Alþýðublaðið - 29.02.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.02.1940, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. FEBR. 1940 Guðlaugur Rosinkranz: Alstaða Norðurlanda. ALÞYÐUBLABIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru harts: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfiagötu). SÍMAR: 4900: AfgreiÖsla, auglýsingar. 4901: Rftstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 49Ö3: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefén Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN *------------------------♦ Reynslaflármála rádberrans. AÐ er fátt, sem Sjálfstæð- ismenn hafa talað eins mikið um á undanförnum ára- íug, meðan þeir voru í stjórnar- andstöðu, og raunar allt fram á þennan dag, eins og það, að spara á ríkisrekstrinum, gera hann eiufaldari og kostnaðar- minni og draga yfirleitt úr allri starfsemi hins opinbera. Að sjálfsögðu hefir áróðurs- þörf stjórnarandstöðuflokksins ýtt mjög undir þá gagnrýni, sem Sjálfstæðismenn hafa sí og æ verið með, á hinum vaxandi út- gjöldum hins opinbera. En það er enginn efi á því, að á bak við hana hefir einnig búið sú skoð- un hinna frjálslyndu borgara- flokka fyrr á tímum, að ríkið ætti helzt ekki að vera neitt annað en ódýr næturvörður hinna efnaðri stétta, sem léti að öðru leyti hvern og einn sjá um sig sjálfan og' legði í öllu falli ekki í nein stórkostleg útgjöld til þess að tryggja líf og afkomu aimennings. Þetta var talin frjálslynd krafa á sínum tíma, þegar borg- arastéttin trúði því enn í ein- lægni, að skipulag einstakliugs- framtaksins og hinnar frjálsu samkeppni væri svo ágætt, að í því gæti öllum liðið vel, sem vilja og manndóm hefðu til þess að sjá sjálfum sér farborða. En þaö er langt síðan að hugsandi menn hættu að ganga með slíka ímyndun, og sannast að segja furða, að nokkur stjórnmála- flokkur skuli fram á þennan dag berjast fyrir slíkri stefnu. Þjóð- félagsþróunin hefir á undan- förnum áratugum, hvar sem er 1 heiminum, knúið ríkið til þess að færa starfsemi sína út á fleiri og fleiri svið, hins efnalega, fé- lagslega og andlega lífs til þess að trvggja afkomu og framtíð þjóðarheildarinnar fyrir skakka föllum hinnar skipulagsiausu og blindu samkeppni, gert það að samábyrgðarstofnun ails þjóðfélagsins, með þeirri skyldu að sjá öllum, einnig þeim fá- tæku og' smáu, efnalega og and- lega farborða. Ríkið er því í dag allt annað en það var á tímum hinnar blindu trúar á frjálsa sam- keppni. Og sú skoðun, sem þá var ríkjandi á skyldum þess og starfsemi og taldist vera frjáls- lynd, er í dag ekki aðeins orðin íhaldssöm, heldur afturhalds- söm. Að skera niður það skipu- lag og rífa niður þá samábyrgð þjóðfélagsins, sem skapazt hef- ir við vaxandi íhlutun ríkisins á flestum sviðum, myndi ekki færa okkur neina nýja paradis hinnar frjálsu samkeppni, held- ur fullkomna óstjórn og upp- lausn. Með tilliti til þeirrar kröfu, sem Sjálfstæðismenn hafa hing- að til stöðugt verið með um það, að spara á ríkisrekstrinum og draga úr því „bákni“, eins og það oft hefir verið orðað, sem ríkið eða hið opinbera væri orð- ið, var hin ærlega fjárlaga- ræða Jakobs Möllers að mörgu leyti mjög eftirtektarverð. Það er nokkur ástæða til að ætla af henni, að þessi fyrsti fjármála- ráðherra Sjálfstæðisílokksins síðan árið 1927 hafi þegar kom- izt að raun um það, síðan hann tók við ábyrgðinni, að sú þróun ríkisins og ríkisrekstrarins, sem hér á undan hefir verið