Alþýðublaðið - 26.03.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.03.1940, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1940, ^ÞfmmiAÐiÐ 5 ^ 1 / __—I— -w\) -1 kV fi i ^ TINDÁTINN STAÐFASTI. 33) Dátinn var sem sé í sömu stofunni og hann hafSi verið í áður. 1 v ■ 1 y,'v i, ' 34) Og litla dansmeyjan var þar ennþá og þau horfðu hvort á annað — og brostu. 35) En einn drengjanna tók dát- ann og henti honum inn í ofn- inn. '‘■'zsi*. •rfýWv.i- 36) Og þá fór nú dátanum að volgna. Og 1 sama bili fauk dans- meyjan inn í ofninn. 37) Svo bráðnaði dátinn og dansmeyjan brann. | Orðsending til kaupeoda út um land. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á . réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. Sigurður Einarsson; Fðrnmenn II: ifra-ðs-ættin Annað bindið af hinni stóru skálti- sögu frú Elínborgar Lárusdóttur. Finnar pnrfa meirijjálp. FINNLAND þarf ennþááhjálp að halda, þóit stríðinu sé lokið. Flestar borgir landsins eru að meira eða minna leyti eyðilagð- ar eftir loftárásirnar og fyrir- vinna fjölmargra heimila fallin. Um 450 þúsund manna, sem bjuggu í þeim héruðum, er Rússar fá, eru húsviltir og at- vinnulausir. Yfir allt þetta fólk þarf að byggja og skapa at- vinnuskiiyrði. Þessi uppbygg- ing kostar offjár og mun ofvax- ið svo lítiili þjóð að leysa af hendi án stuðnings. Sýnum það því Islendingar, að við viljum líka hjálpa þessu bágstadda fólki. Finnlandssöfn- Unin heldur áfram. Stjórnir Norræna félagsiíis og Rauða Kross Islands. Fro elinborg lárus- DÓTTIR lætur skammt á milli stórra högga. í haust er leið kom út eftir hana fyrsta bindi af Fö.rumenn: Dimmu- borgir, mikil bók að vöxtum og og þó betri að gæðum. Ég rit- aði nokkur orð um þá bók hér í blaðið, er hún var nýútkomin, og hirði ekki að endurtaka það hér. Afíur á mióti datt mér ekki janna'ð í hug, en að nú mundi líða rösklega árið, þangað til annað bindi þessa ritverks kæmi fram. En það er eitthvað öðru nær. Annað bindi, Efra-Ás-ættin, er þegar komið út, framt að þvi eins mikið að vöxtum og stendur hinu fyrra bindi hvergi að baki, en að mínum dómi í ýmsu fram- ar. Þeir, sem kynnu að hafa ver- ið eitthvað uggandi um framhald þessa verks, geta verið alveg ró- legir. Frú Elinborg kemur fram með æfðari tökum á verki sínu í þessari bók en hinni fyrri. i Dimmuborgir mátti það verða ljóst, að Efra-Ás-ættin mundi koma, hér mjög við sögu, ef lengra yrði ha'idið fram. Það hafði verið látið skyggja í það, án þess að úr því væri greitt til hlítar, að í gegn um þessa ætt, og þó einkum konur ættarinnar, lægju rammir örlagaþræðir, að hún byggi yfir sínum leyndar- dómi. í þessari bók gerir höf- tmdurinn þessu máli skil, og ger- ir það vel. Bókin hefst á Þórdísi á Bjargi, þar sem hún gerir upp reikninga lífs síns með fullkomnu æðru- leysi og drengskap. Það er eitt- hvað rólegt og fagurt yfir þeim reikningsskilum, sem minnir mig á orð^ Ibsens: „Mörgu ég tapaði, mikið ég vann; máske var það mér þó bezt, eins og hann á- kvað, minn eilífi guð.