Alþýðublaðið - 27.02.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.02.1940, Blaðsíða 1
KTSTJÓRI: F. R, VALDEMARSSON ÚTGEFANM: iUJ»ÝÐUFL«EOTWN XXI. ABGANGÐB. ÞHIÐJUDAGUR 27. FEBR. 1940 48. TÖLUBLAÐ iii i i i- .iiii iiííi aiiiiumiLi *^»#j^if>#i»»##>jhj riiisi oi f sn@ bækistððvar pplii herskipa? Frá fréttariíara Alþýðúbl. KHÖFN í morgun. FRÉTTASTOFA REU- / TERS heldur því fram, að þýzk herskip séu norður í Petsamo og Mur- mansk og hafi þýzkir kaf- bátar hvað eftir annað sést úti fyrir báðum þessum höf num. Segir fréttastofan þetta vera ástæðuna til þess, að brezk flotadeild hefir verið send norður þangað. Tv»r pjzkar llag- vélar jfir -Parfs. Forn stiax hraktar íurt. , LONDON í morgun. FÚ. i% >VARANIR um loftárásir "f* voru gefnar í París í gær, er tvær óvinaflugvélar nálguð- ust. Loftvarnabyssur voru tekn- ar í notkun. Flugvélarnar komust inn yfir borgin, en voru hraktar á brott. Irezkar ftngvélar fSip í ffasr alla EelS til Berlln. LONDON í morgun F.O. Brezka flugmálaráouneytið til- kynnir, að síðastliðinn sölarhring hafi brezkar flugvélar verið í könnunarflugferðum yfir Helgo- landflóa, Norðurströnd Pýzka- iands og auk þe'ss flogið langt inn yíir land, m. a. yfir Berlín. Allar flugvélarnar komu aftur heilu og höldnu. yna Norðuiiönd atf miðla © —^— Þau éftast að Bretar o§g Frakkar. mani tili sér Inii I sfrf öif) á FÍHuaianfii, ©n Svfpjéð og egfur pá ébjákvæsniiega dra^ast iaaa i éfrii Frá fréttaritara Alþýðuhlaðsins. Kaupmannahöfn í morgun. ? "O UNDUR hinna norrænu utanríkismáiaráðherra í ¦*- Kaupmannahöfn um helgina er enn eitt aSalumræðu- efni heimshlaðanna. I London er sú skoðun iátin í Ijós, að þar hafi verið rætt um, að Norðurlönd gerðu tilraun til þess að miðla málum milli Finna og Rússa, þar eð þau óttist, að þau muni fyrr eða síðar dragast inn í styrjöldina, ef ófriður Finna og Rússa heldur áfram. í því sambandi vekur það töluverða athygli, að „Arbeid- erbladet" í Oslo lætur svo um mælt eftir fundinn, að líkur séu til þess, að England og Frakkiand blandi sér inn í stríð Rússa pg Finna, en þar með væri hlutleysi Noregs og Sví- þjóðar stefnt í hina alvarlegustu hættu. Kaupm.hafnarblaðið „Poli- tiken" segir, að þau ummæli norrænu utanríkismálaráðherr- anna í tilkynningunni, sem'gef- in var út að fundinum loknum, að það sé Norðurlandaþjóðun- um öllum hin hjartfólgnasta ósk og dýpsta alvörumál, að stríðið milli Rússa og Finna fái sem fyrst sína friðsamlegu lausn. er þó varðveiti óskert sjálfstæði Finnlands, byggist á þteim skiln- ingi. að stríðið.á Finnlandi feli í sér vaxandi hættu fyrir frið- inn annarsstaðar á Norðurlönd- um. f grein um útvarpsræðu Per Albin Hansson forsætisráðherra Svía á sunnudaginn segir „Poli- tiken" ennfreimur,, að það *isé augljóst af þeirri ræðu, að hætt- an á því, að Norðurlönd dragizt inn í styrjöldina sé mjög mikil. í London er þvi haldið fram í sa'mbandi við þennan brðróm um málamiðlunartilraun af hálfu Norðurlanda, að það séu litlar líkur til þess, að Rúss- land taki nokkrum friðartil- boðum öðrum en þeim, sem feli í sér afarkosti fyrir Finnland, og Bretar vilji ekki eiga þátt í neinum málalokum stríðsins á Finnlandi. Eitt ssnslt skip sokkið %m I Horðarslö. 