Alþýðublaðið - 21.02.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.02.1940, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 21. FEBR. 1940 H.C.ANpER/’EN Ljóti andarunginn 68) Það skiptir engu, þótt unginn sé fæddur í andagarðinum, ef hann kemur úr álftareggi. Unginn var afar glaður og svanirnir syntu til hans og struku hann með nefinu. 69) Og svo komu börn út í garðinn og köstuðu brauði til svananna og börnin hrópuðu: — Þerna er þá kominn einn 1 viðbót. Og börn- in voru ákaflega kát. 70) Þá varð unginn ákaflega feiminn og stakk höfðinu undir væng- inn. Hann var ákaflega hamingjusamur, en samt ekkert stoltur, því að sá sem er góðhjartaður verður aldrei stoltur. Hann minntist þess, að hann hafði sjálfur verið ljótastur allra, en var nú feg- urstur allra. fugla: Og svanurinn hrópaði: — Þetta dreymdi mig ekki um, þegar ég var ljóti andarunginn. Títuprjónar, 1. Morgunblaðinu gerist örðug af- staðan út af sjómönnunum og réttmætum óskum þeirra um kjarabætur. Blaðið gaf ávísun . á viðskiptamálaráðherra út af gjaldeyri til sjómanna. Þar var auðveld afstaðan, þegar Fram- sóknarmaður átti í hlut. : 2. . Lifrin og stríðsáhættuþóknunin er erfiðari viðfangs fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Þar eru þeirra eigin flokksmenn, sem ráða. Þar 'gagnar ekki að gefa ávísun á ráðherra Framsóknarflokks- ins. Og þar er ekki heldur með réttu hægt að vísa til félags- málaráðherra. Hann stóð að vísu að því að tryggja sjó- mönnúm og verkamönnum verulegar uppbætur vegna vaxandi dýrtíðar og reyndi af öllum mætti að tryggja rétt- látan vinnufrið. 3. En félagsmálaráðherra mun án efa gera allt sitt til þess að sjó- mennirnir fái fullnægt sann- girniskröfum út af lifrinni og stríðsáhættuþóknun. En hann skortir þau áhrif á útgerðar- menn, sem atvinnumálaráð- herra hefir. En vill þá Sjálf- stæðisflokkurinn gefa félags- málaráðherra sjálfdæmi um lausn þeirra mála? 4. Ákvörðun um stríðsáhættu- þóknun sjómanna er algerlega á valdi útgerðarmanna. í því máli geta þeir sýnt, að lofsorð þeirra um „hermenn hafsins“ séu meira en orðin tóm. Að ó- reyndu skal því ekki trúað, að sjómönnunum verði þar ekki * sýnd sanngirni. En það sem af er, gefur þó nokkra ástæðu til tortryggni. 5. Ef fullkominn vilji væri fyrir höndum meðal útgerðarmanna, myndi án efa vera unnt að finna viðunandi lausn á málum sjómanna hvað lifrina snertir. Ákvæði gengislaganna myndu ekki vera til fyrirstöðu. 6. Annað hvort er lifrin hlunnindi, sem heimilt er að semja um, eða þá að hún er kaup, sem þá mætti lagfæra með álagi stríðs- áhættuþóknunar. Reynir því fyrst og fremst á vilja útgerð- armanna og Sjálfstæðisflokks- ins yfirleitt. Allt ber því að ein- um og sama brunni: Ef sann- girni og góðvilji er fyrir hendi, er hægt að búa svo um mál sjómannanna, að hetjulund þeirra og dugnaður fái fulla viðurkenningu í verki. 7. Ef viðskiptamálaráðherra verð- ur við óskum sjómanna hvað gjaldeyrisnotkun snertir, sem studdar eru af Alþýðuflokkn- um og að því er virðist Morg- UMRÆÐUEFNI Hvað dvelur útkomu nýju símaskrárinnar? Spurningar — og svör landsímastjóra. Frestur handa gömlum fé- lögum MFA. Vindlingavélar og sparnaður. Fyrirspurnir og svör um skattskýrsluna. Úthlutun ellilaunanna. Eftir hvaða reglum er farið? —o— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. MENN ERU FARNIR að undr- ast það, hve seint gengur með útkomu símaskrárinnar að þessu