Alþýðublaðið - 22.02.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.02.1940, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUB 22. FEBR. «10. ALÞYDUBLADIÐ Félag járniðiaðan 20 ára. Samtal við form. félagsins Þorv. Brynjólfsson Stjórn Félags járniðnaðarmanna. — í fremri röð frá vinstri: Ás- geir Einarss. varar., Þorv. Brynjólfss. form., Sveinn Ólafss. vara- form. — í aftari röð: Sigurj. Jónsson fjárm.rit., Snorri Jónss. rit. •------------------------- ALÞÝÐUBLAÐIÐ RÍTSTJÓRI: T. R. VALDKMARSSON. 1 (jarvero hana; STEFÁN FÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ÁLÞfÐUHÚSINO (Inngangur frá Hverfiagötu) SÍMAR: 4900: AfgrelBsla, auglýslngar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttlr). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. VUhjálms (heima). 4905: AlþýBuprentamiSjan. 4906: Afgreiðsla. 8021 Stefán Pétursson (heima). I AHÞÝÐUPRENTSMIÐJAN A ----------------------—•» Orð odjjðrðir. 1US ORGUNBLAÐIÐ birti í gær eftirfarandi yfirlýsingu frá hinum nýafstaðna laridsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem pað >:egir, að samþykkt hafi verið af fundinum í einu hljóði: „Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins vottar íslenzkum sjómönnum virðingu og þakklæti fyrir vel unnin störf á hafinu í þágu al- þjóðar." Pað er ekki í fyrsta sinn, sem sjómennimir okkar fá slíka viður- kenningu í orði. Hitt er sjaldnara, aö hún sjáist í verki. En aldrei lierir þó munurinn á milli orða og gjörða í garð sjómannanna sýnt sig á eins ömurlegan hátt og nú, þegar sömu mennim- Ir, sem við samningaborðið þver- skallast við sanngjörnUstu mála- leitunum sjómanna um hækkun Btríðsáhættuþóknunarinnar og (hlutdeild í verðhækkun lifrarinn- ar, samþykkja á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins að „votta íslenzk- um sjómönnum'“ í orði „virðingu og þakklæti fyrir vel unnin störf <á hafinU x þágu alþjóðar"! Sjómennimir okkar leggja nú lif sitt i hættu fyrir þjóðina til þess að halda uppi samgöngum fyrir hana við útlönd, flytja út afiurðir hennar og sækja þær er- lendar naiuðsynjar, sem hún get- ur ekki án verið. Siglingamar á þeim leiðum, sem þeir verða að fara, ern með degi hverjum að verða hættulegri. Þrátt fyrir það eru þeir jafnreiðubúnir eins og áður til þess að leggja út á hafið, vitandi það, að þjóðin hefir a!dr- eá átt eins mikið undir hetjuskap þeirra og í dag. En þeir eiga fjölskyldur og foreldra heima. Og það er ekki nema eðlilegt, að þeir viljx sökum hinnar vaxandi siglingahættu fá þá stríðsáhættu- þóknun hækkaða, sem þeim var ákveðin í Upphafi styrjaldarinnar. Stéttarbræður þeirha í Danmörku hafa þegar refjalaust fengið á- líka stríðsáhættuþóknun hækkaða lum 100°/o. En stórútgerðarmenn- imir í Sjálfstæðisflokknum hér segja nei! Togarasjómennirnir, sem sækja fistrinn í greipar Ægis, þann feng, sem afkoma þjóðarinnar að langmestu leyti veltur á, hafa möglunarlaust tekið á sig sinn hluta af hinni sameiginlegu byrði dýrtíðarinnar með því að ssetta sig við kaupuppbót, sem nemur ekki nema 75—80o/o verðhækk- unarinnar á lífsnauðsynjum. En þeir fara fram á það, að fá hækkað verð fyrir lifrina vegna gífiurlegrar verðhækkunar á lýs- inu, sem úr henni er unnið. Lifr- xn er aflahlutur togarasjómann- anna, en útgerðarmennirnir hafa keypt hana af þeim fyrir fast- ákveðið verð. Það er engin