Alþýðublaðið - 14.03.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.03.1940, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1940. maAMLA BIO Kl. 9: Lepilep glfier Bráðskemtileg amerísk gamanmynd, gerð eftir lei kriti hins fræga franska leikritahöfundar Jacques Deval. — Aðalhlutverkið leikur hin fagra franska leikkona Olymp'e Bradna. Ray Milland. KI. 7: Hótel Imperial. Alþýðusýning. Síðasta sinn raffiiMiMá ÚtbreiðiS Alþýðublaðið! i. o. e. ST. FREYJA nr. 218 heldur fund annað kvöld kl. 8. Yngstu fé- lagarnir annast fundinn og stjórna honum. Extir fund verður skemmtun. Ræða, upþ- lestur, einsöngur o. fl. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Æt. Keppni í handknattleik fór í gærkveldi fram milli kvenflokks Ármanns og kven- flokks „Haukar“ úr Hafnaríirði. Úrslit urðu þau, að Ármenning- ar sigruðu með 17 gegn 8 mörk- um. Enn fremur kepptu Valur og Haukar (karlflokkar), og sigruðu Haukar 21 gegn 18. Eftir keppnina voru allir Hafn- firðingarnir gestir Ármenninga á skemmtifundi þeirra í Odd- fellowhöllinni í gærkveldi. Ibróttafélð %4É %é*i ■ - ^ hallt sameiQlnleot Skemmtikvöld að Hótel Borg föstudaginn 15. þ. m. kl. 9. SKEMMTIATRIÐI: Séra Bjami Jónsson: Raeða. Jakob Hafstein og Ágúst Bjamason: Tvísöngur. Sif Þórs: Listdans. DANS. íþróttamenn, fjölmennið. Aðgöngumiðar við innganginn. Allur ágóðinn til Sæbjargar. VfinisýniDO - Sölnsýnini „íslenzk ull“ heldur fyrstu vörusýningu sína dagana 15.— 19. marz í Suðurgötu 22 uppi. Sýningin verður opnuð kl- 4 á morgun, en hina dagana er hún opin kl. 2—8 síðdegis. Ókeypis aðgangur. LAIINAUPPBÆTUR OPIN- BERRA STARFSMANNA Frh. af 1. síðu. fjórðung í senn,“ segir i greinargerð frumvarpsins. Aðalatriði frumvarpsins eru á þessa leið: „Við ákvörðun þessarar verð- lagsuppbótar skal fylgt þeim reglum, sem settar eru í 2. gr. laga nr. 51 12. febr. 1940, þann- ig, að til 1. flokks skulu teljast laun allt að 270 kr. á mánuði. til 2. flokks laun frá 270—360 kr. á mánuði og til 3. flokks laun yfir 360 kr. á mánuði. Þó má lágmark launa og uppbótar samanlagt í hærra launaflokki ekki vera lægra en hámark launa og uppbótar í næsta flokki fyrir neðan. Nú tekur sami maður laun eða þóknun úr ríkissjóði fyrir fleira en eitt starf, og skal þá reikna verðlagsuppbótina af laununum samanlagt. Verðlagsuppbót greiðist einn- ig á eftirlaun og styrktarfé sam- kv. 18. gr. fjárlaga. Hafi mað- ur, sem nýtur eftirlauna eða styrktarfjár, einnig launað starf úr ríkissjóði, greiðist verðlags- uppbótin af fjárhæðunum sam- anlagt. Nú fylgja embætti eða starfi hlunnindi, svo sem leigulaus bú- staður, frítt ljós og hiti o. s. frv., og greiðist ekki verðlagsuppbót á slík hlunnindi. Á húsaleigu- styrk greiðist ekki heldur verð- lagsuppbót. Embættismönnum, sem fá greitt skrifstofufé úr ríkissjóði, K hfttmilt að greiða starfsfólki sínu verðlagsuppbót samkvæmt þeim reglum, sem að framan greinir, gegn endurgreiðslu úr ríkissjóði, eftir reikningi, er fjármálaráðherra úrskurðar. Verðlagsuppbótin greiðist eft- ir á, fyrir hvem ársfjórðung í senn, og miðast við vísitölu