“ En það er engin sveigja til í þessu drengi'e a fóiki andspænis kröf- um skyláunnar, hverjar sem þær e u, hvernig sem þær eru til komnar. Það markar afstöðu Þórdísar til beggja dætra sinna. telpunnar og Þórgunnar, hinnar gjafvaxta meyjar. Þórgunnur er þegar heitin manni, að óvilja sínum. Það er aldarfarið, erfða- venjurnar. Og nú dugar ekki að fresta því, sem fram á að koma. Stenzt Þórgunnur þessa raun, án þess að verða að aumingja eða iilmenni? Sver hún sig í ættina og megnar allt, sem af henni er krafizt sem vaxandi maður og batnandi? Það er þetta, sem bók frú Elinborgar fjallar um, og þessa örlagaþræði gredðir hún nú af miklum skáldlegum tálþrifum. Frásögnin er öll létt og lipur, á köflum stórfalieg. Atburðirnir reka hver annan í eðlilegri röð, persónurnar koma fram skýrar og afmarkaðar með lifandi ein- kennum, eins og höfundurinn hafi þekkt allt þetta fólk og um- gengizt árum saman. Og ekki einungis þekkt og umgengizt, heldur og skilið með hinum næma skilningi hjartans. Þetta er höfuðstyrkur bókarinnar sem skáldverks. En bókin hefir og fieiri kosti. 1 persónum eins og Andrési mal- ara, Rönku vinnukonu og ýmsum af förumönnunum í fyrra bindi hafði Elinborgu tekizt að skapa mjög efíirtektarverðar persónur, sem voru trúar og sannar um leið og þær voru sérkennilegar., Andrés er enn sem fyrr hremasta gersemi. Og þama kemur fjöldi af nýjum og sérkennilegum per- sónum, eins og t. d. Pétri söng,- Þorgerði, gamla prestinum, Hall- (Úðri í Efra-Ási og fleirum. Allar eru þær vel gerðar og ávfnningur fyrir ritíð í heild. Enn er einn höfuðkostur þessa rits sá, hve frú Elinborg stendur íöstum fó’tum í þekkingu á öllum högum og aðstöðu, venjum, störf- um, trú og hjátrú þess tknabils, sem hún hefir gert að bakgrunni bókar sinnar og er að íýsa. Þetta kemur hvarvetna fram í tali fólksins, atferlj' og hugsunar- hætti og 1 löngum frásögnum, sem beinlínis hafa men’ningar--, sögulegt og þjóðfræðilegt giidi. Vil ég þar nefna til kaflana um brúðkaupið, Kirkjugarðarnir rísa, og kaflana um Bóthildi frá Efra- Ási og hrafnana. Sú saga öll minnti mig dálítið á Selmu Lag- erlöf um handbragð, þó að efni sé gerólíkt, stiklað af næmleik á mörkum veruleika og dulúðar, svo að það gefur barnasögunni um Bóthildi einhvem þýðan rómantískan blæ, sem í höndum frú Elinborgar verður fagur. Ég hefði margt fleira gott að segja um þessa bók, en læt hér staðar numið. Ég óska frú Elin- borgu til hamingju með bókina og bíð framhaldsins með tiihlökk- un. Sigurður Einarsson. EiDkabifreiðlr aftnr bomnir af stað. fflenn notuðn líka tœklfærið um hátíðina. A KSTUR einkabifreiða hefir 31 nú verið leyfður aftur. Mátti og sjá þess glögg merki yfir hátíðina, því að mikill fjöldi manna ók út úr bænum — og ekki síður um bæinn. Nokkrar hömlur eru þó lagðar á akstur bifreiða, og stegir svo um það í reglugerð frá atvinnumálaráðu- neytinu: Bannaður er allur ónauðsyn- legur ./akstur ; bifreiða og verjía bifreiðastjórar og farþegar að gera lögreglunni grein fyrir ferð- um sínum þegar þess er krafist. Lögreglustjórar geta, hver i sínu umdæmi, eftir atvikum, sett ákvæði til hindrunar óþörf- um akstri í og úr umdæminu. í Reykjavik skal ein eða fleiri bdfreiðastöð vera opin að nótt- unni til nauðsynlegs aksturs og setur póst- og símamálastjóri reglur um hvernig stöðvar bæj- arins skuli skiptast á um það og um það, hversu margar bif- reiðar megi hafa í notkún svo og um tilhögun akstursins. Eiganda eða umrácamanni mannflutningabifreiðaT