Alþýðublaðið - 07.02.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.02.1940, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUH T. FEBR. 1940. ALÞfðUBUm #■■■' ' ..—------- ■ " • —.- i ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: | F. R. VALDEMARSSON. I íjarveru baiu: STEFÁN pétursson. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangnr frá Hverflagötu). SÍMAR: 4900: Afgreiösla, auglýiingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentamiðjan. 4906: AfgreiÖsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSRUÐJAN é------------------—----—é Fínnnm Ifikt við Kongonegra! HIN heita samúð íslenzku þjóðarinnar með Finnum í stríði þeirra fyrir frelsi og sjálf- stœði Iands síns hefir farið mjög óþyrmiiega í taugarnar á erind- rekum Rússa hér á landi. Þeim dylst það bersýnilega ekki, að svo óvenjulegt viðbragð allrar ís- lenzku þjóðarinnar eins og Finn- landssöfnunin, sem á tæpum tveimur mánuðum er komin upp i hér um bil 150 þúsund krónur, hljóti jafnhliða þeirri samúð, sem hún lýsir með Finnum, að vera vottur megnrar andúðar á hinu rússneska stórveldi, senr tilefnis- laust og á svo ódrengilegan hátt réðist á lítilmagnann, þegar það hugðist hafa búið svo um hnút- aná, að honum gætí engiu hjálp komið. Blað hinna rússnesku erindreka hér, Þjóðviljinn, var í gær að kvarta yfir þeirri „brjálun hugs- uriarinnar" eða „heimsku fjöld- ans", eins og það komst að orði, sem fram kæmi í Finnlandssöfn- uninni og allri þeirri samúð, sem Finnum væri sýnd hér í baráttu þeirra. Sérstaklega ber blaðið sig upp undan þvi, að íslendingar skuli tala um Finna sem frænd- þjóð sína. Þjóðviljinn þykist vita betur. „Finnar eru,“ segir hann, .jeins fjarskyldir okkur og Kongo negrar“! Meim skilja, hver tilgangur kommúnistablaðsins er með slík- um samanburði, og honum mun af þeirri ástæðu ekki ver-öa gleymt. En menn sjá af honum um leið, hve einlæg alþjóða- hyggjan er hjá Moskvakommún- istúnum, sem þykjast vera að berjast fyrir rétti smælingjans um allan heim, hverrar þjóðar, sem hann sé, en reyna hvenær sem þeir sjá húsbændum sínum í Moskva hag í því, að ræna hann samúð og stuðningi með þvi að bera hann saman við Kongonegra! ! samanburði við svo auðvirðilegan málflutning er það lítilfjörlegt atriði, þótt rit- stjörar Þjóðviljans væru virki- lega svo illa að sér, að vita ekki það, sem hvert barn hér á landi veit, að Finnar eru fyrir löngu orðnir svo blandaðir Svíum og menning þeirra svo sænsk, að þeim verður eklti með nokkurri skynsemi annars staðar í sveit skipað en með Norðurlanðaþjóð- uftum. Þjóðviljinn er í þjónslund sinni við Rússa búinn að gleyma því, þegar hann þóttist vera að berj- ast fyrir fjársöfnun hér til Spán- ar af sömu ástæðu og nú er safnað fé hér til styrktar Finnum. Eða heldur hann, að árás Hitlers og Mussolinis á spönsku þjóðina fiafi á nokkurn hátt verið verri en árás Stalins á þá finnsku? Held- úr hann, að loftárásir þýzkra og ítalskra flugvéla á vamarlaust fólk á Spáni hafi í nókkru verið Oliver Stanley, hinn nýi hermálaráðherra Bretlands ENGLENDINGAR stæra sig af því að þeir séu göfug þjóð og dæmi ekkert án þess að rannsaka alla málavexti. En í æsingunni út af máli Hore- Belisha hafa þeir gersamlega varpað þessu grundvallar- stefnumiði fyrir borð. Almenn- ingsálitið snerist svo að segja algerlega gegn því, þegar það varð opinbert, að