'ÆINSKA' skipið ,.Santos" hefir sokkið í Norðursjó, en ekki er kunnugt, með hvaða hætti. 30 manna af áhöfninni er saknað, én 12 hafa verið sé£tir á ían'd í skozkri höfn. Tvær dahskar fiskiskútur hafa farizt á Norðursjó af styrj- aldarástæðum Um manntjón er ennþá ekki kunnugt. (FÚ.) Mpfémt lofekuriHii pnrf að wera wel á ¥erði gegn flialdsðf lnnmn mu í skjóli styrjaldarástandsins reyna að pFÖögva kosíi verkalýðsins á ýmsan hátt. KANN AÐ VERA óhjákvæmilegt að á tímum eins og þeim, sem við nú lifum á, verði að gera ráð- síafanir, sem koma illa við allan almenning, og Alþýðu- flokkurinn skorast ekki undan því að taka á sig meðábyrgð- iria á siíkum ákvörðunum, þegar þær eru nauðsynlegar. Hann hefir aidrei haft þá starfsaðferð að hlaupa' frá ábýrgð- inni. En ég vil vekja sérstaka athygli á því, að það eru til öfl í þjóðfélaginu, jsem vinna að því af ráðnum hug, að ¦nota 'styrjaldarástandið til að þvinga fram ráðstafanir, sem miða að því að þrengja kosti alþýðunnar og tryggja hag vissra stétta á kostnað hennar. Slík vérk vilja þessi öfl að séu unnin í skjóli þess ástands og þeirra erfiðleika, sem styrjöldin skapar." Þetía sagði Haraldur Guð- mundsson formaður Alþýðu- fiokksfélags Keykjavíkur á að- aiíunai félagsins, sem haldinn var í gærkveldi og var mjög fjölmennur. Talaði Haraldur Guðmundsson í tæpa lxk klst. um stjórnmálaþróunina síðan HARALDUR GUÐMUNDSSON 1927 og síarf og baráttu Al- þýðuflokksins. Hann benti með ljósum rök- um á það. hvernig verkalýður- inn hefði verið'í stöðugri sókn allt irá 1920—1938 og þó sér- Frk. á 4. sí&u. SeBdlmaðnr Boos@- veits hjð NnssoliDi. F§r tii Pirísir í kfðld. LONDON í morgun. FÚ. SUMNER WELLS, aðstoðar- utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, færði ^Mussolini persónulega orðsendingu frá Roosevelt forseta. — Sumner Wells fer til Parísar í kvöld. afíirogtreprifll í YerstððiBDnin. U^ verstöðvunum á Suður- landi var lítið róið undan- farna viku vegna ógæfta og afli var tregur. í verstöðvunum austanfjalls eru bátar ahnennt að búast á veiðar, en afli hefir verið mjög tregur til þessa. Aflinn er helzt smáýsa. en þó hefir orðið þorsk- vart. Úr Grindavik var mjög lítið róið í vikunni sem leið vegna ó- gæfta og afli var tregur. í dag réru nokkrir bátar og öfluðu sæmilega. Úr Vestmannaeyjum var mjög lítið róið í vikunni vegna austan storma og var afli mjög lítill. í gær voru flestir bátar á sjó, en afli tregur á þá báta, sem komnir voru að um kl. 16. AU- flestir bátar eru farnir að stunda veiðar. Frá Akranesi var róið tvo daga vikunnar, en afli var treg- ur báða dagana. Aðra daga hömluðu ógæftir sjósókn. í gær var almennt róið og afli miklu betri. Úr Kef lavík var róið tvo daga vikunnar ög var afli tregur, 3 —9 skippund á bát. í róðri. Afl- inn var lagður í togara. Úr Ólafsvík var aðeins róið á ^mánudag í síðustu viku og fiskaðist þá lítið. Eftir það var óslitinn norðaustan garður vik- una út og ekkert farið á sjó. Nýtt íþróííafélag var stotoalð hér í ibœnr nm sioastlioinn föstudag. Er pað G.-T.