sinni. Hún mun aldrei hafa komið svona seint út, og' hefi ég fengið fyrirspurnir um þetta. Ég spurði landsímastjóra um þetta í gær, og sagði hann að það væri ekki nema von. að fólk spyrði um þetta. Ástæðan fyrir því að síma- skráin er enn ekki komin er sú, að um leið og ný símaskrá kemur, verða alltaf einhverjar breytingar á símum og til þeirra breytinga þarf ýmis konar efni, sem hefir verið erfiðleikum bundið að fá núna undanfarið. Þetta efni er nú komið hingað loksins og það munu ekki líða margir dagar þar til að símaskráin kemur. EF ÞESSAR BREYTINGAR, sem hér er rætt um, eru ekki gerð- ar um sama leyti og símaskráin kemur út, þá er mjpg hætt við ým- is konar ruglingi þegar hringt er upp og til að koma í veg fyrir það hefir símaskráin enn ekki komið. ALLAR BÆKUR Menningar- og fræðslusambands alþýðu eru nú komnar út fyrir nokkru og ljúka allir upp einum munni um það. að ekkert bókaforlag hafi valið eins góðan bókakost í einu til útgáfu og MFA að þessu sinni. Hver bók- in af annarri er úrvalsbók. KAUPENDUR BÓKANNA, eða öllu heldur félagar MFA, skipta nú orðið mörgum þúsundum og fer stöðugt fjölgandi. 1938 var það skipulag viðhaft að bera bækurnár til félagsmanna, en þessu hefir nú verið hætt af ýmsum ástæðum, meðal annars til að spara, enda hafa svo að segja allir komið sjálf- krafa til skrifstofu sambandsins til unblaðinu, þá fást með samn- ingum og samkomulagi góð málalok. Ef Sjálfstæðisflokkur- inn styður Alþýðuflokkinn út af óskum sjómanna í sambandi við lifrina og stríðsáhættu- þóknunina, ættu útgerðarmenn undan að láta. Þá fengizt einn- ig með frjálsum samningum og samkomulagi lausn þess máls. En þá mun ekki heldur standa á sjómönnunum að halda áfram að leggja líf sitt í hættu til þess að draga björg í bú. En það er þjóðinni vissulega fyrir mestu á þessum alvörutímum. X + Y. DAGSINS. að sækja bækurnar og borga árs- tillag sitt. Þó munu um 200 manns enn ekki hafa sótt bækurnar fyrir 1939, og er þeim nú gefinn frestur í eina viku, eða til næstu helgar, að vitja bókanna og greiða árstil- lagið, 10 krónur. Verður að gera þetta vegna þess, að nú bíða um- sóknir frá nokkrum hundruðum manna, sem ekki geta fengið bæk- ur. fyrr en séð er að gömlu kaup- endurnir sæki ekki bækur sínar. NÆSTKOMANDI MÁNUDAG verða því þeir, sem hafa óskað að fá bækurnar, látnir fá þær og skráðir um leið sem fastir kaup- endur. Um leið verða þeir, sem voru kaupendur 1938 og þá hafa ekki sótt bækurnar fyrir 1939, strikaðir út af félagaskránni. „SMOKER“ skrifar mér: „Því hefir löngum verið við brugðið, hversu ósýnt okkur er um sparnað á öllum sviðum íslendingum, og hversu ríka tilhneigingu við höf- um til að berast á og lifa langt um efni fram. Má þar t. d. nefna tó- baksreykingar okkar. Þótt þær virðist smáatriði fljótt á litið. eru þær þó stór útgjaldaliður ef að er gáð, sem ekki væri úr vegi að lækkaði til muna. En hvernig? munuð þið spyrja. Með því að hætta að reykja? Víst væri það ákjósanlegast. Það þarf þó varla að láta sér detta í hug að úr því yrði, þótt haldin væri heil út- breiðsluvika til útrýmingar tó- baksins í útvarpinu. En með því t. d. að vefja vindlinga sína (síg- arettur) sjálfur, eins og fjöldi út- lendinga gerir, og íslendingar nokkuð, en þó allt of lítið, má spara stórar fjárhæðir árlega, eða fast að % reykingakostnaðarins, þannig að „sígaretta", sem kostar tilbúin 9—10 aura, kostar á þann hátt ekki nema um 3 aura, og er þó fullt eins góð.