Chamberlain refði gert Oliver Stanley að hermálaráðherra, Frá því fyrri heimsstyrjöldinni lauk, hefir naumast nokkrum enskum ráð- herra verið tekið með jafn op- inskárri andúð þegar hann tók við embætti sínu, nema ef vera skyldi Sir John Gilmour, sem fyrir nokkru síðan varð ráð- íerra yfir verzlunarflotanum. En um útnefningu hans var skrifað í New Statesman, að það væri sú furðulegasta embættis- veiting, sem fyrir hefði komið frá því er Heliogabalus gerði hestinn sinn að ræðismanni. Aðeins stóra Lundúnablaðið Daiiy Telegraph reyndi að segja nokkur vingjarnleg orð um Stanley. Blaðið hélt þyí fram, að hann hefði gegnt nokkrum ábyrgðarmiklum stöð- um og að hann væri vinsæll maður og fleira því um líkt, sem í raun og veru þýddi ekki annað en það, að hann hefði aldrei komizt undir manna- lendur. níðingslegri en loftárásir Rússa á varnarlausar borgir og þorp á Finnlandi, nema siður sé, ef tekið er tillit til þess, að loftárásir Rússa eru gerðar á miklu minni þjóð og þó með mörgum sinnum fleiri flugvélum? Ekkert sýnir betur fláttskap kommúnista og óheilindi en sú staðreynd, að þeir héimta í ídag, að Stalin fái frjálsar hendur til þess að vinna þau níðmgsverk á Finnum, sem þeir áttu engiu nægilega sterk orð til þess að fordæma, þegar þau voru framin af Hitler og Mussolini á Spán- verjum. 4 Times hrósaði á siim yfirlæt- islausa hátt, í leiðara sínum, öll- um þeim mönnum. sem voru viðkomandi breytingunni á stjórninni, allt frá Hore-Belisha til hins óhamingjusama Lord MacMillan, sem sennilega hefir orðið bæði undrandi og glaður. En blaðið minntist ekki einu orði á nýja hermálaráðherrann að öðru leyti en því, að sagt var, að hann hefði tekið við af Höre-Belisha. Hin blöðin voru ekki að skafa utan af sínu áliti á manninum. Daily Express sagði, að útnefningin væri að öllu leyti hin óheppilegasta, og að hinn nýi hermálaráðherra væri hinn mesti labbakútur. News Chronicle þuldi langar raunarollur út af því, hvernig hernaðurinn myndi nú ganga þegar þessi maður væri tekmn við stjórn þeirra mála. Daily Herald birti langt syndaregist- ur því til sönnunar, að Stan- ley væri gersamlega ófær til þess að gegna embættinu, og Daily Mirror afgreiddi hann með þessari einu setningu: Hann er prúðmenni, en aðsóps- lítill. En ‘í raun og veru er ekkert athugavert við persónu eða framkomu Olivers Stanleys. Hann er vel ættaður og falleg- ur, gáfaður og ráðvandur, en hann vantar tvennt: dugnað og einbeittni. Og maður leggur þá spurningu fyrir sjálfan sig, hvers vegna Chamberlain hefir sett þennan ágæta mann í stöðu, sem eins og nú standa sakir krefur fyrst og fremst þessara tveggja eiginleika. Ef um eitthvert annað land en England hefði verið að ræða, hefði verið erfitt að finna svar við þessari spurningu, Samt sem áður hefir herra Stanley einn eiginleika, sem hefir mjög mikla þýðingu í Englandi. Hann j tilheyrir einni af þeim örfáu fjölskyldum, sem eiga erfðarétt á æðstu embættum ríkisins, Þessar höfðingjaættir eru mjög vinsælar og engum Eng- lendingi myndi nokkru sixmi detta í hug að efast um siðferði- legan hreinleika þeirra. Ef ein- hver af þessum ættum sýnir það í einhverju, að hann sé með sæmilegu viti, er hann óðara orðinn að átrúnaðargoði. Og sé hann yfir meðallag, er hann gerður að ráðherra. Og allar stéttir þjóðfélagsins eru sam- mála um þetta. Þegar Oliver Stanley settist við skrifborðið í