sann- girni í öðru, en að togarasjó- mennimir fái nú hærra verð fyrir lifrina en áöur, þegar lýsisverðið hefir þrefaldast eða jafnvel fjór- faldast. En útgerðarmennirnir í Sjálfstæðisflokkníum segja nej. FÉLAG jámiðnaðarmanna í Reykjavík er tuttugu ára um þessar mundir og af því til- efni heldur það afmælisfagnað að Hótel Borg annað kvöld. Alþýðublaðið snéri sér í gær til formanns félagsins, Þorvald- ar Brynjólfssonar, og talaði við . hann um sögu og starf félagsins á umliðnum 20 árum og fram- tíðarfyrirætlanir þess. „Félag járniðnaðarmanna er félagsskapur allra þeirra, sem stunda járnsmíði hér í Reykja- vík. Það er eins og annar stéttarfélagsskapur skipulagt á, þeim grundvelli og skapað það starfssvið að vinna að alhliða bættum kjörum þessarar stétt- ar, bæði efnalega og menning- arlega. Þess vegna er staða þessa félagsskapar okkar við hlið annarra stéttarfélaga í landinu,“ segir Þorvaldur Brynjólfsson í upphafi. — Félag járniðnaðarmanna er stofnað nokkuð seint, þegar miðað er við annan stéttarfé- lagsskap í landinu? „Það er mjög eðlilegt. Að vísu má segja að nokkru fyrr hafi verið þörf fyrir slíkan félags- skap meðal þeirra, sem stund- uðu vinnu 1 járniðnaðinum, en það er aðgætandi, að þróunin í þessari iðngrein var ekki komin á hátt stig um 1920, þegar fé- lagið var stofnað. Áður voru að eins fáar og litlar smiðjur með sárafáum starfsmönnum og að heita má verkfæralausar, en með hinni öni þróun, sem varð í atvinnumálum okkar íslend- inga og sérstaklega hér í Reykja vík um 1918, þá óx þessi iðn fljótt og sérstaklega vegna hins vaxandi togaraútvegs, sem hér varð upp úr 1919 og 1920. — Vélaverkstæðið Hamar er stofn- að 1918 og það var fyrsta stóra verkstæðið, sem strax réði í sína þjónustu sveina og nema, en hinn vaxandi iðnnemafjöldi var vitanlega fyrsta skilyrðið til að fjölga í stéttinni og raun- verulega til að skapa hana, þó að vöxturinn í sjálfri iðninni, og þörfin fyrir hana, væri grund- völlurinn. Samt sem áður voru svein- arnir, sem stofnuðu Sveinafé- lag járnsmiða, en þannig var fé- lagsskapurinn nefndur til að byrja með, ekki nema 17 að tölu, en það munu hafa verið flestir starfandi sveinar í bæn- um. Á næstu árum óx járniðn- aðurinn mikið. Vélsmiðjan Héðinn var stofnuð og þar skap- aðist tækifæri til atvinnu fyrir sveina og fyrir nýja nemendur og þannig fór iðnaðurinn smátt og smátt vaxandi og náði há- marki sínu með stofnun Lands- smiðjunnar 1930. Félagið óx vitanlega jafnhratt og iðnaðurinn og nú eru í félags- skapnum allir starfandi sveinar í bænum.“ — Hverjir voru fyrstu hvata- menn að stofnun félagsins og hvernig gekk honum í upphafi? Þeir vilja fá aflahlut togarasjó- mannanna, lifrina, fyrir sama verð og áð'ur, til þess að geta stungið hinu margfalda lýsisverði í sinn eigin vasa! En frá samningaborðinu fa,ra þeir siðan á landsfund Sjálfstæð- isflokksins og samþykkja þar i einu hljóði, að „votta íslenzkum sjómönnum virðingu og þakklæti fyrir vel unnin störf á hafinu í þágu alþjóðar"! „Fyrstu brautryðjendurnir voru Einar Bjarnason, núver- andi verkstjóri í Landssmiðj- unni, sem kallaði fyrstu stofn- endurna til viðtals heima hjá sér og má því segja nokkurn veginn, að félagið sé stofnað heima í stofunni hjá honum, Loftur Bjarnason, núverandi rörlagningameistari, Árni Jóns- son, núverandi verkstjóri í Hamri, Sigurður Sigurþórsson, núverandi