Alþýðublaðið - 31.01.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.01.1940, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ GREINARGERÐ FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA: UtaHrfkismálln. ALÞÝÐUBLAÐIÐ birtir í dag síðasta kaflann úr ; greinargerð þeirri, sem Stefán Jóh. Stefánsson félags- ; málaráðherra flutti í útvarpið á dögunum urn félagsmál og ;j utanríkismál á árinu, sem leið. ;j. Fjallar hann um utanríkismálin. jj MIÐVIKUDAGUR 31. JAN. 19400. »----------------—-A ' ALÞYÐUBLAOIÐ RITSTJÓRI: F. R. VAliDEMARSSON. ^ í fjarveru hans: stbfAn PÉTURSSON. AE0RRIÐSLA: AtÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá HverfUgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiösla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). PQ2: Ritstjóri. 40,03: V. S. Vilhjálms (heima). 49'05: Alþýðuprentsmiöjan. £906: Afgreiösla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN é------------------------♦ Dagsbrún og Hlíf J ÁLFSTÆÐISFLOKKS- BLÖÐIN gerðu sér í gær og fyrradag mjög tíðrætt um úrslit stjórnarkosningarinnar í Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði á sunnudaginn. Vís- ir kallar þau „stórsigur“ fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en Morg- unblaðið lætur sér ekki nægja minna en að tala um hreina og beina ,,byltingu“, sem nú sé að verða á stjórn verkalýðsfélag- anna í landinu", og vitnar í því sambandi einnig í kosningaúr- slitin 1 Verkamannafélaginu Dagsbrún hér í Reykjavík, þar sem Sjálfstæðisflokksverka- menn eiga nú í fyrsta sinni sæti í stjórn ásamt fulltrúum Al- þýðuflokksverkamanna. Það er ekki um að villast, að Sjálfstæðisflokksblöðin eru hér að fagna flokkssigrum, sem þau leggja svo að segja að jöfnu. En mikið má það vera, ef Sjálf- stæðisflokksverkamennirnir í Dagsbrún verða þeim mjög þakklátir fyrir svo þröngsýna og. ílokkslega túlkun á viðleitni þeirra til þess að gera Dagsbrún í samvinnu við Alþýðuflokks- verkamennina aftur að starfs- hæfum félagsskap verkalýðsins hér 1 Reykjavík. Og merkilegt væri það, ef þeim kæmi það ekki dálítið einkennilega fyrir sjónir, að kosningaúrslitin í Dagsbrún og Hlíf skuli af flökksblöðum þeirra vera lögð þahnig að jöfnu, svo ólík sem útkoman af þeim er í raun og veru. S j álf stæðisf lokks verkamenn- irnir og Alþýðuflokksverka- metrnirnir tóku höndum saman í Dagsbrún til þess að gera enda á óstjórn hinna rússnesku er- indreka og landráðamanna með Héðin Valdimarsson í broddi fylkingar, og létu það vera sitt fyrsta verk eftir unninn sam- eiginlegan sigur, að segja Dagsbrún úr hinu svonefnda Landssambandi íslenzkra stétt- arfélaga, sem allir vita, að ekki er neitt annað en grímuklædd flokkssamtök hinna kommún- istisku flugumanna innan verkalýðssamtakanna, stofnuð í því skyni, að efla hinn rúss- neska áróður hér á landi og undirbúa jarðveginn fyrir rúss- neska leppstjórn hér á borð við Terijokistjórn hinna finnsku kommúnista og landráðamanna' í Hlíf í Hafnarfirði tókst því miður ekkert slíkt samkomulag gegn hinum rússnesku erind- rekum, enda var útkoman af kosningunni eftir því. Það er ekki rétt, sem Vísir segir, að Sjálfstæðismenn hafi haft „hreinan meirihluta11. Við fyrstu umferð kosningarinnar fékk enginn hinna þriggja flokka, sem upp stilltu, hreinan meirihluta og aðeins þess vegna »á$i listi Sjólfstæðisflokksins A mun ég síðast snúa mér að utanríkismálunum. —■ Samkvæmt 7. gr. íslenzk- dönsku sambandslaganna frá 30. nóv. 1918, fer Danmörk með utanríkismál íslands í umboði þess. Það hefir þó orðið þannig í íramkvæmdinni, að mikið af utanríkismálunum hefir verið í höndum íslenzku ríkisstjórnar- innar, a. m. k. hafa allir þræðir þessara mála legið þangað, þótt í sumum tilfellum hafi verið farið um leiðir danska utanrík- isráðuneytisins. Með hverju ár- inu, sem líður, má segja að ut- anríkismálefnin verði umfangs- meiri, og ekki hvað sízt nú eftir að Evrópustríðið skall á. Starf- semi og verkefni utanríkismála- deildar stjómarráðsins hefir því vaxið eftir því sem lengra hefir liðið. En auk utanríkis- máladeildar stjórnarráðsins, sem um þessi mál fjallar mest, hefir ísland eins og alkunnugt er sendiherra í Danmörku og viðskiptafulltrúa í Oslo. Auk þess hefir verið stjórnarfulltrúi íslenzkur á Spáni og Þýzkalandi í sambandi við dönsku sendi- sveitirnar á þessum stöðum. Eftir að stríðið brauzt út, eða 27. sept. s.l., var skipaður við- skiptafulltrúi í Ameríku, Vil- hjálmur Þór bankastjóri. — Auk þessara föstu stjórnarfull- trúa erlendis hefir ísland orðið nálega árlega að senda sendi- nefndir utan til samninga um verzlun og viðskipti. Á s.l. ári kosningu í annari umferð, að kommúnistar lánuðu honum þau atkvæði, sem hann þurfti til þess. Kommúnistar vissu, hvers vegna þeir gerðu það. Þjóðvilj- inn sagði að kosningunni lok- inni: „Formaðurinn er í stjórn Landssambands stéttarfélag- anna og lítur hann og félagar hans svo á, að bezta leiðin til þess, að knýja fram breytingar á Alþýðusambandinu, sé sú, að efla Landssambandið.11 Þessi ummæli Þjóðviljans standa enn ómótmælt af hinni nýju stjórn Sjálfstæðismanna 1 Hlíf, enda er ekki vitað, að neinar ráðstaf- anir hafi verið gerðar né fyrir- hugaðar til þess að segja Hlíf úr þessum áróðurssamtökum hinna rússnesku erindreka, á sama hátt og Dagsbrún. Nú er mönnum um land allt spurn: Telur Sjálfstæðisflokk- urinn það sæmandi fyrir sig, að láta félagsskap, sem hann hefir tekið völdin í, vera áfram í sam- tökum uppvísra landráða- manna? Morgunblaðið sagði réttilega daginn sem Dagsbrún- arkosningin hófst, að verka- menn vildu engin mök hafa við landráðamenn og lagði þá spurningu fyrir Héðin Valdi- marsson, hvernig hann ætlaði að fara að fóðra hið nýja banda- lag sitt við hina rússnesku er- indreka hér. Nú leggja aðrir þá spurningu fyrir Morgunblaðið, hvemig Sjálfstæðisflokkurinn ætli að fara að fóðra það, að taka við stjórn með stuðningi kommúnista í Hlíf og láta hana halda áfram að vera í og styðja þau samtök, sem þeir hafa stofnað fyrirætlunum Rússa hér til framdráttar? Það er allt önnur stefna, sem S j álf stæðisf lokksverkamennirn- ir í Dagsbrún hafa tekið í sam- vinnunni við Alþýðuflokks- verkamennina þar. var send nefnd til Englands og Þýzkalands í þessum erindum. Lagt var af stað í byrjun októ- ber, en störfum ekki lokið fyrr en rétt fyrir jól. Engir verzlun- arsamningar voru þó gerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar hvorki við England né Þýzkaland. Er hér með leiðréttur sá misskiln- ingur, sem fram kom í fréttúm frá Englandi. að viðskiptasamn- ingur milli ríkjanna hefði verið gerður. Rlatleysiö. Ég vil minnast sérstaklega á hlutleysisafstöðu íslands í Ev- rópustyrjöldinni, sem nú stend- ur yfir, en það er jafnan eitt vandamesta mál hinna hlut- lausu ríkja þegar ófriður geysar