Alþýðublaðið - 09.04.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.04.1940, Blaðsíða 3
ÞMÍÐJUÐAG 9. APKIU 194« Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru han§: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- i sön (heima) Brávallagötu 50. ' Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símai;: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTS M I Ð J A N H , ,F . Dýrtiðaruppbót verzlunarfólksins ALIÞÝBUBLAOIO Umræður um norræna sam vinnu á stúdentafundi. ------------♦■■—.-.— EGAR tilkynnt var þó nokk- uÖ' löngu eftir að allur hinn félagsbundni verkalýöur landsins hafði fengiö fyrstu kaupuppbót sína samkvæmt gengislögunum og breytingum þeim, sem á þeim voru gerÖar um nýjárið, að Verzl unarmaimafélag Reykjavíkur ætl- aÖi aÖ beita sér fyrir því að verzíunarfólkið fengi tilsvarandi dýrtíðaruppbót á laun sín, gerði AlpýÖublaðið sérstöðu verzlunar- fólksins að umtalsefni í ritstjórn- argrein urn þetta mál og gat þess, aÖ það væri engim tilvilj- un, að dýrtíðaruppbót þ^ss væri- enn í algerri óvissu löngu eftir að hinn félagsbundmi verkalýður væri búinn aÖ fá kaup sitt hækk- að vegna dýrtíðarinnar. Alþýðu- blaðið lét að vísu þá von í ljós, að verzlunarfólkið myndi einnig fá sína dýrtíðaruppbót eftir aö verkalýðurinn hafði rutt veginn og fengið nauðsyn dýrtíðarupp- bótarinnar viðurkennda af alþingi en benti himsvegar á það, að rétt- ur verzlunarfólksins yrði aldrei til fulls tryggður nema því að- eins, að það skapaði sér' stétt- arsamtök til þess að gæta hags- muna sinna gagnvert atvrnnurek- endum, sem það ynni hjá, eims og aðrar starfsgreimar hins vinn- andi fólks, og gengi í allsherj- arsamtök verkalýðsins í lantdinu. En það er augljóst, að Verzlun- armannafélag Reykjavíkur, sem ekki er neitt stéttarfélag, 'heldur sameiginlegur félagsskapur bæði atvinnurekenda og starfsfólks þeirra, getur ekki verið verzlunar- fölkinu nain trygging fyrir því, að hagsmuna þess veröi gætt gagnvapt atvinnurekendunum. Ú.t af þessari hógværu ritstjórn- argrein Alþýðublaðsims stökk stór kaupmannablaðið Vísir upp á nef sér og ságði, að Alþýðublaðið þyrfti engar áhyggjur að gera sér út af launamálum verzlunarfólks- ins,, það myndi fá sína dýrtíðar- uppb'ót með hjálp Verzlunar- mannaféLags Reykjavíkur án þess, að aðrir þyrftu að skifta sér af þvi. Síðan eru Mðnir að minnsta kosti tveir mánuðir og nú kemur í Ijós, að verzlunarfólkið hefir ekki fengið dýrtíðaruppbótina enn, nerna einhver hluti þess. Frumvarp hefir verið flutt á al- þingi að tilhlutun Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, þess efnás að dýrtíðaruppbótin á laun verzlunarfólksins skuli lögboðin frá 1. april, og kemur það fram í greinargerð þess, að það eru ekki nerna einstök félög kaup- manna, sem fram að þessu hafa fengizt til að greiða verzlunar- fólkinu hina sjálfsögðu kaupupp- bót. En við live ramman reip er að draga fyrir verzlunarfólkið' í þessu máli, má bezt marká af því, að þáð hefir þótt nauðsyn- legt að setja sérstakt ákvæði í frumvarpið þess efnis, að bannað sé að lækka laun verzlunarfólks- ins vegna dýrtíðarininar! Þeir menn í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, sem gengizt hafa fyr ir þessu frumvarpi, hafa þannig gert ráð fyrir þeim möiguleika, að einstakir atvinnurekeiidúr í kaupmannastétt myndu reyna að koma sér undan því að greiða starfsfólki sínu nokkra raunveru- lega dýrtíðaruppbót með því að lækka sjálf laun þess, ef það yrði ekki beinlínis bannað með lögum! Það er von, að Vísir gerði sig merkilegan í'vetur, þegar Alþýðu b'laðið benti á nauðsyn þess, að verzlunarfólkið stofnaði með sér stéttarsamtök til þess að gæta hagsmuna sinna! Það skal ósagt látið, hvaða afgreiðslu frumvarpið um dýrtíð- aruppbót verzlunarfólksins fær á alþingi. En það er augljóst, að verzlunarfólkið getur knúið kaup- uppbótina fram af eigin ramm- Leik, hvenær sem það viil og hef- ir samtök og einingu til þess. Það þarf ekki annað en stofna með