vei’kstjóri í Hafnar- smiðjunni, Sigurhans Hannes- son, núverandi verkstjóri hjá h.f. ísaga og fleiri, en þessir menn skipuðu hina fyrsta stjórn félagsins. Venjulegast er það svo, að þegar slík stéttar- félög eru stofnuð, að það geng- ur erfiðlega að fá menn til að skilja nógu vel þörfjna fyrir þeim, og er ein veigamesta á- stæðan sú, að mönnum finnst, að þeir séu með stofnun slíks félagsskapar, að stofna til fjand- skapar við atvinnurekendurna. Á þessu bar þó ekki til muna við stofnun Sveinafélags jái’n- smiða, enda voru ýms önnur stéttarfélög búin að ryðja braut fyrir nýjum skilningi á þessum málum. Inn í félagið náðust svo að segja strax allir, eða flestir, starfandi sveinar í bænum, og er rétt að geta þess, að meðal þeirra voru þó nokkrir erlend- ir menn, sem munu hafa verið búnir að kynnast stéttarfélags- skap erlendis —■ og margir þeirra reyndust ágætir félagar. Fyrsta verkefni félagsins var það, eins og annarra félaga, að fá sig viðurkennt af at- vinnurekendum og reyndu fé- lagarnir að gera það með því að setja nýjan kauptaxta. Hann var settur 15. febrúar 1920 og gekk strax í gildi. Af því má ráða undirtektir atvinnurek- enda undir félagsskapinn, að þeir gengu strax inn á að borga þann taxta, sem félagið hafði ákveðið, en hann var bæði nokk ur hækkun og samræming á kaupi á hinum ýmsu vinnu- stöðum frá því sem áður hafði verið, enda hafði kaup verið nokkuð misjafnt. Með því að viðurkenna þenn- an kauptaxta, viðurkenndu at- vinnurekendur raunverulega félagsskapinn sem lögformleg- an samningsaðila fyrir hönd sveinanna. Með friðsamlegu móti tókst að hafa samkomulag um launa- kjörin og ýmislegt er snerti vinn una til ársins 1926, en þá rís raunverulega fyrsta deilan, sem félagið hefir lent í. í nóvember það ár barst fé- laginu bréf frá atvinnurekend- um þess eínis, að þeir hefðu á- kveðið að lækka launin um 20%, en félagið neitaði því. Samninganefnd var hins vegar kosin, og var þ.að fyrsta sinni, sem slík nefnd hafði verið kosin í félaginu, og hófust síðan samn- ingaumleitanir milli hennar og atvinnurekenda, sem enduðu með samkomulagi. Varð þá svo- lítil launalækkun. Þetta. sam- komulag stóð með litlum breyt- ingum til áramóta 1929 og 1930. Þá voru gerðir samningar og fengum við þá sumarfrí á- kveðið í fyrsta skipti. Þótti okk- ur það góður vinhingur. í árs- lok 1931 sögðu atvinnurekend- ur samningunum upp og fóru fram á launalækkun. Þrátt fyrir ítrekaðar samningatilraunir náðust ekki samningar fyrir áramót og varð því tveggja daga vinnustöðvun, sem lauk með al- gerum sigri okkar, og var þá í fyrsta sinni tekinn upp vísitölu- útreikningur til að ákveða kaupið. Síðan hefir sú regla gilt, þar til nú að gengislögin hafa grip- ið inn 1. .Árið 1931 var nafni félags- ins líka breytt 1 Félag járniðn- aðarmanna. Síðan 1931 hefir félagið tvisvar sinnum lent í stórum deilum. Fyrri deilan var 1933 og er sú stærsta, sem félagið hefir lent í. Var þá algert verk- fall á öllum vinnustöðuvm og leit svo út um tíma, að deilan myndi tapast. Þá gerðist sá at- burður í sögu félagsins, að það gekk í Alþýðusamband íslands, eftir að félagið hafði staðið á 5. viku í verkfalli. Alþýðusam- bandið tók þátt í tilraunum til samkomulags, og vann Jón heit- inn Baldvinsson þar mikið starf. Deilan vannst á fjórða degi eftir það með góðum árangri fyrir okkur. Þessi