drepið á, er borin fram af sterkari þjóðfélagslegri nauðsyn en svo, að nokkur stjórnmálaflokkur geti stöðvað hana, hversu mjög sem hann er mótfallinn henni í hjarta sínu. Jakob Möller sagði að vísu i greinargerð sinni fyrir fjárlaga- frumvarpinu, að hann „hefði helzt kosið, að geta gert tillögur um verulegar lækkanir á beinum rekstrarkostnaði ríkisinis", en hann hefði komizt að þeirri nið- urstöðu, að „þá yrði að byrja á því, að gera róttækar breyt- ingar bæði á löggjöfinni og öllu stjórnarkerfinu". Honum taldizt svo til, að útgjöld ríkissjóðs hefðu árið 1938 verið orðin 8V2 milljón króna hærri en árið 1927“ eílefu árum áður. Hér um bil öll þessi útgjaldahækkun liggur samkvæmt greinargerð hans, i auknum fjárframlögum til verk- legra framkvæmda (2 550 000 kr.), vaxtagreiðslna og afborgana af lán um (1 700 000 krónur), samgöngu- mála (1442 000 krónur), dóm- gæzlu og lögreglustjórnar (1 150 000 krónur), kennslumála (936 000 krónur) og styrktarstarfsemi (580 000 krónur). Eftir þessa skýrslu, sem gef- ur þó aldrei sé nema ofurlitla hugmynd um hið vaxandi hlut- verk hins opinbera í þjóðlífi okkar á undanförnum árum, fór- ust fjármálaráðherranum orð á eftirfarandi hátt: „Dómgæzlu og lögreglustjórn væri hægt að lækka með því t. d. að fella niður tollgæzluna, sem mjög hefir vaxið síðustu ár- iri. En verður það talið fært, eins og tekjuöflun ríkisins er nú hátt- að? Eða að minnka löggæzluna? Eða vill háttvirt alþingi stiga svo stórt skref til baka í kennslumál- um, að verlegur sparnaður verði að? Eða vill {jað fella niður al- þýðutryggingarnar, sem aðallega valda gjaldaiaukningunni til styrktarstarfseminnar"? Svörin við þessum spurningum fjármáiaráðherrans eru faiin í spurningunum sjálfum. Sá nið- urskurður á ríkisrekstrinum og útgjöldum hins opinbera tii al- menningsheilla, sem Sjálfstæðis- menn hafa stöðugt verið að taia úm á undanförnum árum, er ekki framkvæmanlegur án þess, að þjóðin bíði alvarlegt og ef tii vill varanlegt tjón af, án þess að framförun hennar sé lrnekkt, að uppeldi hinnar ungu kynslóðar hnigni, atvinnuleysi og örbirgð fari í vöxt og innbyrðis friði þjóðarinnar sé stefnt í voða. Nú- tímaþjóðfélag þolir ekki að sú samábyrgð á velferð einstakling- anna og heildarinnar, sem hlut- verk ríkisins felur í sér í dag, sé á nokkurn hátt skert eða rof- in. Það er ef til vill hægt að vera á annari skoðun i stiórniar- andstöðu. En með ábyrgðina á herðum er það ekki hægt. Það virðist að minnsta kosti nokkur hluti Sjálfstæðisflokksins nú hafa fengið reynsiu fyrir og þar á meðal í öllu falli fjármálaráð- herra hans. Kljómsveit Reykjavíkur sýnir óperettuna „Brosandi land" annað kvöld kl. 8. Grein þessi fékk ekki rúm í Tímanum. FAR MIKILS misskilnings virðist afstaða Noregs og Svíþjóðar til Finnlandsstyrjald- arinnar hafa valdið hjá nokkr- um mönnum hér á landi og hafa sumir farið allhörðum orðum um þessar frændþjóðir út af af- stöðu þeirra. Ástæðan til óá- nægjunnar með framkomu þess- ara þjóða mun vera sú, að þær hafa ekki sagt Rússum stríð á hendur og sent herlið til Finnlands, en í stað þess reynt að varðveita hlutleysi sitt eftir beztu getu. Ekkert íslenzkt blað, að Tímanum einum undantekn- um, hefir þó áfellst Norðurlönd- in fyrir þessa stefnu. Þegar Norðmenn gáfu út yfirlýsingu fyrir skemmstu, þess efnis, að þeir leyfðu ekki flutning er- lendfa herja yfir land sitt í þeim tilgangi að tryggja hlutleysi sitt, segir Tíminn: „Þessi framkoma Norðmanna, sem er ætluð til þess að tryggja þeim velvilja Rússa, a. m. k. í bili, minnir mjög á það, þegar Danir ætluðu að tryggja sér frið við Þjóðverja- 1864 með því að láta þá fá ís- land. Norræn samvinna er enn á sama þroskastigi, þrátt fyrir allar skálaræðurnar, og 1864.