er óheim- ilt að lána eða leigja hana öðrum án þess að bifreiðarstjóri fylgdi. Eigandi eöa umráðamaður hverrar bifreiðar skal snúa sér til hlutaðeigandi lögreglustjöra, er afhendir honum benzínvið- skiftabök, sem fylgir bifreiðinni og skal afgreiðslustöð sú, et af- hendir bifreiðinni benzín, skrifa i; hana hvenœr hún, Jætur benzín ú i og hversu mikið. Bókina skal geyma vandlega og afhenda hana Tögreglustjóra þar sem bifréiðin er skrásett, þegar hún er útnot- uð, gegn afhendingu nýrrar bók- ar. ; . ---—---- > Aðalfmdar Spari- »]6ðs Reykjavfknr. A3ALFUNDUR Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis var haldinn í Baðstofu iðnaðar- manna 14. þ. m. Fyrir fundinum lágu endur- skoðaðir reikningar sjóðsins fyrir árið 1939, sem birtir eru hér í blaðinu í dag, og voru þeir samþykktir 1 einu hljóði. Enn fremur gerði formaður sjóðsins. hr. bæjarstjórnarforseti Guð- mundur Ásbjömsson. grein fyr- ir starfsemi sjóðsins á síðas,ta ári. Gat hann þess meðal ann- ars, að veitt hefðu verið 108 ný lán á árinu að upphæð kr. 1 297 150,00 og sparisjóðsinn- stæða hefði aukizt um kr. 329 121,45. Stjórnarkosning fór þannig, að fyrrverandi stjórnarmeðlim- ir, þeir Guðmundur Ásbjörns- son bæjarstjómarforseti, Jón Ásbjörnsson hæstaréttarmála- flm. og Jón Halldórsson hús- gagnasmíðam. ypju allir endur- kosnir. ... Ábyrgðarmenn létu í ljós á- nægju sína yfir velgengni sjóðs- ins og þökuðu stjórninni vel unnið starf. idfr leikfong: Bílar frá 0,85 Skip — 0.75 Húsgögh — 1,00 Töskur — 1,00 Hringar — 0.75 Perlufestar — 1,00 Dúkkur — 1,50 Dótakassar — 1,00 Saumakassar — 1,00 Smádýr — 0.85 Flugvélar — 1.50 Kubbákassar — 2,00 K. Einarssoa $ BiSrnsson Bankastræti 11. Auglýsið í Alþýðublaðinu! LeyndardóEnar NoiLiy---^ i3 gömlu itallarlnnar hann borðar ekki. Hvað á að segja um slíkt og þvíllkt? Og ekki nóg með það, að hann drepi. Einu sinni kom hann heim með lifandi villidýr, sem hann ætlaði að gefa dýragarðinum, og í átta daga var hér hreinasti dýragarður. Og einu sinni lét hann tígrisdýr leika lausum hala hér í garðinum. Ég hélt, að hann ætlaði að láta villidýrið drepa sig. Og hvað hefði þá orðið af okkur? Við hefðum ekki losnað héðan út. Við hefðum dáið úr hungri. En hann hugsar aldrei um annað en sjálfan sig. Við kvcddum hana. Enda hafði hún ekki getað gefið okkur neinar upplýsingar um málið sjálft. En við vissum nú samt. hvað klukkan sló. Það var þá til manneskja hér, sem áleit. að greifanum væri trúandi til að gera sitt af hverju. Að vísu var það aðeins venjulegt eldhúsþvaður. En það er ástæðulaust j að fyrirlíta það. Það gerði Moliére ekki. Álit almennings getur J haft sína þýðingu. i Lögreglumennirnir voru nú staddir á þrepunum, sem þeir j rannsökuðu mjög nákvæmlega. Klukkan er orðin 12 og það er hringt til Versala eftir mat. Lögreglumennirnir eru svo vænir að muna eftir okkur. Það er ekki lengi verið að borða. Og það gerðist ekki margt seinni hluta dagsins. Kvöldið kom. Allt hafði verið rannsakað. Ekkert fannst. Það var ekkert að finna. Skyldi hafa verið gert gys að okkur? Það kemur nú í ljós. Ennþá er eftir að rannsaka garðinn. Hann verður rannsakaður á morgun með hjálp hunda. Einhver lögreglumannanna á að standa vörð í nótt. Áður en hinir fara heim spyr