Alþýðublaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR í. FÉBR. 1949.
AHÞtÐUBLAÐIÐ
ALÞfÐUBLAÐiÐ
RITSTJÓRI:
r. R. VAUDEMARSSON.
í fjarveru hana:
stefAn pétursson.
AFGREIÐSLA:
ALÞÝÐUHÖSINU
(Inngangur frá Hverfisgötu).
SÍMAR:
4900: Afgreiöslá, auglýsingar.
4901: Ritstjórn (innl. fréttir).
4902: Ritstjóri.
4903: V. S. Vilhjálma (heima).
4905: Alþýðuprentsmiðjan.
4906: Afgreiðsla.
5021 Stefán Pétursson (heima).
ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN
Kanpglaldsmáliii
T AUSN kaupgjaldsmálanna á
síðasta alþingi byggðist á
tveimur grundvallaratriðum, sem
bæði voru afleiðing J>ess óvenju-
lega ástands, sem stríðið hafði
skapað: annars vegar á nauðsyn
þess, að bæta verkafólkinu að
verulegu leyti þá dýrtíð, sem
skapast hefir af völdum striðsins, i
hins vegar á nauðsyn þess að |
framleiðslustörfin gætu haldið á-
fram óhindmð, þrátt fyrir stríðið,
þannig, að ekki logaði allt i
vínnucrei'ium samtimis því, sem
heimurinn fór í bál umhverfis
okkur.
Þegar snöggar og miklar verð-
breytingar verða á lífsnauðsynj-
um og afurðaverði, má alltaf bú-
ast við meiri eða minni átökum
á milli atvinnurekenda og verka-
manna, en við höfum ekki ráð á
slíkum átökum á þeim tímum,
þegar allt er í jafnmikilli óvissu
og nú. Þess vegna varð að finna
samkomulagsgrundvöll á milli at-
vinnurekenda og verkafólks.
Enda þótt málinu væri að þessu
sinni ráðið til lykta af ríkissitjórn-
inni og alþingi, er ekki fjarri lagi,
að líta á lausn þess sem sam-
komulag á milli fulltrúa verka-
lýðssamtakanna og atvinnurek-
enda. Eins og jafnan vill verða í
slíkum samningum, fékk hvorug-
ur sinn vilja að fullu, en báðir
aðiljar virtust þó vilja sætta sig
við niðurstöðuna eins og á stóð.
Bæði þau blöð, ,sem túlka máls-
stað atvinnurekenda hér í bæ,
létu í ljósi óblandna ánægju
sína yfir lausn kaupgjaldsmáls-
ins.
Flestir hefðu því búizt við því,
að allir atvinnurekendur teldu
sjálfsagt að greiða möglunarlaust
þær kaupuppbætur, sem lögin
gera ráð fyrir, og eftir því, sem
bezt er vitað, hefir mikill meiri
hluti þeirra gert það.
Alþýðublaðinu er hins vegar
kunnugt urn það, að ýmsir at-
vinhurekendur hér í bæ hafa sýnt
ótrúlega smásmygli í framkvæmd
og túlkun á lögunum, og hafa
því ýmsir vetkamenn orðið að
bíða eftir kaupuppbótinni, og
vekur það að sjálfsögðu óánægju
þeirra. Sumir atvinnurekendur
hafa reynt að finna srnugur í
gengislögunum til þess að kom-
ast hjá að greiða kaupuppbætur,
eða hafa þær sem minnstar. Þvi
miður munu gengislögin bæði
upphaflega og eins nú, hafa hlot-
ið ófullnægjandi undirbúning, þar
sem samningar um efni þeirra
drógust fram á síðustu stundu,
og það lítur út fyrir, að einstaka
atvinnurekendur hafi verið fund-
vísari á agnúa laganna heldur en
anda þeirra.
