Alþýðublaðið - 28.03.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.03.1940, Blaðsíða 3
riMMTUDAGUR 28. MÁRZ 1.M0. Au>v®mui®w RITSTJÖRI: F. R. VALDEMABSSON. k í íjarv«is hana: STEFÁN fétursson. —- AFQRKIDSLA: aLþýbuhCsiio Obmsangrur Éri Hverflagðtu). SlMAR: 4800: Afgreiðala, augiýaingar, 4901: Ritstjórn (innl. íréttir). 4802: Ritstjóri. 4908: V. S. Vilhjálma (heima). 4808: AlþýðuprentamiOjan. 4906: AfgreiSsla. ! 0021 Stef&n Péturason (helma). j AU»ÝÐUPRENTSMIÐJAN | ♦------------------------« Eios sg pð heilsir ððrnm, ðvarpo aðrirjig. DLAÐ KOMMONISTA, PjóÖ- viljinn, er “nú alltaf öÖru hvoru aö reyna aö vekja meö- aumkun fölks meö sér, ef vera mætti, að minna yröi þá hugsað um það, hvers konar málstaður það er, sem hann berzt nú fyrir, síöan Sovét-Rússland gerði vin- áttusamning sinn við þýzka naz- ismann og tók upp vimiubrögð ihans, í viðskiptum sinum við aðr- ar þjóðir, eins og hin ódrengi- lega árás þess aftan að Pólverj- Um og hin blóðuga kúgunartil- raun við Finna ber andstyggi- legastan vott um. Til þess að breiða yfir það smánarlega hlutverk, sem komm- únistablaðið hefir valið sér með því að verja mestum hluta rúms sips daglega til þess að bera í bætifláka fyrir slík svik Sovét- Rússlands við frið, frelsi og rétt smælingjans, sem það áður fyrr þóttist berjast fyrir, flytur þaÖ hinar átakaniegustu sögur um ofsóknir gegn kommúnistum éin- hvers staöar uti i heimi, sem aÖ visu er ekki vitað, að útgefendur Þjóðviljans hafi orðið fyrir neinu hnjaski af, en þó bersýniiega eru í frásögur og stíl færðar af biað- inu í þvi skyni, að eitthvað af meðaumkun ieseoidanna falli ,þeim i skaut. SÍÖast í gær var Þ jióöviljinn að leggja út af einu slBra atviki, sem skeði i Luleá í Norður- SviþjóÖ fyrir skömmu síðan, meöan hinar blóðugu loftárásir Rússa á konur og böm á Finn- iandi stóöu sem hæst. Þar kom að næturlagi upp éldur í húsi, sem sænski kommúnistaflokkur- inn átti og hafði í blað sitt og prentsmiðju þar í borginni, og brann húsið til kaldra kola, en fimm manns, sem í þvi sváfu, fórust í eldinum. Um þennan bmna í Luleá hafa ekki borizt hingað neinar ná- kvæmar eða áreiðanlegar fregnir fyrr en nú síðustu dagana með erlendum blöðum. Rannsókn mun hafa verið haíim til þess að komast fyrir orsakir bmnans, en þær vom algerlega óupplýstar, þegar þau sænsk blöð komu út, sem síðast hafa borizt hingað. Þjóðviljinn veit því ekkert um orsakir bmnans í LuleS. En hann lætur þá staðreynd ekki aftra sér frá þvi, að bera það blákalt fram, að þar hafi verið um „íkveikju" og „hermdarverk" að ræða, sem „hióp um landráð“ og „múgæsingar“ gegn kommún- isrtum hafi komið af stað. En ritatjórar Þjóðviljans gleyma ekkí sjálfum sér frekar en endranær, þegar þeir em að segja frá þessu: „Það er ef til vill alveg tilvilj- un,“ bætir blaðið við, „að þessi raeáður bar ávöxt í Luleá, en ekki i Kaupmannahöfn, Oslo eða Reykjavik." Þama liggur hundur- inn grafinn. Þjóðviljinn myndí _______ALÞÝÐUBLAÐIP___ Ásgeir Stef ánsson aldrei eyða mörgum ofðum um brunaim í Luleá, ef hann heföi ekki einhverja von um það, að geta skapað sjálfum sér og sín- um lélega málstaö einhverja samúð eða meðaumkun í sam- bandi viÖ hann og „slegið sér“ þannig „upp" á óhamingju ann- arra! En með hvaða rétti geta kom- múnistar gert sér vonir um það? Það skal hér alveg ósagt látið, hverjar orsakir brunans í Luleá hafa verið. En meðan ekkert hefir sannast um það, virðist ekki frekar ástæða til þess að ætla, að