Alþýðublaðið - 07.02.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.02.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRÍ: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURBW XXI. ÁRGANGUR. MIÐVIKUDAGUR 7, FEBR. 1940. 31. TÖLUBLAÐ Dfzk loftðris & norskt skip. liillfnlii fiýðl í I>Jöíii- | anarbfttana, en flmm i menn Hrnst. Sjóornsta úti af Sand^ gorðt seint í gærkirelili. _--------------» — Það sásf til 8 eða 9 skipa, sennl-* léga brezkra tngara, seiEi kafibáts árás vlrölst hafia werlH gerö á. ___------;-----«------------,— SVO VIRÐIST, sem sjóorusta hafi verið háð í gærkveldi klukkan tæplegá 8 skammt undan Sandgerði og að þar hafi átzt við 8 eða 9 togarar annarsvegar og kafhátur hinsvegar;. Síðdegis í gær, eða undir kvöld, eftir að farið var að skyggja,. - sáu Sandgerðisbúar ljós rétt fyrir utan á, að því er þeim taldist til, 9 skipum. Virt- ust þetta vera brezkir togarar að veiðum. tlin kl. 7,50 í gær- kveldi heyrðtt Sandgterðisbúar allt í einu allmikla skothríð og ér þeir fóru að gæta að, sáu þeir að kastljós, fremur dauf^ sem sttefndu lágt, léku um tvo togara af þeim 9, er þeir töldu vera þarna. Samtimis því, að skothríðin hófst, slokknuðu öll Ijósin á togurunum, en það sást þó, að þeir settu á fulla ferð, en héldu þó fram og aftur á litlu svæði. I»éír kvteiktu og við og við á Ijósunum, en slökktu þau jafn- harðan aftur. Jafnframt dundi við hörð skothríð og voru hljóð- in af skotunum mjög misjöfn, eins og skotið væri af mjög ó- líkum byssum. Skothríðin stóð ekki lengi og er henni var lokið, kveiktu togararnir aftur á Ijósunum og fóru saman í þéttan hnapp. — Voru þeir þannig nokkra stund, en sundruðust svo aftur og var eins og þeir færu aftuí að veiða. Mönnum ber ekki saman um það í Sandgerði hvort ljósin á togurunum voru 8 eða 9 áður en skothríðin hófst, en teftir að henni var lokið, voru þau níu. Eru leiddar getur að því, að þýzkur kafbátur hafi ráðizt á hóp brezkra togara og að annað hvort hafi hann gefizt upp við árásina, eða togararnir hafi sökt honum. OSLO í morgun. FÚ. SÍÐASTLIÐINN Iaugar dag gerðu þrjár þýzkar flugvélar árás á eimskipið „Tempo" frá Oslo. Ennfremur var skot- ið af vélbyssum hinna l þýzku flugvéla. Þetta gerð- ist, er skipið var á siglinga- j| Ieið, við austurströnd | Bretlands. Áhöfnin, 14 menn, fór í ]; björgunarbátana. Annar þeirra, ten í honum var skipstórinn og 6 menn, \ náði sambandi við brezkan björgunarbát, sem tók við mönnunum. Hinum bátn- um hvolfdi nokkur hundr- uð metra frá landi og fór- ust fimm menn, sem í hon- um voru. Athygll skal vakin á því, að afgreiÖslu fyrir almenning á skömmtwnar- slírtfstoíu Reykjavíkurbæjar er lokið í þessari viku. Peir, sem éíga erindi vio skrifstofuna, þurfa því að fá sig afgreidda fyrir næstu helgi. loftáráslnar á brezk sklp iiianfari aðeins byrp, ir pýzknr flotaforiniL Búizt við að árásirnar á fiutninga- skip iiiuni fara harðnandi með vorinu. KAUPMANNAHÖFN í gærkveldi. FÚ. HÍTTSETTUR ÞÝZKUR FLOTAFORINGI hefir látið svo um mælt, samkvæmt því sem Kaupmannahafnarblaðið „Ber- lingske Tidende" skýrir frá í dag. að loftárásir