“ „MÉR FINNST að fólk ætti að nota sér þetta sem almennast" í þeirri dýrtíð, sem nú er, og vil ég benda því á að mjög hándhægar vélar (óþekkjanlegar frá útlendri framleiðslu) til þessa fást í tóbaks- verzl. London og fleiri verzlunum, og kosta þær aðeins um 2 kr. Papp- írinn fæst í flestum tóbaks- og ný- lenduvör uverzlunum. ‘ ‘ GUGGA skrífar á þessa leið: „Vinkona mín sagði mér um dag- inn, að skattstjórinn vilji ekki leyfa okkur smælingjunum að draga sjúkrasamlagSgjaldið frá tekjum okkar og það stendur þó á skattaskránni, sem hann hefir sent mér •— en það eru víst bara burg- eisarnir, sem mega það. Viltu ekki, Hannes minn, fara upp í Alþingið og segja þeim að þeir verði að laga þetta, annars fá þeir ekki tvo aura í skatt frá mér.“ ÉG HEFI spurst fyrir um þetta á Skattstofunni, og þar er mér sagt að skv. lögum megi ekki veita frá- drátt fyrir sjúkrasamlagsgjald og stéttarfélagsgjald samanlagt meir en 2 af hundraði af nettotekjum. Það er rétt hjá þér, Gugga, að þetta er í þveröfuga átt við anda skattalaganna, að neita þeim, sem lægstu tekjurnar hafa, um frádrátt fyrir lögboðin gjöld; takmarkið hefði auðvitað ekki átt að miða við tekjurnar, heldur við ákveðna upp- hæð, t. d. 100 kr. fyrir einstak- linga og 200 kr. fyrir hjón, eða þá að hafa ekkert takmark. GESTUR skrifar mér: „Alþýðu- blaðið er öðru hvoru að birta heildartölur þær, sem komu til út- hlutunar tií elli- og örorkubóta á síðastl. ári, en talar minna um efti- ir hvaða reglum er farið við þá úthlutun, og allra sízt eftir hvaða reglum er synjað unr styrk. Nú langar mig, Hannes, að biðja þig að greiða fyrir forvitni minni.“ „Á EINUM STAÐ í Reykjavík býr ekkja 67 ára með fjórum dætr- um sínum. Elzta dóttir hennar er rúmlega fertug og hefir verið al- ger öryrki í 15 ár, þannig að hjálpa verður henni í fötin og að matast. Fékk stúlkan víst lömunar- veiki eða svefnsýki og varð svona upp úr því. Yngri systurnar, sem sumar eru pýkomnar af unglings- árum, hafá að vísu oftast eitthvað að gera, af því þær eru myndarleg- ar og ástundunarsamar. Gamla konan er algerlega eignalaus og farin að kröftum eins og títt er um fólk á hennar aldri, en ber sig að hugsa um matinn handa þeim mæðgum og sjá um sjúklinginn meðan systurnar eru í vinnu.“ „NÚ SÓTTI ÞESSI KONA í haust um elli- og örorkubætur fyr- ir sig og dóttur sína og fyllti út umsóknareyðublöðin eftir beztu vitund. Öryrkinn dóttir hennar fékk kr. 200,00, og hefir fengið það 2—3 undanfarin ár, en móðirin fékk ekki einn eyri. Fyrir tveim árum fékk hún þó einhvern „glaðning“ frá ellitryggingunni sem viðurkenningu þess, að hún væri þó verð ellistyrks.“ „HVERNIG FER NÚ úthlutun- arnefnd að réttlæta þessa neitun? Eða hverjar eru reglur í Rvík fyr- ir þessum styrkveitingum? Verður fólk að „segja sig til bæjarins“ til að fá elli- og örorkubætur? Eða þarf umsækjandi að eiga einhvern sérstakan talsmann í framfærslu- nefnd, kannske gefa pólitíska trú- arjátningu Á ekki 67 ára eigna- laus manneskja skilyrðislausa kröfu til ellilauna samkv. elli- tryggingalögunum Eða öryrkinn í rúminu, á hún ekki kröfu til hærri örorkubóta? Éða eiga þess- ar mæðgur að níðast árum saman á fórnfýsi eignalausra skyld- menna? Eða gerir framfærslunefnd sér ekki far um að kynna sér hagi þeirra, er sækja um elli- og ör- orkubætur?