þá, sem ákveðin er í byrjun árs- fjórðungsins. Rísi ágreiningur út af flokk- un launa eða ákvörðun og greiðslu verðlagsuppbótar sam- kvæmt lögum þessum, sker fjármálaráðherra úr, en heimilt er að leggja ágreininginn undir úrskurð dómstólanna. í greinargerðinni segir m. a.: í 5. gr. laga nr. 51 12. febr. 1940, um gengisskráning og ráð- stafanir í því sambandi, er rík- isstjórninni gefin heimild til þess að ákveða í reglugerð verð- lagsuppbót á laun embættis- manna og annarra starfsmanna ríkisins, svo og ríkisstofnana. Gerði fjármálaráðuneytið upp- kast að reglugerð um þetta efni. En svo var horfið að því ráði að bera málið fram á Alþingi, og flytur fjárhagsnefnd frumvarp þetta að tilmælum fjármálaráð- herra. Greinargerð sú, sem fer hér á eftir, er rökstuðningur sá, sem fjármálaráðuneytið hafði samið við reglugerðarfrum- varpið. Einstakir nefndarmenn á- skilja sér rétt til þess að bera fram eða vera með breytingar- tillögum um einstök atriði frumvarpsins. Höfuðtilgangur Iaga nr. 51 12. febr. 1940 er 1) að ákveða aölu- Fjðibrejfít ðrsbðtið AiMðnfiokksins. Nálð fkksr sem (y;st i A RSHÁTÍÐ AlþýSu- flokksfélags Reykja- víkur verður eins og kunnugí er á laugardagskvöld í Al- þýðuhúsinu Iðnó. Þetta verður einhver bezta árshátíð, sem haldin hefir verið hér í bænum í vetur. Fjölda mörg skemmtiatriði verða: Lúðrasveit Reykjavíkur leikur mörg lög. Söngflokkur Alþýðuflokksfélagsins syngur nokkrum sinnum. Forseti Al- þýðusambandsins, formaður Kvenfélags Alþýðuflokksfé- lagsins og ungra jafnaðar- manna flytja ávörp. Þá verða sungnir söngvar úr þekktum leikritum. Loks verður sýndur gamanleikur. Meðan skemmtiatriðin fara fram verður samiginlegt borð hald. Aðgöngumiðar fást í dag, og á morgun og á laugardag og eru félagar beðnir að kaupa að- kaupa aðgöngumiða, sem allra fyrst. SKÁKFRÉTTIR Frh. af 3. síðu. fundur til aft taka ákvörðun um, hvort félagið skuli ganga í Skák- samband Islands, og eru allir fé- lagar beðnir að mæta stundvís- lega kl. 2 á sunnudag á venju- legum stað. Hljómsveit Riykjavíluir sýnir óperettuna „Brosandi Iánd“ annað kvöld kl. 8V2. gengi erlends gjaldeyris og 2) að setja reglur um breytingu kaupgjalds verkamanna, sjó- manna, verksmiðjufólks og iðn- aðarmanna, miðað við breytingu framfærslukostnaðar í Rvík frá meðalverðlagi mánuðina jan.— marz 1939, og eru um þetta sett allglögg og ýtarleg ákvæði í lögunum. Undir þinglokin í vetur var svo bætt inn í lögin almennri heimild fyrir ríkisstjórnina til að ákveða með reglugerð verð- lagsuppbót á laun embættis- manna og annarra starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana. Nán- ari fyrirmæli um ákvörðun þessarar verðlagsuppbótar eru ekki í lögunum. í fljótu bragði mætti því líta svo á, sem alþingi hefði með þessu veitt stjórninni óskoraða heimild til að ákveða, hve há uppbótin skuli vera, og allt annað, er að framkvæmd. þessa ákvæðis lýtur. Þetta hefir þó vafalaust ekki verið tilgang- ur Alþingis. í 4. gr. laganna er lagt bann við því að hækka launagreiðslur í landinu yfir- leitt á þessu ári meira en svar- . ar til hækkunar á kaupgjaldi verkamanna og annarra samkv. 