Alþýðublaðið - 08.02.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.02.1940, Blaðsíða 4
PIMMTUDAGUB 8. FE8R. 1848. ■ GAMLA Blð Teiðimenn { Norðnrhðfnm. (Spawn of the North). Stórfengleg amerísk kvik- mynd. er gerist meöal lax- veiðimanna í lnnu fagra og hrikalega Alaska. Aðalhlutverkin leika: Henri Fonda, Dorothy Lamour og George Raft. Hljómsveit Reykjavíkur. Brosandi land“ i. o. e. t. FREYJUFUNDUR annað kvökl kl. 8V2- Inntaka nýliða. Ilag- nefndaratriði: Br. Pétur G. Guðmundsson: Uppruni hvita mannsins. Br. Hafliði Jónsson: Sjálfvalið efni. Félagar, fjöl- sækið stundvíslega. — Æðsti- templar. Ddengjaföt, matrosföt, jakka- föt, frakkar, skíðaföt. Sparta, Laugavegi 10, sími 3094. Útbreiðið Alþýðublaðið! Óperetta í 3 þáttum eftir FRANZ LEHAR verður leikin annað kvöld kl. 8y2. Aðgöngum, seldir í dag kl. 4—7 og eftir kl. 1 á morgun í Iðnó. Venjulegt leikhúsverð að viðbættri forsölu kr. 1,25 fyrri daginn. * v v ■* v * ■ V *» v ** v ** vmi vh*viik» v * Bón i pökkflm éúfrt EREKKA Ásvallagötu 1. Sími 1678. TJARNARBÚÐIN. Sími 3570. SÖNGFÉLAGIÐ „HARPA‘ heldur Afmælisfagnað sinn í Alþýðuhúsinu laugardaginn 10. febr. kl. 8,30 e. m. SKEMMTIATRIÐI: 1. Kórsöngur. 2. Erindi: Sig. Einarsson, docent. 3. Kórsöngur. 4. Upplestur. 5. Leikþáttur. 6. Kvartett (karlar). 7. Har. Guðmundsson: Sjálfvalið efni. "A. * 8. Kórsöngur. 1 DANS. Aðgöngumiðar seldir á föstud. og laugard. kl. 4—8 e. h. í Alþýðuhúsinu, gengið inn frá Hverfisgötu. Verð kr. 1,75. Kaffi og rjómabollur innifalið. Allt Alþýðuflokksfólk vel- komið. Mætið öll stundvíslega. Skemmtinefndin. * ’Síiiv. LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR. ii „Fjalla" Epindar Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. A.S.B. A.S.B. FUNDUR í Oddfellow-húsinu uppi á morgun, föstudag, kl. 8,30 e.h. FUNDAREFNI: Kaupgjaldsmálið, helgidagavinnan, Afmaelið, kórinn syngur. Áríðandi að allar félagskonur mæti. Sijórntn. NY BOK. TILVALIN TÆKIFÆRISGJÖF. Asmundur Svelnsson, myndhðggvari með formála eftir Guðl. Rosinkranz. Bókin inniheldur margar heilsíðumyndir einkar fallegar, af öllum helztu listaverkum Ásmundar. Þetta er tilvalin tækifærisgjöf. Fæst í flestum bókabúðum. BðknwslflD ísafoldarprentsmiðji. CTGERÐ ISFIRÐINGA Frh. af 3. síðu. Á bátunum eru samtals 45 menn, hið vaskasta lið. Þá er byrjað verður að salta afla bát- anna, mun margt manna fá at- vinnu við aðgerð — og auk þess verður svo allmikil vinna við verkun fiskjarins. Er þess að vænta, að Nirði og b-átum hans vegni sem bezt. Annað félag á ísafirði, H.f. Muninn, hefir síðan 1938 keypt einn nýsmíðaðan bát, yfir 20 smálestir. Smíðaði BárðurTómas- son bát þenna. Þá hefir Marse- líus Bernharðsson smíðað handa sama félagi tvo báta, 18 smá- lestir aö stærð. Bátarnir heita Pólstjarnan, Dagstjarnan og Morgunstjarnan. Hefir því aukn- ing fiskiflotans á tsafirði verið allmynclarleg seinustu tvö árin — og ekki um að ræða gömul skip og léleg, heldur ný, vöpduð og vel búin. Á Isafirði hefir ríkt önnur stefna um úrlausn atvinnuleysis- málanna en víðast ainnars staðar. Ráðamenn bæjarins hafa kosið að hæjarfélagið legði sem minnst af fé til hinnar venjulegu atvinnu- bótavinnu, en aftur á móti kapp- kostað að styðja