Pullyrða má, að varla nokkurn
af þeim atvinnurekendum, sem í
hlut eiga, muni um þær upphæð-
ir, sem deilur eru hafnar út
af, enda hafa þeir möguleika til
þess að hækka verðið á afurðum
sínum, sem kauphækkunum nem-
ur, og munu nota sér það. Hins
vegar munar þá verkamenn, sem
tekið hafa á sig að bera 1/4 eða
allt að 1/2 af dýrtíðinni, um hverja
1/2 krónu, svo það er skiljanlegt,
að félög þeirra vilji standa á
rétti sínum.
Verkamenn hafa tekið dýrtíð-
inni möglunarlítið og sætt sig
við að bera þann hluta hennar,
sem lögin gera ráð fy.rir, en þá
vænta þeir þess einnig, að ekki
sé rey.nt með smásálarhætti af
hendi atvinnurekenda að rýra
kjör þeirra með lagakrókum og
undanbrögðum.
Sú samstjórn lýðræðisflokk-
anna, sem starfað hefir nú í n,ær-
fellt ár, byggðist á því, að menn
af öllum. stéttum og flokkum sáu
nauðsyn þess að standa saman á
þessum erfiðu tímum og sýna
hver öðrum sanngirni og tilhliðr-
Unarsemi. Enn fleiri munu nú
sammála um nauðsyn áframhald-
andi samstarfs í þessum anda.
En þá má engum haldast uppi að
grafa undan þeirri samvinnu með
naglaskap, sem engum gagnar
varanlega. Eins og áður er tekið
fram er ástæða til að ætla, að það
sé ekki mikill hluti atvinnurek-
enda, sem gerir tilraunir til þess
að rýra gildi þeirra kaupuppbóta,
sem lögin gerðu ráð fyrir til
handa verkafólkinu. Þess mætti
vænta, að samtök atvinnurekenda
gerðu sitt til og væru þess um-
komin að koma- í veg fyrir slíkt.
Alþýðublaðið hefir skýrt frá
þeirri deilu, sem upp hefir komið
á milli sjómanna og útgerðar-
manna um lifrarhlutinn og er
nokkuð sérstaks eðlis. Öll sann-
girni mælir með því, að sjómenn-
irnir, sem að jafnaði vinna eitt-
hvert erfiðasta og hættulegasta
starfið, en nú verða beinlínis að
vinna í návígi við dauðann, njóti
góðs af þeirri miklu hækkun, sem
orðið hefir á lýsinu. Sé svo, að
sjómönnunum sé ekki tryggð slík
úppbót með gengislögunum,
verður að kippa þvi í lag með
samningum eða á annan hátt.
Loks er ástæða til að minnast
á það, að opinberir starfsmenn
hafa enn ekki fengið neina
launauppbót, þótt það væri heim-
ilað af alþingi. Siðan því
var slitið hefir dýrtíð enn
farið vaxandi, m. a. vegna hækk-
Unar á svo þýðingarmiklum
nauðsynjavörum sem mjólk og
kjöti. Margt af opinberu starfs-
fólki býr við slík kjör, að dýrtíð-
in fer að verða því óbærileg, ef
engar bætur fást á henni. Er þess
að vænta, að ríkisstjómin finni
sanngjarna lausn á þessum mál-
um og það sem fyrst.
rvv
austur um í hringferð sunnudag
4. þ. m. kl. 10 árdegis.
Pantaðir farseðlar óskast
sóttir og flutningi skilað á
föstudag.
Bón
i pökkum
ódýrt
BBEKKA
Ásvallagötu 1. Sími 1678.
TJARNARBÚÐIN. Sími 357«.
Vðinð Tanner, trœgastB leið-
togi finnsku pjóóarinnar í dag.
—...4---
Fátæki verkamannssonurinn, sem varð utan-
rikisráðherra Finnlands á orlagastund þ@ss.
lyfEÐAL FINNSKU ráðherr-
anna er enginn, sem rúss-
neska útvarpið þarf jafnoft að
skeyta skapi sínu á og Váinö
Tanner, utanríkismálaráðherra. —
Það líður naumast svo nokkurt
kvöld, að ekki dynji skammar-
yrðin yfir þennan stórjarðeig-
anda, auðvaldssinna og verka-
lýðsböðul, sem sagður er lifa í
bíiífi í höll sinni, sem hann hafi
keypt fyrir þá silfurpeninga, sem
hann hafi fengið að launum fyrir
að selja finnska verkalýðinn í
fjötra hins alþjóðlega auðvalds.