her- málaráðuneytinu — það er að segja ef hann er seztur þar enn- þá, því áð þegar hann tók það að sér að skapa veraldarsöguna á þessum erfiðu tímum lá hann í rúminu, sárþjáður af inflú- enzu — höfðu setið þar þrír menn með nafninu Stanley á undan honum. Ættfeður hans hafa verið mjög háttstandandi stjórnmálamenn og einn þeirra hefir borið konungsnafnbót. Það var Sir John Stanley. sem gerður var að koriungi á eyj- unni Man árið 1406, og ríktu afkomendur hans þar til ársins 1736. Auk hinnar göfugu ættar er Stanley, núverandi hermála- ráðherra Breta, kvæntur dóttur markgreifans af Londonderry, og væri það eitt nóg til þess. að koma honum á framfæri í brezka stjórnmálaheiminum. En það er ekki vert að tala við Oliver Stanley um ætt hans og aðstöðu í þjóðfélaginu. Hann er ekkert hrifinn af því. Hann segist sjálfur hafa komizt á- fram af sjálfsdáðum og hafi með gáfum sínum og dugnaði komizt í ráðherraembættið. í heimsstyrjöldinni barðist hann við félaga sína, ef þeir voguðu sér að gefa í skyn, að hann vasri majór aðeins vegna þess, að hann pabbi hans væri hermála- ráðherra. Stjómmálaferill hans byrjaði mjög glæsilega. Tuttugu og fimm ára gamall bauð hann sig fram fyrir íhaldsflokkinn í kjördæmi einu í Liverpool og kolféll. En það þykír spá göðu ef maður fellur við fyrstu kosn- ingar í Englandi. En árið eftir bauð hann sig fram í Westmor- land og var kosinn með yfir- gnæfandi meirihluta til neðri deildar. Oliver Stanley gekk ekki sér- lega gunnreifur út í hinn póli- tíska bardaga. Þegar heims- styröldinni var lokið gerðist hann málafærslumaður og nokkrum árum seinna varð hann miðlari og auðgaðist prýðilega á þeirri atvinnu. Þá bar það við, að eldri bróðir hans, Stanley lávarður, varð heilsulaus. Þessi gáfaði og hátt- standandi maður varð heyrnar- laus og gat ekki lengur tekið þátt í stjórnmálabaráttunni. Stanleyfjölskyldan gat ekki hugsað til þess, að heil kynslóð gengi svo undir græna torfu, að enginn Stanley væri í þjónustu þess opinbera, og varð því yngri bróðirinn að leggja út í barátt- una. Þessi ungi maður varð vin- sæll í neðri deildinni. Fram- koma hans var hin þinglegasta. Hann tróð sé rekki fram fyrir aðra aðeins til þess að láta á sér bera, hann var góður ræðu- maður. traustur og vel gefinn. Árið 1931 var hann gerður að stjórnarráðsfulltrúa í þjóð- stjórn MacDonalds. Tveimur ár- um seinna var hann gerður að ráðherra og var það eitt ár. Þetta ár var gersamlega við- burðasnautt. Stanley gerði ekk- ert hneyksli. en hann afrekaði ekki heldur neitt. Árið 1934 var honum til reynslu trúað fyrir verkamála- ráðuneytinu, en það er gildra, sem merui eru látnir í þegar þeim er óskað pólitísks andláts. í janúarmánuði 1935 var at- vinnuleysisstyrkurinn mjög mikið skorinn niður, og vakti það geysilega andúð um allt land. Oliver Stanley varð að Iauðmýkja sig á þann hátt að leggja fram í neðri deild frum- vörp, sem fóru 1 allt aðra átt en frumvörp, sem hann hafði lagt fram viku áður og fengið sam- þykkt. En með seinna frum- varpinu mælti hann á þennan hátt: — Þegar um lifandi verur, menn og konur. er að ræða, þá má maður ekkí láta stoltið standa í vegi fyrir réttlætinu. — Hann er rétti maðurinn- Hann er sannur Stanley! hróp- aði einn af leiðtogum verka- mannaflokksins, en hinir póli- tísku guðfeður hans, leiðtogar brezka íhaldsflokksins, voru ekki alveg eins hrifnir og skæð- ar