Tíminn - 13.01.1963, Qupperneq 7

Tíminn - 13.01.1963, Qupperneq 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarmn Þó'iarinsson <áb>. Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri Sigurjón Davíðsson Pttstjórnarskrifstofur 1 Eddu núsinu Afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka stræti 7 Símar 13300—18305 - Auglýsingasími: 19523 Af greiðslusimi 12323 - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan lands I lausasölu kr 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — „Hið ytra tákn“ í forustugrein Dags 9. þ.m. er viki'ð að þeim um- mælum í áramótaræðu Ólafs Thors að sparifé í bönkum og sparisjóðum hafi nær tvöfaldazt síðan í febrúar 1960 eða aukizt úr 1825 milli. kr. í 3287 millj. kr. Aukningin á viðreisnartímanum nemi þannig „nærri því jafnhárri upphæð og þjóðin hafi nurlað saman frá landnámstíð fram á þennan dag“. Ólafur segir enn fremur að þessi aukning sé „hið ytra tákn um mátt þjóðarinnar til að fást við ný verkefni". Dagur segir síðan: : „Það munar um minna! Svona vel hefur „viðreisnin" gefizt! Sparifjáraukningin nemur á hennar tíma jafn- hárri upphæð eins og íslendingar höfðu áður „nurlað saman allt frá landnámsöld og fram á þennan dag“. Ó, þú skemmtilegi forsætisráðherra! „Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár“, ef svo býður við að horfa. Hvernig er með krónurnar, sem hinn léttlyndi forsæt- isráðherra ber saman? Eru þær sambærilegar á þann hátt, sem hann við hefur? Voru sparifjárkrónurnar i febrúar 1960 af sömu stærð og sparifjárkrónir > eru nú? Nei, það er öðru nær. í bókinni „Viðreisnin1!, sem ríkisstjórnin gaf út 1960, segjr að gengi Bandaríkjadollars í febrúar 1960, að við- bættum yfirfærslugjöldum, sé kr. 21,22—25,30. Nú er sá döllar skráður á kr. 43,06. Um hann má því segja þa? sama og forsætibráðherrann segir um sparifjárinnstæð- una: Hann hefur á þessum tíma nálega tvöfaldazt í verði gagnvart íslenzkri krónu. Hið sama segir um allan erlendan gialdeyri. Gagnvart lionum eru því sparifjárinnstæðurnar nú í heild ekki meira virði en þær voru í febrúar 1960. Og dýrtíðin í inn- anlandsviðskiptunum skapar þeim svipuð örlög þar. Staðreyndin er þessi: Ríkisstjórnin hefur með sínum tveim gengisfellingum og margs konar glappaskotum n'iinnkað svo gildi islenzku krónunnar, að þó forsæt'1' ráðherrann geti sagt, að spariféð í bönkum og sparisjóð- um hafi aukizt að krónutölu um nálega helming, hefur v þaö að gildi ekki gert betur en að standa í stað. Þetta er afar slæm niðurstaða, ekki sízt' þegar á ba' or litið, að metár hafa verið í aflabrögðum og sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu stjórnarvalda þess að koma í veg fyrir, að þjóðfélagsþegnarnir legðu þessi ár sparifé sitt í framkvæmdir. Forsaetisráðherrann segir í málsgrein þeirri, sem upp haflegá var til vitnað, að spariféð sé ,hið vtra tákn um mátt þjóðarinnar til að fást við ný verkefni.“ Þetta • skynsamlega mælt. En svo ógætinn eða órökvís er þessi gleðimaður, að með því að auglýsa hvernig þetta „ytra tákn“ hefur „þróazt“ undir ríkiss.tjórn hans, þá bendir hann á eina af sterkustu sönnunum fyrir því, að stjórninni hefur geipilega mistekizt. Skröksaga í Mbl. Mbl. segir í gær, að vinstri stjórmn hafi leitað samn- inga um fríverzlun. Þetta er tilhæfulaust. Stjórnin fylgd- ist hins vegar með viðræðum, sem urðu um þessi mál innai; Efnahagssamvinnustofnunarinnar, en þegar þær leiddu til þess, að Evrópuríkin klofnuðu i tollabandalag fSBE) og fríverzlunarbandalag (EFTA) ákvað stjórnin. að ísland gæti hvorki gengið í tollabandalag eða fríverzlun- arbandalag og yrði því að standa utan við, likt og Banda- ríkin og Kanada. GEORGE MALC0LM THOMSOM: Gaitskell nýtur mikils álits Veikindi hans vaida því aliri brezku þjóðinni áhyggjum ÞEGAR Hugh Gaitskell verður veikur og er fluttur í sjúkra- hús veldur það allrj þjóðinni áhyiggjum. Fólki verður allt í einu ljóst, og liggur við að undrast, að á þingbekkjum stjórnarandstöðunnar er ekkert forsætisráðherraefni að sjá, sem getur komið í stað hans. Það er ekkert vafamál, að Gaitskell yrðj aðgengilegur, virðulegur og snjall forsætis- ráðherra. Hann hefur öðlazt mikla -leikni í sinni grein síð- ustu arin. Hann hefur vaxið mjög mik- ið að áliti og einnig í pó:li- tískri leikn. Fyrstu einkenni