hann hafi orðið af manna- völdum, en margir aðrir brunar, þótt húsið, sem brann, hafi í þessu tilfellí verið eign kommún- istaflokksins. Þar með skal þó engan veginn þeim möguleika neitað, að um hermdarverk hafi verið að ræða, og vissulega myndi enginn heiðarlegur maður mæla slíkri varmennsku bót, ef það skyldi sannast. En það er líka þriðji mögu- leikinn tíl, og hann ef til vill ekki sá ólíklegasti: að kommún- istar hafi sjálfir kveikt í húsinu og fómað þvi fólki, sem þar brann inni, til þess að reyna að skapa sjálfum sér samúð og meðaumkun sem ofsóttum sak- leysingjum, ef vera mætti, að aðstaða þeirra batnaði við það til að reka erindi Rússa tíl stuðn- Ings hinni ódrengilegu og blóð- ugu árás þeirra á nágrannaþjóð- ina á Finnlandi. Það hefði þá ekki verið í fyrsta sinn, sem pólitískir ævintýrámenn af teg- und kommúnista og nazista hefðu kveikt í húsi eða fómað nokkmm mannslífum til þess að kenna ö'ðrum um og slá sjálfum sér upp! En setjum svo, að bruninn í Luleá hafi veriÖ hermdarverk, unnið af pólitísku ofstæki, þö að ekkert hafi komið fram, sem ibendir i þá átt. Hvaða rétt eða ástæðu hafa kommúnistar til þess að bera sig upp undan slíku ofbeldisverki? Hvaðan er sá hugsunarháttur runninn, sem kemur fram í hinum blöðug'u, pólitisku ofbeldisverkum á þess- um síðustu og verstu tímum, nema frá kommúnistum sjálfum og núverandi bandamönnum þeirra, nazistum? Hvaðan kem- ur kommúnistum siðferðislegur réttur til þess að tala með vandlætingu um ofsóknir og of- beldisverk gegn þeim, á sarna A SGEIR STEFÁNSSON fram- kvæmdarstjóri í Hafnar- firði er fimmtugur í dag. Allir, sem Ásgeir þekkja, en jþeir eru margir, munu vera á einu máli um það, að þar sem hann fer, sé enginn meðalmaður á ferð. Krafturinn, viljaþrekið og dugn- aðurinn sindrar svo af ■ honum, að það dylst engum, sem náiægt honum kemur. — Hitt þekkjum við svo betur, vinir hans og sam- starfsmenn, aö kraftinum og dugnaðinum beitir hann þá fyrst verulega, er hann hefir þaul- hugsað og grundað þá hluti, er hann hefir fyrir á hverjum tima. Og þó að maðurinn á yfirborðinu virðist fijóthuga með afbrigðum, þé gefur hann sér ávalt góðan tíma til íhugunar og hugsar hlutina til enda áður en hann ræðst til framkvæmda. En þá tíma og þeir lofsyngja blóðug- ustu illræðisverk, sem framin eru af kommúnistum sjálfum? Hvað sögðu sænsku kommúnistarnir og hvað kommúnistasprauturnar hér heima, þegar rússnesku árás- arflugvélarnar vom að varpa í- kveikjusprengjum sínum niður yfir vamarlaus heimili og sjúkra- hús og elta flýjandi konur og böm með vélbyssuskothrið austur á Fíhnlandi? Hvað sagði Þjóð- viljinn sjálfur um slíká var- mennsku nú siðast' á páskadag- inn? fíér eru hans eigin orð: „Styrjöldin i Finnlandi," sagði hann, „er að því leyti frábrugð- ín öðrum styrjöldum, að sterlcari aðilinn, rauði herinn, hefir í hví- vetna sýnt þá mannúð í viður- eign sinni við finnsku þjöðina, áð í nútímahemaði era slíks eng- in dæini."