2. gr., og virðist þetta bann einnig hljótá að ná til embætt- is- og starfsmanna ríkisins. Frekar mætti líta svo á, að stjórnin væri ekki bundin við hámark laganna, en gæti ákveð- ið uppbótina lægri en gert er ráð fyrir 1 2. gr., en af umræð- um um málið á Alþingi og að ákvæðið er sett inn í lögin án frekari skýringa þykir mega ráða, að ætlazt hafi verið til, að verðlagsuppbót á laun embætt- is- og starfsmanna ríkisins yrði ákveðin á sama hátt og þeirra, sem um ræðir í 3. gr.. að svo miklu leyti, sem við verður konoi8.“ I D JL0 Næturlæknir er Ólafur Þ. Þor- steinsson, Mánagötu 4, sími 2255. Nælurvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-apóteki. OTVARPIÐ: 20.20 Erindi: Líf og dauði, V.: Batnandi manni er bezt að lifa (Sig. Nordal próf.). 20,50 Einleilmr á fiðlu (Þórir Jónsson): Hindúasögur, eft- ir Rimsky-Korsakow, 0. fl. 21,00 Frá úílöndum. 21.20 Útvarpshljómsveitin: Tón- myndir úr Hyde-Park, eftir Ja’.owicz. Dónar fyrir brot á verðlagsákvæðaiL "ff GÆR var kveðinn upp dóm- ur í lögreglurétti yfir Magn- úsi Jónssyni fyrir brot á verð- lagsákvæðum. Fékk hann 800 króna sekt og ágóði kr. 1046,62. var gerður upptækur. Þá var Ásbjörn Ólafsson dæmdur 20. jan. síðastliðinn í 100 kr. sekt fyrir brot á verð- lagsákvæðum. RÚSSAR FÁ JÁRNERAUT ÞVERT YFIR FINNLAND Frh. af 1. síðu. hefði ekki verið mteðal hinna upphaflegu skilmála, sem Rúss- ar tilkynníii Svíum, þegar þeir báðu þá að koma þeim á fram- færi við Finna, og það kæmi Svíum því mjög á óvart. Finnar hafa einnig orðið að láta Salla og héraðið umhverfis þann bæ af hendi við Rússa. Sæða Gliotbers. Sænski utamfkismálaráðherr- ann varði afstöðu Svía í ræðu sinni gegn öllum ásökunum, sem komið hefðu fram i þeirra garð. Frá því að styrjöldin í Finnlandi b^sjaði hefði sænska þjóðin af ölíu hjarta verið með bræðra- þjóðinni í Firmlandi. Og hún hefði sýnt það í verki og látið sjá í öllum hlutum, að hún væri vinur Finnlands. En því miður, sagði ráðherrann, hefðu stórpóli- tískir atburðir gert Svíum það ó- mögu’egt að veita Finnum hern- aðarlega hjálp, því að ef hún heíði gert það, þá hefði Svíþjóð þegar í stað verið dregin inn í Evrópustyrjöldina ásamt hinum Norðurlöndunum, —. „og engin sænsk stjórn gat tekið ábyrgð á því, að hjálpa til þess að flytja miðdepil stríðsins til Norður- landa, þar sem þeim öllum hefði verið fórnað fyrir allt aðra hags- muni heldur en þeirra eigin.“ ÁVARP TÁNNERS Frh. af 1. siðu. unnt væri að koma brezk-frönsk- um her tii Finnlands. Þegar þetta mál hefði verið til athugunar, hefði niðurstaðan orðið sú, að fyrir hendi væri aðeins einn möguleiki, þ. e. að herflutning- arnir fæm fram yfir Noreg og Svíþjóð, en Norðmenn og Svíar hefðu neitað. Neitun þeirra reyndist sú hindmn, sem ekki varð rutt af vegl En þar sem Finnland gat ekki fengið hjálp, varð ekki efast um, hvernig fara myndi að lokum. Þess vegna hefÖi finnska stjóm- in leitað hófanna um friðarsamm inga við Rússa undangengnar vikur. Rússar neituðu um vopna- hlé og því varð finnska þjóðin að