umhverfis. í 19. gr. íslenzk-dönsku sam- bandslaganna er svo ákveðið, að því skuli yfirlýst, að ísland sé ævarandi hlutlaust ríki. og að það hafi engan gunnfána. Tók danska stjórnin að sér að tilkynna þétta erlendum ríkj- um. Það er skoðun flestra þjóð- réttarfræðinga, að hlutleysi rík_ is sé lítils virði, nema hlutaðeig- andi ríki hafi bolmagn, þ. e. hernaðartæki, eftir því sem á- stæður krefjast til þess að varð_ veita hlutleysi sitt, ef þörf kref- ur, eða að hlutleysi þess sé á- byrgst af öðrum ríkjum. Slík ábyrgð þarf að vera frá ríkjum, sem eru það voldug, að þau séu fær um að vernda hlutleysi rík- isins, sem þau hafa gengist und_ ir að ábyrgjast, og er þess svo vænzt, að önnur ríki virði.'þetta hlutleysi vegna þess, að þau telji óráðlegt að rjúfa það af ótta við þær afleiðingar, sem slíkt hefði í för með sér fyrir þau. Hvorugt hinna framan- nefndu atriða kemur til greina um hlutleysi íslands. ísland hefir, eins og nefnd grein sam- bandslaganna ber með sér, ekk- ert hervald til þess að sporna við því að hið yfirlýsta hlutleysi þess geti orðið skert. Ekki er heldur því til að dreifa, að önn. ur ríki hafi gengið í ábyrgð fyr- ir hlutleysi þess, jafnvel er ekki vitað til þess, að önnur ríki hafi raunverulega viðurkennt hið yfirlýsta hlutleysi íslands nema ef telja má, að Danmörk hafi viðurkennt það með sambands- lögunum. Þó koma í þessu tilliti til greina nýlegir atburðir, er ég mun síðar víkja að. Af framansögðu er því ljóst, að hlutleysi íslands byggist svo til einvörðungu á einhliða yfir- lýsingu þess um ævarandi hlut- leysi, þ. e. að það sjálft hafi skuldbundið sig til þess um aldur og æfi, að vera hlutlaust í styrjöldum, án þess að þar á móti hafi ennþá komið nokkur skuldbinding af hálfu annarra ríkja um að virða hlutleysið í styrjöld. Fram á síðustu tíma virðist því fremur lítið hafa verið sinnt hér, að gera sér þess sem ljós- asta grein, hvers hlutlausu ríki eins og íslandi beri einkanlega að gæta við framkomu sína, ef svo skyldi fara, að ófriðarat- hafnir nálguðust vort eigið land, og hefir vafalaust valdið mestu um það lega landsins, svo fjarri, að því er virtist, hugsan- legum vettvangi ófriðarathafna. Þessu er þó ekki lengur þannig varið vegna ófriðartækni nú- tímans, og má segja að með henni hefjist nýir tímar, einnig fyrir okkar litlu og friðsömu þjóð, með nýjum vandamálum, sem geta krafizt þýðingarmik- illa og skjótra úrlausna. Það, er fer- hér á eftir, lýtur að þess- um málum, og þó einvörðungu áð þeirri hlið hlutleysisgæzlu, er snýr að ófriðarþjóð sem hern- aðarþjóð, þ. e. að athöfnum hernaðartækja eða að aðstoð við hernaðaraðgerðir ófriðarþjóða. Norrænn hlutleysisð- kvæðln. Það var í marzmánuði 1938, að ríkisstjórninfri barst sím- skeyti frá danska utanríkis- málaráðuneytinu út af ósk sænsku ríkisstjórnarinnar um endurnýjun á samkynja hlut- leysisreglum Norðurlanda á grundvelli þeirra, sem ákveðn- ir voru í yfirlýsingu Danmerk- ur, Noregs og Svíþjóðar frá 21. des. 1912, þ. e. skömmu fyrir síðustu heimsstyrjöld. Ætlunin væri að endurnýja reglurnar án verulegra breytinga annarra en þeirra, sem leiða af nýjum á- kvæðum um kafbáta, loftför og útvarp. Óskað væri eftir yfir- lýsingu um þetta efni sem fyrst, og kæmi það til umræðu á fundi utanríkismálaráðherra Norður- landa í Oslo í apríl sama ár. Ut- anríkismálaráðuneytið bað um sem skjótasta ákvörðun um það, hvort