!! Menn, s:em þannig lofsyhgja blóðugasta ofbeldi, þegar því er beitt við andstæðinga, hafa sann- arlega enga ástæðu til þess ; að verða forviða, þótt þeir fengju einhvern tima sjálfir að kenna á þeim hugsunarhætti ofbeldis- ins, sem þedr hafa alið upp. Það væri yfirleitt heilsusamlegt fyiir hræsnarana við Þjóðviijann að rifja upp fyrir sér gamlan ís- lenzkan alþýðuvísdóm, sem enn fer i fullu gildi og hljóðar þann- ig: Eins og þú heilsar öðram, á- varpa aðrir þig. fylgir hann lika venjulega máli sínu svo fast eftir, að ekkert stenzt fy,rir. Enn er einn þáttur í fari Ás- geirs, sem kannske fæstir þekkja aðrir en þeir, sem bemlinis hafa notið hans, en það er hans góða hjartalag og hjálpfýsi við alla, sem við erfið kjör eiga að búa. Um það veit þó enginn eims og er, því að þar veit einu sinni ekki hægri hendin hvað sú vinstri gerir. En allir þessir eiginleikar hafa gert Ásgeir Steíánsson að þvi, sem hann er, mikill maður og sterkur — og góður maður, í beztu meridngu þessara orða. Ásgeir Stefánssan er borinn og bamfæddur Hafnfirðingur, sonur þeirra merkishjóna Stefáns snikk- ara 'Sigurðssonar og Sólvedgar Gunnlaugsdóttur. Hann vandist snemma við mikil vinnubrögð, en ég veit, að hann telur það nú gæfu sína, að hafa á þeim árum 'gengið í gegnum allharðan skóla reynslunnar. Fyrr meir fékkst Ásgeir eink- um við byggingarstarfsemi og var eins og vænta mátti afkasta- mikill á því sviði. Hann byggði þá ásamt bræðrum sínum hvert stórhýsið á fætur öðra, Lands- íímastöðina I Hafnarfirði, sjúkra- húsin á Isafirði og í Hafnarfirði, ’ barnaskólann og Flonsborgar- skólann í Hafnarfirði og íbúðar- hús svo skiftir mörgum tugum'. Hagsýni, dugnaóur og vandvirkni einkenndi ÖIl þau vinnubrögð, er hann framkvæmdi eða sá um og gerði hann eftirsóttastan allra hér um slóðir, til þessara starfa. Mörgum fátæklingi hefir hann einnig hjálpað fjárhagslega til að eignast skýíi yfir sig og sína. Snemma tók Ásgeir aö leggja stund á útgerö og fékkst þá fyrst framan af við móíorbátaútgerð frá Hafnarfirði, bæði sem með- eágandi með öðrum og einsamall: en nú sáðasta áratuginn hefir hann að heita má eingöngu helg- að sfarfskrafta sina togaraútgerð- inni, og gert það á þann veg, sem lengi mun í minnum haft. Þegar Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar var stofnuð, 1931, tók hann þegar í upphafi að sér framkvæmdarstjórn þess fyrir- taakis og hefir gegnt því starfi síöan. Ég hefi átt kost á að fimtugur ÁSGEIR STEFÁNSSON fylgjast nokkuð með starfi hans þar, og ég þori að fullyrða, að það hefði á fárra manna færi verið, ef nokkurs, aö ná þar sama árangri. — Fyrirtækið var stofn- að algerlega fjárvana, og á þeim árum, sem erfiðust hafa komíð yfir íslenzkan sjávarútveg, að minnsta kosti síðan togara- útgerð hófst hér við land, enda öll árin siðan verið framúrskar- andi erfið. En þrátt fyrir þetta hefir Ásgeiri tekizt með dugnaði sínum og hagsýni, ekki einasta að halda í horfinu, heldur einnig sífelt að auka við starfsemina. Þrátt fyrir alla erfiðleikana og óumflýjanlega skuldasöfnun, tókst honum að vinna svo traust \nðskiptamanna sinna, að þeir vildu við engan frekar skipta en hann, og þegar allt um þraut, lét. hann ýmist niður falla og gaf eftir sínar eigin kaupgreiðslur, eða lánaði fyrírtækinu það fé, er ■þurfti í þann og þansn svipinn. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hef- ir verið hin mesta lyftistöng fyrir atvinnulif Hafnarfjarðarbæjar síðasta áratuginn, og veitt millj- ónum króna til atvinnuaukning- ar og því bætt verulega úr at- vinnuleysinu i ■bæaium á erfiðum tíma. — Ut í þetta skal þó ekki farið nánar, en þvi aö eins sleg- ið föstu, að Bæjarútgerðin hefir orðið það, sem hún er, að lang- samlega mestu leyti vegna þess, að hún hefir notið starfskrafta Ásgeirs Stefánssonar. Ásgeir gengur aldrei til starfs með hálfum huga eða hangandi hendi. Ekkert er honum fjær skapi. Hann gerir miklar kröfur til starfsmanna sinna, og það svo, að hann hefir