Alþýðublaðið - 12.03.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.03.1940, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1940. AL^?ÐU8LABIi Orðsending til ksupenda út um laud Munið, að Alþýðnblaðið á að greiSast fyrirfram f| ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á M réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. m Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið m með póstkröfu. f| bændunura sjálfum. Þeir raega Skyrið er nú með allra bezta móti, og verðið er óbrejút frá því sem verið hefir. Allir vita, eða ættu að vita, að heilsufræð’ingar telja skyr holla og góða fæðu. Og fróðix merm segja, að það muni nú vera einhver sú ©dýrasta fæðutegund, sém hér er völ á. ígla®i. igMndfriel i am@ris3«iiii fiiaiirifim LITLA STÚLKAN MEÐ ELDSPÝTURNAR. 26) Og eldspýturnar báru svo mikla birtu, áð það var bjartara en um hádag. 27) Amma hennar hafði aldrei verið svona falleg. Hún tók litlu stúlkuna á handlegg sér og flaug með hana þangað, sem hvorki var kuldi né hungur. Þau voru hjá guði. 28) En í króknum við húsið sat litla stúlkan með bros á vör- um, helfrosin. Nýjársmorgun rann upp og eidspýtnabúntið var brunnið upp. Hún hefir ætlað að verrna sig, sögðu menn ■— en enginn vissi, hvað hún hafði séð, né hvað fyrir hana hafði borið síðustu stundirnar. Ferðalög. Ferðalög eru erfiö fyrir gamla og kviðskorna eins og mig, Ég bý erns og allir vita fyrir utan aðalborgina og þarf oft að sækja linn í hana bæði matvæli og fróð- leik og verð oftast að ganga inn á Kirkjusand; en þar á ég heima. Rekast oft á núg strætisvagnar, og mæni ég oft til þeirra von- arauga svona út undan mér yfir skeggið, einkum þegar þeir eru hálftómir, að þeir kippi mér upp í; en það gera þeir ekki. Þeir láta sem þeir sjái mig ekki, en sjá mdg þó. Ég er þó eini Oddur Sigurgeirsson, sem Reykjavík á, og í mér eru sameinaðir allir eiginleikar Reykvíkinga, að und- ajiteknum Jónasi, sem aldrei hefir getað fest ræfur í sál minmi; — og enginn þekkir Reykjavík nema hann þekki mig. En þeir, sem þekkja mig, þekkja álla Reyk- víkinga, — því ég er þeirra með- altal (eða meðal alin á lands- vísu). — Þeir ætíu því að kippa mér upp í strætó svona annað kastið, gamla manninum, og bæ!a þannig fyrir sál sinni. — Oddur Sigurgeirsson frá Sól- mundarhöfða. PRÖF. RICHARD BECK við háskólann í Norður-Ðakota hefir ,nú í vetur, eins og að und- anförnu ritað margt, sem við kenrur Islandi og íslenzkum fræð- um, i amerísk timar.it og blöð. Er það ákaflega mikilvægf fyrir okkur íslendinga, að á okk- ur sé • minnzt í blöðum og tíma- riturn stórþjóðanna og athygli þeirra á því vakin, beinlínis eða óbeinlínis, að hér á landi búi þjóð, sem framleitt hefir ýms menningarleg verðmæti, en ekki , neinir skrælingjar. í The Journal of English and Germanic Philology (okt. 1938) ritar próf. Beck ýtarlegan og greinagóðan ritdóm um „íslenzka þjóðhætti“ eftir séra Jónas Jónas- son frá Hrafnagili og „Islend- . inga“ efiir dr. Guðmund Finh- bogason. Ber hann ao verðleik- um mikið lof ,á báðar þessar bækur. í sama rit (júlí 1938) ritnr p. jf. Beck ennfremur ritdóm um „Northern Antiquities án Frensh Learning and Literature (1755— 1855)“, II. bd.: „Thp Qdin