ýmis aivinnu- fyrirtæki og stuöla að því, að ný kæmust á fót, svo að í staðinn fyrir atvinnubótavinnuna gæti komiö framtíðaratvinna. Bæjarfé- lagið hefir stutt Samvinnufélag Isfirðinga, lagt fé í H.f. Huginn, H.f. Muninn og H.f. Njörð. Einnig hefir það fyrr og síðar lagt fram stórar upphæðir til þess að tog- ari yrði áfram gerður út úr bæn- um. Þá hefir það um þríggja til fjögra ára skeið starfrækt rækju- verksmiðju, sem vonandi verður þar upphafið að ýmiskonar fisk- iðnaði. Og rafveituframkvæmd- irnar hafa allt til þessa orðið til þess, að allmargt manna hefir fengið atvinnu, lengri eða skemmri tíma sumarsins. Þá var og það, að þegar atvinnuskilyrði voru á Isafirði verst galt bæjar- félagið fast gjald á hvert kg. af saltfiski, sem á vetrarvertíð- inni var flutt þangað af hinum stóm fiskibátum, er stundað hafa að vetrinum veiðar undir Jðkli (ag í Faxaflóa. Þegar verst stóð á fyrir smærri útgerðinni, ábyrgðist einnig bærinn hluta af trygging- arupphæð sjómanna. Þó að við þessa stefnu hafi allmikið unnizt um úrlausn at- vinnuleysismálanna og atvinnu- líf Isafjarðar nú í eins góðu horfi og nokkurs annars bæjarfélags á landinu, þá fer fjarri þvi, að ekki geti sótt í sama horf og áöur, ef fjöldi manna flykkist til bæjarins á næstunni. En þetta óttast ísfirðingar ög reyna því að sporna á móti að- streymi fólks til bæ’jarins. BOLLUDAGURINN Frh. af 1. síöu. var um 3 þúsundum minna en í fyrra. Auk þessa koma ýms smærri brauðgerðarhús, svo að gera má ráð fyrir, að seldar hafi verið að meðaltali um 3 bollur á hvern Reykvíking. Niðursuðuverksmiðja S.Í.F. seldi 4 þúsund dósir af fiskiboll- um eða mat handa 16—-20 þús- und manns. Varð þessi sala um helmingi meiri en í fyrra. SJÁLFBOÐALIÐAR TIL FINN- LANDS Frh. af 1. síðu. og alla skilmála þar að Iútandi. Hefir Finnland mjög míkla þörf fyrir aðfenginn vinnukraft til þess að geta haldið framleiðsl- unni í horfi. Útbreiðið Alþýðublaðið! t DAO Næturlæknir er Bergsveinn Ól- afsson, Hringbraut 183, sími 4Qhp;- Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. OTVAEPIÐ: 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 20,15 Hljómplötur: Fiðlulög. 20,30 Frá útlöndum: „Villunótt mannkyns um veglausa jörð“ (Sig. Einarsson dós.). 20,50 Útvarpshljómsveitin: Káka- sus-svítan, eftir Ippolitów. — Einleikur á píanö (Fr. Wheisshappel). 21,25 Hljómplötur: Andleg tónl. BÓKAÚTGÁFA MENNINGAR- SJÓÐS Frh. af 2. síðu. þó að honum séu allar bjargir bannaðar og hann svelti hálfu og heilu hungri vikum og mán- uðum saman. Þjóðvinafélagið gefur að þessu sinni út bókina ,,Upp- reisnin í eyðimörkinni“ eftir hinn ókrýnda konung Arabíu, Lawrence hershöfðingja, í þýð- ingu Boga Ólafssonar mennta- skólakennara. Þessi bók hermir frá hinum ótrúlegu æfintýrum þessa unga, enska vísinda- manns, sem ætlaði að kynna sér austræn fræði í löndunum við Rauða hafið. Andvari, tímarit Þjóðvinafé- lagsins, mun að líkindum stækka nokkuð. í því munu á næstunni koma æfisögur þriggja nýlátinna stjórnmála- manna, þeirra Jóns Baldvins- sonar, Jóns Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar. Að lokum kemur svo Alman- ak Þjóðvinafélagsins, lítið breytt frá því, sem verið hefir. GYÐINGAOFSÓKNIR Á