deila stóð aðallega út af nemendunum og launa-> kjörum þeirra. Hin deilan var 1935 og var kölluð ,.Andradeilan“. Stóð hún um það, hvort rétt væri eða við- unandi fyrir járniðnaðarmenn, að skipin væru flutt út til við- gerðar. Deilan greip mjög um sig og það verður að segjast, að við unnum ekki neinn sérstak- an sigur í henni sjálfri, en ég hygg að hún hafi haft þau á- hrif, að meira var, og hefir ver- ið, hugsað um þessi mál síðan. Síðan þetta var hafa samning- ar gengið vel og fullur skiln- ingur verið milli járniðnaðar- manna og atvinnurekenda. Er það vitanlega æskilegast, þó að t. d. járniðnaðarmenn, eða verkafólk yfir höfuð, geti ekki fómað hagsmunum sínum að- eins til þess að halda friði.“ — Er mikið atvinnuleysi í járniðnaðinum? „Ekki neitt sem stendur. Allir hafa nóg að gera. Jafnvel marg- ir verkamenn hafa nú atvinnu í sambandi við járnsmíði. Þetta stafar meðal annars af því að félag okkar hefir getað tak- markað nemendafjölgun í iðn- inni. Með samningum við at- vinnurekendur tókst okkur að fá það fram, að þeir mega ekki taka nema vissan fjölda nem- enda í hlutfalli við sveinafjölda og stærð smiðjunnar. Með þessu tókst okkur að koma í veg fyrir offjölgun í iðninni. sem síðar gat orðið til þess að skapa óþol- andi atvinnuleysi. En eins og vitað er hafa atvinnurekendur í öllum iðngreinum mikla til- hneigingu til að taka marga nemendur vegna þess, að þeir eru ódýr vinnukraftur. Yfirleitt hefir starfsemi fé- lagsskapar okkar gengið vel og við járniðnaðarmenn getum verið ánægðir, þegar við lítum til baka yfir þessi tuttugu ár. Ég hygg að við stöndumst fylli- ega samanburð við önnur stétt- arfélög landsins og segi ég þetta ekki í neinum samkeppnishug við þau, því að hver sigur al- pýðusamtakanna, hvar sem þau eru á landinu, gleður okkur j árniðnaðarmenn. Þó að aðalstarf okkar hafi gengið í baráttuna fyrir kaupi og kjörum, höfum við líka unn- ið innanfélagsstarf. Fyrir nokkrum árum síðan stofnuðum við styrktarsjóð fyrir félags- menn. Hann er nú nokkur þús- und krónur, og hafa margir fé- lagsmenn notið góðs styrks úr þessum sjóði. Auk þess á félag- ð verkfallssjóð og ýmsar aðrar eignir Margir félagsmenn hafa unnið að því að gera félag okkar sterkt og öflugt. Ég vil sérstak- lega minnast þess manns, sem lengst var formaður félagsins. Lofts Þorsteinssonar, sem nú er látinn. Hann var formaður fé- lagsins í 9 ár og vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir það.“ —- Þið hafið reynt að hai'a áhrif á löggjöf, sem við kemur iðn ykkar? „Já, við höfum gert það af fremsta megni og oft tekizt að fá fram atriði, sem staðið hafa til bóta fyrir járniðnaðinn, sér- staklega viðvíkjandi iðnnema- löggjöfinni og tollamálum fyrir iðnaðinn.“ ■— Framtíðin? „Félag okkar mun eins og hingað til vinna ötullega að því að skapa bætt kjör meðal stétt- arinnar. bæði efnalega og menn- ingarlega og ég vil að í slíku starfi sé sem öflugust samvinna milli allra stéttarfélaga verka- lýðsins í landinu, þar með mætti takast að ná enn betri árangri en enn hefir tekizt fyrir allar hinar vinnandi stéttir á þessu landi.