Þjóðverja á brezk- ar flutningaskipalestir undanfarna daga séu aðeins lítið sýnis- horn af því, sem í vændum sé af slíkum hernaðaraðgerðum. Af þessu þykjast menn mega ráða, að mteð vorinu muni Þýzkaland leggja enn meiri stund á þessa hernaðaraðferð. Frégnir um skipatjón af völdum styrjáldarinnar eru sí- fellt að berast. Norskt yélskip, sem var á leið frá Portúgal til Noregs, „Sego- via" að nafni, og sænskt gufu- skip. sem hét „Andalusia", hafa hvorugt komið fram, og ætla menn að bæði hafi farizt. Á Frh. á 4. siðu. ísalög hafa nú um lengri tíma valdið stórkostlegum samgönguvandræðum og flutningateppu í Eystrásalti. dönsku sundunum og Kattegat, eins og sagt hefir verið frá í fréttunum undan- farnar vikur. Hér er mynd frá Eystrasalti. Þrjú skip sjást frosin föst í ísnum. Allt ef ni tilhitaveitunnar f ær að f ara óhindrað til landsins. Bretar munu ekkert hald leggja á þessar vðrur pé að Bær séu af pfwkxtm uppruna. RÍKISSTJÓRNIN fékk í gær tilkynningu frá Sveini Björnssyni sendiherra í Kaupmannahöfn, um að nú væri tryggt, að engar hömlur yrðu settar á það, að efni til hitaveitunnar yrði flutt til landsins. Eins og kunnugt er, er hér aðallega um þýzkar vör- ur að ræða, og Bretar hafa lýst yfir því, að þeir myndu leggja hald á allar útflutningsvörur frá Þýzkalandi. Hafa þeir síðan 4. desember framkvæmt þessa ákvörðun sína og þar með stöðvað að miklu leyti útflutningsverzlun Þjóðverja. Nú hafa, samkvæmt tilkynningu sendiherra fslands í Kaup- mannahöfn til ríkisstjórnarinnar tekist samningar við Breta um að allt efni til hitaVeitunnar, þó að það sé af þýzkum upp- runa, megi flytja til landsins, án íhlutunar brezkra herskipa. Banði krossiDD kall- ar í difl. ^ R AUÐI KROSS ÍSLANDS hefir merkjasölu á göt- um bæjarins í dag. Á- góðanum af þessari merkja- sölu verður varið til þess að halda uppi ýmis konar starfsemi félagsins og hrinda nýrri af stað, eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Bæjar- búar! Styrkið þessa starfsemi, kaupið merki dagsins. Þó að lítið hafi verið rætt um ? þetta mál opinberlega undan- farið hér heima, þá hefir ríkis- stjórnin haft það með höndunr og margir hafa óttast, að ekki myndi fást leyfí til flutnings á efninu og þar með myndi hita- veitan að fullu stöðvast, þegar greftri og öðrum undirbúnings- framkvæmdum væri lokið. Og málið hefir líka reynzt erfitt. Nú er þó loksins trygging fengin fyrir því, að efnið fæst hingað — og að framkvæmdir við hitaveituna geta haldið á- fram af fullum krafti. Þetta eru mikil gleðitíðindi. Nú ríður á því að fram- kvæmdum vterði hraðað eins og. frekast er kostur, að svo margir menn verði teknir í vinnu, sem mögulegt er og að á tengu standi þegar efnið kemur, sem aðallega mun vera pípurnar. Hitaveitan þyrfti helzt að vera fullbúin í byrjun næsta vetrar, því að ef við eigum aftur að taka öðrum ófriðarvetri, þá mun það koma í ljós, að það verður erfiðara en að komast yfir þann fyrsta. Kolaverð fter síhækkandi og það mun áreiðanlega halda áfram að hækka, meðan á stríðinu stend- ur. löðnglr bnrdagar norðan wii Ladona. ......i iinii iiii i. ii........ 0.....