Legend and Oriental 'Fascrnatiori“, eftir Thor J. Beck. Þá heör hann skrifað í Scandi- navian Studies and Notes (1938 og 1939) ritdóma um þýðingu Ralph B. Allen's á Gísla sögu Súrssonar, um „Four Icelandic Sagas“ (Gwyn Jones), um bók- fræðilegt yfirlit yfir Konunga sögur og fornaidarsögur, eftir Halldór Hermannsson, og um „Studia Islandica““ (íslenzk fræði), útg. af Sig. Nordal, — og loks heör hann ritiað í þetta sanp|t . tímarit all-langa ritgerð uni Bjarnia Thorarensen („Iceland‘s Pioneer Romanticist“). — Geta má þess hér um leið, að hann ritaði greinar um Einár Bene- diktsson hálf-áttræðan, í Lögiberg í nóv. 1939, ög aðra á ensku í Grand Forks Skandinav (29. des. 1939), þar sem hann tilfærir m.á. þýðingu á ensku (eftir frú Jako- bínu Johnson) á kvæðinu „Norð- urljósum". Og í síðasta „Skírni“ á vhann ritgerð um „Gísla Brynj- úlfsson og Byron“, sem kom upp- haflega út á ensku í Journal of Engl. a. Germ. Philol. (1929), en er hér endurrituð og sniðin við hæfi íslenzkra fesenda. . I „Julegranen“ (1939), einu af kunnustu tMaiátum Dana i Vest- urheimi, á próf. Richard Beck greán um „Lyrikeren og Salme- digteren Matthias Jochumsson" (með mynd af séra Matthiasi og af Akureyri). Þá ritar hann í The Friend, des. 1939, grein uin skáldið Gunnar Guninarsson. Eir.nig ritar hann í Duluth Sban- dinav (jólianr. 1939) um „Vige- land og Snorra Sturlgson", m. a* um Snorraííkneskið, sem NorðJ menn ætla að gefá íslandi og reisa á í .Reykholti, Loks heör dr. Beck þýtt söguna eöa ævintýrið „Góð boð“, eftir E. H. Kvaran, á dönsku í blaðinu Danneyirke (20. des. 1939). Fleira mætti.tína til, en þetta nægir til að sýiia og sarma, hvert landkynhingarstarf próf. Richard Beck vinnur fyrir Island í Bandaííkjunum og R’ahada, og munu allir . sannir .íslendihgar kunna honum beztu þakkir fyrir. Jakob Jóh. Smári. Fjtrirspnrn til frð Saffin "ff GREIN yðatr í blaðinu Vísi, 9. þ. m„ þair sem þér m. a. ræðið um mjólkurverðið, komizt þér þannig að orði; „Þáð: mun sönnu nær, að ef bændur sjálfir hefðu mátt ráða yerðlagi sinhar framleiðslu, hefðu þeir ekki orðið þeir fyrstu til að herða á innlendu dýrtíðinni. . . , Og þéir hafa hvað eftir annað látið það uppi, hvað þeim vaxi <þáð í augum, hve lítið þeim sé skammtað af útsöluverðinu, þótt hátt sé. . . . Ég veit, að bæhdum þykir nóg um, hvað við bæjar- buar verðum að greiða hátt fyrir afurðir þeirra, og bera kvíðboga fyrir því, hvar þetta lendi. . ..“ í tilefni af þessum umnrælum yðar vildi ég mega beina til yðar eftirfarandi spurningum: I. Hver eða hverjir ákváöu mjólkurverðið hérna á árunum, þegar frrj'ólkin, eftir því sem sagt er, var seld á 1 krónu eða kr. 1,20 hver líter? Hverjir ákváðu mjólkurverðið árin 1.930, 1931 og fram til 15. nóvember 1932, þeg- ar mjólkin var seld hér á 44 aura líterinn, auk flöskugjalds, sem þá var hvorki rneíra né minna e'n fyrst 10 aurar og siðar 5 aurar á hvern líter flöskumjólk- ur? Hveriir ákváðu 40 aura út- söluverð á mjólkinni, auk flösku- gjalds, frá ’l5. nóvember 1932 til L nóvember 1934, að mjólkur- vei’ðlagsnefndin tók til starfa og lækkaði verðið niðúr í 38 aura? Ög hvernig var með kv'íðbogá bændanna, að því er mjólkur- verðið til neytenda, snertir, á þeiro árum, sein nú háfa verið nefnd? 