tungur voru að fleipra því. að einmitt þennan sama dag hefði Stanley verið strikaður út af listanum yfir tilvonandi for- sætisráðherra. Oft er vitnað í anann kafla úr ræðu eftir Oliver Stanley, sem hann hélt í neðri deild. Þá var verið að ræða um það,. að banna kvikmyndasýningar á sunnudögum. Þessi kafli er svo- hljóðandi: — Við í þessari deild getum ekki óskað okkur annars og betra en að fá að vera heima á sunnudögum í friöi og hvíla okkur með bók í hönd. En eru ekki til í þessu landi þúsundir manna. sem einskis friðar njóta heima hjá sér á sunnudögum vegna þröngbýlis og annarra slæmra aðstæðna? — Og þó að þetta fólk fari í bíó á sunnu- dagskvöldunum, þá get ég ekki skilið í því, að kristindómurinn fordæmi þá framkomu fyrr en búið er að sannfæra mig um það, að kristindómurinn sé sam- þykkur lífsskilyrðum þess yfir- leitt. Þessi ræða er mjög einkenn- andi fyrir hann. Hann er mjög stuttorður, en hvergi myrkur í máli og segir það, sem honum býr í brjósti. Hann er kallaður skátinn og í raun og veru lítur hann út eins og skáti. En hvort hann svarar til einkunnarorðs skát- anna: „Vertu viðbúinn!“ á framtíðin eftir að leiða í ljós, en eins og áður er sagt, hafa Englendingar leyft sér að draga það 1 efa. Nýtt ffmarlt, Veiðimaðurinn, hefir hafi'ð göngu sína. Fjallar það um á- hugamál veiðimanna og er hið myndarlegasta að öllum frágangi ytra sem innra. Ritstjóri tímarits- ins er ívar Guðmundsson bla-ða- maðiur. Útbreiðið Alþýðublaðið! Guðbrandur Jónsson: Fj alla - Eyvindur. ----4---- EG hefi með mestu ánægju lesið hinn prýðilega rit- dóm Karls ísfelds um leiksýn- inguna á Fjalla-Evindi og er honum algerlega sammála um allt, sem hann segir um með- ferðina, en þykir þó sem hefðí mátt gera heldur metía úr leið- beiningu og leikstjóm Haralds Björnssonar heldur en hann gerir, en allmikið minna úr leik hans. Slíkt allt er þó auðvitað innan vissra takmarka álitamál, svo um það geta hæglega mynd- azt tvær skoðantí jafngóðar. Það, sem veldur, að ég fer að eyða bleki á þessum sparnaðar- og mæðutímum. er að ég er Karli ísfeld mjög ósammála um það niðurlag leiksins, sem nú er haft og hitt, sem venjulega hefir verið haft, en algerlega sammála prófessor Sigurði Nor- dal, og þykir útvarpserindi það, er hann flutti um þetta efni, sem síðar var birt í Alþýðublað- inu, segja allt rétt, og gera með snilld grein fyrir yfirburðum þess niðurlags. sem nú er not- að. Það er hins vegar ekki það, að ég treysti mér til þess að bæta einhverju verulegu við orð próf. Sigurðar, og það er löngu liðið atvik. sem kemur mér af stað, Ég man ekki hvaða ár það var, en ég ætla, að það hafi verið annaðhvort 1911 eða 1912; ég man það eitt, að þegar það gerð- ist losaði ég rétt tvítugt. Það var verið að leika hér Fjalla- Eyvind með hinu venjulega nið- urlagi sínu. Þá var það, að Leikfélagið til tilbreytni- tók það upp nokkur kvöld að sýna leikinn með því niðurlagi, sem það aftur notar að þessu sinni. Mér fannst það þegar í stað betra, og ég sá það tvisvar í þeim útgangi, og var sannfærð- ur um, að ég hefði rétt fyrir mér. Ég lét þetta uppi í hóp manna mér eldri, sem taldtí voru spakir menn, og var faðir minn sálugi einn meðal þeirra, en þeir tóku því allir óstinnt og sögðu mér, að það væri af ein- tómum barnaskap að mér vtít- ist þetta. Það var ekki hærra á mér risið þá heldur en það, að ég hélt að þetta hlyti