hins raunverulega Gaitskell komu fram á fáeinum mínút- um kvöldið 5. október 1960. tá reis Gaitskell upp úr röðum Verkamannaflokksins sem mik ilhæfur stjórnmálamaður, og öðlaðist virðingu pólitískra andstæðinga sinna engu síður en þeirra karla og kvenna, sem fylgdu honum.að málum. ÞAÐ VIRÐIST nú Ijóst orSið, að Hugh Galtskell, foringi brezka Verkamannaflokksins getur ekki mætt á þingi fyrr en í marz eða april í fyrsta lagi. Hann veiktist rétt fyrir jólin og varð þá að fresta för, sem hafði verið ákveðin til Moskvu í boði Krustjoffs. Honum var þá spáð skjótum bata, en veikindi hans hafa reynzt illkynjaðri en búizt var við í fyrstu og liggur hann enn heldur þungt haldinn. Það er lungnasjúkdómur, er þjáir hann. Læknar telja nú, að hann verði ekki fær til meiri háttar starfa næstu mánuðina, þótt hann nái eðlilegum bata. Að sjálfsögðu hefur mikið verið rætt í Bretlandi um þessi veikindi Gaitskell og þykja þau koma á óheppilegum tíma fyrir Verkamannaflokkinn. Hér á efttr fer grein, sem Daily Express birti í seinustu viku í tilefni af þessum veikindum Gaitskells: FRÚ GAITSKELL á leið til spítalans, þar sem maður hennar liggur. Hún hefur verið mikið hjá honum, og m. a. lesið fyrir hann. dugnaðarmaður, en ef til vill ekki í þyngsta flokki. En eftir atburðina á Scarborough-fund- inum gat enginn efazt lengur um hæfileika hans. Hinn nýi Gaitskell var vel frambærilegur og ef til vill dá- lítið miskunnarlaus baráttu- maður. Tryði hann á eitthvað, af sannfæringu og í einlaégni, þá hlaut hann að standa við orð sín og berjast, — berjast af alefli gegn hinum voldug- ustu vertkalýðsforingjum, gegn þeim konum og körlum innan Verkamannaflokksins, sem áttu miklu fylgi að fagna, og gegn hlutleysi og hálfvelgju-stuðn- ingi þeirra, sem hefðu átt að standa við hlið hans. Gaitskell bar sigur úr býtum og hafði fært sönnur á hug- rekkj sitt og staðfestu. Upp frá þeirri stundu var hann hús- bóndi í flokki, sem hefur einna sízt allra brezkra flokka lotið húsbændum. BARÁTTAN stóð um tiltölu- lega lítilvægt efni, þ.e.a.s. H- sprengjuna. En það var miklu meira, sem var í húfi í raun og veru. Gaitskell var að berj- ast gegn þeim öflum í flokkn- um. sem hafa þjáð hann um langan aldur og svert hann í augum margra kjósenda. Þessi öfl hafa, með þröngsýni sinni, þrætugirni, kreddukenningum, tilfinningasemi og ábyrgðar- leysi í viðhorfum, gert Verka- mannaflokkinn að hávaðasöm- um og öflugum andstæðingi á stundum, en spillt fyrir því, að ménn gætu hugsað sér hann sem aðgengilegan stjórnar- flokk. Gaitskell gerði þessu fólki verðug skil. Hann sigraði það, og knúði nöldurseggina til þess að hlýða sér ÞAÐ KOM greinilega fram á Brighton-ráðstefnunni fyrir þremur mánuðum, hve Gait- skell er óháður í dómum sín- um og á auðvelt með að hugsa út frá hagsmunum þjóðarheild arinnar. Hann bar fram rök- fasta gagnrýni á fyrirhugað fyrirkomulag Efnahagsbanda- lag Evrópu og skoðaðí það í ljósi þúsund ára sögu Breta eins og vera bar. Sigur sá. sem hann hefur 'innið í flokki sínum síðan 1960. hefur einn galla- sem töluverður ljómi leikur þó ó Framhald á bls 13 | VIÐURKENNING almennings kom á augabragði, vegna þess, hve þetta aerðist á áhrifamik- inn hátt Þetta gerðist þegar Gaitskell reis upp gegn sumum herskáustu og dáðustu flokks- mönnum sínum út af deilunni um afnám kjarnorkuvopna og gaf eftirfarandi yfirlýsingu: „Það kann að vera, að við töpum í atkvæðagreiðslunni í dag . . . . en sumir okkar munu berjast, berjast, berjast áfram og til þrautar, til þess að bjarga flokki okkar, sem okkur þykir vænt um.“ Enginn, sem heyrði hina óþýðu rödd hans, sá krepptan hnefann og hörkusvipinn á and litinu, gat efazt um. að hann mundi berjast án afláts hvern asta orð. sem hann -inði Hann mundi berjast án afláts hvern einasta dag vikunnar og1 — hver gat efazt um að hann sieraði að lokum? ALLIR höfðu þekkt Gaitskell sem hljóðlátan mann, með dá- lítinn hefðarsvip, sem bar glögg merki mikillar menntun ar og var þægilegur og við- kunnanlegur í umgengni. Hann hafði verið fjármálaráðherra í stjórn sósíalista. þegar næsta lítill Ijómi eat leikið um mann i þeirn stfiðn En ljóminn um hann hafð. verið furðu bjartur Hann var viðurkenndur sem z TI M I N N , sunnudagmn 13. janúar 1963 —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.