2. Hvers vegna skömmtuðu bændur sér ekki meira en rúm- léga 23 aura fyrir mjólkurlítrann árið 1933, þó að útsöluverð á mjðlk það ár væri lægst 40 aur- ar auk flöskugjalds? Þeir munu þó hafa verið einráðir um þessa hiuti þá, í það minnsta var þá hvorki mjólkursamsalan né Mjólkursölunefndin tekin til siarfa. Og fyrst bændur ekki gátu skammtað sér hærra verð en þetta árið 1933 með því útsölu- verði, sem þá var á mjólkinni, hvers vegna var þá hægt að skammta þeim um 2 aurum hærra vérð eba rúmlega 25 aura fyrir hvern líter, árið 1935, á fyrstá á i M jólkúrsamsölúnnár, þrátt fyrir það, þótt þér ög' aðrir iegðu.ð . yður mjög í framkróka um aö rýra afkomuna af mjólk- úrsölunni ' þáð ár, og ’ þrátt íyrir það, þö'tt nrjólkin værí seíd neyt-‘ endum ailt það ár á 38 aura auk ööskugjalds, eða 2 aurum Tægfá' verði hver lítri. en árið 1933? Ég vona, að þér látið ekki far- ast fyrir að svara þessum fyrir-. ’sprunum við fyrstu hentugleika. Ög enn fremur vona' ég, ■ að 'þer vandið svo til svaranna, áð þáu yerði í alla staði rétt og’tæm-. andi. Skylduð þér þurfa ein- hverra uppiýsinga vlö, umfram það, sem þér þegar vitið um j þessa hlúti, ætti yður áð véra inrran háriclar, eftir þvi sem ráða má 'af fyrrnefndum ummælúm yðar, að afia yöur þeirrn hjá. gleggst um þetta vita, því hver er sínum hnútum kunnugastur. Til þess að fyrirbyggja mis- ski.ning vil ég taka það fram, að hér er um mjó.kurverð að ræða, og mun ég því ekki telja það svör við þessuin mínum spurn- ingum, þó að eitthvað kynnuð þér að vilja svara þeim með skrifum um kjötverðið. Mjólkurneytandi. HeigaðT œinninen Sigíðsar Einarssenar ÓNLISTARFÉLAGIÐ heldur 5. hljómleika sína í kvöld kl. 7 í Gamla Bíó. Eru þessir hljómleikar heSgaðir mimingu Sigfúsar héitins Einarssonar tón- skálds. VerKéfni hljómleikanna eru þessi: ,,Þrá“ og „Þei, þei og ró ró‘‘,' effir Sigfús Einarsson. ís- íenzkjt þjóðlag: -,,Eg ve.it eina baugalínuí1 (raddsett af Sigfúsi "EÍirárssýni). ,,ÞjóStrú“, eftir ■Karl Ö. Runólfssön. ' Þá verSur ’ leikin í fýrstá sinni íslenzk svíta fyrir hljómsveit, eftir Árna Björnsson og ,,Nú sigla svörtu skipin“, eftir Karl O. Runólfs- son með karlakór með hljóm- svéitarundirléik. — Þá verður og leikin í fvrsta skipti: „Á krossgötum“, svíta í fjórum köflum fyrir hljómsveit. eftir Karl O. Runólfsson. Dréngjaföiy matrosföi, jakka- föt, frakkar, skíðaföt. ;Spafta, Leyndarðémur Wom Vlndryi • gðmln baUarlmiiar verða ástfanginn, En risinn sat og át, án þess að taka eftir nokkru. Við fórum aftur inn í lestrarsalinn. Ég fann, að mér var of- aukið þarna inni og hét sjáifum mér því að fara daginn eftir. Ég minntist á það við gestgjafann og bar hann fram veikar mótbárur fyrst í- stað. En þegar ég sagði honum,: að ég þyrfti nauðsynlega að fara til Parísar, þá sagði hann: — Jæja, fyrst svo er, þá verður það svo að vera. Það er annars orðið langt síðan við höfum talað saman. En maður má ekki hugsa einungis um sjálfan sig. Ég stóð nú á fætur og litaðist um í stofunrii. Ég tók eftir litlu Buddha-líkneski úr steini. Það var fallegasta líkneski, sem ég hafði nokkru sinni séð. Ég snéri mér við og ætlaði að spyrja Saint-Luce nánar um líkneskið. Ég