að vera rétt, af því að þessir ágætu menn sögðu það, og hugsaði svo ekki meira um þetta mál. Þegar próf. Sigurður Nordal flutti hinn ágæta erindisstúf sinn í útvarpið um þetta efni, rifjaðist atvikið upp fyrir mér, og ég sannfærðist um, að ég myndi ekki hafa verið fullt eins barnalegur hér á árunum eins og mér hefði verið talin trú um, en afréð þó að bíða átekta, unz ég sæi leikritið aftur 1 þessum búningi. Leikkvöldið kom, og enda þótt leiksviðsmistök háðu þá niðurlaginu mjög, verkaði það alveg á mig á sama hátt og í fyrra skiptið. Það skal fyllilega játað, að smekkur er tilfinning og tauga- starfsemi, sem auðvitað' ekki frekar en annað slíkt lætur koma yfir sig rökum. Það er því ekki heldur hægt í þeim efnum að segja: „Svona er það, og getur ekki öðruvísi verið, hérna eru sannanirnar.“ Það vex*ður að nægja að segja: Þetta finnst mér. Ég játa það fyllilega, að það niðurlag, sem venjulega hefir verið haft, hefir ákaflega margt til síns ágætis og er fullkomlega listrænt, svo að ef hitt niður- lagið væri ekki til, myndi eng- inn fetta fingur út í það. Sannleikurinn er sá, að hvort þessara niðurlaga lýsir sérstök- um og gerólíkum viðhorfum til lífsins. Og ég held, að val manna á milli niðurlaganna fari eftir lífsskoðun þeirra. Niðurlagið, sem nú er haft, lýsir vissunni um líf lífsins, þeirri vissu, sem veldur því, að hver heilbrigður maður vill lifa, enda þótt kjörin séu ekki sem bezt. Það er hægt að lesa það út úr hinni skorðuðu náttúru, að hún er gjörhugsuð, og enginn myndi efast um að svo væri, ef menn þættust vita að hún væri mannaverk. Nú vita menn ekki eftir hvern hún er, og þá skipt- ast menn í tvo flokka, annan, sem af því ályktar, að hún sé það, sem kallað er tilviljun, og hinn, sem ályktar, að vitsmuntí hafi þar ráðíð, og að vitsmuna* vera muni valda sólnatafli, eins og Einar Benediktsson orðar það. Ég efast ekki um, að þeir hinir síðari hafi rétt fyrir sér, hitt er annað mál, hvaða vera þetta sé, og hvernig hún sé; þar held ég að sá heilagi Tómas frá Aquinas hafi verið lægnastur að koma orðum að því, því hann kallar þessa veru „primum mo- vens“ — það, sem fyrst kom öllu af stað. Tilgangur tilveru vorrar er með öllu óskiljanleg- ur — blátt áfram endileysa —‘ nema lífið Iifi, nema þessi til- vera vor sé liður í annarri lengri og meiri, sem enginn veit með vissu hvemig er. Menn vita það eitt, að hún lýsir sér í lífs- vilja mamianna, sem annars værí tilgangslaus. Og sá vilji er sterkur, sem til dæmís má sjá af því, að rithöfundur, sem heftí bundið trúss sín við stjórnmálaskoðun og trúir svo fast á hana, að hann kveðst munu hengja sig, ef hún bregð- ist honum, hefir á því þann gang, þegar hún gerir það, að hann gengur út og hengir sig — ekki. Ég held það sé einmitt játningin á gildi lífsins, sem veldur því, að mér finnst það niðurlag Fjalla-Eyvinds, sem nú er haft, vera eðlilégra og list- rænna en hitt. Lífsskoðun manns ræðúr' smekk, Þegar menn hafa komizt að þeirri vissu, sem ég hefi getið um, þá er fyrir handan hana hið mikla brauðfjall trúar- bragðanna, sem menn þurfa að éta sig í gegnum, ef menn eru svo skapi famir. Menn éta gegnum það göng, og ræður skapgerð manna hvemig þau verða og hvert þau liggja, og það er meira völundarhúsið. En það hefir aldrei nein áhrif á af- stöðu skynsamra manna til Frb. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.