Alþýðublaðið - 27.02.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.02.1940, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAQUB 87. FEBR. 194ð ALÞÝÐUBLAÐIÐ RIT8TJÓRI: F. R. VAIiDRMARBSON. t Cjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AUOREIÐBLA: ALÞÝÐUHUSINB (langangur frá Hverfíagötu) SÍMAR: 4960: AfgreiEsla, suglýsingar. 4891: Ritctjórn (ianl. Érétthr). 4S02: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálias (h«tma). 4908: Alþýöuprentsmiöjan. (4906: AfgreiSsla. 8921 Stafán Pétuwswa (haims). | AU»ÝÐUPRENTSMIÐJAN i----------------------- Tvö frnmvofp. O VO aö segja samtímis fjár- ^ lagafrumvarpi Jakobs Möll- ers heflr veriö útbýtt á alpingi fiumvarpi um verÖuppbót á kjöti og mjólk, og er pað flutt af Jóni Pálmasyni. Er aðalinntak þess fmmvarps þaö, að ríkis- sjóður skuli á árinu 1941 greiða allt að 2 milljónum króna íverð- Uppbót á kjöti og mjólk og skuli upphæðín sklptast tíl helminga milll þel.'ra vömtegunda. Samanburður á þessum tveim- ur fmmvörpum, fjárlagafrum- varpi Jakobs Möllers og verð- uppbótarfrumvarpi Jóns Pálma- sonar, sýnir pólitík Sjálfstæðis- flokksins í mjög einkennilegu jjdst 1 fjárlagafrumvarpi Jakobs Möllers er lagt til, að fjárfiiamr lög ríkísins til landbúnaðarins séu gfcorín niður um hér um bil 1 milljón króna. En í verðuppbót- arfrumvarpi Jóns Pálmasonar er stungið upp á því, að samþykkt aéu ný f járframlög, að upp- hæð allt að 2 milljónum króna, til styrktar landbúnaðinum! Sér •r nú hver samkvæmnin! Pað er að vísu ekkert nýtt, að Sjálfstæðisfiokkurinn geri sparn- aðartillögur sínar þannig ómerk- ar með því að krefjast samtímis nýrra útgjaldaliða, miklu hærri ®n þeirra, sem skera átti niður í sparnaðarskyni. Og sérstaklega eru menn farnir að venjast því, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þannig tvö jám í eldinlum í senn, að eitt sé sagt við kaupstaðina og annað við sveitimar. Það virðist .yfirleitt vera erfitt fyrir þennan svokallaða „flokk allra stétta'* að viðhalda fylgi sínu, án þess, að vera þannig tvö- faldur í roðinu. Pað er áreiðanlega óþarft að eyða mörgum oröum að fmm- varpi Jóns Pálmasonar að svo komnu. Til frekara gamans má aðeins geta þess, að í greinar- gerð fyrir fmmvarpinu er Iagt til að þær 2 milljónir, sem til verðuppbótarinnar eiga að ganga, séu teknar með því, að skera niður launagreiðslur víð opinber- ar stofnanir um sömu upphæð! 1 ■fjárlagafrumvarpi Jakobs Möll- ers er híns vegar gert ráð fyrir nýjum útgjöldum, að upphæð V* milljón króna, til dýrtíðamppbót- ar á laun opinberra starfsmanna! Það er sama verkaskiptingin i þessu efni. Forsprakkar Sjálfstæðisflokks- ins munu áreiðanlega ekki verða fyfir neinum vonbrigðum, þótt bæði verðuppbótartillögur Jóns Pálmasonar og niðurskurðartillög ur Jakobs Möllers verði felldar á alþingi. Þeim nægir að geta eftir á komið fram fyrlr bændur og bent þeim á, að þeir hafi viljað leggja fram 2 milljónir króna tll verðuppbótar á kjöti og mjólk, en ekki fengið því ráðið fyrir Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum, og samtím- Is sagt við fylgismennina 1 kaup- stöðunum, að hann hafi viljað spara hér um bil 1 milljón króna á síyrkveitingum til landbúnað- arins, en verið hindraður í því af „eyðsluflokkunum“! Það vantar ekki, að fyrir „öll- Um stéttum" er. í þessu tilliti Vel hugsað af Sjálfstæðisflokkn- ttm. Bðgglasmlðr Harðfiskur, Riklingur, Bjúgu, Egg, Valdar Kartöflur og Gulrófur. BREKKA Ásvallagötu 1. Sími 1678. TJARNARBÚÐIN. Sími 3S70. Halvdan Koht utanríkis* málaráðherra Norðmanna. ■+.