Tíminn - 13.01.1963, Qupperneq 3

Tíminn - 13.01.1963, Qupperneq 3
SÍLDIN KOMIN AUSTUR FYRIR ALVIDRUHAMRA KB-Reykjavík, 12. jan. Síldin færist sífellt austar, en afli er enn góður. í nótt fengu 26 skip 28.500 tunnur 6 sjómílur út af Alviðruhömr- um. Þetfsi skip fengu þúsund tunnur eða meira: Ingiber Ólafsson 1300, Héðinn 1200, Ólafur bekkur 1000, Jón Guðmundsson 1300, Sigfús Bergmann 1750, Sigurkarfi 1000, Ólafur Magnússon EA 1100, Faxa- borg 1000, Helga 1800, Jón Odds- son 1300, Ólafur Magnússon AK 1250, Þórsnes 1200, Gjafar 1550 og Pétur Sigurðsson 1750. Blaðið átti í dag tal við Jakob Jakobsson fiskifræðing. Hann taldi, að 'síldin myndi varla ganga mikið lengra austur en hún hef- ur þegar gert, en kvaðst engu vilja spá um áframhald veiðinn- ar. Þó tók hann fram, að engin ástæða væri til svartsýni, þótt síldin væri komin þetta austar- lega. Til Reykjavíkur höfðu upp úr hádegi £ dag fjögur skip tilkynnt koimu sína með síld, samtals 5800 mál. Má gera ráð fyrir að þeim fjölgi, þegar líður á daginn, en talsamband við Reykjavík er ekki mjög gott, þegar flotinn er kom- inn jafnaustarlega og núna. ÓlafsfjrSartréttir BS-Ólafsfirði, 10. ianúar. ____ hafa verið greiðfærir yfir jólin HÉR HEFUR verið kyrrt og og eru enn, og bílar hafa ekið eft- bjart veður undanfarið, en mikið ir Ólafsfjarðarvatni síðan milli ‘ ‘ ' jóla og nýárs, án þess hún væri frost, allt upp í 18 stig, en frost hefur þó heldur linast í dag. — Róðrar eru nú almennt byrjaðir hér, Þrír bátar, 65—100 lestir róa héðan í vetur og fimm minni dekk bátar, 10—25 lestir. Auk þess hafa svo nokkrar trillur byrjað róðra. Afli hefur verið sæmilcgur og stundum góður, frá 2—8 lest- um í róðri, í dag komu tveir af stærri bátunum með 6 smálestir hvor O’g minni bátarnir voru með 3—5 lestir. Hér eru nú al'lir vegir færir og HRUNAMENN SYNA FRANSKAN LEIK SG-Miðfelli, 11. janúar. UNGMENNAFÉLAG Hruna- manna hefur í vetur sýnt fransk- an gamanleik, Allir mennirnir mínir, eftir Sanjavan. Leikur þessi var sýndur á Akureyri s. 1. vetur en er nú sýndur í fyrsta skipti hér sunnanlands. Hólmfríð ur Pálsdóttir leikkona hefur sett ■leikinn á svið og hefur ungmenna félagið sýnt hann á nokkrum stöð um í Árnessýslu við góðar undir- tektir. Aðalhlutverkið, hina lífs- glöðu skáldkonu Denise Darvel, leikur Sigurbjörg Hreiðarsdóttir. Næstu sýningar verða að Brúar- landi í Landssveit n. k. sunnu- dag kl. 14,30. og að Hvoli sama dag, klukkan 21,30. Aöstoöar- banka stjórar Nú á þessu ári verða lið- in 10 ár frá því, að Iðnað- arbankinn tók til starfa. Jafnframt verður nú í þess- um mánuði gengið frá aukn- ingu hlutafjár bankans, er samþykkt var á síðasta að- alfundi hans. Til.þess að annast aukin störf i sambandi við fyrirætl anir um framtíðarvöxt bank ans, hefur bankaráð ráðið tvo aðstoðarbankastjóra við bankann, þá Pétur Sæmund- sen viðskiptafræðing, fram- kvæmdastjóra Félags ísl. iðnrekenda og Braga Hann- esson, lögfræðing, fram- kvæmdastjóra Landssam- bands iðnaðarmanna. (Fréttatilkynning frá Iðnaðarbanka íslands). nokkuð mokuð og er enn fær öll um bifreiðum, stórum og smáum, og mikil umferð um hana. Hygg ég það vera algert einsdæmi á þessum tíma árs. GAF 1000 DALI NÝLEGA hefur