Tíminn - 13.01.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.01.1963, Blaðsíða 9
meS ákvörðunarvaldi felli til- lögur kommúnistaflokksins. í slíku stjórnarkerfi verður það, sem skeður fyrir kosning- arnar enn mikilvægara. Þekkir flokkurinn ,,kjósendur“ sína nógu vel? Hefur hann þann undirbúning, gerir hann þá stefnuskrá og býður hann fram þá menn, að þjóðarskoðunin ráði. Að líkindum hafa þjóðar- áhrif á kínverska stjórn verið afar lítil fyrir þremur árum, jafnvel i héraðsmálum. En nú eru þessi áhrif greinileg. En þessi munur kemur ekki fram í kosningunum, sem hljóta að- eins að verða staðfesting á fyrri ákvörðun. ÞJÓÐARVIIJINN Þetta stjórnai'form er ekki forsögulaust í Kína. Þegar til- nefna skyldi frambjóðendur til borgarembætta fyrr á árum, komu fulltrúar ætta og stétta- hópa saman til þess að kanna styrkleikahlutföll sín. Þegar sjálf kosningin skyldi fara fram var venjulega ekki milli neinna að kjósa, því að minnihluta- menn höfðu þegar dregið sig í hlé og lýst samþykki við þann, sem valdið hafði. Enn í dag eru það slíkir samningahættir en ekki opinber stjórnarandstaða, sem kínverskur almenningur sækist eftir í viðleitni sinni til þess að auka árrif sín. f hvaða stjórnarfari sem er er það hættulegt að gera of mikið úr vilja þjóðarmeirihlut- ans. Þjóðarviljanum má óefað breyta með áróðurseinokun rik isins, en það tekur langan tíma að fella slikar breytingar í far veg. Það er unnt að stjórna gegn meirihlutavilja þjóðar í Ein af myndum SVEN LINDQVtST frá Peklng — ískökusalar á götunnl, A BOTNI KREPPUDALSINS vissum tilfellum, einkum ef hægt er að rökstyðja athöfnina með siðíræðilegum kennisetn- ingum, sem njóta almennrar við urkenningar. Eg held, að sænsku áfengislögin uppfylli aðeins óskir háværs minnihluta. Það er slíkur framvirkur minni hluti, sem stjórnar Kína og setur fram kröfur sínar í nafni þjóðernisrembings, samfélags- umbóta og annarra háleitra kennisetninga, því að annars mundi fólkið aldrei verða við þessum kröfum af frjálsum vilja. En því eru takmörh sett. hve langt er unnt að víkja frá augljósum óskum almennings í þeirri mynd, sem þær mundu koma fram við frjálsar kosning- ar. Kínverski kommúnistaflokk- urinn hefur viðurkennt, að ekki er unnt að stíga áfallalaust yfir þessi takmörk. Með hinum alvarlega leik okkar með kjör- seðilinn, komust við hjá þeirri trausts kreppu. sem nú ríkir í Kína. Það er líka mikilvægara að skrá niður óánægjuorð fólks ins í frjálsum umræðum við opinberar kosningar, en að láta hana brjótast út í víðtækum leyniverkföllum En ég held, að sósíalistísku löndin gætu komið á svipaðri hlustun í sínu stjórnarkerfi. í Kína er um þessar mundir mikil áherzla lögð á blaðavið- töl, óformlegar spurningar, til- lögur, bréf og fleira af því tagi. Forsenda þess, að skoðanir al- mennings geti komizt til áhrifa með þessum hætti, er að sjálf- sögðu sú, að réttaröryggið sé stöðugt. í Kína muna menn of vel valdarán enn þá til þess að nokkurt raunverulegt skoðana- frelsi geti átt sér stað. FLOKKURINN Það er jafnóhugsandi, að flokkur, sem hefur öll völd í hendi, efli andstöðuflokka til samkepþni, og að andstöðu- flokkar, sem þegar eru til, láti af hendj af frjálsum vilja þau tögl, sem þeir hafa. Þeir, sem búast við því, að margra flokka stjórnarkerfi komist á fót í kommúnistaríkjum, verða vafa laust að bíða lengi. Hins vegar höfum við ástæðu 'til að búast við vaxandi tjáningarfrelsi. meiri tillitssemi við önnur sjón armið og breiðari skoðanavangi innan hins ráðandi flokks, valda skiptingu milli