“ „ÞESS SKAL AÐ LOKUM get- ið, að kona þessi, sem hér hefir verið minnzt á, á fyllilega skilið að fá ellilaun. Hún bjó lengi í sveit við fremur lítil efni; kom upp mörgum börnum og var þeim góð móðir. Hefir verið ekkja í 18 ár og er nú þrotin að kröftum. Hverj- um bera ellilaun ef ekki henni?“ VIÐVÍKJANDI þessu bréfi vil ég segja þetta: Samkvæmt lögun- um um ellilaun og örorkubætur er heimilt að veita gamalmennum, sem þess þurfa og sem eru orðin 67 ára og eldri ellilaun og yngra fólki ör- orkubætur ef það hefir misst helm- ing eða meira af starfsorku sinni. Þetta segja lögin, en sveitarstjórn- ir og bæjarstjórnir hafa úthlutun- ina með höndum og þær eru ákaf- lega misjafnar. Lögin gera ekki ráð fyrir því, að allt gamalt fólk fái ellilaun eða öryrkjar örorku- bætur. Þær takmarkanir eru sett- ar, að viðkomandi stjórnarvöld verði að dæma um það í hverju tilfelli, hvort umsækjandi hafi þörf fyrir stuðninginn og þá hve mikill hann þurfi að vera. Ég get ekki sagt Gesti hvernig stendur á því, að gamla konan eða öryrkinn hennar ekki fá meiri stuðning og það er aðeins hægt að fá að vita með því að snúa sér til úthlutunar- nefndar Reykjavíkur. — Þar er á- reiðanlega margs konar misrétti látið viðgangast. ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefir birt nið- urstöðutölurnar frá ellitryggingun- um til að sýna fram á það, hve geysileg hækkunin hefir verið á ellilaunum og örorkubótum, því að hvað sem ýmis konar misrétti líð- ur, sem á sér stað í framkvæmd þessara laga, þá er ólíku saman að jafna ástandinu eins og það var áður og eins og það er nú undir hinum nýju lögum. Hannes á horninu. Skilagrela frá merkja-og blaðasðlndegi Sambands islenzbraberklasjúHinga 8. október 1989. Frá Akranesi 125 kr„ Borgar- nesi 55, Stykkishólmi 55, Patreks- firði 97,50, Dýrafirði 50, Bíldu- dal 50, Isafirði 338,50, Hvamms- tanga 50, Blönduósi 40, Sauðár- króki 90, Siglufirði 295,15, Húsa- vík 76,80, Neskaupstað 118,50, Seyðisfirði 96, Eskifirði 62, Djúpa vogi 24,95, Hornafirði 36,55, Vest- mannaeyjum 228,25, Stokkseyri 22, Eyrarbakka 29, Kópavogi 21, Vífilsstöðum 158, Akureyri 465, Keflavík 85,10, Fiatey. 20, Vík í Mýrdal 7,50, Reykjavík 1815,06, Láru Norðdahl, Mosf., 5, Björg- vin Þorsteinssyni, Selfos'si, 5, Mariusi Ilelga, yni 9, Skrifstofu Sósíalistafél. Reykjavík 5, N. N. Húsavík, 5, nokkrum stúlkum í Rvík 73,15, N. N. 5,00. Samtals kr. 4619,01. Ókomnar eru utan af landi um 100 kr. Beztu þakkir færum vér öllum peim ,sem á einhvem hátt hafa stuðlað að öflun þessa fjár. Miðstjórn S. I. B. S. JOIIN DICKSON CARR: Norðifl í vaxfliyndasafniflfl. 56. korraði í honum og þegar hann snéri við höfðinu, sá ég að hnífur stóð í hálsi hans. Hann stundi þungan, svo stakkst hann framyfir sig inn í herbergið og ofan á gólfið. ' ; . XVII. KAFLI. í MORÐINGINN f VAXMYNDASAFNINU, Hér nem ég staðar stundarkorn. Jafnvel það að skrifa um það, hefir þau áhrif á mig, að ég fyllist hryllingi. Og þetta, sem skeði þessa nótt, var þannig vaxið, að það hefði getað eyðilagt sterkari taugar en mínar. Margar vikur á eftir sá ég blóðhlaupið andlit Galants, þegar ég var að festa svefn- inn. Ef laufblað straukst við gluggann minn, stökk ég á fætur og bað um ljós. Ég vona því, að ég verði ekki ásakaður um hugleysi eða bleyðimennsku þótt ég játi það, að ég man lítið af því, sem fram fór næsta hálftímann. Seinna skýrði Marie Augustin mér frá j)ví, að allt hefði farið fram með friði ög spekt. Hún segist hafa hljóðað