Ekknasjóði ís- lands borizt mikil gjöf frá Vestur íslendingi. Nemur hún 1000 — eitt þúsund — kanadískum dölum og er gefin til minningar um látna eiginkonu gefandans, en eigi ósk- ar hann að láta nafns síns getið. Ég þakka f. h. sjóðsins þessa höfðinglegu gjöf. Reykjavík, 10. janúar 1963, Sigurbjöm Einarsson. LýsiS uppselt Framhald aí l síðu. heldur betur þó, því að enn vantaði nokkurt lýsi upp í gerða samninga. Það sem af er þessu ári má áætla, að framleidd hafi verið 3.500 tonn af síldar- mjöli og um 1.500 tonn af síldarlýsi. Það má því gera ráð fyrir, að óseldar síldar- mjölsbirgðir nemi sem stend ur um það bil 15.000 tonn- um, en af síldarlýsj eru eng ar óseldar birgðir. Sænskir gagnrýnendur Framhald af 16. síðu inni „79 af stöðinni" af öllu því, sem ég sá í Kaupmannahöfn. „79 af stöðinni* er merkileg í fyrsta lagi vegna uppruna síns. Þetta er nefnilega fyrsta íslenzka leikkvik- myndin sem gerð hefur verið. Leikstjórnina hefur að vísu Dan- inn Erik Balling frá Nordisk Film haft með höndum, en kvikmyndin er að öllu leyti íslenzk kvikmynd. Hún er tekin í Reykjavík, leikar- arnir eru allir íslenzkir, og það er leikið á slenzku". Síðan lýsir höf. efni kvikmyndarinnar í fáum drátt um og segir að lokum að samkv. cfn; myndarinnar sé hinn sorglegi er.dir rökréttur. Þá segir höfundur ,,það þýðir ekki hér að fara að telja upp nöfn leikaranna, sem flest enda á son og dóttir, en það er ekki hægt að komast hjá því að nefna Kristbjörgu Kjeld, sem leik- ur aðal kvenhlutverkið. Það er kannske ekki alveg rétt að segja, að hún sé sérstaklega falleg, en hún hefur það, sem áður kallaðist , sálarfegurð", sern speglast ekki hvað minnst i hinum djúpu, hyl- djúpu augum hennar með voldug- um dramatiskum þrótti og sterkri tilfinningalegri útgeislun. Það væri illa farið, cf sænskir áhorf- endur fengju ekki tækifæri til þess að kynnast Kristbjörgu Kjeld og „79 af stöðinni". Undir mynd- inni af Kristbjörgu Kjeld, sem fylg ir greininni, stendur: Nýtt andlit í evrópskri kvikmynd. Stórfeng- lega, íslenzka leikkonan Kristbjörg Kjeld í hinni merku íslenzku kvik- mynd „79 af stöðinni". Stockholms Tidningen segir í stórri fyrirsögn, sem nær yfir alla síðuna: „Island hefur aldrei gert eina einustu lélega kvikmynd, því má þó bæta við, að íslenzka kvik- myndafélagið Edda-Film hefur að- eins gert eina kvikmynd og hún er góð“. Kvikmyndin er allt í gegn listræn og túlkar það, senj er svo áberandi á íslandi nútímans, bil- ið milli hins gamla og nýja tíma. Það er íslenzkt drama, sem verk- ar ekta. Gagnrýnandi Dagens Nyheter í Stokkhólmi segir, eftir að hafa séð hana, án skýringartexta í kvik- myndaverinu í Kaupmannahöfn: „Eg skildi tæpast nokkuð orð, en leikurinn var svo skýr, að það var auðvelt að fylgjast með aðeins af myndunum. Leikararnir, sem allir, allt niður í minnstu hlutverk, eru frá Þjóðleikhúsinu í Reykjavík, gera tæpast nokkur mistök, af því sem leiksviðsleikarar gera gjarna í byrjun, frammi fyrir kvikmynd- inni. Þeir hafa fullt vald yfir túlk- un sinni og andlit þeirra vekja athygli. Við kvikmyndahúsin í Sví þ.ióð segir höfundurinn: Kaupið kvikmyndina til sýninga í Svíþjóð. SAS F.amhald af 16 síðu einum klukkutímum fyrr, er