áhrifaríkra stofn ana. efnislegri málflutningi og meira tilliti við óskir almenn ings. Jafnvel innan eins- flokks kerfisins geta sósíalistisku rík in þróazt langt í þessa átt Hreyfiaflið er ekkj aðeins fólá ið í hugsjónasannfæringu ein stakra manna, heldur miklu fremur í óttanum við kreppur eins og þá, sem nú herjar Kína. Þegar við spyrjum, hvernig það sé að búa við kommúnisma, gerum við það með hliðsjón af okkar eigin framtíð. Undir spurningunni býr kvíði vegna valdaþenslu kommúnistaríkj- anna, og fullyrðinga hinna gunnreifu foringja þeirra um það, að við munum öll að stuttum tíma liðnum búa við þetta skipulag. Það hefur ver- ið lærdómsríkt að búa nokkur ár meðal fólks, sem telur það, sem okkur er óttaefni, auð- sæjar, sjálfsagðar og ánægju- legar framtíðarhorfur. Tortímingarsýnir okkar hafa engin áhrif á Kínverja. Við- horfsráðendur fólksins hafa á skeiði nokkurra síðustu kyn- slóða verið í menningarlegri breytingadeiglu, sem valdið hefur á þeim meiri umskiptum, en kommúnisminn yrði okkur. Það vorum við vesturlanda- menn. sem áttum sök á þeirri breytingu Kínverskum stjórnar háttum, trúarbrögðum. sið fræði. efnahagskerfi 00 heims- ' skoðun var kippt upp með rót- um, þegar vesturlandamenn réðust inn í Kína. Hin kommúnistíska stjórn hefur þrýst sumum þáttum þess ara áhrifa dýpra inn [ þjóðar- sálina en áður var orðið. En hún hefur líka byggt ofan á grunn hins gamla samfélags. Með hliðsjón af hinu mikla fráhvarfi frá fyrri lífsvenjum síðustu öldina, hefur kommún- isminn með sínum föstu kenni- setningum og aga, sinni grunn hugsun og meginreglum, orðið Kínverjum að sumu leyti sem framhald fyrra lífsforms, sem enn nýtur mikillar virðingar í kínversku samfélagi. í augum okkar vesturlanda- búa er kommúnisminn ógnun við þjóðfélag okkar og menn- ingu. í augum Kínverja er hann fremur þjóðernisleg endur- vakning og endurtenging mikil- vægra þátta í fyrri menningu þeirra. KÍNVERJINN Kínverji, sem á þessu ári er sextíu og tveggja ára að aldri, hefur vaxið á legg undir kín- verskri keisarastjórn, sem virt- ist óhagganlegt vald. f æsku hans gátu fáir hugsað sér nokkra breytingu á þúsund ára Iífsformi. En þegar hann var ellefu ára, hrundi keisararikið Kína kurlaðist í héraðsríki sem stjórnað var a-f herstjór um, er áttu í sífelldu stríði sín á milli, og það var ekki fyrr en hann var tuttugu og átta ára. sem landið var sameinað að nýju undir veldi Chiang Kai Sheks. En aðeins þremur árum síð- ar tóku Japanir Mansjúriu og hófu pólitíska sókn, sem brátt varð opið stríð. Frá því hann var 37 ára til 48 ára aldurs bjó hann við japanskt hernám. Síð- an kom fjögurra ára borgara- styrjöld, en svo tóku kommún- istar völdin 1949. f lífi slíks manns er efnahags kreppa ekkert heimsundur. Hann hefur ekki þekkt neina aðra stjórn, sem hefur getað varðveitt stöðuga efnahagsþró- un. Traustskreppa er honum heldur engin nýlunda. Fyrri stjórnir hafa aðein.s ekki átt neinu trausti að tapa hjá þjóð- inni. Og þar sem fyrri kreppur voru tákn um hægfara upp- lausn þjóðfélagsins, hafa þess- ar kreppur skollið yfir vegna virkrar tilraunar til þess að leysa vanda þjóðarinnar, þó að mistök hafi orðið j þeirri *til- raun Hann sér þess ljósan vott, að þjóðfélagskerfið. sem flokkur- inn vill koma á. er í ýmsum að alatriðum bein orsök núverandi örðugleika. En hann veit þa,ð Hka, að Kína mundi vera fá tækt og illa stætt, hvernig sem oltið hefði. Þess vegna tengir Pramh *> 13 dði- T í IVIIN N, sunnudaginn 13. janúar 1963 sa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.