ég þá: — Þið eruð vissir um, að iíkið getur ekki verið x höllinni? — Já, hárvissir. En það getur verið 1 garðinum. — Og jafnvel þótt það finnist ekki hér, þá er ekki þar með sagt, að enginn glæpur hafi verið framinn. Það getur verið, að líkinu hafi verið komið undan. — Við rannsökum líka umhverfið. — En það getur verið, að það hafi verið flutt lengra burtu. er ekki svo? — Það held ég ekki. Hér er enginn bíll og engin ökutæki. Garlovitch var risi að vexti og það hefir ekki verið hægt að bera hann langt. Og ég held, að hann hafi ekki verið grafinn hér úti á mörkinni. Það hefði verið óvarkárni, því að geit- smalinn hefði fljótlega komizt að því. Þá er sennilegra, að hann hafi falið líkið hér í gariinum. — En það hefir getað komið bíll frá Versölum. sem hefir sótt líkið. — Antoine gamli fullvissaði okkur um það, að hann hefði ekki heyrt eða séð til bíls. Hann býr rétt hjá veginum og sefur afarlaust. Það virðist svo sem enginn bíll hafi komið hingað. — En daginn eftir kom bíll. — Þér eigið við bílinn, sem sótti manninn, sem var hér í tvær nætur? Saint-Luce greifi segir, að þetta sé góður vinur sinn. Hann heitir Pierre Herry og það á að yfirheyra hann. Það er rétt, að hann fór í bíl. En öllum bændunum í nágrenn- inu ber saman um, að ekkert hafi verið grunsamlegt við brott- för hans. — Hvernig vitið þér það? — Það var mjög áreiðanlegur ekill frá Versölum. Hann hefir verið yfirheyrður í Versölum. Á morgun fá lesendurnir að heyra, hvað finnst í garðinum.“ X. SVARTI HUNDURINN. Allou braut blaðið saman. Svo tók hann næsta blað. Nú var fyrirsögnin minni. Ekkert lík í höllinni. Vafalaust um hefnd að ræða. Hann nennti ekki að lesá meira. — Þeir fundu þá ekkert? — Nei, hvorki í garðinum né utan garðs. Hundarnir fundu aðeins spor eftir villidýr og fóru að gelta. —• Voruð þér viðstaddur? — Já, nú kemur það. Eg sat við sóttarsæng systur minnar og las um rannsóknina. Þá kom stúlka inn og sagði, að tveiir menn hefðu komið og vildu tala við míg, en hún hefði sagt, að ég væri farinn. — En hyernig stendur á því? spurði ég. — Þér vissuð vel. að ég var hérna. — En mér sýndist þetta vera lögreglumenn. Ég varð fjúkandi reiður. — Og hvað um það? Hvers vegna ætti ég að vera hræddur- við lögregluna? — Ég las blöðin í morgun. sagði hún. — Fífl. Þér hafið hagað yður óskynsamlega. En nú varð ég hræddur um, að ég yrði flæktur í málið. Og þess vegna tók ég bíl þegar í stað og ók til Versala. Fyrst í stað var ég undrandi yfir því, að Saint-Luce skyldi ekki hafa hringt til mín og tilkynnt mér, hvernig komið var. En við nánari rannsókn sá ég, að þetta var eðlilegt. Hnan gat átt von á því, að lögreglan hlustaði á símtöl hans. Hvað átti ég að segja lögreglunni? Að því er ég bezt gat séð á blöðunum, hafði Saint-Luce ekki skýrt frá því, sem skeð hafði nóttina góðu, þegar ráðizt var á okkur. Mér fannst það ekki óeðlilegt, að hann vildi ekki skýra frá því nú, þar sem það hefði vakið grun að hann kærði árásirnar ekki strax. Og . jafneðlilegt var það, að hann hefði fengið Sonju og Babtiste til að þegja um málið. En eldabuskan? Hún vissi ekki, hvað við hafði borið. og við sáum enga ástæðu til að skýra henni frá því. En hún vissi,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.