ísland vildi gerast þátt- takandi í þessari fyrirhuguðu skipun á hlutleysisreglum. Það var látið í ljós, að íslandi myndi hagur að ■ slíkri þátttöku, þar sem ekki væri þá um slíkan ó- frið að ræða, að efast gæti orð- ið um óhlutdrægni í þessu sam- bandi. Um leið skyldi þátttak- andi ríki skuldbinda sig til að breyta engu um hlutleysisregl- ur fyrir sig án undangenginna viðræðna, svo að öruggt væri að reglurnar væru ávallt í sem beztu samræmi við alþjóðarétt. Mál þetta var að sjálfsögðu tekið til skjótrar en mjög vand- aðrar athugunar af ríkisstjórn- inni. og var niðurstaðan sú, að talið var nauðsynlegt að slíkar hlutleysisreglur, sem um væri að ræða, yrðu settar, og sjálf- sagt að ísland lýsti yfir því, að það vildi í „principinu" gerast þátttakandi í því að birta slíkar reglur. Þegar 1 næsta mánuði var því sent utan uppkast að íslenzka textanum í fyrrnefndri yfirlýs- ingu, og tilskipun um hlutleys- isreglumar, og síðan að fengn- um íslenzkum konungsúrskurði, dagsettum 19. maí 1938, var yf- irlýsingin undirrituð, einnig fyrir íslands hönd, í Stokkhólmi 27. maí 1938. Yfirlýsingin og tilskipunin um hlutleysisregl- urnar var síðan birt með aug- lýsingu í A-d«iId stjórnartíð- indanna dags 14. júní 1938, er heitir: „Auglýsing um yfirlýs- ingu milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóð- ar, um samkynja hlutleysisá- kvæði.“ Tilkynningin um norrænu hlutleysisákvæðin var síðan send öðrum þjóðum og er rétt að geta þess, að brezka stjórn- in gerði athugasemd við nor- • rænu hlutleysisreglurnar, sem raunverulega eru aðeins bend- ingar, að undanteknum mót- mælum gegn því, að sérstök undanþága sé gerð um rétt her. loftfara til að fljúga yfir ákveð- in forráðasvæði, en þau mót- mæli eiga ekki erindi til íslands, þar sem ekki er í íslenzku regl- unum nema almenn tilvísun um undanþágur um einstök svæði forráðasviðs fyrir ferðir herloftfara, samkvæmt almenn- um grundvallarreglum þjóða- réttar. HlDtleysisyfirlýsingin i öfriðarbyrjun. Þess varð nú ekki eins og kunnugt er, ýkjalangt að bíða, að grípa þyrfti til hlutleysis- reglnanna, og þann 1. sept. s.l. — er stríðið hafði brotizt út milli Póllands og Þýzkalands, símaði forsætisráðherra mér, en ég var þá staddur í Kaup- mannahöfn, umboð ríkisstjórn- arinnar til að undirrita með konungi heimild handa ríkis- stjórninni til að gefa út yfir- lýsingu um hlutleysi íslands í þeim ófriði, sem þá hafði brot- izt út, og konungsúrskurð um, að reglurnar, samkvæmt yfir- lýsingu Norðurlandanna fimm um samkynja hlutleysisákvæði frá 27. maí 1939, skyldu þegar koma til framkvæmda. Sama dag sendi ríkisstjórnin íslenzka út svohljóðandi til- kynningu: „Með hlutleysisyfir- lýsingum, sem gefnar hafa verið í dag, hafa ríkisstjórnir Norð- urlanda tilkynnt þann ásetning sinn, að gæta algers hlutleysis í ófriði þeim, sem nú hefir brotizt út, en af íslands hálfu að sjálfsögðu jafnframt vísað til fyrri tilkynningar um ævar- andi hlutleysi. Hlutleysisákvæðin í yfirlýs- ingunni frá 27. maí 1938, milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, samanber tilskipun frá 14. maí 1938 (aug- lýsing nr. 102) ganga því nú þegar í gildi.