Alþýðublaðið - 23.02.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.02.1940, Blaðsíða 4
FöSTUDAGUR 23. FEBR. 1940. KGAIHILA Biúæ Spámað uricrn Sprenghlægileg amerísk mynd frá Radio Picíures. AðalhlutverkiS leikur am- eríski skopleikarinn Joe E. Brown. Bðgglasmjðr , Harðfiskur, Riklingur, Bjúgu, Egg, Valdar Kartöflur og Guirófur. Ásvallagötu 1. Sími 1678. TJARNAEBÚÐIN. Sími 3570. Töluvert. af erlendum fataefn- um. Sömuleiðis svart efni í Smoking föt. Innlend fataefni stöðugt. fyrirliggjandi. Komið sem fyrst. Klæðaverzlunin Guðm. B. Vikar Sími 3245. Laugavegi 17. SLYSAVARNIR A LANDI Frh. af 3. síðu. fulikominn útbúnað til flutn- ings á slösuðum mönnum, held- ur en að flytja sjúklinginn í einhverju og einhverju farar- tæki, þótt hann með því móti kæmist eitthvað fyrr undir læknishendur. Svo ákaft er fólk stundum að koma sjúklingnum í eitthvert farartæki, að komið hefir fyrir, að lögregluþjónar, sem látið hafa sjúkling bíða á slysstaðn- um eftir sjúkrabíl, hafa orðið fyrir aðkasti þeirra, sem nær- staddir voru, fyrir það, að nota ekki heldur fólksbíl, sem var við hendina, til þess að flytja sjúklinginn. Undirbúningur. í sambandi við það, sem við ræddum um kennslu í hjálp í viðlögum í skólum, skal þess getið, að ég hefi átt tgl um þetta við marga skólastjóra, og hefi ég haldið námskeið í slysavörn- um og hjálp í viðlögum í eftir- töldum skólum, þeim að kostn- aðarlausu; Iðnskólanum í Reykjavík, Samvinnuskólanum, Garðyrkjuskóla ríkisins, Laug- arvatnsskóla, Húsmæðraskól- anum í Hveragerði og í efstu bekkjum barnaskólanna í Hvera gerði cg að Selfossi. Má fast- lega gera ráð fyrir, að í skólum þessum fari fram eftirleiðis slík kennsla á hverjum vetri, fyrir efstu bekkina, því skóla- stjórarnir hafa sýnt málinu mikinn skilning og nemendurn- ir haía tekið fræðslunni fegins hendi. í sambandi við námskeiðið í Laugarvatnsskóla var tekin upp sú nýjung, að þeir nemendur, sem þess óska, mega smíða handa sér í smíðakennslunni, lyfja og umbúðakassa eða skáp, til þess að hafa í heimahúsum. Hjúkrunarkona skólans mun svo gera sameiginleg innkaup í Tll klpriear: Norðleozkt dilkakjöt Nautakjöt Saxað kjöt Svið ennfremur tölg mör bræðingur. Bjúpitr Saltkfðt Verzlunin Símar 3828 og 4764. Drengjaföí, matrosföt, jakka- föt, frakkar, skíðaföt. Sparta, Laugavegi 10, sími 3094. skápana í vor, áður en nem- endurnir hverfa heim. Ef allir héraðsskólarnir færu eins að í þessum efnum, og Laugarvatnsskóli, að kenna nemendum sínum hjálp í við- lögum og leyfa þeim að smíða umbúðakassa í skólanum, — mundi sá góði siður brátt breiðast út, að heimilislyfja- deild yrði til á hinum dreifðu býlum sveitanna, «vo hægt yrði að veita mönnum bráðabirgða- hjálp, ef slys bæri að höndum, þar til næðist í lækni. Við aukna þekkingu á þessu sviði mundu hverfa ýms alræmd hús- ráð, sem enn eru ónotuð, til sveita og víðar, svo sem að nota egg, steinolíu grænsápu, hveiti eða gall við brunasár.