það einkamál hans. Þess vegna er maður dálítið hissa á skoðun IATA á reglum og beitingu þeirra. Það hlýtur að vera röng stefna að neyða fólk til einhvers sem það telur sig ekki hafa efni á. Einkum sé það gert til þess að gera einhverjum öðrum greiða. Hverra erindi rækir IATA? Áður en lengra er haldið, er nauðsynlegt að segja eitthvað um Loftleiðir. Fyrirtækið var stofnað fyrir rúmum tíu árurn af fáeinum flugvönum mönnum, sem hófu fyrstu reglulegu flug-j ferðir fslands með góðri, gam-j alli flugvél, sem þeir höfðu: keypt fyrir eigið fé. Síðan hefur félagið þróazt vel, en ekki hrað- ar en það gat staðizt. Réttindi til ferða milli Reykjavíkur og New York hafa fengizt hjá stjórn Bandaríkjanna og ríkisstjórnir Norðurlanda hafa leyft ferðir til Skandinaviu. Það, sem fyrirtæk- ið annast núna, er flug yfir Atlantshaf í tvennu lagi. Á fyrri hlutanum, Kaupmannahöfn — Reykjavík er farið eftir gjald- skrá IATA, þótt Loftleiðir séu I ekki í samtökunum. Fyrir síðari hlutann milli Reykjavíkur og New York er hins vegar greitt samkvæmt eigin gjaldskrá félags . ins, og það þýðir að verðið alla leið er til muna lægra en hjá 'mppinaulunum án þess þó að íokkuð skorli á þægindi eða ör- I yggi. Það skiptir einnig máli, að Loftleiðir er eitt þeirra fáu fyr- irtækja á ísland, sem reka starf 'semi erlendis, og næstum því hið eina, sem fsera smáríkinu vel þeginn gjaldeyri. Sagan væri ekki sögð að fullu, væri þotanna ekki getið. Eins og kunnugt er, gekk þotuæði yf- ir fyrir nokkrum árum meðal flugfélaga heimsins. Þoturnar skyldu koma, hvað sem það kost aði, og mörgum voru þær of dýr keyptar. Þeirra á meðal var SAS, sem fjárhagslega stóð illa fyrir og var nærri því að fara alger- lega á kúpuna vegna vanhugs- aðra þotukaupa. Þótt enginn vilji viðurkenna það, komu þoturnar alltof fljótt. Nægur grundvöllur fyrir þær var ekki til þá og er ekki til enn. Það er raunverulega ekki til nógu margt fólk, sem vill borga háar upphæðir fyrir að verða fáeinum tímum fljótara. Meðan þotuæðið stóð yfir yoru tiltölulega nýjar skrúfuvélar seld ar fyrir smáskilding. Meðal kaup enda voru mörg lítil fyrirtæki á borð við Loftleiðir, og þau gátu þannig komizt yfir útbún- að sinn ódýrt. Lélegur undirbún ingur við skiptin og mikið tap lagðist -þess vegna á SAS sem hafði alltof þunga byrði að bera fyrir. Þótt samkeppnin frá íslend- ingum komi ekki til, stendur SAS þess vegna ákaflega tæpt, svo tæpt, að hægt er að spyrja pjálfan sig, hvort Norðurlönd hafi raunverulega efni á þessum tilkostnaði. Að vísu tókst Nicolin að losna við nokkur þúsund ónauðsynlegra útgjaldaliða; hann minnkaði yfirbygginguna og afpantaði þotur, sem ekkert fé var til að greiða fyrir og tókst með fleiri ráðstöfunum að færa SAS í grennd við jörðina aftur. En árangurinn hefur samt ekki orðið sá, sem vonazt var eftir. Tapið minnkaði, en það er enn þá nálægt 3 milíjónum. Og þar sem hér er að ræða um að mestu leyti ríkisfé, væri ekki undarlegt, þótt skattgreiðendur segðu nei einn góðan veðurdag. Athugun á þvf, hvort almenning ur sé fús að borga fyrir það, að við getum stært okkur út á við af því að eiga svo tiginn hlut, sem alþjóðlegt flugfélag, mjiBdi að öllum líkindum ekki leiða til