PÓLLANDI Frh. af 1. síðu. áform um að læra pólsku. Það er engin ástæða til að sigurveg- arinn hagi sér 1 neinu eftir hin- um sigruðu, segir bláðið, og tel- ur það þá Þjóðverja hagá sér rétt, sem ekki hafa lært nema það allra nauðsynlegasta til þess að geta skipt við Pólverja. — oa Rðssa megin. Vatikanútvarpið gerði í gær að umtalsefni ofsóknirnar í Austur-Póllandi, þar sem Rúss- ar ráða. Var sagt, að „aðalnefnd guðleysingja“ í Moskva hefði fyrirskipað að loka öllum kirkj- um Austur-Póllands, að banna prestum alla trúarlega starf- semi eftir tiltekinn tíma, að leggja allar eignir kirkjunnar undir ríkið, að gefa út guðleys- ingjablað í Póllandi á pólsku máli, að uppræta alla erlenda undírróðíurssta^fsemi og hefja víðtæka undirróðursstarfsemi meðal Pólverja á þeirra eigin máli. Hallbjörg Bjarnadóttir jazzsöngkona heldur nætur- hljómleika í Garnla Bíó annað kvöld kl. 1U/2- Carl Billich og hljómsveit hans aðstoða. Danski sendiherrann, Fr. de Fontenay, flytur háskóla fyrirlestur í dag kl. 6 í Odd- fellowhúsinu. Fjallar hann um Múhameðstrú og Múhameðstrú- armenn. F.U.J. Tilkynning. Frá og með fimmtudegi 8. þ. m. hækka dömu- og karlmanna- klippingar (14 ára og eldri) um 25 aura. Frá sama tíma verður hætt að gefa afslátt þann af rakstri, sem gefinn hefir verið að undanförnu. Rakarameistarafélag Reykjavíkur. Stór og björt kjallarastofa í nýtízku húsi nálægt miðbæn- um, meö; séhforiStQfu dg sér- stöku baðherbergi, er til leigu nú þegar. A. v. á. m nyja riú m Pygmalion Hið dásamlega leikrit eftir enska stórskáldið Bern- hard Shaw, sem ensk stór- mynd, hefir tekist svo vel, að hún er talin merkisvið- burður í sögu kvikmynda- listarinnar. Aðalhlutverkin leika: Leslie Howard og W'endy Hiller. Útbreiðið Alþýðublaðið! Hérmeð tilkynnist, að móðursystir mín, Hólmfríður Rósa Davíðsdóttir, andaðist á elliheimilinn í Hafnarfirði, 7. f'ebrúar. Fyrir hönd vandamanna. Sigurrós Sveinsdóttir. FIMTUDAGSJPANSKIjÚBBURINN. Dansleiknr í Alþýðuhiisinii við Hverfisgðtu í kvöld klukkan 10. Hjjómsveit nndir stjórn F. Weissíiappels. Aðfjön^umiðar á kr. <| verða seldir trá kl. 7 í kvöld. s. G.T.. ^ eingðngn e'dri dansarnir, verða í G.T.-húsinu laugardaginn 10. febrúar kl. 9x/2 e. h. Áskriftarlisti og aðgöngumiðar á laugardag frá kl. 2 e. h. Sími 3355. Hljómsveit S. G. T. P. f. H. P. f. M. Félag ísleozkra hlióðfæraleíkara heldur fyrsta dansleik sinn á þessu ári að Hótel Borg í kvöld, fimtudaginn 8 febrúar, kl. 9. Hljómsv. Hótel Borg. Hljómsveit Iðnó. SWING- TRÍÓIÐ. Hljómsveit Hótel íslands. Hljómsv. Aage Lorange- Talkóræfing er í kvöld klukkan 9 í afgreiðslu Alþýðublaðsins. Mætið öll- Aðgöngumiðar á kr. 3.00 seldir frá kl. 4 í dag að Hótel Bofg (suðurdyr). Karlakér Iðnaðarmaana endurtekur Bellmans - hijómlelka sína á morgun (föstudag) kl. 7,15 e.h. í Gamla Bíó. Söngstjóri Páll Malldórsson. Pianóundirleikur Uarl Billieh. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Eymúndsen. Verzl. Sigríðar Helgadóttur og við innganginn. I Eftir áskorun. HallbjðrB Bjarnadóttir NÆTURHLJÓMLEÍKAR (míkrófón) kl. HV2 annað kvöld. BILLICH og hljómsveit aðstoða. Aðgöngumiðar í Hljófærahúsinu og hjá Eymundsen.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.