og hlaupið undan og dottið yfir járnriml- ana og út af pallinum, en ég hefði gripið hana og borið hana upp stigann, og því næst hefði ég farið og símað til Bencolins. ,En ég mundi ekki eftir því. Það sem ég mundi næst eftir nokkurnveginn greinilega var fremur kuldalegt herbergi með skyggðum lampa. Ég sat þar í bakháum stól og hafði eitthvað í glasinu mínu, og beint á móti mér sat Bencolin. í öðrum stól sat Marie Augustin og studdi hönd undir kinn. Sennilega hefi ég verið búinn að skýra Bencolin frá öllu því, sem við hafði borið, því að ég var einmitt að lýsa útlitinu á Galant, þegar ég kom til sjálfs mín. Mér sýndist herbergið fullskipað fólki. Þar var Durrand lögregluforingi og nokkrir lögregluþjónar, og Augustin gamli í náttfötunum. Durrand umsjónarmaður var fölur 1 framan. Þegar ég hafði iokið frásögn minni varð steinhljóð. — Og — náði morðinginn í Galant? spurði hann, — Já, sagði ég. En hvernig hann komst þangað niður hefi ég ekki hugmynd um. Síðast þegar ég sá hann, var hann uppi í herbergi sínu, þegar hann sendi sporhunda sína á mig. Durrand hikaði við ofurlitla stund. Svo gekk hann til mín og rétti mér höndina: — Ég óska yður til hamingju, ungi vinur. — Já, sagði Bencolin — þetta var ekki svo illa af sér vikið. Og hnífurinn .... við vorum allir grunnhyggnir. Við eigum ungfrú Augustin mikið að þakka. Hann hallað sér fram og horfði á ungfrú Augustin. Hún leit upp og brosti oíurlítið háðslega, Hár hennar var í ólagi. —- Þér áttuð það hjá mér, að ég hjálpaði yður, sagði hún kuldalega. — Og ég held, að þér verðið að fallast á skýringu mína, þegar öllu er á botninn hvolft. Bencolin gretti sig. Ég er ekki viss um, að ég geti fallizt á skýringu yðar að öllu leyti, ungfrú. En við skulum nú sjá. — Hafið þið skoðað líkið? spurði ég. Var hann stunginn með hnífnum, sem var í brjósti Marats? — Já, og morðinginn ómakaði sig ekki til þess að fela fingra- förin. Gátan er leyst, Jeff, svo er yður og ungfrú Augustin fyrir að þakka. Við vitum nú öll atvik að dauða ungfrú Duch- éne’s Hann starði þungbrýnn á lampann. Þannig fór þá um Galant. Hann getur aldrei jafnað skuld sína við mig. — Hvernig í skollanum komst hann að glugganum, það er mér óskiljanlegt. — Það er alveg bersýnilegt. Hann hefir komizt eftir göng- unum að klefanum, þar sem ljósin eru kveikt. Þar hefir morð- inginn stungið hann. Galant hefir tekið til fótanna, en misst fótanna og dottið niður stigann. Svo hefir hann lent í rúðunni og fallið inn um hana. Og hann dó, áður en við komum á vettvang. — Var morðinginn sá sami og myrti ungfrú Martel? — Án efa .... jæja, herra Durrand! — Já, herra. — Takið nokkra af mönnum yðar og farið inn í klúbbinn. Brjótið dyrnar, ef það er nauðsynlegt. Og ef þeim dettur í hug að veita viðnám þá .... Ofurlitlu glotti brá fyrir á andliti lögregluumsjónarmanns- ins. Hann yppti öxlum og dró hattinn lengra ofan fyrir aug- un. Hann sagði glaðlega: — Hvað þá? — Reynið fyrst táragas. Og ef það dugar ekki, þá notið byssurnar. En ég held, að þess þurfi ekki. Setjið engan í fang- elsi. Reynið að komast að því, hvenær Galant fór út í nótt og hvaða leið hann hafi farið. Rannsakið húsið. Ef ungfrú Pré- vost er þar ennþá, þá komið með hana hingað. — Má ég stinga upp á því, herrar mínir, sagði ungfrú Augustin kuldalega — að þið reynið að framkvæma þetta, án þess að trufla gestina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.