Alþýðublaðið - 27.03.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.03.1940, Blaðsíða 4
MTÐVnCUBAGUR 27. MARZ 1940 CjAMLA BÍOM KL'. 9,2a Frou-Fron. Tilkomumikil amerísk stórmynd. Aðalhlutverkin leika: LUISE RAINER, Melvyn Douglas og Robert Young. KL. 730. TvlbnrasFstarnar með Ellsabeth Bergner. — AlÞýtusýning. CHRISTIAN GCNTHER Frh. af 3 .síðu. Það fór eins fyrir syni hans, hann tók að sér embættið. í raun og veru byrjuðu báðir feðgamir stjórnmálaferil sinn sem sendiherrar. Þau þrjú ár, sem Gúnther dvaldi í Buenos Aires, var skemmtilegur tími, og með hann t huga fór fjölskyldan þaðan þegar sendiherrann var kallað- ur heim til fulltrúastöðu í utan- ríkismálaráðuneytinu, sem hann gengdi til ársins 1937, en þá var hann gerður að sendiherra í Os- lo. Einnig það starf lét honum mjög vel. 11. desember 1939, kl. 7 að kvöldi, hringdi Per Albin Hans- son til sendiherra síns í Oslo og spurði hann. hvort hann vildi taka að sér utanríkismálaráð- herraembættið í hinu breytta ráðuneyti. Klukkan rúmlega átta sat Gunther sendiherra í lestinni á leið til Stokkhólms, og daginn eftir tók hann að sér hið vandasama verk að stýra ut- anríkismálum Svía á hinum erf- iðustu tímum gegnum brim og boða styrjaldarhættunnar. Frú Gúnther varð í flýti að leysa upp heimili sitt í Oslo, hraða sér til Stokkhólms og koma þar upp heimili, sem sómdi utanríkismálaráðherra. Hún er mjög tignarleg kona. gædd ágætri fegurðarskynjun og listrænni gáfu. Á þeim tíma sem maður hennar orti, fékkst hún við listmálningu. Hún stund aði nám í París. Meðal annars hefir hún skrautmálað kjallara kosengrens í Stokkhólmi og margar einkahallir í Djursholm. Yngsta dóttir þeirra hjóna, Lena, sem ennþá er heima, stundar nám við háskólann. Elzta dóttirin, Birgitta, sem er málari og arkitekt, er gift og á heima í Kaupmannahöfn. Son- urinn, Bengt, stundar háskóla- nám, er kvæntur og ráðherrann varð afi í fyrra. Gúnther utanríkismálaráð- herra er mjög mikill samkvæm- ismaður og heimilislíf þeirra hjóna mjög óþvingað og frjáls- mannlegt. Sama fágunin, sem lýsti sér i Ijóðum hans á yngri árum, birtist í framkomu hans og er það arfur frá forfeðrum hans, sem voru aðalsmenn, her- menn og embættismenn. Hann er raunar ekki fyrsti ráðherra í ættdnni. Afi hans, Cláes Efraim, var dómsmálaráðherra hjá Ósk- ari I. UPPBLASTUR LANDSINS Frh. af 3. si'ðu. átt nokkra snjalla formæl- endur. Frh. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Fjalla-Eyvind í 20. sinn annað kvöld, og verða nokkrir miðor seldir mjög ódýrt að þess- ari sýningu. HÆGRI HANDAR AKSTURINN Frh. af 1. síðu. felld, en í staðinn komi ákvæði um vinstri handar umferð.“ Svohljóðandi greinargerð fylg ir samþykktinni: Vörubílastöðin „Þróttur“, Bif reiðastórafélagið „Hreyfill“ og Bifreiðastjórafélag Hafnarfjarð- ar vilja hér með vekja athygli hæstvirts á þeim rökum, er liggja til grundvallar mótmæl- um fyrrgreindra stéttarfélaga bifreiðastjóra á frumvarpi því til umferðalaga, er samgöngu- málanefnd neðri deildar flytur að tilhlutun dómsmálaráðherra. 1. Bifreiðastjórar eru fylli- lega sammála hæstvirtri sam- göngumálanefnd um það, að hægri handar umferð hafi enga kosti fram yfir vinstri umferð. 