¦¦¦¦ i I)...... ..... Leifarnar af 18. herfylki Rússa verj- ast ennþá, en éru innikróaðar. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn í morgun. Y^j. RIMMILEGIR BARDAGAR standa enn yfir á norð- ^-" urbökkum Ladogavatns. Sú fregn er bórin til baka að leifarnar af 18. herfylki Rússa hafi gefizt upp í Kitela, þar sem bær eru inni króaðar. Rússar hafa beðið mikið manntjón, en gera ítrustu tilraunir til þess að losa sig úr þeirri herkví, sem Finnar halda þeim í. i En í gærkveldi hafði Finnum enn tekizt að hrinda öllum á- hlaupum Rússa á Mannerheim- línuna. Á Kyrjálanesi héldu Rússar 1 uppi stöðugum áhlaupum á Mannerheimlínuna í gær og er búizt við því, að þeir muni leggja mikið kapp á að ná þar einhverjum árangri fyrir þ. 23. febrúar, en þá eru fyrirhuguð hátíðahöld rauða hersins um allt Rússland, og telja mtenn ekki nema eðlilegt að yfirherstjórn Rússa þyki súrt í broti. ef hún hefir ekki frá neinu öðru að skýra en ósigrum í Finnlandi við það tækifæri. ÍtBlsk hergðon á ieið tií Fisnlands yfir Frakklasð LONDON í morgun. FÚ. í vikuyfirliti finnsku stjórn- arinnar segir, að rússneskir flug menn hafi vikuna, sem leið, — varpað 6800 sprengjum yfir Frakkar iiala ylir 6 liillénlr Mdir fopnai, Mt telja Maginotlín- nna óvKuuandf. LONDON í morgun. FÚ. FRAKKAR hafa nú yf- ir G milljónir manna undir vopnúm, að því er einn þeirra sérfræðinga sagði, sem er í hernaðar- legri nefnd franskri, ný- kominni til Ehglands. Hann kvað Maginotlin- una hafa verið mikið end- urbætta síðan styrjöldin byrjaði og nú væri raun- verulega um þrjár víggirð- ingar að ræða. Fyrir fram- an fremstu röð víggirðing- anna væri gaddavírsgirð- ingar og væri vírinn sam- tals 15 000 km. á iengd. Maginotlínan hefði kost- að meira en 100 orustu- skip, en hún væri svo öfl- ug, að Þjóðverjar gætu ekki unnið á henni með skotum úr stærstu fall- byssum sínum. Orskurðnr kaaplags- nefndar í deilnmáli Iðjn oi atvinnnrek- esda. AGREININGUR varð á milli Iðju og Félags íslenzkra iðnrekenda um kaupuppbót til kvenna, er vinna verk í ákvæð- isvinnu. F.Í-.I. hélt því fram, að kaupuppbótin skyldi aðeins miðuð við fasta kaup, sem eftir taxta Iðju er 150—160 krónur á mánuði. Iðja hélt því fram, að ákvæðisvinnufólkið ætti að fá. kaupuppbót af því kaupi, sem það bæri úr býtum í á- kvæðisvinnunni, þó það færi fram úr kauptaxta félagsins. Kauplagsnefnd féllst á skoðun Iðju í þessu máli og úrskurðaði að kaup kvenna í ákvæðisvtemu kæmi undir 1. fl. kaupuppbótar. Brosandi land fram- sýninff í gærkvöldl P RUMSÝNING var í gær- ¦*! kvöldi á Lehar-operettunni Brosandi land. Var leikhúsið troðfullt og var óperettunni og leikendum og söngvurum tekið ákaflega vel. Urðu söngvararnir hvað eftir annað að endurtaka lögin. í lokin ætlaði fagnaðar- látunum aldrei að linna. Finnland og hafi 145 manns vérið drepnir, en 180 særst. í fregn frá París segir, að flugvélar og önnur hergögn frá ítalíu á leið til Finnlands, er stöðvuð voru í Þýzkalandi, og endursend til ítalíu, hefðu nú verið send áleiðis til Finnlands yfir Frakkland.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.