-. Sagnfræðlngur og stjórnmálamaður AÐ hefir stundum verið orð á því haft undanfarið, hve fámæltir utanríkismálaráðherr- ar Norðurlanda séu um stefnu þjóða sinna í utanríkismálum. Það er helzt, að utanríkis- málaráðherra Norðmanna, Halvdan Koht, leysi einstöku sinnum frá skjóðunni eftir gaumgæfilega umhugsun þó. Hann lætur þá í ljós skoðun sína í kjarnyrtum setningum, sem unun er að hlýða á. Málfæri hans er lykillinn að persónuleika þessa fjölmennt- aða vísindamanns og stjórn- málamanns. Og hvaða spor, sem eftir hann kunna að sjást í sagn- fræðirannsóknum og bók- menntasögulegum efnum og í hinu þjóðfélagslega starfi og strft5i, þá munu ókomnar kyn- slóðir minnast hans sem aðal- forvígismanns nýnorskunnar. Við getum svona til reynslu valið nokkrar línur, sem hann hefir skrifað um sjálfan sig í norskt lexikon: „Ég hefi frá föður mínum hneigð mína til vísindaiðkana og lýðræðis. Þegar ég var 12 ára, heyrði ég föður minn í fyrsta sinn tala um stjórnmál heima. Hann sagði að ég myndi verða vinstri maður. Og ég hefi alltaf verið róttækur í stjóm- málum, sósíalisti í meira en tuttugu ár, en aldrei anarkisti. Ég hefi alltaf haft tilfinningu fyrir fastri lagasetning, bæði á hinu þjóðlega og alþjóðlega sviði.“ í þessari stuttu klausu nefnir hann föður sinn tvisvar sinnum. Þessi áhrifamikli stjórnmála- maður, blaðamaður og skóla- maður andaðist þegar núver- andi utanríkismálaráðherra var aðeins 18 ára gamall. En hann hafði þá þegar haft mikil áhrif á þroska hins gáfaða son- ar síns. Þegar Halvdan Koht fæddist fyrir 66 árum. var Paul Stenstrup Koht kennari við skólann í Tromsö og fyrstu 10 ár æfi sinnar talaði sonurinn Norðlandsmállýsku. Eftir það varð faðirinn yfirkennari í Ski- en, sem er lítið þorp í útjaðri Þelamerkur. Halvdan Koht dvaldi úti í sveit á sumrum og drakk í sig hið kjarnmikla mál bændanna. Hann lærði Þela- merkurmállýskuna og upp af henni og Nordlandsmállýskunni byggði hann sitt eigið mál, sem seinna varð einn af hornstein- um nýnorskunnar. Að loknu stúdentsprófi 1890 kom hann 17 ára gamall til há- skólans í Kristjaniu og fyrsta árið dvaldi hann þar með föður sínum. Paul Koht var stórþings- maður og áhrifamikill meðlim- ur vinstri flokksins. Jafnvel þótt hann tæki ekki mikinn þátt í hinum hvössu deilum, hafði hann mikil áhrif bak við tjöld- in. Vegna föður síns gat hinn komungi stúdent umgengizt málsmetandi menn á stjórn- málásviðinu og í menningarliíf- inu, og varð það til þess að hann fór að rita um utanríkismál í blaðið Varden í Skien. Hann hóf sagnfræði og bók- menntasögunám af sínum þekta dugnaði, en stundum gat hann skyndilega slegið út í aðra sálma, eins og til dæmis einu sinni, þegar hann skellti aftur skólabókinni og réði sig á flutn- ingaskip og ferðaðist til Mið- jarðarhafsins sér til hressingar og heilsubótar. Hann réði sig á skipið sem venjulegur háseti, en hið raunverulega starf hans um borð var að spila bézique við skipstjórann og með góðu leyfi skipstjórans strauk hann frá borði í Konstantinopel. Að loknu háskólaprófi í sögu og tungumálum, árið 