niðurstöðu SAS í hag. Og hver getur í þessu sam- bandi ímyndað sér að ein ódýr- ari flugleið yfir Atlantshafið geti komið fyrirtækinu á réttan kjöl. Ekki sízt, þegar þetta „auglýs- ingaverð“ þýðir beina sam- keppni við eigin þotur SAS. Hið lága verð Loftleiða hvílir á allt öðrum grundvelli. Fyrir- tæki, sem ber sig, stendur allt öðru vísi að vígi en fyrirtæki, sem haldið er gangandi með stór- um skömmtum af upplífgandi ríkisfé og öndunaræfingum und- ir leiðsögn IATA. Sannleikurinn um SAS er allt annar. Farþegaflug í þeim mæli, sem félagið talar um, krefur mikils farþegafjölda. Fimmtán milljónir Norðurlandabúa nægja ekki til þess. Það eru til stærri flugfélög í stærri löndum, sem eiga í erfiðleikum. Það þýðir ekkert að benda á minni rekstr- arkostnað þotanna, meðan út- reikningarnir byggjast á farþega tölu, sem SAS hefur ekki. Á árunum eftir stríðið mokaði SAS inn fé á kostnað styrjaldar landanna. Starfsemin þá var hin sama og starfsemi Loftleiða nú, þó með einum mikilsverðum mun. SAS var eitt um hituna, framgangurinn byggðist ekki á samkeppni. Síðan hafa fornfræg flugfélög risið úr rústunum og viljað taka við flugferðum heimalanda sinna. SAS hefur átt í ströngu stríði til að halda réttindum sín- um og finnur sér nú allt í einu ógnað með sama vopni. Þegar ekki er lengur hægt að hagnast á aðstæðunum, er far- þegafjöldinn ekki nægur. Til- vera SAS sem stórfyrirtækis hef ur kostað geysilegt fé. Og nú eru þeir stóru beðnir um aðstoð gegn litlum, en kjaftfoi-um snáða, sem dirfist að fljúga eins og almenningur óskar eftir, án þess að lúta í lotningu fyrir innan- tómri stærð norræna flugfélags- ins. Við þessar aðstæður velcur furðu, að SAS, sem fjárhagslega stendur ver að vígi, skuli bjóða Loftleiðum samvinnu. Fyrr eða síðar verður að segja sannleikann. SAS hefur eins og er enga möguleika á því að bera sig fjárhagslega, og möguleikarn. ir minnka um leið og réttindin til flugs til ýmissa landa miss- ast. Það er þess vegna kominn tími til að Norðurlönd hætti að skipta sér af alþjóðaflugi. Við þörfnumst fyrst og fremst góðs innanlandsflugs. Til þess á rétti lega að verja skattafénu. Til þess að fljúga okkur úr landi, eru margir, sem betur standa fjár- hagslega, meira en fúsir. Hvers vegna ekki að notfæra sér t. d. Loftleiðir? larnaskemmtun Leikfélagsins LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR endurtekur barnaskemmtun sína i Háskólabíói í dag, sunnudag — Barnaskemmtanir þessar eru haldnar til ágóða fyrir húsbygg- ingarsjóð félagsins og í fyrra voru haldnar átta slíkar skemmt anir, ávallt fyrir troðfullu húsi. Engin furða er, þótt börn sækist eítir aði komast á þessar skemmt anir, því á þeim koma hinir ( snjöllu leikarar félagsins-fram og skemmta börnunum og auk þeirra koma nú fram þeir Jón Sigur- björnsson og Bessi Bjarnason og Carl Billich, píanóleikari, drengja lúðrasveit undir stjórn Páls Pam- p’chlers Pálssonar og hin vinsæla hiiómsveit Svavars Gests. Vegna annarra starfa leikar- nnna mun ekki unnt að endur- nka skemmtunina aftur og eru pctta þvl siðustu forvöð að njóta hinna ágætu skemmtiatriða. [ N N, sunnudaginn 13. janúar 1963 — / /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.