Það er sálfræðilegur veikleiki,
sem liggur að baki þessum hat-
ramlega áróðri rússnesku áróð-
urssérfræðinganna. Þeim er það
nefnilega ljóst, að þessi harðgerði
Finni hefir fremur öllum öðrum
löndum sínum átt þátt í því að
byggja upp hið mikla siðferðilega
þrek, sem finnska þjóðin hefir
sýnt frá því að stríðið skall yfir.
En annað mál er það, að mjög er
vafasamt, að þessi rússneski á-
róður beri nokkum árangur. Það
er nefnilega almennt vitað, að
enginn Finni nýtur jafn óskiptra
vinsælda finnsku þjóðarinnar,
jafnt lægri sem æðri, og Tanner.
Um auðæfi Tanners er það
sannleikanum samkvæmt, að
hann er jarðeigandi. Hann á
jörðina Sorkki við Salmijárvi.
Það er um 1200 tunna landflæmi,
en aðeins 40 tunna land er akur;
hitt eru mýrar og skógar. En þess
er ekki getið í rússneska útvarp-
inu, að þetta hefir hann sparað
sér saman með margra ára erfiði
og árslaun hans hafa verið hverf-
andi lítil, samanborið við það,
sem hann hefir afkastað.
Tanner utanríkismálaráðherra
er verkamannssonur. Hann
er fæddur í Helsingfors. Hann
hefir verið fremur þögull um
Uppvaxtarár sín, en þó mun á-
reiðanlegt, að hann hefir kynnzt
bæði erfiði og skorti, áður en
hann náði stúdentsprófi. Er hann
hafði lokið verzlunarskólanámi,
fékk hann ríkisstyrk og fór til
Þýzkalands, en þar starfaði hann
að samvinnufélagsskap. Er hann
kom heim, árið 1903, var hann,
22 ára gamall, gerður að for-
stjóra sambands kaupfélaganna í
Abo, en hann hvarf frá því eftir
tvö ár. Þá fór hann að lesa lög-
fræði, en vann jafnframt fyrir
sér sein meðritstjóri Alþýðuflokks
blaðs í Viborg og seinna sem
meðritstjóri blaðsins Sosialdemo-
kraatti í Björneborg. Árið 1911
hafði hann lokið prófi sem mála-
færzlumaður og settist að í Hel-
singfors. En lögfræðiskrifstofa
hans færðist ekki mikið í aiukana,
þvi að hinn ungi lögfræðingur
fórnaði samvinnuhreyfingunni
mestöllu starfi sínu og tíma. Árið
1908 var hann kosinn í miðstjórn
sambands finnskra samvinnufé-
laga. Þar var hann til ársins
1915, en þá varð hann aðalfram-
kvæmdarstjóri kaupfélagsins, El-
anto í Helsingfors.
Saravinnamaðar «0
stjórnraálamatur.
Árin 1916 0g 1917 reis misklíð
milli hinna smærri neytendafé-
ilaga í sveitum landsins og stærri
neytendafélaganna í borgunum.
Tanner reyndi svo lengi sem
kostur var á að bræða saman
þessa aðila. En þegar það kom
í ljós, að það reyndist ókleift.
gerðist hann forgöngumaður
nýju sambandi neytendaféiaga 1
borgunum og hefir fram að þessu
verið forgöngumaður þess.
Hann varð snemma mjög áber-
andi maður í alþjóðasambandi
samvinnufélaganna og hefir ver-
ið forseti þess frá því ráðstefnan
var haldin í Stokkhólmi árið
1927. Hann er tilvaiinn forseti á
alþjóðlegum ráðstefnum sakir
framúrskarandi ræðumannshæfi-
leika og málakunnáttu. Hann
taiar reiprennandi sænsku,
dönsku, norsku, þýzku, ensku,
frönsku, rússnesku og eistnesku
og er sæmilega bænabókarfær á
nokkrum öðrum málum.
