttu hana á hverri nóttu upp frá því. 54) Prinsinum þótti stöðugt vænna um hana. En honum datt ekki í hug, að gera hana að drottningu sinni. — Þú minnir mig á stúlku, sem ég sá einu sinni, þegar ég lenti í skipreika, sagði prinsinn. 55) En nú átti prinsinn að halda brúðkaup sitt og eiga dóttur nágrannakonungsins. Og hann steig á skipsfjöl með hafmeyjunni. 56) Um nóttina, þegar allir sváfu, nema stýrimaðurinn, sat hún við borðstokk- inn og starði ofan í vatnið. Þá komu systur hennar. Orðsending til kaupenda út um land. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. UMRÆÐUEFNI DAGSINS Málverkasýning þeirra hjónanna Karen og Sveins Þórarinssonar hefir vakið mikla athygli í Kaupmannahöfn. Listasafn Johan Hansens aðal- konsúls hefir keypt vatnslita- mynd eina, sem var á sýningunni og auk þess hafa þau selt tvær,- landslagsmyndir og eina andlits- mynd. FO. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 7.—12. janúar (í svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 61 (54). Kvefsótt 159 (157). Blóð- sótt 66 (39). Gigtsótt 0 (1). Iðra- kvef 42 (85). Kveflungnabólga 3 (1). Taksótt 1 (2). Rauðir hundar 0 (1). Hlaupabóla 5 (0). Kossageit 1 (0). Munnangur 1 (0). Mannslát 9 (2). — Land- læknisskrifstofan. (FB). Drengjaföt, matrosföt, jakkaföt, frakkar, skíðaföt. Sparta, Lauga- vegi 10, sími 3094. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Kveikið á klukkunni á Lækj- artorgi! Hvers vegna eru menn hættir að lesa íslend- ingasögurnar? Orðsending til MFA. Enn um z-una. Bréf frá stúlku, sem lenti í æfin- týri á Tjörninni. —o— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— LUKKAN Á LÆKJARTORGI hefir verið dimm alllengi undanfarið og er það illt því að margir líta á klukkuna og ekki sízt þeir, sem þurfa að nota stræt- isvagnana. Nú hafa „Tíu litlar búð- arstúlkur“ skrifað mér bréf og beðið mig að koma þeirri beiðni til viðkomandi, að aftur sé kveikt á klukkunni á Lækjartorgi, og geri ég það hér með. Ó. J. SKRIFAR MÉR: „Við að hlusta á hið ágæta leikrit um Gísla Súrsson, sem flutt var í út- varpinu 20. þ. m., datt mér í hug hversu margir af unglingum nú kæmu þessum persónum í leikrit- inu í raun og veru fyrir sig. Því að sannleikurinn er sá, að í öllu þókaflóði síðustu ára hafa þessar fögru og lærdómsríku þókmenntir verið settar til hliðar. Enda þótt þær séu flestar öllum seinni tíma skáldskap fremri að flestu ef ekki öllu leyti. Hvað veldur því, að ís- lendingar eru að miklu leyti hætt- ir að lesa þessar ágætustu bók- menntir, sem hinar stærstu menn- ingarþjóðir öfunda okkur af?“ „ÉG HELD YFIRLEITT að með útgáfu fornritanna hjá Fornritafé- laginu hafi flestir þúizt við að fá ódýrar íslendingasögur, en raun hefir önnur á orðið. Þær bækur geta ekki aðrir eignazt en þeir, sem mikil hafa auraráð, og missir því sú útgáfa alveg marks. Alþýð- an í landinu kaupir ekki þessar bækur, af þeirri ofureinföldu á- stæðu, að þær eru of dýrar. Forn- ritaútgáfan er þá aðeins til að liggja með óseldar birgðir af bók- um þessum eða til að prýða bóka- skápa efnaðra manna.“ „ER EKKI HÆGT að gefa ís- lendingasögurnar út á svipaðan hátt og við alþýðuhæfi eins og þegar Valdimar heitinn Ásmunds- son bjó þær undir prentun og Sig- urður Kristjánsson gaf út? Þá voru íslendingasögurnar keyptar og lesn ar.“ „EN HVER VILL GERA þetta? j Mér hefir dottið í hug með línum 1 þessum að beina þeirri ósk til MFA (Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu), hvort það vildi nú ekki byrja á útgáfu íslendinga- sagnanna við alþýðuhæfi, með því til dæmis að gefa út 1—2 árlega af sögum, byrja á þeim beztu. T. d. Njálu, Egilssögu o. s. frv. Ekki er ég þó að kvarta undan bókum MFA með þessari uppástungu minni, því þær hafa verið ágætar, en einhvern veginn verður þjóðin aftur að notfæra sér þessar dýr- mætu perlur íslenzkrar menningar, og almenningur að geta keypt þær skaplegu verði.