“ Velvildin í garð Norðurland- anna er svipuð og hjá kommún- istum og tónninn þannig, að klausan gæti vel verið klippt úr Þjóðviljanum. Til þess að fá nógu rætna samlíkingu er dregin fram slúðursaga um Dani og því síðan haldið fram, með dálítið skýrari orðum sagt, að Norðurlandaþjóðirnar séu yfirleitt albúnar til þess að svíkja hinar 1 hendur óvinum sínum til þess eins að kaupa sjálfum sér frið. Slík ummæli mundu hafa þótt tíðindum sæta, ef þau hefðu komið fram í blaði stærri þjóðar. Skrif sem þessi geta verið hættuleg, ef mark er á þeim tekið, og lítt sæmandi að skrifa svo um vin- veittar frændþjóðir. Og enn erf- iðara er að sjá í hvers þágu slík skrif geta verið. Hér skal nú í sem fæstum orð- um gerð grein fyrir hlutleysisaf- stöðu Norðurlandanna eins og mér virðist hún liggja fyrir og eftir því sem ég veit bezt. Norðurlandaþjóðirnar eru friðsamar þjóðir, sem engu ná- grannaríki sínu hafa sýnt nokkra ágengni eða áreitni og í engum deilum víð þau átt. Þau hafa því gert sér vonir um að fá að lifa í friði og er það heitasta ósk þeirra. Á undanförnum árum hafa Norðurlandaþjóðirn- ar einbeitt kröftum sínum til friðsamlegra starfa, til eflingar atvinnuvegunum og aukinnar menningar. Þær hafa lagt kapp á að auka jarðræktina, iðnað og verzlun. Það hafa verið lagðar miklar akbrautir, byggðar brýr, menningarstofnanir og íbúðarh. Hér um bil helmingur allra í- búðarhúsa í Stokkhólmi eru t. d. byggð eftir 1920, líkt er að segja um Oslo. Ný sveitabýli hafa verið reist í þúsundatali og þúsundir sveitabæja endur- byggðir. Öll áherzla hefur verið á það lögð, að búa svo vel að öllum almenningi, að hann geti lifað við svo góð kjör, sem auð- æfi landanna frekast leyfðu. Þetta virðist hafa verið á góðri leið með að takast. Atvinnu- leysi hefur ekkert verið í Sví- þjóð síðustu árin og lítið í Nor- egi. Þegar Svíarnir eru spurðir, hvernig þeir hafi það, svara þeir að jafnaði eitthvað á þá leið, að þeim líði svo vel að þeir geti tæpast hugsað sér betri kjör. En öll þessi ár, eftir 1918, hafa landvarnirnar setið á hakanum. Hérumbil engin ný herskip hafa verið byggð, sáralitlum her- gögnum bætt við, örfáar flug- vélar verið smíðaðar, fækkað í hernum og herskyldutíminn styttur. Sá hermálaráðherra þótti beztur, sem mest sparaði hernaðarútgjöldin. Útgjöld Svía til hersins voru t. d. ekki nema um 120 millj. kr. á ári. Eina und- antekningin var Finnland, sem aldrei treysti hinum volduga nágranna sínum fyrir austan, þrátt fyrir öll slagorðin um að Rússland væri „verndari smá- þjóðanna“ og „verndari friðar og frelsis." „Fyrr eða síðar ráð- ast barbararnir út úr myrkrinu í austri á okkur,“ sögðu Finn- arnir, og við verðum að vera viðbúnir. Nú er það búið að sýna sig að Finnarnir höfðu á réttu að standa, og að þeir voru viðbúnir, svo vel sem hugsanlegt var að smáþjóð gæti verið. Öðru máli er að gegna um hin Norðurlöndin, sem meira hafa trúað á slagorðin um „verndun smáþjóðanna“. Þau voru illa útbúin þegar styrj- öldin brauzt út. Svíþjóð hefir að vísu mikla hergagnafram- leiðslu, en mest af þeirri fram- leiðslu var seld til annarra landa fram að stríði. Herstyrkur Norðurlandanna í upphafi styrjaldarinnar var tal- inn