stundum sætt á- mæli fyrir, en þó frá þeim ein- um ,sem ekki skildu hann né kunnu aö meta viðleitni hans og dugnað, enda hefir hann ávalt gert mestar kröfur til sjálfs sín, og aldrei hörfað fra sínum stað eða skylduverkum, hvort sem var á nótt eöa degi, þá hefir hann ekki verið hlédrægur og' sízt þegar mest reyndi á. Vel flestir menn aðrtr en Ásgeir Stefánsson, sem búa yfir svipuð- um hæfileikum og krafti tíl fram- kvæmda, myndu sennilega hafa orðið íhaldsmenn í lífsskoðun. En þar eins og í fleiru, er hann ekki eins og aðrir menn. Upp- eldi hans og náin kynni af kjör- um alþýðu manna, samfara góðu hjartalagi og öruggri dómgreind, hafa gert það að verkum, að hann hefir skipaá* sér mjög ein- dregið í raðir Alþýðuflokks- manna, og hann hefir barizt þar fast og vasklega eins og annars staðar, þar sem hann á annað borð lagði hönd að. Og engan mann hefi ég þekkt betur hnekkja þeirri firru í verká, sem þó oft er haldið á lofti, af andstæðing- um Alþýðuflokksins, að menn geti ekki unnið eins vel fyrir það opínbera eins og sjálfan sig. Það er venjulega litíð svo á, að fimmtugur maður standi í Iblóma tífsins og miðju starfí. — Svo mikil orka og kraftur streymir enn frá Ásgeiri Stefánssyni, að ég vona, aö hún endfst honum enn um langan aldur. — Og enga afmælisósk á ég betri honum til handa en þá, að hann fái enn um langt skeið að njóta sinna miklu starfskrafta heilla og ó- skertra — og fái ávalt verkefni við sitt hæfi. Emil Jónsson. Ódýrt Matarkex 1,00 t/2 kg. Kremkex 1,25 1/2 kg. Bjúgu, ný daglega. Crvals harðfiskur. Sítrónur, ostar, egg. Munið ódýra bónið í pökk- unum. EREKKA Ásvallagötu 1. Sími 1678 TJARNARBCÐIN. Simi 3570. Auglýsið í Alþýðublaðiitti! Chnmlangiir Krlstmundsson: Uppblásiur landsi Nl. í 34. árg. Búnaðarritsins árið 1920 er kvæði eftir Davíð Stef- ánsson, sem hann nefnir: — „Bændabrag.“ Syngur hann þar um vorið, Eggert Ólafsson og Björn Halldórsson, og segir: „Tak plóginn þinn, bóndi, tak sáðkorn og sá og sver þig í ætt við þá báða, því að hamingja lands hvílir herðum þér á en handtök þín gæfu þess ráða. Sýn feðrum og sonum hvað fékkst þú í arf þú, framvörður íslenzkrar þjóð- ar. Ef ræktar þú landið og rækir þitt starf þá reynast þér vættimar góðar. Tak plóg þinn, bóndi, ber höfuð þitt hátt, þó hæði þig glefsandi vargar. Þú hefir það hjarta, þú hefir þann mátt sem hugsjónum feðranna bjarg* ar.. Þú vinnur að ræktun með sumri og sól, við svartnætti og stórhrlðum buinn. Án þín væri hungursins heng- ingaról um hálsinn á þjóðinni snúin.“ Það eru bændurnir, sem eiga sinn stóra þátt í því að skapa örlög íslands og íslenzku þjóð- arinnar. Veldur þar um miklu hvort þeir bera gæfu til þess að vernda þau verðmæti, sem eru fólgin í gróðri og gróðrarmold landsins. Það er sú dýra arf- leyfð, sem hefir gefið brauðið á borðið í búskap þeirra. Það er sá arfur, sem á að vaxa og marg- faldast, ekki minna en niðjum þjóðarinnar fjölgar. Það er örðugt að breyta meira en þúsund ára gömlum búskap, sem rekinn hefir verið ein- göngu eftir eiginhagsmunum einstaklinga. og með rányrkju- aðferðinni, þó að frumstæður gróður eyðist og landið blási. Þó að hægt sé að hefta upp- blástur og græða örfokaland, þá kostar það mikið fé og tek- ur langan tíma, Víða hefir fok- ið jarðvegur burtu, sem hefir verið 1—6 m. þykkur og þurfa margar aldir til þess að klæða landið slíkum skrúða, sem að líkindum lætur. Auk þess verð- ur sá jarðvegur, sem nú mynd- ast varla jafn frjóvur, sem sá