“ „MÁLVINUR“ skrifar mér eft- irfarandi: „Ég' hefi árum saman beðið eftir því, eins og J. H., að einhver atkvæðamikill fræðimað- ur, sem ólærður almúginn vildi hlýða á, tæki til orða um stefnu þá sem ráðið hefir nú um skeið um rithátt íslenzkrar tungu. Ef til vill er þó barnaskapur að vænta forystu úr þeirri átt í baráttu fyr- ir því að gera rithátt málsins auð- veldari. Lærdómsmenn í málvís- indum hafa sjálfir eytt mörgum árum í að læra reiprennandi um uppruna, skyldleika og rithátt orða og eru orðnir svo leiknir í, að þeir gera sér ekki lengur ljósa grein þess, að í þessu séu örðugleikar til fyrir aðra. — Þó hefi ég fyrir satt, að ekki hafi lærdómurinn blindað þá alla jafnt, og er það að vísu nokkur huggun.“ „EN ÚR ÞVÍ AÐ FORYSTAN hefir ekki fengist úr hópi hinna lærðu, er ekki um annað að gera en að leikmennirnir láti í ljós sína einföldu skoðun. Og mín er þessi í stuttu máli: Það er ofraun og ófæra að ætla sér að stöðva þróun lifandi mála. Sennilega er hægt með mikilli elju og ástundun að ráða nokkru um, hverja stefnu hún tékur og draga úr hraða hennar, og það er sjálfsagt oft rétt að gera. Mætti í þessu sambandi benda á baráttu móðurmálskennara við hljóðvillurnar. En þegar hljóð ein-i hvers hljóðtákns (bókstafs) er gersamlega horfið úr mæltu máli allrar þjóðarinnar, á það áður en langt um líður líka að hverfa úr ritmálinu. Af þessu leiðir, að úr íslenzku ritmáli eiga að hverfa stafirnir x, z, y og é. Nú var um nokkurt skeið hætt að rita z og é, og það var spor í rétta átt. Þegar þessir stafir voru teknir upp á ný með hinni lögboðnu stafsetningu, var það öfug þróun, sem ekki get- ur staðið lengi, og því fyrr, sem hún tekur enda, því betra.“ „UM HINA STAFINA, x og y ý) gegnir auðvitað sama máli. Þeir eiga að hverfa og mættu vera horfnir. Sú viðbára, að mikill sjónarsviptir sé að þeim úr málinu, er hégómi. f fyrsta lagi snertir það ekki tilfinningar annarra en þeirra, sem vanir eru að nota þessa stafi, með öðrum orðum þá kynslóð, sem nú er risin á legg. Hér er aðeins um hana að ræða. í öðru lagi er ekki meiri sjónar- sviptir að þessum stöfum en öðr- um, sem þegar eru ýmist horfnir úr málinu eða breyttir, svo sem æ ritað.eftir uppruna, mismunandi ö og r.“ „ÞETTA ERU EKKI SPJÖLL á íslenzku máli, og siður en svo. Það er ekkert annað en þróun, sem enginn lærdómur, geðþótti né til- finningasemi fær hindrað til lengd- ar. Og væri öllum þeim tíma og fyrirhöfn, sem nú er varið með furðanlega litlum árangri í að rita þessi dauðu hljóðtákn á viðeigandi stöðum, varið til þess að kenna nemendum að skilja móðurmálið betur, beita því af meiri leikni í ræðu og riti og vanda það á allan hátt væri það mikill menningar- auki.“ „STAFSETNING sú, sem nú er fyrirskipuð í skólum landsins, mun ekki sigra í þeim skilningi, að all- ir skrifandi menn á íslenzkt mál noti hana, og af þeirri einföldu á- stæðu, að hún er of torveld, siglir með of mörg lík í lestinni. Rithöf- undar og blaðaútgefendur munu halda áfram að fara sínar eigin leiðir í rithætti, og oft sína leiðina hver, því miður. Stafsetningar- glundroðinn heldur áfram og magnast í stað þess að hverfa. Sjást þess glögg dæmi. Það getur ekki verið vilji málvísindamanna vorra, að upp komi tvenns konar ritmál í landinu, mál lítt lærðra al- þýðumanna og mál lærðra manna. En að þessu stefnir nú, og er illa farið.. Samræmið er ekki minna virði í riti en í framburði málsins, þó að gott sé og nauðsynlegt.