“ Hvaðan kom hjálpin? "E* INS og kunnugt er, gerir Stalin út gúmmíbát hér á landi, og heitir hann „Þjóðvilj- inn“ — af sömu orsökum og rússneska blaöið, sem mestar flytur lygarnar um Finna, heitir „Pravda" — það þýðir sannleik- ur (hvorki meira eða minna). Gúmmíbátar eru þandir út af lofti, og fljóta prýðilega, meðan vindurinn helzt í þeim. En upp á síðkastið hafa linast mjög vind- belgirnir í bát Stalins, svo róð- urs og áróðursmenn þar á fleytu hafa óttast mjög, að hún myndi sökkva. Hafa neyðaróp þessara pólitísku skipbrotsmanna verið á- kaflega átakanleg, og hafa þeir skorað á menn að leggja nú fram fimmkall eða svo, til þess að þemban gæti aftur aukist i 'fleyt- ixnni og hún flotið áfram. Um langan tíma mátti heyra á ópun- Um að háskinn hélzt — en svo hættu ópin skyndilega. Hvað hafði skeð? Var gúmmí- báiur Stalins og hið dxengilega húskarlalið hans á nxararbotni? Ónei, síður en svo. „Þjóðviljinn“ er vel á floti, vindbelgir hans betur blásnir en um lanpa hríö.. .0 En nú eru ekki köllin eins og í gamla daga unx að berjast gegn stríði og fasisma. Nú er það eitt- hvað annað. Hvaðan kom hjálpin? Frá Sta- lin kom hún ekki. Samgönguleið- in að þeim birgðum er slitin. Og ekki hefir hún komiö frá bláfá- tækum og atvinnulitlum íslenzk- um verkamönnum. Þessir 3—4 hundruð verkamenn, er fylgja „Þjóðviljanum", geta ekki í at- vinnuleysi þvi, er nú ríkir, lagt fram þessar 100—150 krónur á dag, sem þurfa til þess að borga með daglegan halla á „Þjóðvilj- anum“. En hvaðan hefir hjálpin komið? Ekki frá Rússum (þeir geta það . ekki í bili) og ekki frá íslenzkum verkamönnum. Lesið „Þjóðvilj- ann" undanfama daga, þá dylst ykkur ekki hveT nú er útgerðár- maður að gúnxmíbát Stalins, — hver skonar loft það er, sem sá bátUr er blásinn út með nú. Sæmundur. Uppeldistaeinlli. UPPELDISHEIMILI fyrir pilta héðan úr Reykjavík, á aldr- inum 12—18 ára, og jafnvel víð- ar að, er knýjandi nauðsyn, og síðan Reykjavík óx svo mjög sem raun ber vitni, og fékk á sig mikið borgarsnið, hefir þörf fyrir slíkt uppeldisheimili altaf farið vaxandi. Greinargerð sú, sem birt var hér (i blaðinu á laugard. með áskoruft bamavemdarráðs og barnavemd- arnefndar, hlýtur að tala svo skýrt fyrir þessu máli, að enginn geti lengur neitað þörfinni fyrir slíkt heimili. Auk þess hefir hvað eftir annað verið skrifað hér i blaðið um máglefni þessara ung- linga, ýmist af sérfræðingum og starismönnum í þessum málum eða með viðtölum við slfka menn. Með sliku uppeldisheimili ætti að mega slrapa stofnun, sem stöðvaði þá þróun niður á við, sem óneitanlega er hjá þeim ung- lingum, sem rata út á hinar hálu og hættulegu brautir óknyttanna og afbrotanna. Slik heimili ern í hverju menn- ingarlandi, því að alls staðar gera sömu gallar borgarlífsins og gatnanna vart við sig. Á slíkum heimilum er reynt að útrýma æf- intýraiönguninni i. ,þessa átt, sem býr með þessum unglingum, en oftast mun það vera um slíka unglinga, að það er æfintýraþrá- in, sem laðar út í kviksyndið, þráin eftir að lifa hið óvenjulega, dularfulla og eftirtektarverða. En slíkri þrá er oftast hægt að full- nægja með nýjum, sterkum við- faongsefnum, sem taka hugano allan og kalla á manndóm ^og viljakraft. Það er kappið til að geta betur og meira en fjöldinn allur. Vitanlega geta verið undan- tekningar frá þessu, en þá er ofí- ast um andlega sjúklinga að ræða. Dæmi eru óteljandi um það, að út af slíkum uppeldis- heimilum koma afburðamenn, og væri í því efni hægt að nefna nöfn skálda óg listamanna. Slíkir hæfileikar myndu hins vegar far- Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.