sénda samningamerm til Moskve til þas« *ð aemjft uœ Hljómsveit Reýkjavíkur. „Brosan® leaii“ Óperetta í 3 þáttum eftir FRANZ LEHAR verður leikin kl. 8Y2 annað kvöld í Iðnó- Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7 og eftir kl. 1 á morg- un. Sími 3191. Seinasta sýning fyrir páska. Strandarkirkja. Áheit frá N. N. 2,00. NYIA BIÖ M@£§ark®nBB @gg kilr@kiKiii The Cowboy and the Lady. Fyrsta flokks skemmti- mynd frá United Artista full af’ fjöri og fyndni — þar að auki prýðilega róm- antísk. Aðalhlutverk leika: Merle Oberon og Gary Coopear. m F.U.J. Talkórinn heldur æfingu í ikvöld kl. 9 í fundarsal félagsins. FIMMTUDAGSDANSKLUBBURINN ÚÁN S L EIKUB i Alpýðukúsinu við HverflsgStu i kvöld kiukkan 10. Aðgöngumiðar á kr. BE A seldir eltir kl. 8 í kvöll N.B. Ölvuðum mönnum stranglega bannaður aðgangur. SÍJ T eiiglap eidri dansenÉ’, verða í G.T.-húsinu laugardaginn 16. marz kl. e. h. Áskriftarlisti og aðgöngumiðar á laugardag frá kl. 2 ©. h. Sími 3355. Hljómsveit S. G. T. LEIKF6LAG REYKJAVlKUB, „Fjaila- EfFliidiir44 Sýning í kvöld kl. 8 e. h. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í ésg. ..... ...... ...... ,, .. ----------- ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR. Ársbátíð félagsins hefst með samsæti 1 Iðnó laugardaginn 16. marz 1940 kl. 8,15. SKEMMTIATRIÐI: Kl. 8,15 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjórnandi: Al- bert Klahn. — 8,45 Skemmtunin sett. —- 8,50 Söngur: Söngkór Alþýðuflokksfélagsiris. — 9 Samdrykkja hefst. — 9,15 Ræða: Formaður félagsins- -— 9,30 Nokkrir söngvar úr þekktum leikritum. — 9,45 Ávarp: Forseti Alþýðusambands íslands. — 9,50 Söngur: Söngkór Alþýðuflokksfélagsins. — 10 Ávörp (Kvenfélag Alþýðuflokksins og F.U.J.). —10,10 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. (íslenzk alþýðulög og fjöldasöngur.) —10,45 Gamanleikur: Leikendur nokkrir félagar. —11,45 Borð rudd og stiginn dans til kl. 4. Aðgöngumiðar á kr. 2,50 seldir frá kl. 1 í dag í afgreiðslu Alþýðublaðsins, Alþýðubrauðgerðinni, Laugavegi 61, og í skrifstofu félagsins. — í verði aðgöngumiðans eru veiting- ar innifaldar fyrir þá félaga, sem mættir eru í byrjun sam- kvæmisins. SKEMMTINEFNDIN. frið, þótt styrjöldinni væri hald- ið áfram. Finnsku samninga- mennirnir, sagði Tanner, hikuðu lengi við að fallast á skilmálana, en töldu sig til neydda að lok- um að gera það. Tanner sagði, að Rússar myndu engin afskifti hafa af innanríkis- né utanríkismálum Finnlands, og Kuusinenstjóminni hefði verið vikið frá. Nú væri hið mikla vibreisnarsfarf fyrir höndum, sagði hann, og bætti við: „Ef Finnar standa sameinaðir áfram, mun Finnland risa Upp aftur eflir þessa ógurlegu raun, eins og það'hefir alltaf rlsið upp ftftar-, «ftár hvart Afftll Mxigftð tíl.” Leikfélagið sýnir „Fjalla-Eyvind” i kvöld kl. 8. Islenzk ull hefir vörusýningu dagana 15. til 19. þ. m. í Suðurgötu 22. Sýn- ingin er opin frá kl. 2—8 sið- degis. Deildarfundur KRON í Hafnarfirði verður haldinn í kvöld kl. 81/* í Bæjar- þingssalnum. Útbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.