“ STÚLKA skrifaði mér fyrir nokkrum dögum eftirfarandi sögu um æfintýri sitt á Tjörninni: „Nú ætla ég að segja þér frá því, sem kom fyrir mig í gær. Ég fór á skauta eins og fleiri í góða veðr- inu, en fékk heldur slæmar mót- tökur þegar á Tjörnina kom. Ég 1 fór á litlu tjörnina að sunnanverðu og renndi mér svo yfir að ljósker- inu, við brúna, þá heyri ég hrópað af miklum þjósti af tjarnarbarm- inum: „Burt, burt,“ nokkrum sinnum. Þetta tók ég alls ekki til mín, en rendi mér nær bakkanum. Þá kemur maður á harða hlaupum út' á svellið, veður að mér með þessum orðum: „Út með þig, eða ég hendi þér út. — Ég hendi þér yfir girðinguna." „ÉG VISSI EKKI hvaðan á mig stóð veðrið, en fékk engan tíma til að hreyfa mótbárum, því í sömu svifum þreif hann í handlegginn á mér og ætlaði auðsjáanlega að henda mér yfir gaddavírsgirðing- una. Ég spurði hann þá hvort hann væri vitlaus og gat undið mig af honum, sem alls ekki var auðvelt með skautana á fótunum. Hann náði samt aftur til mín og þreif mig upp, en þá daglaði ég í hann og sagðist hrópa á lögregluna. Þá sleppti hann mér. Og nú fékk ég skýringu, ef svo skyldi kallast, á framferði mannsins. „Skautafélag- ið á svellið og það er ekki farið að selja ennþá.“ Þetta var það þá! Sjálf er ég meðlimur í Skautafé- laginu, og er ekkert fjær skapi en að brjóta í bág við ákvæði þess. En mér finnst ekki mega minna vera en að fólk sé varað við á ein- hvern hátt að það hafi ráðið mann til þess að henda því yfir gadda- vírsgirðingar ef það hættir sér út á litlu tjörnina á öðrum tímum en þeim, sem seldur er aðgangur, í stað þess að láta þennan ófögnuð vaða á móti manni alveg óundir- búna.“ Hannes á horninu. Mobafli ð tsafirðl. 4-10 Dúsunð kg. á bit. NÍTJÁN bátar stunda nú veiðar frá ísafirði og er mjög góður afli. í fyrradag fengu bátar í róðri 4 og upp í 10 þúsund kg. Aðeins einn af Hugunum stund- ar veiðar, tveir þeirra em nú 1 undirbúningi til fiskflutninga og hafa þeir undanfarið verið undir- búnir til þessa. Vélbátarnir veiða og selja fyrir togara, og er verð fyrir fiskinn mjög gott. Stórliinff sbosiia gar í Noregi f hanst. OSLO í gærkveldi. FB. ÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ norska hefir í bréfum til hinna ýmsu fylkismanna í Nor- egi skýrt frá því, að það hafi lagt til, að stórþingskosningar ársins fari fram 1. október og héraðakosningar 28. október. Auglýsið í Alþýðublaðinu! FrSnskunáanskeið Allianee Franeaise. Fyrra námskeiðinu er nú lokið og hefst hið síðara í byrjun febrúar. Námsstundir verða 25 og kosta 25 krón- ur. Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram í skrifstofu forseta félagsins, Aðalstr. 11, sími 2012. Ennfremur hefir félagið ákveðið að halda námskeið fyrir börn og verða kenndar 20 stundir fyrir 15 krónur. Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram á sama stað. JQHN DICKSON CARR: Morðin í vaxmyndasafninu. 38. Hann yppti öxlum: — Ef til vill, sagði hann. Það er einmitt það ergilegasta, að ég veit alveg, hvernig morðið hefir farið fram, forleik þess og eftirspil, en andlit morðingjans er mér algerlega hulið. Sjáið nú til. Hann snéri sér við í stólnum, og rétti út höndina eftir vínflöskunni og fékk sér vænt staup af víni. — Við erum komnir að því augnabliki, þegar morðinginn stingur fórnarlamb sitt og Gina Prévost hleypur leiðar sinnar. Fyrst þegar ég leit inn í ganginn, sá ég strax, að þrátt fyrir fullyrðingu Augustins gamla um það, að hann hefði slökkt öll ljósin, höfðu ljósin verið kveikt aftur að minnsta kosti í safninu. Ég sá blóðslettur á veggnum, beina stefnu frá dyr- unum. Allt benti til þess, að einhver glæta hefði komið inn um dyrnar, þannig, að morðinginn gat þekkt fórnarlamb sitt. Því næst spurði ég ungfrú Augustin, og hún kannaðist við það, að hún hefði