vera, svo sem hér segir: Danmörk 11 þús. manns undir vopnum. Noregur 14,2 þús. manns undir vopnum. Svíþjóð 48 þús. manns undir vopnum. í' stríði mun herinn þó geta tífaldast. Floti þessara landa var heldur ekki stór. Danmörk hafði 2 bryndreka, 17 torpedobáta og 12 neðansjávarbáta. Noregur hafði 4 bryndreka, 9 torpedo- báta og 9 neðansjávarbáta. Sví- þjóð hafði 8 bryndreka, 18 tor- pedobáta og tundurspilla og 14 neðansjávarbáta. Og fáeinar flugvélar voru til í öllum lönd- unum. Hvað mundi þessi herstyrkur svo duga gegn 2 mestu hernað- arþjóðum heimsins, önnur tal- in vera með 6 milljónir manna undir vopnum, en hin með 8 milljónir og með geisilegan flugvélaflota, sem enginn veit hve stór er. Hér við bætist síð- | an að skammt er og auðvelt til árása á þessi lönd. Ekki tekur það nema nokkrar mínútur fyr- ir hinar hraðfleygu þýzku hernaðarflugvélar að komast í skotmál við fjölmennar danskar og sænskar borgir. Hver sem vill, og hugsar um þessar stað- reyndir, hlýtur því að skilja hve örðug aðstaða Norðurlandanna er í ófriði og að það er hvorki af vináttuskorti til Finna, viljaleysi til hjálpar eða hug- leysi, að þau standa ekki form- lega í víglínunni með Finnum til þess að reyna að vernda frelsi þeirra og sjálfra sín, held- ur mun það vera hinni erfiðu aðstöðu þeirra um að kenna. Eins og nú er komið samvinnu Rússa og Þjóðverja, þýðir stríð Norðurlandanna við Rússland samstundis stríð við Þýzkaland. Ef sænska ríkið t. d. tekur op- inberlega þátt í stríðinu við Rússa með Finnum, hefur það vafalítið í för með sér’stórkost- lega þýzka árás á Svíþjóð. Því hafa þýzk blöð hótað og orð- rómur gengur um það, að ríkis- stjórn Svía hafi jafnvel fengið orðsendingu þess efnis. En þrátt fyrir þessa hættulegu og erfiðu aðstöðu Svía hafa þeir safnað nær 100 millj. kr. til styrktar Finnum og í hverju dagblaði, sem út kemur eru hvatningar til þjóðarinnar um að styðja finnsku þjóðina með fjárfram- lögum og að gerast sjálfboða- liðar. Daglega þjóta járnbraut- arlestirnar hlaðnar matvælum, fatnaði, hergögnum og skotfær- um til Finnlands og sjálfboða- liðarnir streyma þangað í tug þúsundatali. Að vísu hefir sterk hreyfing verið í Svíþjóð fyrir því að Sví- þjóð færi formlega í stríðið með Finnum, og hefir Sandler fyrr- verandi utanríkisráðherra Svía verið talsmaður þeirrar stefnu. Ástæðan til þessarar stefnu er sú, að Sandler og fylgismenn hans treysta á það, að Þjóðverj- ar láti sitja við hótanirnar ein- ar, en ráðist ekki með her á Svíþjóð, en á þetta mun ríkis- stjórnin ekki vilja treysta. í Danmörku og Noregi hefur geisimiklu fé, matvælum og fatnaði verið safnað fyrir Finn- land og sjálfboðaliðar og verka- menn farið þangað í tugaþús- undatali. Og hér á íslandi hefur nær því hvert mannsbarn lagt sinn skerf til hjálpar Finnum, safnað 167 þús. kr., og sýnt þar með þá samúð og samtök sem einsdæmi eru 1 sögu vorri. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er því svo haldið fram, að norræn samvinna sé einskis nýt og á sama stigi og 1864. Það væri fróðlegt að heyra hve miklu íslendingar söfnuðum til styrkt- ar Dönum 1864 eða hve miklu hinar Norðurlandaþjóðirnar söfnuðu, eða hve margir sjálf- boðaliðar fóru þá til Dan- merkur, og bera það saman. Ástæðan til þess að Svíar neituðu Finnum um hernaðar- lega hjálp og bönnuðu erlend- um hersveitum að fara yfir land sitt var eingöngu sú, að tryggja hlutleysi landsins og til þess að fyrirbyggja rússneska og þýzka árás og að