“ Námskeiðin. -— Hvaða námskeið hafa farið fram að undanförnu og hvaoa námskeið standa yfir? ,,Auk þeirra námskeiða, sem við höfum haldið í skólum þeim, sem ég nefndi áðan, höfum við nýlega haldið námskeið fyrir um 30 karlmenn og stúlkur úr ýmsum verksmiðjum hér í bæn- um, auk námskeiða fyrir skáta. En nú stendur yfir hið stærsta námskeið, sem við höfum nokk- urntíma haldið, nefnilega fyrir alla lögregluþjóna bæjarins. Er mér sérstök ánægja ánægja að kenna þessum mönnum, því ég veit, að þá ber oft fyrsta manna að ýmsum slysum, og vegna hins brennandi áhuga, sem þeir hafa fyrir náminu. Hefir lögeglustjórinn, Agnar Kofoed-Hansen, ákveðið að lög- regluþjónarnir skulu taka próf í hjálp í viðlögum, líkt og skát- ar, að loknu náminu, í viður- vist læknis.“ Spámaðurinn heitir myndin, sem Gamla Bíó sýfiír núna. Er það amerísk gam- anmynd. Aðalhlutverkið leikur Joe E. Brown. Mðsiksjöðnrinn 190 til 200 pðs. krisur. Koslð I sílóra sjóðsins á bæiarstjörnarfn&di í gær. ÚSIKSJÓÐUR Guðjóns Sigurðssonar mun nú fara að taka til síarfa. Guðjón Sig- urðsson ga£ þennan sjóð með arfleiðsluskrá sinni, og fylgdi því sú greinargerð, að sjóður- inn væri gefinn til þess að höf- uðstaðarbúar fengju að heyra frábæra músik. Sjóðurinn er nú orðinn 190— 2000 þúsund krónur. Á bæjarstjórnarfundi í gær voru kosnir í stjórn sjóðsins: Péíur Halldórsson og Gunnar Guðjónsson, sonur gefandans. Auk þeirra er sjálfkjörinn í stjórnina dómkirkjuorganist- inn, Páll ísólfsson. Endurskoð- endur voru koshir Eggert Claessen og Sig. Bi’iem. Fjörmaðnr frá Oaiti- læk serðiir úti. IÓVEÐRI .PVÍ, er geisað hefir ura Suðurland undanfama sólarhringa, varð það slys, að Steíán Jónsson, vinnumaðúr á Galta’.æk, varð úti, er hann var á leið til kinda í útihúsi, um hálfrar klukkustundar gang frá bæ. Fannst lík hans í fyrradag í skafli. Síefán heitinn var um hálfsextugt og ókvæntur. Hann var gegn maður og vel látinn. Aftakaveður hefir verið á Landi — eins og annars staðar sunnanlands — síðan um síðustu helgi, ofsarok á landnorðan með fádæma snjókyngi og öskubylj- um. Veðrinu var þó farið að slota í gær, og var þá þíðviðri, en er.nþá hvasst. Hafa menn suma daga ekki treyst sér til fjárhúsa, og á einum bæ lét ungur og fullhraustur maður fyrirberast í fjárhúsi skammt frá bæ í tvo sólarhringa. Reyndi hann að komast til bæjar, en varð að snúa aftur þegar í stað. Talið er, að fénað hafi fennt frá sumum bæjum. (FO.) NORÐURLÖND. Frh. af 1. síðu. á meðal herflutninga, og telja þau hlöð, sem lengst ganga, Norðmenn hafa varið landhelgi sína svo slælega fyrir Þjóðverj- um, að ekki megi við una. Blaðakóngurinn Beaverbrook skrifar sjálíur forustugrein um þetta mál og segir, að með þess- ari framkomu Noregs hafi Bret- land fengið hnefahögg í andlitið af gömlum vini, sem það hafi jafnan reynzt vel. Blöð í London láta einnig uppi þá skoðun, að það komi ekki til má!a, að Svíar ætli sér þá dul, að hindra för