sér stéttarféLag, eins og hið vinnandi fólk í flestum öðrum starfsgreinum er þegar búið að gera, til þess að verða þess réttar aðnjótandi um kaupupp- böt vegna dýrtíðarinnar, sem gengislögin veita. Sú ótrúlega ó- bilgimi, sem að minnsta kosti nokkur hluti verzlunarfólksins hefir rnætt hjá vmnuveitendum síiiuni í baráttunni fyrir því, að fá dýrtíðina dð emhverju leyti uþþ bætta, ætti að hafa sýnt því það, hve gersamlega óviðunandi það ástand er fyrir það, að vera svo að segjia eitt allra hinna fjöl- mennari stétta samtakalaust, þeg- ar það þarf hagsmuna sinna að gæta gagnvart atvinnurekendum. Nýjasta tízka frá New York. Nýkomið. K. Einarsson & Bjornson Bankastræti 11. Einasta leiðin til þess að aulra kartöfluneyzl- una er að sélja og nota aðeins valdar og góðar kartöflur. Þær fást hjá Grænmetis- verzlun ríkisins. RÉTT um það bil, sem þau ægilegu tíðindi voru að hefjast, sem frá er skýrt á öðr- um stað í blaðinu, hófst stúd- entafundurinn hér, en þar skyldi ræða um afstöðu Islend- inga til norrænnar samvinnu og afstöðu íslands til annarra ríkja. Stefán Jóhann Stefánsson fé- lagsmálaráðherra hóf umræður og flutti erindi um ísland og Norð- urlönd. Ráðherrann rakti fyrst hina eðMIegu sögulegu þróun sam starfsins milli Norðurlandarana, sem hafði þó fyrst haft ra-un- verulega þýðingu síðustu 20—25 árin. Norræn samvinna er í 1. lagi menningarleg og visiindaleg, öðru lagi fjárhagsleg og í þriðja lagi stjórnmálaleg milli fullvaldaríkja Á öllum þessum sviðum hefir norræn samvinna haft mikla þýð- ingu fyrir Island. Ég hefi ekki getað séð, sagði ráðherrann, að norræn samvinnia hafi haft nokk- urn ókost í för með sér fyrir Island, heldur hefir orðið að henni mikill fengur. Islendingar hafa haft allt að sækja og allt að græða en ekkert að tapa á hinni norrænu samvinnu. Eitt samstarf var þó lokað úti í norrænu samvinnunni og það var hemaðarsamvinman. Vegna þess að ekkert varnarbandalag var á milli Norðurlanda verður að dæma afstöðu Norðurland- anna til Finnlandsstyrjaidarinnar frá öðrum sjónarhól heldur en stundum hefir verið gert. Norræn samvinna hefir ekki liðið skip- brot við Finnlandsstyrjöldina, heldur það gagnstæða. Hún hefir staðist eldraun síðustu mánuðina og aldrei hefir henniar orðið meiri þörf en nú til þess að hjálpa við uppbyggingarstarfið í Finnlandi. Þá ræddi ráðherrann lítillega um tvær tillögur, sem fram hiafa komið um að við ættum að leita verndar tveggja stórvelda — ann- aðhvort Bandan'kjanna eða Eng- lands. Sagði hanin: ,,Hætt er við að verndarvængur stórveldanna gæti lag-st svo fast að okkur, að okkar gamla memniag og fyrir- komulag gæti beðið verulega hnekki. Það er margt i fari stórveldannia, sem bendir á að réttur smáþjóðanna sé ekki allt- af mikils virtur. Að endingu sagði félagsmála- ráðherrann: „Það getúr verið að við fáum litlu. að ráða, hver ör- lög okkar verða, en þrátt fyrir hið slæma útlit er ekki rétt að sleppa þeirri von, að smáþjóð- irnar fái enn að njóta réttinda sinna og frelsis, en ef svo yrði, þá yrðum við að mínu áliti hvergi betur komnir en í hópi Norður- landaríkjanna. Eimskis get ég ósk- að Islandi frekar til handa . en að vera eitt ríki í hópi fimm full- komlega sjálfstæðra Norðurlanda, þvi að í því samstarfi eigum við heima og döfnum bezt“. Sigurður Einarsson dósent átti að flytja erindu um viðhorf Is- lands til annarra landa, en vegna anna hans við útvarpið fórst það fyrir og féllu því allar frekari umræður niður. Hið alvarlega ástand Norður- íanda lá eins og mara á fundin- um. Formaður Stúdentafélagsinó, Lúðvík Guðmundsson, vottaði eina norska stúdentinum, konu Barða Guðmundssonar, sem við- síaddur var, saniúð fundarmanna. HeinsókD GnnBars ðnnnarssonar hjð Hitler. UNNAR GUN.NARSSON hefir gengið á fund Hitl-« ers, Það eru ekki nema fáir út- valdir útlendingar, sem hljóta Slíkan heiður. Annað hvort verða þeir að hafa skarað fram úr sem talsmenn nazism- ans í sínu heimalandi eða á ein- hverjum öðrum sviðum