landið yrði þar með gert að orustuvelli stór þjóðanna. Fsá þeirri stundu, að Svíþjóð væri komin í stríð við þessar stórþjóðir, mundi eng- inn sænskur hermaður geta farið til Finnlands og engin her- gögn væri hægt að senda. Flutn- ingur sjálfboðaHða og hergagna er leyfð um Svíþjóð. Eini mögu- Ieikinn til þess að hjálpa Finn- um er að Svíþjóð sé hlutlaus, sagði konungur Svía um daginn í ræðu. Ákvarðanir Noregs til þess að vernda hlutleysi sitt eru vafalaust af sömu rótum runn- ar og Svía. Það er ekki auðveld aðstaða smáþjóða, sem inni- klemmdar eru á milli stríðandi stórþjóða. Þær geta ekki gert það sem þeim sýnist eða óska. Þetta vita allir, þó þeir vilji kannske ekki viðurkenna það. En þannig er aðstaða Norður- landaþjóðanna. Þess skal og getið til þess að fyrirbyggja allan misskHning að hin norræna samvinná hefur eingöngu verið menningarlegs og viðskiptalegs eðlis en ekki hernaðarlegs, svo um svik á því sviði gæti aldrei verið að ræða. Enda er það öðru nær en að Finnarnir, sem sjálfir eru í eld- línunni beri bræðraþjóðum sín- um það á brýn, síður en svo. Það sýna ummæli Mannerheims fyrir skemmstu. Það má vera að Norðurlöndin hefðu getað veitt Finnum enn meiri stuðn- ing en þau hafa gert, og að ein- hver mistök hafi þar á orðið. En það er víst, að við íslend- ingar erum ekki þess umkomnir að leggja dóm þar á. Til þess þekkjum við ekki iðstæðurnar. Það er næsta broslegt. þegar menn hér uppi á íslandi, sem ekki þekkja svo mikið til hernaðar, að þeir kunni að skjóta úr byssu, skuli hugsa sér að setja ríkisstjórnir Norðurlandanna á hné sér og kenna þeim, hvernig þær skuli láta þjóðir sínar snúast við styrjöldum. Og svo eru þessar þjóðir svívirtar eftir getu á meðan þær leggja fram þá hjálp er þær mega og eru sjálfar í sem mestri hættu. Það er hægt að tala digurbarkalega fyrir þann, sem er nógu langt í burtu frá hættunni. En það er annað að fara í stríð við tvö stærstu herveldi heimsins en að ráfa með hendurnar í vösunum á milli húsa í Reykjavík. Guðl. Rósinkranz. Er nú verið að gera liskifflennina ðparfa? Vél, sem leggnr fsrii, keipar og dregnr pað inn ÍMARITIÐ Ægir, sem nú hefir fengið nýjan bún- ing, birtir í síðasta hefti eftir- farandi grein: ,.Þær fréttir hafa borizt frá Noregi, að norskur maður, Elí- as Roald að nafni, hafi fundið upp keipingarvél, sem búizt er við, að geti komið til með að hafa mikla þýðingu fyrir fisk- veiðarnar. Vél þessa á að reyna til fullnustu á vertíðinni við Ló- fót, og verða kunnáttumenn frá Fiskimálaskrifstofunni viðstadd ir þar. — Menn hafa misjafn- lega mikla trú á þessari vél, en sumir eru þó þeirrar skoðunar, að vel geti svo farið, að hún gerbreyti handfæraveiðum yfir- leitt. Vélin hleypir sjálf færinu í botn, eða á það dýpi, sem fiskað er á, og hægt er að stilla færíð þannig, að það fer nákvæmlega á það dýpi, sem menn óska í hvert sinn. Síðan snýr fiskimað- urinn dálítilli sveif á vélinni og byrjar hún þá að keipa alveg eins og fiskimaðurinn gerði það sjálfur. Þegar fiskurinn er kom- inn á öngulinn, dregur vélin sjálf inn færið, alveg jafnt, án rykkja, og stöðvast hún af sjálfu sér, þegar fiskurinn er komínn Frh. á 4. siðu. Uthoð Tilboð óskast í allt að 3200 metra af trépípum. Útboðslýsingar sé vitjað á teiknistofu Sig. Thorodd- sen verkfræðings, Reykjavík, eða skrifstofu bæjarstjórans á ísafirði. Bæjarstjórinn á ísafirði, 29. febrúar 1940. ÞORSTEINN SVEINSSON.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.