útlendra sjálfboða- liða til Finnlands í gegn um Sví- Þjóð. VÉLBÁTAKAUPIN. Frh. af 1. síðu. Bókstaflega allt mælir með því, að vélbátamir séu keyptir." Vilji bæjarstjórnarinnar virðist /ákvoðinn í þessu máli, og það er harla einkennilegt, að bæjax- stjórn skuli ekki geta knúið fram bráða lausn á þessu mjög svo þýðingarmikla máli fyrir atvinnu Reykvíkinga. Málfundaflokkur A Iþýðuflakksins heldur æfingU í kvöld kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu, 6. hæð. Aríðandi að allir mæti og það síundvís- l*ga. I SA« Næturlæknir er Ölafur Þ. Þorsteinsson, Mánagötu 4, sími 2255. Næturvörður er í Reykjavík- ur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19,20 Þingfréttir. 19.50 Fréttir. 20,15 Spurningar og svör. 20,30 Kvöldvaka: a) Björn K. Þórólfsson, dr. phil.: Um Vísa-Gísla Magnússon. — Erindi. b) 21,00 Einar E. Sæmundssen. skóg- fræðingur: Hestavísur. Erindi. c) Kjartan Ólafs- son kveður hestavísur. 21.50 Fréttir. Aðalftmdur Alþýðuflokksfélags Reykjavík- ur verður haldinn um helgina. Nokkrir félagar eiga enn eftir að greiða ársgjald sitt til félags- ins fyrir 1939. Eru þessir félagar beðnir að greiða gjöld sín sem fyrst, svo að sem allra fæstir séu skuldugir við félagið þegar reikningum þess verður lokað. Starfsemi Alþýðuflokksins þarf að vera öflug á tímum eins og nú em, en það er aðeins hægt að hafa öflugt félagsstarf, ef fé- lagarnir greiða skilvíslega gjöld sín. Skrifstofa Alþýðuflokksfélagsins er opin í dag frá kl. 5—71/2 og á morgun kl. 2—7. Hallbjörg Bjarnadóttir jazzsöngkona heldur miðnætur- 'hljómleika í Gamla Bíó kl. 11,40 næstkomandi sunnudagskvöld. — Syngur hún nýtt prógram, en sjö manna hljómsveit aðstoðar. Björn K. Þórólfsson dr. phil. flytur fyrirlestur í út- varpið kl. 20,30 í kvöld um Vísa- Gísla Magnússon. HÆSTARÉTTARDÓMUR. Frh. af 1. síðu. brúar 1938 til greiðsludags og málskostnað fyrir báðum dóm- um, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Hér fyrir dómi hafa verið lagðar fram álitsgerðir nokk- urra lækna um mein gagná- frýjanda. Ber þeim saman um, að ósennilegt sé, að notkun sog- tækja, er í málinu greinir, hafi valdið meininu, og eru engar líkur að því leiddar, að sú sé orsök þess. Sumir læknanna telja mestar líkur til þess, að efni þau, benzín, olíur o.fl., sem gagnáfrýjanai vann að hjá aðal áfrýjanda, hafi komizt í sár það, er hann fékk á hönd 1929, og valdið meininu. Einn lækn- anna telur efni þessi einungis meðvöld að meininu, en tveir læknanna þora ekki að fullyrða neitt um það, hvort vanheilsu gagnáírýjanda megi rekja til greindra efna. ■ Samkvæmt álitum læknanna og öðrurn skýrslum málsins þykja sterkar líkur að því leiddar, að ofangreind efni hafi komizt í sár gagnáfrýjanda og orðið a, m. k. meðvöld að meini hans. Hinsvegar hefir ekki verið sýnt fram á það, að hér hafi um valdið saknæmur aðbúnað- ur af hendi forráðamanna aðal- áfrýjanda eða að þeim verði lagt til ámælis að hafa