fyrri var, sem burtu blés, því að hann myndaðist af gróðrinum á meðan landið var óbyggt og friðað. í honum var líka nátt- úrlegur gerlagróður og bakter- íulíf, sem fokjarðvegur hefir víða lítið af. Uppblásturinn er því óbætanlegt tjón, ekki ein- ungis fyrir þá, sem nú lifa, — heldur og einnig fyrir þá, sem landið byggja á komandi tíma. Þeir eru rændir þeim höfuðstól, sem föðurlandið átti að lána börnum sínum á hverjum tíma, sér til bjargar og lífsfram- færslu. Það er engum vafa bundið, að landið getur gróið og klæðst skógum á ný, eða ég býst við, að allir álíti að guð og nátt- úran sé eins og í öndverðu. áður en það byggðist, þá var ekkert til fyrirstöðu að gróðurinn fengi að vaxa í friði. Það sem nú þarf að gera, er að takmarka beitina, sérstaklega á uppblást- urs og sandfokssvæðunum, og rækta landið. Rányrkjan verður að hverfa, ef landið á að verða framtíðarheimili þjóðarinnar, — þá verður ræktunin að aukast, ekki einungis í hlutfalli við fjölgun fólksins, heldur líka móti þeirri rányrkju, sem nú er rekin. 7. mars stendur í 27. tbl. Tím- ans, að Klemens Kristjánsson á Sámsstöðum telji að hreinn arð- ur af hafrarækt sé kr. 586 af ha. Má af því marka, hvers virði gróðrarmoldin er. Hversu lengi geta löggjafar þjóðarinnar og bændur landsins á beitarör- tröð þess, án þess að taka þar alvarlega í taumana með lög- gjöf og ráðstöfunum, sem að gagni koma? Hér þarf ekkert herútboð, blóðbað eða mann- fómir fyrir föðurlandið. Mark- ið sem á að stefna að, er rækt- að land og menntað fólk. Tengsl- in eru sterk milli landsins, gróður þess og fólksins. Maðurinn er af moldu og fær sitt daglegt brauð og starfsþrek úr skauti jarðarinnar. Rányrkj- an, uppblásið og óræktað land, skapar harða lífsbaráttu, og af henni leiðir fóðurvöntun, ill meðferð á skepnum og horfell- ir. Hnefarétturinn og eigin- girndin eru frumstæðar hvatir og eðlileg afleiðing af hörðum lífskjörum hjá frumstæðum mönnum, því veldur baráttan fyrir munn og maga. Það er eðlilegt, að rányrkjubúskapur- inn væri rekinn hér í öndverðu, af heiðnum og ómenntuðum mönnum, en nú ætti menningin að vera meiri. Menntaður maður er hrifinn af fegurð náttúrunnar og metur mikils líf manna, dýra og jurta. Hann vill rækta landið en ekki ræna það, fara vel með dýr, en ekki kvelja þau. Hann vill að menn komizt til andlegs og lík- amlegs þroska, og líðan þeirra sé góð. Þær framtíðarvonir að landsins bömum líði vel, bygg- ist á manngildi hvers einstakl- ings, frjósemi landsins og hag- kvæmum áhrifum frá náttúr- unni. Þjóðin er í lífrænum tengsl- um við landið: „Svo styrkur og veikleiki eðlis míns er, í öndverðu sprottinn úr jarðvegi hér,“ segir Indriði á Fjalli. Sé það ekki með rökum hrak- ið, sem ég hefi hér sagt, verð ég að álíta að framtíð og vel- gengi þjóðarinnar sé bezt borgið með því að vernda gróðrarmold landsins og vinna að ræktun þess, og sé því fé og þeirri orku vel varið, sem fyrir það er ofrað. Gleymið ekki föðurlandinu og framtíð þjóðarinnar, sem það á að byggja. Ræktunin aukist, — rányrkjan hverfi. Gunnl. Kristmundsson. Anna Borg fær ágæta dóma í dönskum blöðum fyrir leik sinn í enskum gamanleik, sem nú er verið að sýna á konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. „Politiken" segir, að Önnu hafi aldrei tekizt betur upp, og „Social-Demokra- ten“ kallar leik hennar framúr- skarandi og fullan af yndis- þokka. (FÚ.) Auglýsið í AlþýðuWaðinu!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.