Á árunum 1926 og 1927 var
hann fyrsti ráðherra Alþýðu-
flokksins finnska. Fyrir tveim og
hálfu ári síðan varð hann fjár-
málaráðherra í stjórn Cajanders.
Þegar hann tók að sér fjár-
málaráðherraembættið var sú á-
kvörðun tekin, að hann léti af
stjórn Elantos aðeins til mála-
mynda, en raunverulega var svo
ekki. Hann fór á fætur klukkan
fimm á morgnana, var kominn
kl. 6 á skrifstofur Elantos. Þar
vann hann í nokkra klukkutíma
og var þó kominn á skrifstofu sína
í stjórnarráðinu á undan hinum
ráðherrunum.
Fjármálapólitik hans var mjög
ákveðin. Þegar hann hafði samið
fjáriagafrumvarp sitt og ákveðið'
hverju ráðuneyti það fé, sem
það skyldi hafa til Æor- .
ráða, borgaði sig sjaldan fyrir
ráðherrana að koma til hans og
biðja um viðbót.
— Kæri vinur, sagði fjármála-
ráðherrann. — Þetta er að vísu
mjög leiðinlegt, en ég er þegar
búinn að láta prenta fjárlaga-
frumvarpið.
Ef maður ætlaði sér að gagn-
rýna Tanner fyrir eitthvað, þá er
það heizt fyrir það, hvað hann
hefir bjargfasta trú á því, aÖ
þann hafi ailtaf á réttu að standa.
Hann virðist eiga erfitt með það
að setja sig inn í hugsunarhátt
annarra, og ef aðrir geta ekki
hugsað eins og hann, hefir hann
enga aðra skýringu á því, en að
þeir- þekki ekki málið. Hann taiar
með þolinmæði við andstæðinga
sína, þangað til þeir gefast upp,
annaðhvort af því, að rök Tann-
ers eru svo góð, sem oftast er
tiifellið, eða þá af því, að þeir
eru orðnir uppgefnir.
Utaoribisraálarióherra,
sem sjalðan ann sér
hviidar.
Það má ekki á manninum sjá,
að hann sé hátt standandi per-
sóna. Sjái maður hann á götun-
íum í Helsingfors, lítur hann út
eins og aigengur kaupsýslumað-
ur. Hann er hvatur í spori, nokk-
uð hoidugur þó og ekki sérlega
elliiegur ennþá, enda þótt hár
hans sé farið að grána. Dugnaður
hins fimmtíu og átta ára gamla
Utanríkismálaráðherra er nærri
því takmarkalaus, Á íþróttavöll-
um Elantos hefir hann sést síð-
ustu sumrin ýmist slá kúlu eða
fara í eina bröndótta. Hann er
kannski ekki eins liðugur nú orð-
íð, en hann er seigur og verst vel
og ekki sérlega fótfúinn.
Þær fáu stundir, sem hann
dvelur á búgarði sínum, gengur
VÁINÖ TANNER
hann að erfiðisvinnu.
Lifnaðarhættir hans eru mjög
fábreyttir. Hann er ekkert gefinn
fyrir kræsingar, og enda þótt
hann sé ekki aiger bindindis-
maður, drekkur hann aldrei
meira en eitt glas af víni í
veiziuin. Aftur á móti tekur hann
sjaldan vindilinn út úr sér, frá því
að hann stígur á fætur á morgn-
ana og þangað til hann háttar á
kvöldin. Og korni það fyrir, að
hann sjáist ekki með vindilinn,
þá er pípan komin í staðinm
Þeir, sem koma inn í vinnuher-
bergi hans, hrökkva strax til
baka, því að loftið er svo þykkt,
að það má nærri þvi skera það
með hníf. Og í miðju þessu bláa
skýi situr Tanner, rjóður í kinn-
um, hinn hressilegasti, glaðlegur
á svip og púar í ákafa. Það er
sagt, að börn Tanners hafi stund-
um spurt mömmu iSÍna, þegar
þau voru lítil: — Hvaða náungi
er þetta eiginlega, sem kemur
hingað á sunnudögum og lyktar
eins og vindill?