ekki varað gagnáfrýjanda við mögulegri skaðsemi greindra efna, ef í sár komast. En í þessu sambandi er þess getandi, að ekki verður séð, að læknar þeir, sem gerðu að sári gagnáfrýjanda, hafi ráð- lagt honum sérstakar varúðar- reglur um meðferð sáriine. — Hljómsveit Reykjavfkur. „Brosaodilaod“ Óperetta í 3- þáttum eftir FRANZ LEHAR verður leikin í kvöld kl. 8 í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir í dag eftir kl. 1 í Iðnó. Sími 3191. Venjulegt leikhúsverð eftir kl. 3. Síðasta sýning í febrúar. em NÝJA BfO E IFjérar dæíor hugnæm og fögur amer&k kvikmynd frá Waraar Bros, eftir samnefn J skáldsögu eftir ameríaku skáldkonuna Fanneie Hurst. Aðalhlutverkin leika: Jeffrey Lynn, John Gar- field, Gaíe Page og gysfc* urnar Lola, Priscilla eg Rosemary Lane. Elsku litla dóttir okkar, Margrét, andaðist í morgun, að heimili okkar, Víðimel 52. Reykjavík, 22. febrúar 1940. Margrét Ágústsdóttir. Einar Guðmundsson. r f r mmm bmmmmm \m (PRESSUBALLIÐ) að Hótel Borg, fimmtudaginn 29. þ. m. Þátttaka sé tilkynnt í afgreiðslu Morg- unblaðsins eða afgreiðslu Fálkans fyrir kl. 6 annað kvöld. Aðgöngumiðar verða afhentir í afgreiðslu Morgunblaðsins frá deginum á morgun (laugardag). Árshátíðin hefst með borðhaldi kl. 7,30. Borð- haldið er ekki sameiginlegt. — Menn geta pant- að borð hjá yíirþjóni hótelsins. ♦ verður haldið á Hótel Borg 27. þ. m. Áskriftarlistar á Hótel Borg og hjá Jóni Hermannssyni, Laugaveg 30. — Fjölbreytt skemmtiskrá. Tryggið yður aðgöngumiða í tíma. Stjóm Austfirðingafélagsins. Bátafélaglð „B|8rgu óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: 1) Sölu á benzíni, olíu V. O., hráolíu og smurningsolíum, pr. lít- er, sundurliðað, til félagsmanna. 2) Kaup á fiskafla félagsmanna, slægðum og óslægðum, ásamt tilboðum í hrogn og lifur. 3) í nýjan rauðmaga, holt og bolt, upp úr bátum félagsmanna. Tilboðin sendist til formanns félagsins, Hendriks J. S. Ott- óssonar, Garðastræti 9, Reykjavík, fyrir 1. marz n. k. Stjórn Bátafélagsins Björg. Verður því að sýkna aðaláfrýj- anda af kröfum gagnáfrýjanda í málinu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir hæstarétti falli niður og að mál- flutningslaun skipaðs talsmanns gagnáf rý j anda, 100 krónur, greiðist úr ríkissjóði.“ LÉLEGUR AGI Frh. af 2. síðu. ífram í fremstu víglínu og búið er að raða vélbyssum fyrir aftan þá, fá umboðsmenn kommúnista þeim vopnin og sjá svo um, að vélbyssunum sé miðað þannig, að engin hætta sé á, að Ukra- inemennirnir noti vopnin á sjálfa ttmboðemsnn kommúnistanna. UPPLAUSNIN HJÁ KOMM- ÚNISTUM. Frh. af 1. síðu. brúnarfundar og mikilla að- gerða. Það er rétt að segja komm- únistum það strax, að alls ekk- ert mark verður tekið á geypi þeirra. Brosandi land. Söngleikurinn „Brosandi land“ verður leikinn í kvöld kl. 8, og ýmsra orsaka vegna, verð- ur það síðasta sýningin á leikn- um í þessum mánuði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.