“ Þann 3, september gaf ríkis- stjórnin út hliðstæða tilkynn- ingu um, að gæta yrði fullkom- ins hlutleysis á meðan stæði á ófriðinum milli Stóra-Bretlands og Þýzkalands og Frakklands og Þýzkalands, sem þá var á skollin. í framhaldi af þessu vil ég svo geta eftirfarandi atburðar — þar sem beitt hefir verið hlutleysisákvæðunum. Hýzki kafbátnrinn «g brezka flngvélin. Þann 19. september síðastlið- inn kom þýzkur kafbátur inn á ytri höfn Reykjavíkur til að setja á land slasaðan mann. Var þetta leyft að viðlagðri kyrr- setningu hins sjúka manns meðan á ófriðinum stæði. Var slasaði maðurinn síðan fluttur í sjúkrahús og dvelur enn hér,- en kafbáturinn fór héðan þegar í stað, eftir að hinn slasaði maður var komin á land. Kaf- bátsforinginn hafði óskað lækn- isaðgerðar á einum eða tveimur mönnum í viðbót af áhöfninni, en þegar hann fékk að vita, að þá menn yrði þá líka að kyrr- setja, þá hvarf hann frá ósk sinni um það. Þann 26. september nauðlenti brezk hernaðarflugvél á Rauf- arhöfn á Langanesi af völdum þoku. Út af þeim atburði var tafarlaust athugað, hvort ’ekki bæri tvímælalaust að kyrrsetja áhöfnina vegna hlutleysisbrots. Var ekki talinn leika nokkur vafi á því, og samkvæmt því var flugstjórinn látinn gefa yfirlýsingu um, að hann myndi ekki fara frá Raufarhöfn nema með leyfi ríkisstjórnarinnar. Klukkan 6 um morguninn þess 28. september flaúg véíin samt burtu af Raufarhöfn, og voru samdægurs opinbera boð- leið gerðar ráðstafanir til að bera fram eindregin mótmæli til brezku ríkisstjórnarinnar út af þessu, og óskað leiðréttingar á því. Um það er síðar gerðist í því máli, vísa ég til tilkynn- ingar frá ríkisstjórninni hinn 12. október, er birt var í út- varpi og blöðum, og var svo- hljóðandi: „í sambandi við brottför brezku hernaðarflugvélarinnar, sem lenti á Raufarhöfn þann 26. f.m., tilkynnist hér með eft- irfarandi: Eftir að af íslands hálfu höfðu verið borin fram mótmæli við brezku ríkisstjórn- ina út af brottflugi brezkrar hernaðarflugvélar, sem nauð- lent hafði á Raufarhöfn, hefir mál þetta verið tekið til ná- kvæmrar rannsóknar í Bret- landi. Rannsóknin leiddi í ljós, að foringi flugvélarinnar hafði eftir nauðlendinguna. skuld- bundið sig bæði munnlega og skriflega gagnvart íslenzkum stjórnarvöldum til þess að yfir- gefa ekki Raufarhöfn án leyfis þeirra. Hefir nú brezka ríkis- stjórnin látið í ljós, að sér þyki afarleitt, að hlutleysisbrotið skuli hafa verið framið, og lýst yfir því, að foringi flugvélar- innar muni verða sendur til íslands til kyrrsetningar þar meðan ófriðurinn stendur yfir.“ Flugstjórinn, kapteinn Bar- nes, kom hingað 18. nóvember með Brúarfossi og var fenginn dvalarstaður að Bessastöðum. Þessu skal svo aðeins bætt við: í sambandi við frásögnina um þessa tvo atburði hafa ófriðar- aðilarnir, er hér eiga hlut að máli, með framkomu sinni í þessum málum sýnt, að þeim er umhugað um að brjóta ekki á okkur okkar hlutleysisrétt, og þar með virðast þeir raunveru- lega hafa viðurkennt hann. Nokkur þýzk flutningaskip höfðu í byrjun stríðsins leitað athvarfs úti íyrir Reykjavík. En þar sem hér var ekki um Frh. á 4. síöu. Frðnskonániskelð Alliance Francaise. Fyrra námskeiðinu er nú lokið og hefst hið síðara í byrjun febrúar. Námsstundir verða 25 og kosta 25 krón- ur. Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram í skrifstofu forseta félagsins, Aðalstr. 11, sími 2012. Ennfremur hefir félagið ákveðið að halda námskeið fyrir börn og verða kenndar 20 stundir fyrir 15 krónur. Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram á sama stað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.