-reglan, sem gekkst fyrir þvi, og veröa félagsmenn allir að vera Góðtemplarar. UPP úr siðustu áramótum var byrjað að leita fyrir sér um pað, hvern áhuga ungir Templarar hefSu fyrir íþróttum, og hafa nú um skeið prír flokkar stundað leik- fimi og glímuæfingar. Er það fyrsti visirinn að félagsskap, sem áreið- anSega getur orðið stór með tím- anum. Kort af vígstöðvunum á Kyrjálanesi. Lengst til vinstri sést járn- brautarstöðin Koivisto. en stærri eyjan þar fram undan er Björkö. Nokkru ofar á kortinu sést Viborg. Finiaar urHu að hSrfa burt nr HJSrfeö í gær. ^preng^is virkin og fallbvssurnar í lofí upp áður en peir fféru paðan LONDON í morgun. FÚ. ¥ TILKYNNINGUM Finna * í gser segir, að þeir hafi hætt vörn sinni á Björkö og er eyjan þar með fallin í hendur Rússum. Það er litið svo á, að það sé mjög alvarlegt áfall fyrir Finna, því að með skothríð úr fallhyssunum á Björkö var hvað eftir annað komið í veg fyrir sókn Rússa til Vi- horgar á ströndinni sunnan og vestan á Kyrjálanesi, og eins var rússneska flotanum haldið í skefjum með skot- hríð úr virkjunum. Sétuliðið, sem var til varnar í stranévirkjunum á Björkö, sprengdi falíbyssurnar í Ioft upp, áður en það lagði á flótta yfir ísinn til mteginlandsins. Komu Rússar því að virkjunum í rústum. Haf a þeir lagt þúsund- ir mannslífa í sölurnar til þess að ná eyjunni. FlBiar bAast fll umm við það að ná Víborg á sift vald. Skjóta þeir af fallbyssum sinum á borgina úr um 9—10 km. fjar- lægð. Fjöldamargar byggingar i borginni er!u í rústum eftir hinar tiðu loftárásir Rússa. íbúarnir hafa allir verið fluttir á brott, og eru þar aðeins nokkrar hersveitir. Finnar segja, að nýjar varnar- stöðvar séu tilbúnar við borginia, og fréttaritari hlutlausrar þjóðar simar í dag, að Rússum muni ekki auðnast að taka hana her- skildi, nema með því að leggja fjölda mannslifa í sölurnar. '.:a Verra eafálSpáii. loorg. Rússar halda nú aðallega uppi árásum á vesíurhluta Manner- heimvíggirðinganna og miða allt Fréttaritari frá Reuter, sem einnig var fréttaritari á Spáni i borgarastyrjöidinni, er nýkominn frá Víborg. Hann seglst hvergi í Spánarstyrjöldinni hafa séð eins hryllilega eyðileggingu eins ög íþar. I Víborg standi bókstaflega ekki steinn yfir steiní og hvergi verði komist þverfótar tyrir spxengjugigum. Borgin «r ekki lengur grjðthrúga heldur sand- hrúga* Rússar halda áfram sókn sinni, segir í tilkynningum þeirra, og segjast þeir hafa tekið nýjar Frh. á 4. síðu. sienzKra snimanna tiítip oi fiii ira í dag. - i ¦'¦ ¦ i i i ¦ ^nii- 'i in i i i i i Pal er elzta stéttarfélag OÐMena'itarfmaBM. ÉLAG ísienzkra sima- manna á 25 ára afmæli í dag. Heldur félagið afmælis- fund í kvöld, en afmælishátið hefirþað að Hótel Borg næst- komandi laugardag. I félagi íslenzkra símamanna eru allir starfsmenn landssímans, sem vinna við 1. flokks stöðvar. | Félagið nær því um land allt, þar sem 1. flokks stöðvar eru. iÞað starfar í deildum og era ftlls í félaginu um 170 manns. Deild- dn hér í Reykjavík er vitanlega fjölmennust með um 120 félög- um. Félag íslenzkra sínDamanno er Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.