kveikt Ijós í, að minnsta kosti fimm mínútur. Nú komum við að einu aðalatriði málsins. Morðinginn greip af henni töskuna og skoðaði í hana. Að hverju var hann að leita? Peninga vantaði hann ekki. Peningarnir voru óhreyfð- ir. Og áreiðanlega hefir það ekki verið neitt skrifað, hvorki bréf né nafnspjald. — Því ekki það? —- Við höfum orðið sammála um það, að svo hafi verið rökkvað, að naumast hafi verið unnt að greina andlit, sagði Bencolin. — Hvernig átti hann þá, meðal allra þessara bréfa og umslaga, að finna einmitt það, sem hann var að leita að? Hann gat ekki lesið í þessu myrkri eitt einasta orð. En hann fór ekki með töskuna inn í safnið, þar sem ljósið var, heldur hellti hann öllu innihaldinu á gólfið. . . . Nei, nei. Jeff, það. sem hann leitaði að, var einhver hlutur, sem hann gat fundið og þekkt, jafnvel í myrkri. En áður en við stingum upp á því, hver þessi hlutur var, eða hvort hann hefir fundið hann eða ekki, þá skulum við leggja fyrir okkur eina spurningu. Hvers vegna bar hann líkið inn í vaxmyndasaf nið ? — Sennilega til þess að dylja þá staðreynd, að morðið var framið í ganginum. Til þess að koma gruninum af félagsskap svartgrímumanna. Bencolin hleypti brúnum og horfði á mig. Svo andvarpaði hann. — Kæri vinur! Stundum ertu svo fljúgandi gáfaður, að . . . jæja þá. Hann bar líkið inn til þess að láta líta svo út, að morðið hafi verið framið í safninu, Einmitt það? Og samt sem áður skildi hann handtöskuna eftir í miðjum ganginum. Og hann skildi eftir opnar dyrnar frá ganginum inn í safnið, svo að öllum væri ljóst, hvar morðið hafði verið framið. — Ó, hættu nú! Hann hefir kannske þurft að flýta sér og gleymt því! — Og þó gaf hann sér tíma til þess að bera líkið inn i safn- ið og leggja það í fang hafurfætlingsins. Nei, minn góði, hon- um var í raun og veru sama, hvar líkið fannst, en hann fór með það inn í safnið af alveg sérstakri ástæðu, og þegar þangað var komið. datt honum í hug að leggja líkið í fang hafurfætlingsins. Tókstu eftir nokkru í sambandi við líkið? — Hamingjan góða! Já, ég tók eftir slitnu gullfestinni um hálsinn á líkinu. — Já, það var einmitt hluturinn. sem morðinginn var að leita að, það var menið, eða hvað það nú var, sem hún bar í festinni. Sérðu nú hvað morðinginn hafði í hyggju? í fyrst- unni hélt hann að þessi hlutur væri í handtöskunni. Þess vegna greip hann af henni töskuna, en komst þá að raun um að hluturinn var ekki þar. Þá hugsaði hann sem svo, að hún hlyti að bera hann einhvers staðar á sér, sennilega í vasa sínum. En 1 myrkrinu gat hann ekki fundið kápuvasa henn- ar svo að hann bar hana inn í safnið. Ég laut höfði. — Einmitt, sagði ég. — Hann hefir borið líkið inn í safnið þar sem birtan var meiri. — Svo er önnur ástæða. Hann vissi að Gína Prévost (raunar vissi hann ekki hver það var) hafði séð hann myrða stúlkuna þegar hún leit inn um dyrnar. Hann hafði séð hana þjóta út aftur og datt ekki annað í hug, en að hún ætlaði að hrópa á lögregluna. Á því vissi hann að hér mátti hann ekki dvelja lengi. Auk þess hafði hann veitt því eftirtekt, að ljósin voru kveikt í safninu eftir að hann kom inn, svo að það var mjög hættulegt að dvelja þar inni, en þó minna hættulegt en að standa á ganginum. Þess vegna fór hann með líkið inn á safnið og lét aftur hurðina á eftir sór. Hann vildi ekki flýja fyrr en hann hefði fundið það, sem hann leitaði að. Svo gekk hann upp á stallinn, sem hafurfætlingurinn stóð á. Svo líður andartak. Þá finnur hann gullfestina um hálsinn á henni og á festinni er hluturinn, sem hann leitar að. — Nú geri ég ráð fyrir, að þú ætlir að fræða mig á því, hver þessi hlutur hafi verið?

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.