2. Rök þau, er nefndin færir fyrir framkomu frumvarpsins, virðast í aðalatriðum vera þau, að íslendingar fari til útlanda með bifreiðar sínar til aksturs og gagnkvæmt, og beri því nauðsyn til að samræma um- ferðalög okkar umferðalögum annarra þjóða. I því sambandi má benda á að bæði England og Svíþjóð hafa vinstri akstur, og þar af leiðandi má telja fullvíst, að nokkrir þeirra útlendinga, er koma til landsins með bifreiðar sínar, séu vanir vinstri umferð, og af þeim ástæðum teljum við ekki nauðsyn þeirra breytinga, er frumvarpið felur 1 sér. Á sama hátt má búast við að nokkrir þeirra íslendinga, er kynnu að fara til útlanda með bifreiðar sínar, færu til þessara landa. En hins vegar benda all- ar líkur til að utanfarir íslend- inga með bifreiðar sínar verði mjög fáar á komandi árum. 3. Frumvarpið gerir aðeins ráð fyrir breytingu á strætis- vögnum Reykjavíkur, en eins og kunnugt er, eru allir almenn- ingsvagnar og stórar fólksflutn- ingabifreiðar (kassabifreiðar) þannig byggðar, að út- og inn- gangur fyrir farþega er á vinstri hlið. í greinargerð fyrir frum- varpinu er gert ráð fyrir að þessum bílum þurfi ekki að breyta, en hins vegar ætlast til að þeir nemi staðar á vinstri brún. Það má furðulegt heita að nokkrum skuli detta það í hug, að leggja það til að bifreiðar þessar nemi staðar öfugt við hinar nýju umferðareglur. Með þessari ráðstöfun einni saman myndi slysahætta aukast að miklum mun, svo að innan skamms tíma yrði eigendum þessara bifreiða skipað að breyta þeim. En eins og verðlag er á öllu nú, er lýtur að akstri bifreiða, ér mjög ósanngjarnt að fara fram á slíkt við bifreiða- eigendur. 4. Bifreiðastjórar eru þeirrar skoðunar, að samfara breyting- um aukist slysahætta, bæði vegna gangandi og akandi um- ferðar. í því sambandi viljum við benda á, að undanfarin ár hefir lögregla Rekyjavíkur og einstaklingar lagt sig mjög fram um að leiðbeina fóiki í um- ferðareglum, sem byggðar eru á vinstri handar umferð. og náð í því sambandi svo góðum ár- angri, að umferðaslysum hefir stórlega fækkað, en fyrirhuguð breyting mun að sjálfsögðu gera þann árangur mjög lítils virði. 5. Hættulegustu afleiðingar breytingarinnar telja bifreiða- stjórar vera aukna slysahættu, aukin umferðaslys hafa óhjá- kvæmilega í för með sér hækk- andi tryggingariðgjöld. En jafnframt má taka fram, að inn- flutningur á varahlutum til við- halds bifreiða er mjög miklum erfiðleikum háður, en bifreiða- stjórar eru þess fullvissir, að með breytingu á núgildandi um- ferðareglum aukist að miklum mun þörf fyrir notkun vara- hluta, vegna aukinnar árekstr- arhættu. 6. Stéttarfélög bifreiðastjóra, er standa að mótmælum á fyrr- greindum ákvæðum frumvarps- ins, vilja vekja athygli háttvirts alþingis á því, að meðan fjár- hagsafkoma þjóðarinnar er jafn bágborin sem raun ber vitni, þá sjá þau ekki neina ástæðu fyrir ríkisejóð eða einstaklinga að eyða tugum þúsunda í breyt- ingu, sem viðurkennt er að hefir enga kosti fram yfir það, sem nú gildir. -------------------------1 Norðorijós suðnr ð Italln og Balk- !i aoskaga! LONDON í gærkveldi. FÚ. ;; IKILLA lofttruflana | hefir orðið vart víða | ;| um lönd að undanförnu og I ; | hefir stuttbylgjuútvarp ým ; I 11 ist alls ekki heyrzt eð* ver- ! I ;| ið mjög óglöggt. Norðurljós hafa só*t í : :; ýmsum löndum þar sem :; ; menn vita ekki dæmi til ; að norðurljós hafi sézt áð- ;; ;; ur, svo sem á Ítalíu og í ;j ; | Búlgaríu. j ! í Suður-Afríku sáust j j norðurljós í Orangefrírík- ! : inu, mjög sunnarlega, og I !; er slíkt nálega eins dæmi. !; Bretar og Frakkar kaopa 500 amerísk- ar Ilagvélar. ðœr voru bygoðar fyrir Baoda ríkjaheriuB. t DAO Næturlæknir er Þórarinn Sveinsson, Austurstræti 4, sími 3232. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Næturvarzla bifreiða: Bæjar- bílastöðin, Aðalstræti 16, sími 1395. ÚTVARPIÐ; 18,30—19,10 íslenzkir tónleikar til endurvarps um Norð- urlönd: a Íslands-svíta, eftir Hallgrím Helgason (fiðla: Björn Ólafsson; píanó: höfundurinn). b) Kórsöngur: Karlakórinn Kátir félagar. c) Chacon- na, eftir Pál ísólfsson orgel: höfundurinn). 20.20 Útvarpssagan: „Ströndin blá“, eftir Kristmann Guðmundsson. (Höfund- urinn.) 20,50 Uppeldisþáttur: Verkefni í þegnskaparvinnu (Lúð- víg Guðmundsson skóla- stjóri). 21,15 Útvarpskvartettinn: Pía- nókvartett í Es-dúr, eftir Mozart. 20,35 Hljómplötur: Harmoniku lög. LONDON í gærkv. F.O. AVÍERiSKA hermálaráðuneytið hefir ákveðið að leyfa sölu 500 hemaðarflugféla af nýjustu gerðum, er byggðar voru fyrir landher Bandaríkjarma. Kaup- endumir em Bretar og Fmkkar. Búist er við að Woodring, her- málaráðherra Bandarfkjanna, muni bráðlega birta yfirlýsingu um sölu hergagna til annarra landa. Ofsóknir gego ka- pólsko kirkjonni f Aostorríki. LONDON í morgun FO. T7 ATIKANOTVARPIÐ hefir * birt fregnir um ofsóknir í garð kaþólskra manna í Austur- rfki. Nunnur, sem neituðu að hlýðnast fyrirskipunum nazásta, vom neyddar til þess að hverfa úr klaustmm sínum, og kaþólskir klerkar hafa verið sendir í fainga- búðir. Fyrirskipað hefir verið að hætta trúarbragðakenslu í 52 skólum. Orð í tíma töluð heitir nýútkomin bók. Em það skrýtlur og skopsagnir um ýmsa narngreinda menn, sérprentað úr Vikunni. Víkingsprent gefur bók- ina út. Háskólafyrlrlestur á sænsku. Sænski sendikennarinn, fil. mag. Anna Z. Osterman, flyturíkvöld fyrirlestur um kveðskap Rune- bergs um finsku þjóðina, »g er þetta næstsíðasti fyrirlestuiánn í þessum fyrirlestrafiokki. Öl’um heimill aðgangur. Við tvö og blómið heitir nýr vals eftir Sigfús Hall- dórsson, sem kemur í bókabúðir í dag. Kvæðið er eftir Vilhjálm frá Skáholti. 7. Að síðustu viljum við taka fram, að það eru bifreiðastjórar, sem mesta ábyrgð hafa á um- ferðinni, og þar af leiðandi hef- ir það vakið furðu þeirra, að stéttarfélögum þeirra hefir ekki verið gefinn kostur á að segja álit sitt á breytingu, er orsakar jafnmikla byltingu í umferða- málum þjóðarinnar. sem áður- nefnt frumvarp stefnir áð. Frou-Frou heitir myndln, sem Gamla Bíó sýnir núna. Er það amerísk kvik- mynd tekin af Metro-félagiinu. Aðalhlutverkið leikur Luise Rain- er. Samkór Róberts Abraham hélt samsöng síðdegis á páska- dag í Nýja Bíó á Akureyri. — Stjðrnandi var Robert Abraham og við hljóðfærið frú Jórunn Geirsson. Einsöngvamr voru Sig- ríður Guðmundsdóttir, Gunnar Magnússon og Guðmundur Gunn- arsson. F. O. Kærar þakklr til Brynjólfs Jóhannesscmar, Lárusar Ingólfssonar og Aage Lorange fyrir komuna og hina góðu skemmtun, laugardaginn fyrir páska. Sjúklingar í Kópa- vogi. > Bllk, blað Málfundafélags Gagn- fræðaskólans í Vestmannaeyujm 7. tbl. er nýkomið út. Efni: Séra Jes A. Gíslason: Að verja vígið, Gísli G. Guðlaugsson: Minni kvenna, Þorstednn Einarsson kenn ari: Súlan, drottning Atlants- hafsins. Þorsteinn Þ. Þorsteins son: Eitur fyrir 8 aura — sykur fyrir 6 aura. Jón Öli: Ég kveð og þakka. Sigmundur Finnsson: Hjónabylta — saga — Ásta B. Þórðardóttir: Flækingskötturinn o. fl. KOLASKIP STRANDAR VIÐ VESTAMNNAEYJAR Frh. af 1. síðu. Hörgseyri eða rifið þarna út af hafnargarðinum er nokkuð hættulegt og venjulega taka skip af þéssari stærð