var staddur í enda salsins, en þau Sonja og Saint-Luee stóðu í ljósinu. Þau hórfðu hvort á annað og brostu, eins og þau ættu eitthvert leyndarmál saman. Mér þótti þetta kyn- legt, því að þau höfðu ekkert talast við undir borðum. — Var það maðurinn hennar, sem hann óttaðist? Ég leit á hann. Hann stóð við borðið, snéri að þeim baki og blaðaði í vikublaði. Það var svo dimmt, að ekki var hægt að iesa. Mér leizt svo á sem hann gerði það með vilja að horfa ekki á þau. Ef til vill hefir þetta verið misskilningur minn/ en svona' leit ég nú á máliri. En þetta varaði aðeins andartak og Saint- Luce snéri sér að mér og sagði rólega: — Ó, þú ert að skoða líkneskið mitt. Finnst þér það ekki fallegt? Þetta líkneski er heilagt. Ef einhver Hindúi vissi, að það væri hér. myndi hann ekki hika við að drepa mig, til þess að ná í það. En sem betur fer veit enginn af því. — Hvar fannstu líkneskið? — I litlu musteri fyrir tveim árum. Ég varð strax hrifinn af líkneskinu og ákvað að ná því á mitt vald. Það voru fá- einir innfæddir menn, sem ætluðu að hindra það, að ég næði líkneskin.u, en. ég gat -komið því svo fyrir, að þeir ui’ðu ekki til frásagnar. Við töluðum saman stundarkorn, en þar sem hinir gestirnir voru svo þögulir, ákvað ég að fara sem fyrst að hátta. Áður en ég fór sagði Saint-Luce: — Vertu ekki hræddur þó að þú heyrir hávaða eftir ofur- litla stund. Það er bara fallhurðin, sem er hlej'-pt niður á hverju kvöldi, Ég varð undrandi á þessari nákvæmni, því að ég vissi, að hann var síður en svo nokkur veimiltíta. En ég bara brosti og sagði, að bann héldi þá ennþá miðaldasiðunum. Babtiste vísaði mér til vegar til svéfnherbergls míns. Þaö var á sömu bæð, en gangarnir voru þannig, að vel var hægt að villast. En seinna komst ég að raun um, að enginn vandi j var að rata. ] Skömmu seinna heyrði ég iriikinn hávaða uti fyrir, eins og gestgjafi minn hafði búið mig undir. Ég lá stundarkörn og las, því að ég gat ’ekkr sofið Gcrláíi þaúí í iaufinu úti fyrir glugganum. En svo varð allt þögult, þöglára en nokkrú sinni í fenskóginum. Og þá heyrði ég það . . . V. NÓTTIN, Pierre Herry nam staðar í frásögn sinr.i, horfði beint fram undan sér og greip í handlegginn á Állou. — Ef yður finnst það sennilegt, sem ég hefi þegár sagt. þá kemur nú að því atriði frásagnariúnar, sem ég vérð áð biðja yður að trúá, þótt það sé ósenhilegt, og nrinnast þess, áð 'ekki er svo auðvelt að blekkja mig. Ég heyrði.... — Hvað heyrðuð þér? Óp? — Bara að svo hefði verið. Nú verð ég fyrst að skýra yður frá því, að ég hefi sérlega góða heyrn. Þér sjáið til dæmis þessa tvo menn, sem sitja þarna í horninu. Þeir tala mjög lágt, en ég heyri allt, sem þeir segja. — Það getur ekki verið, sagði Allou. Ég heyri líka vel, en ég sé, að þeir aðeins hreyfa varirnar. — Þeir eru að tala um að fá sér kaffi í Temple-götunni. Gangið nær þeim og þá skulúð þér heyra. Allóu lét sem hann þyrfti að gæta út um gluggann og kom því næst aftur. — Þér hafið einkennilega góða heyrn. —- Já, og ég var sá eini í höllinni, sem heyrði þetta þessa nótt, að rríinnsta kosti ímynda ég mér þaÖ. Því það var rétt með háumíndum, að ég heyrði hljóðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.