1896, fékk hann mikinn ríkisstyrk og fór vorið 1897 til útlanda, fyrst til Kaupmannahafnar og því næst Halvdan Koht. til Leipzig. Árið eftir kvæntist hann kennslukonunni Karen Grude og fór með hana með sér til Parísar til framhalds- náms, þar sem hin unga frú hlustaði á fyrirlestra í Sorbon- ne, meðan eíginmaðurinn sat á ríkisskjalasafninu. Þegar þau hjónin komu aftur til Kristían- íu haustið 1889, fékk hann bóka varðarstöðu og skömmu seinna varð hann ritstjóri Halvorsens lexikonsins og ritstýrði tveim síðustu bindunum. Auk þess stundaði hann tímakennslu við ýmsa skóla. Hann var rekinn frá einum skólanna vegna af- stöðu sinnar til sambandsmáls- ins, sem hann hafði látið í ljós í greinum og bæklingum. Á þessum árum skrifaði hann mikið í blöð og tímarit. Hann stóð mjög framarlega í fánadeilunni 1890 og gaf út safn norskra fánasöngva. Á þessum árum tók hann mjög mikinn þátt í stjórnmálum og árið 1892 gerðist hann einn af stofnendum frjálslynda stúd- entafélagsins. Nokkrum árum seinna fór hann að leysa bönd þau er tengdu hann við vinstri flokkinn, sem ekki uppfyllti kröfur hans í þjóðfélagslegum efnum. Og frá árinu 1896 taldi hann sig til Alþýðuflokksins enda þótt hann yrði ekki lögleg- ur meðlimur hans fyrr en árið 1911. Hann hefir þó aldrei verið neinn fyrirmyndarflokksmaður, því að hann er alltof áhuga- samur og sjálfstæður til þess að geta beygt sig undir strang- ann flokksaga. Hann vill leiða, en ekki láta leiða sig. Frjálslyndi hans hindraði það þó ekki að háskólaprófess- oramir kæmu auga á þennan bráðefnilega unga vísindamann — og styrktu hann. í leyfistímum sínum ferðað- ist hann í mörg ár um vestpr- landið og ritaði þar upp mál- lýzkur og þjóðsögur. Kona hans styrkti hann mikið í þessu starfi og þýddi margar bækur á hið nýja mál hans. Þegar doktorsritgerð Halv- dan Kohts var gefin út 1908, var hann þegar orðinn þekktur menntamaður. Hún fjallaði um ,,Die Stellung Norwegens und Schwedens im deutsch-dánis- chen Konflikt“, og var hið mesta vísindaafrek, sem varð til þess, að hann fékk docentsem- bætti. Sama ár tókst hann ferð á hendur til Bandaríkjanna og segir hann sjálfur, að sú för hafi orðið sér mikils virði á þroskabraut sinni. Hann heím- sótt öll ríki Bandaríkjanna og hitti fjöldann allan af vísinda- mönnum, stjómmálamönnum og þjóðfélagsfræðingum, m. a. hinn fræga Booker Washington. Um för þessa ritaði hann þrjár mikilsverðar ritgerðir og vakti mesta eftirtekt ritgerðin „Fjár- málavald og vinna í Ameríku.“ Eftir að hann kom heim árið 1910, var hann gerður að há- skólakennara í sögu við háskól- ann í Kristianiu. Hann lagði mikla alúð við starf sitt og urðu hinir frumlegu fyrirlestrar hans ágætlega sóttir. Ennfremur tók hann þátt í stjórn háskólans og annarra menntastofnana í Kristianíu. M. a. hefir hann verið frá 1923 til skiptis forseti og varaforseti norska vísinda- akademisins. Árið 1926 var hann einn af stofnendum Com- ité International des Sciences historiques og forseti þess var hann til ársins 1933. Árin 1927 til 1930 var hann varaforseti f Union International Academi- Frh. á 4. síðtt. fyrir sig, þegar það vex upp?