hafnsögu- mann er þau sigla inn, þó að Sverrir gerði það ekki að þessu sinni. F.U.J. Fundur verður í fulltrúaráðinu i kvöld kl. 730. Áríðandi er að allir fulltrúamir mæti. * Fimleikaæfingar eru í kvöld á venjulegum stað og tíma, báðir flokkar. Auglýsið í Alþýðublaðiuu! - ' 7i ' *rrjr L O. e. T. ST. MINERVA nr. 172. Afmælis- ' fagnaður í bfvöld kl. 8Va í islaln- um niðri og hefst með kaffi- drykkju og góðri skemmtiskrá félagar mætið vel með gesti. Afmælisnefndin. ST. SÓLEY nr, 242. Ftmdur ann- að kvöld 28. marz í Bindind- ishöllinni, hefst kl. 8. Inntaka Fagnað vorkomu. Sy.stumar stjóma. Æ.t. ST. DRÖFN nr. 55. Fundur ann- að kvöld kL 8Va. Venjuleg fundarstörf. Erindi. Félagarhafi með sér sálmabækur. Að lokn- um fundi verður kórsöngur. Æðstitemplar. m NYJA Bfð Útlaginu Jesse James Danska biaðfö Nationaltidende skýrir frá því nýlega, að gin- og klaufavelkís- faraldurinn, sem gengið hefir i Danmörku undanfarið, muni hafa bakað dönskum landbúnaði tjón, sem nemur 150 milljónum króna. Rikíssjóður hefir borgað bændum i skaðabætur 19 milljónir króna. F.Ú. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Móðir og tengdamóðir okkar, Vilborg Sigurðardóttir, andaðist á sjúkradeild Elliheimilisins þann 2S. þ ,«a. Rannveig Sigurðard. Hallgr. Jónsson. Sigurður Sigurðsson. Ágústa Jónsdóttír. QlmivXiiii Qi rriirXecnn SífniTlii SlfniTSflTfÍ Jarðarför móður minnar, Sigríðar Guðmundsdóttur frá Úlfljótsvatni, fer fram föstudaginn 29, marz og hefst með húskVeðju á heimili hinnar látnu, Njálsgötu 90, kl. 1 e. hád. Fyrir hönd vandamanna, | Haraidur Sigurðsson. LEIKFÉLAO BKYKJAVIKUB. _ „Flalla- Eyvíadnr4* 20 sýnlng annað^kvOld kl» S. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. t á morgun. ' þ * Nokkrir aðgöngumiðar að þessari sýningu verða seldk- á 1.50 stk. BYGGINGAFÉLAG VERKAMANNA. Aðalfnndnr félagsins verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfísgötu sunnud. 31. þ. m. kí. 2 e. h, Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Iðgjaldskvittun fyrir árið 1940 gildir sem aðgöngumíði. STJÓRNIN- Framhalds-aðalfundur í Fasteignaeigendafélagi Heykjavíknr verður haldinn í Varðarhúsinu næstkomandi þriðjudag þann 2. apríl kl. 8,30 e. h. DAGSKRÁ: 1. Lagabreytingar. 2. Hækkun afnotagjalds laugavatnshitans. 3. Önnur mál. Félagsmenn fjölmennið. Nýir félagsmenn geta innritast í fundinum. STJÓRNIN. FJÁRHAGUR dana Frh. af 1. síðu. lega og færu sívaxandi, meðal annars vegna þess, að stjómin hefði álitið það skyldu sína að reyna að forðast árekstra og vandræði í atvinnulífi landsins. Nú þegar væri búið að hækka hina beinu skatta eins og fært þætti, en þrátt fyrir það væri framundan 200 milljón króna tekjuhalli. Það væri óforsvaran- legt, að láta reka svo á reiðan- um að hafast ekkert að til þess að mæta þessum útgjöldum, og þess vegna væri lagafrumvarp það, sem nú lægi fyrir, borið fram. Hann kvað mega vænta þess, að óhjákvæmilegt yrði að bera fram fleiri lagafrumvörp, sem horfðu til aukinna álaga, en það myndi fara eftir ástæðum á hverjum tíma, hvers stjórnin gripi til í þeim efnum. Hins vegar hefðu allir stærri flokk- arnir í þinginu verið sammála um nauðsyn þeirrar lagasetn- ingar, sem nú lægi fýrir. Að lokum skoraði Stauning á alla þjóðina, ríka jafnt sem fá- tæka, að bregðast vel við al- þjóðamauðsyn, bæði gagnvart þessari ráðstöfun og öðrum, sem óhjákvæmilegar kynnu að reyn- ast.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.