Hinn núverandi utanríkismáia-
ráðherra hefir ekki haft tíma til
að lifa fjölskyldulífi frá því að
hann kvæntist Linda Anttila
fyrir 30 árum. Hann saknar þess
mjög, því að frú Tanner er ein-
hver gáfaðasta og menntaðasta
kona í Firmlandi.
Linda Tanner er bóndadóttir
frá Tavastbyggð og kom ung
stúlka til Helsingfors, þar sem
hún tók afburða gott próf í
stærðfræði, eðlisfræði og efna-
fræði og gerðist því næst kennari.
M Taoner, Pilsndshi
oo Lenin.
Þegar Linda Anttila var ung
var hún mjög róttæk í skoðunuin
og umgekkst rússneska byltinga-
menn, sem bæði fyrir heimsstyrj-
öld og meðan á heimsstyrjöldinni
stóð, leituðu hælis í Finnlandi
fyrir lögreglu zarsins. Hún var
aðeins ungur stúdent, þegar hún
vaknaði við það eina nótt, að
barið var að dyrum. Hún opn-
aði dyrnar til hálfs, og inn um
rifuna var ýtt bréfmiða og á
hann skrifað heimilisfang og á-
skorun til hennar um að fara
þangað og hjálpa félaga einum.
Hún fór þangað og hitti þar
pólskan flóttamann, sem hafði
fengið skot í fótinn. Hún kom
honum til læknis og sá hann
síðan aldrei meir; en áður en
þau skildu sagði hann henni
nafn sitt: Jósef Pilsudski.
1 heimsstyrjöldinni bar svo
við, að hún hjálpaði öðrum
flóttamanni, og nafn þess inanns
er nú skrúð á spjöld sögunnar.
Á þeim tíma hét hann Uljanov.
Það var þessi peningahjálp, sem
varð til þess að út var borin
skáldsagan um það, að Tanner
hefði einu sinni bjargað Stalin
frá hungurdauða. Tanner hefir
sjálfur leiðrétt þessa sögu ný-
lega:
Það var ekki ég, sem bjargaði,
heldur Linda, og það var ekki
Stalin, sem bjargað var, heldur
Lenin; hún hjálpaði honum einu
sinni, þegar honurn lá á.
Þegar Linda og Tanner keyptu
Sorkkibúgarðinn fyrir sextán ár-
um, kvaddi hún visindin að fullu
og öllu og gerðist sveitakona. Og
það er hún, sem stjórnar bú-
garðinum með mikilli ráðdeild
og fyrirhyggju.
Átta börn hafa fæðst á Sorkki-
búgarði. Tveir elztu synimir,
verkfræðingar, eru nú í her-
mannabúningi einhvers staðar í
Frh. á 4. síðu.
Útsvör.
Baejarráð hefir ákveðið að leggja fram skrá
yfir alla gjaldendur, sem skulda ÚTSVÖR til
bæjarsjóðs Reykjavíkur hinn 1. mars næstk.
Er því skorað á alla þá, sem skulda útsvar frá
árinu 1939, eða fyrri árum, að greiða skuldir
sínar nú þegar.
LÖGTÖK til tryggingar útsvörum eru hafin,
og verða gerð án frekari aðvörunar.
*
Borgarritarinn.
Fasteigniskattnr.
(húsagjald, lóðargjald), VATNSSKATTÚR og
LÓÐARLEIGA til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið
1940 féllu í gjalddaga 2. janúar.
Eigendur húsa og annarra fasteigna í bænum
eru beðnir að gera skrifstofu borgarstjóra að-
vart, hafi þeim ekki borizt gjaldseðlar.
Borgarritarinn.