“ Þannig spyr sérhvert foreldri sjálft sig oft og mörgum sinn- um, þegar barnið stálpast og sá tími nálgast, að úrskurða þarf um framtíðarnám þess og -störf. En hvaða skilyrði hafa þá for- eldrar til þess að svara spurn- ingunni svo, að samræmi sé á milli hæfileika barnsins annars vegar og hins kjörna náms eða starfs hins vegar? Enginn vafi er á því, að allur þorri foreldra hefir, — eða gæti haft, — miklu betri skilyrði til að gefa hér rétt svar, en vænta má af börnum. En samt er það nú svo, — og hefir sýnt sig við athugun, — að þekking mjög margra for- ®ldra á börnum sínum og and- legum og líkamlegum hæfileik- um þeirra til að inna ákveðin störf af hendi, er mjög af skorn- um skammti og oft allsendis ö- nóg til þess að reisa á henni á- kvörðun um æfistarf barnsins. — Óskir foreldra og ákvarðanir um framtíðarstörf barnsins ráð- ast oft af allt öðru en því, hvað barnið sé færast um að verða og vinna. Blind foreldraást, sem ekkert sér annað en ágæti og snilligáfur í barninu, er oft •inna hættulegasti tálminn á eðlilegri þroskabraut þess og hefir orðið mörgu barni að faili. Mégómagirnd og heimskulegur metnaður foreldra eða foreldr- is ræður oft miklu um nám og starfsval ungmenna. „Pabbi þinn er sýslumaður, og þú átt að verða sýslumaður og þegiðu svo strákur,“ sagði sýslumanns- frú ein við son sinn ungan, sem var að brjóta með sér spurning- una um framtíðarstarf sitt. Sag- an getur ekkert um það, hvort strákurinn var hneigðari eða hæfari til fræðiiðkana en fjósa- mennsku. En hafi hann líkst móður sinni er sú gáta ráðin. Af því sem nú hefir verið sagt er ljóst, að það er tvennt, sem til þess þarf að ráða vel og rétti- lega um val framtíðarnáms og -starfs ungmenna. Hið fyrra er þekking á ungmenninu, líkams- þroska þess og heilsufari og andlegum hæfileikum þess og skapgerð. Hið síðara er nákvæm þekking á atvinnúháttum og starfsmöguleikum í þjóðfélag- inu og þekking á eðli hinna ýmsu starfsgreina og þeim kröf- um, er þær gera til þeirra, er þær vilja stunda. Eins og bent var á, er þess á engan hátt að vænta, að börn á skólaskyldualdri hafi almennt þá þekkingu og skilning á sjáH- um sér, sem hér er um að ræða, •né heldur að þau þekbi til neinnar hlítar þau störf, sera bíða þeirra handan viS próf- borðið, né þær kröfur, sem lífið síðar gerir til þeirra. Og þetta sama má að nokkru leyti segja um allmarga foreldra, að þá skortir raunsæja þekkingu í þessum efnum. Hvað er þá hægt að gera hér á landi til þess að bæta úr þess- um augljósu ágöllum, sem nefndir hafa verið hér að fram- an? Hvað er hægt að gera til þess að auka öryggi barna og foreldra um val framtíðarstarfs og -náms barnanna? Og hvað er hægt að gera til þess að tryggja betur en nú er gert, að hinir hæfustu veljist til ábyrgðar- starfa í þjóðfélaginu, — á sviði atvinnumála, iðnaðar og opin- berra starfa? Enda þótt vér íslendingar um margt höfum sérstöðu meðal þjóðanna, eigum vér þó þessi vandamál sameiginleg með öll- um öðrum þjóðum. Er því ekki úr vegi að athuga, hver er reynsla annarra þjóða í þessum efnum. í flestum menningar- löndum heims hefir þegar fyrir alllöngu verið hafizt handa um að leiðbeina ungmennum um val framtíðarnáms og æfistarfs. í öllum stærri borgum og flest. um hinna minni eru til stofn- anir eða einstakir menn, sem hafa þessi störf með höndum. Á Inglandi einu eru t. d. rúnalöga þrjú hundruð sérstakar leið- beiningastöðvar, auk þess sem einn eða fleiri kennaranna við fjölda barna- og