eins og bókmenntum, sem þó ekki eru hættulegar hinni ríkjandi stjórn í Þýzkalandi. Gunnar Gunnars- son hefir hingað til verið í hópi hinna síðarnefndu. En hjá naz- istum, þar sem aðeins ein skoð- er er leyfð í hverju máli, grípur pólitíkin inn á pll svið þjóðlífs- ins. MiIIi bókmennta eða vís- inda og stjórnmála er því oft ekki gott að greina. Eins er með þessa heimsókn Gunnars Gunn- arssonar hjá Hitler. Það getur verið erfitt að segja, hvort þar býr undir bókmenntaáhugi Hitlers eða ósk hans að nota Gunnar Gunnarsson og hið vel- þekkta nafn hans í hinum naz- istiska áróðri. Tæplega verður það talið trúlégt að Hitler eyði sínum dýrmæta tíma í meining- arlítið hjal um bókmenntir. Enginn efast um, að Hitler hafi ekki nóg að gera við tímann. En reynslan hefir kennt honum, að tímanum, sem fer í að tala við vinsamlega útlenda áhrifa- menn, er ekki cytt til ónýtis. Fyrir stríð var Hitler óspar á að taka á móti háttsettum og trú gjörnum lávörðum, sem, litu á Hitler sem verndara þeirra gegn bolsévismanum. Þegar svo heim kom, kepptust þeir um að hæla ástandinu í Þýzkalandi — eftir aðeins nokkra daga dvöl þar — og lýstu Hitler sem frið- arengli. sem vildi samvinnu við England til verndar hinni vest- rænu menningu gegn bolsévism- anum. Starfsemi þessara manna hafði mikil áhrif á hina örlaga- ríku utanríkismálapólitík Eng- lands, sem gerði Hitler mögu- legt að reka þá glæfrapólitík, sem hlaut að enda með stríoi, Nú hafa þessir auötrúa, ensku lávarðar vaknað við vondan draum. Hitler hefir gert banda- lag við erkióvin þeirra, bolsé- víkana. En hlutverk ensku lávarð- anna eru nú aðrir menn að taka að sér. ’Það eina, sem fréttzt hefir af samtali Gunnars Gunn- arssonar við Hitler, bendir á, að hann sé einn þeirra manna. — Gunnar Gunnarsson hefir það eftir Hitler, að hann vilji frið, svo að hann geti haldið áfram uppbyggingarstarfi sínu. Hver efast; um, .að Hitler hafi helzt kosið áð. geta. sölsað undir sig alla Evrópu, án þess að .urfa að fara í stríð? En þegar stríð hefir brotizt út, einmitt fyrir aðgerðir Hitlers, er það í sannleika meira broslegt, þegar hann segist vilja frið. Við íslendingar getum ekki annað en látið í ljósi hryggð okkar yfir því, að þekktasti landi okkar skuli láta nota sig fyrir slíkan nazistaáróður. hr.—n. Verkakonur kjósafulltrúa Áskorun á ríhisstjóru og al- Ðingi um saltfisksveiðar tog- aranna. Alþýðusamband ís- LANDS heldur þing í haust og varð Verkakvenna- félagið Framsókn fyrst allra verkalýðsfélaga að kjósa full- trúa á þingið. Samkvæmt lögum sambandsins varð fé- lagið að fá sérstakt leyfi til að kjósa svona snemma. Félagið hélt fund í síðustu viku og fór þar fram kosning fulltrúanna. Þessar 7 konur. hlutu kosningu: Jóhanna Egilsdóttir, Guðrún Sig- urðardóttir, Jóna Guðjónsdóttir, Hólmfribur Ingjaldsdóttir, Sigrið- ur Hannesdóttir, Gíslína Magnús- dóttir og Línbjörg Ámadóttir. Auk þess vom 7 varafulltrúar kosnir: SigríÖur ólafsdóttir, Inigí- bjiörg Gissurardóttir, Bergþóra Guömund sdöttir, Vigdís Gissurar- dóttir, Guðrún Ingvarsdóttir, Lovba Jósefsdóttir og Hólmfríð- ur Björnsdóttir, Haraldur Guðmundsson mætti á fundinum og flutti erindi um atvinnuhorfur, og urðu um það nokkrar umræður. Að þeim lokn- um var eftfrfariandi tillaga sam- þykkt í einu hljóði: „Fjölmennur fundur, haldinn i V. K. F. Framsókn þriðjudaginn 2. apríl, skorar á ríkisstjórn og alþingi að hlutast til um, að tog- ararnir fari á saltfiskveiðar, og feluir stjórn félagsins að flytja þessa áskorun til ríkisstjómar- innar.“ Fundurinn var vel sóttur og fór hið bezta fram. Áhrif kom- múnista í félaginu em nú ger- samlega úr sögunni. Stjórn verkakvennafélagsins hafði tal af ríkisstjórninni áföstu- daginni. LEBKFÉLAG REYKJAVÍKUR, „Stondnm og stnndnm Sýning í kvöld kl. 8. Fáein sæti seld eftir kl. 1. Næsta sýning annað kvöld (miðvikudag) kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. BÖRN FÁ EKKI AÐGANG.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.