unglingaskóla landsins annast um slíka leið- sögn með nemendum sínum. í flestum löndum hefir hið opin- bera, — eða leiðsagnarstöðvarn- ar, — gefið út bæklinga og leið- sagnarrit um nám í ýmsum skólum og starfsgreinum, rit, sem veita ábyggilega fræðslu um allt hið nauðsynlegasta, er að náminu eða starfinu lýtur. Fyrir réttum þrem áratugum var í Englandi með sérstakri löggjöf lagður grundvöllur að stöðvum þessum. Er tala stöðv- anna nú 304, Er mjög náið sam- band milli þessara stöðva inn- byrðis. Starfa þær og í náinni samvinnu við heimili barnanna, barnaskólana, framhaldsskól- ana, ýms æskulýðsfélög, hinar almennu vinnumiðlunarskrif stofur svo og atvinnurekendur. Þessar stöðvar hafa með hönd- um alla vinnumiðlun til ung- menna undir 18 ára aldri. Full- trúar stöðvanna heimsækja skólana oft á ári og hafa sam- eiginlega fundi með kennurum, foreldrum barnanna og börnun- um, sem komin eru að því að ljúka námi. Ræða þeir þar með þeim atvinnu- og námshorfur. MjÖg ríkt er gengið eftir því, að sérhvert barn, sem eigi er komið til framhaldsnáms eða fær atvinnu, eða séð er fyrir að öðru leyti, komi til skrifstofu stöðvarinnar, sem þá leitast við að koma því til náms eða starfs á því sviði, sem hæfileikum þess bezt hentar. Þau gögn. sem stöðvar þessar byggja leiðbein. ingarstarf sitt á. eru þessi: 1) Álit og dómur kennara barnsins um hæfileika þess, hneigðir og skapgerð. 2) Álit læknis um lík- amsþroska þess. 3) Álit og óskir foreldranna og óskir barnsins sjálfs, og loks 4) Eigið álit leið- beinendanna eftir að þeir hafa átt ítarlegar viðræður við börn- in og foreldrana. En leiðbein- endur þessir, — sem margir eru sjálfboðaliðar og vinna kaup- laust, — eru þaulreyndir í þessu starfi og nákunnugir náms- og atvinnumöguleikum borgarinnar og landsins. — Ef stöðinni eigi tekst að koma barni eða ungmenni í fasta at- vinnu eða til framhaldsnáms, er því í bili komið á verklegt nám- skeið, sem haldið er uppi vegna atvinnulausra ungmenna. — Leiðbeiningastöðvar þessar vaka yfir högum og velferð skjólstæðinga sinna, barnanna og unglinganna. Fylgjast þær með þeim jafnvel árum saman og geta þeir jafnan snúið sór til þeirra um aðstoð síðar, ef þörf krefur. Þessi starfsaðferð, sem ég nú hefi lýst. byggist fyrst og fremst á náinni persónulegri athugun og kynnum á barninu eða ung- menninu, jafnhliða þekking'u á hinum ýmsu störfum og námi, sem til greina getur komið. Að frátalinni læknisskoðuninni byggir þessi leiðsagnaraðferð ekki á tekniskum eða visinda- legum mælingum né rannsókn- um. Mætti ef til vill kalla þessa aðferð: hið persónulega leið- sagnarstarf til aðgreiningar frá hinu psychotekniska (iðnsálar- fræðilega), sem byggir megin- niðurstöður sínar á vísindaleg- um athugunum og mælingum á ýmsum eiginleikum og hæfi- leikum ungmennanna, líkam- legum og andlegum, t. d. alm. vitpróf, litaskyn, skerpa og ör- yggi sjónarinnar, handstyrkur og alm .líkamsburðir. ná- kvæmni handbragðs, viðbragðs- flýtir o. s. frv. Til þess að fram- kvæma þessar mælingar og at- huganir þarf ýms vísindaleg rannsóknartæki og verkfæri. Psychotekniskar rannsóknir hafa nú verið framkvæmdar í ýmsum löndum um allmörg ár. Milljónir athugana hafa verið gerðar, og hefir þannig skapazt Krh. á t. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.