Alþýðublaðið - 23.04.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.04.1940, Blaðsíða 2
MMKHJDAaUft 23. ABML 1»4» ALÞÝÐUELAÐIÐ Békin um förumennina - bezta sumargjöfin I ár ----♦-- Suœargjafir „CABARET“ VATNSGLÖS GLERKÖNNUR GLERSKÁLAR BLÓMSTURVASAR MYNDARAMMAR RAKSPEGLAR ÖSKUBAKKAR REYKSETT B ARN ALEIKFÖNG í miklu úrvali. Skoðið gluggana! Nora-Magasin. m r.Y^i r-n Súðln fer frá Reykjavík í kvöld til Húaaflóa og Skagafjarðar- kafaa. Tekur flutning til Hólmavíkur, Drangsness, Skagastrandar, Sauðárkróks og Hofsóss. Esja Burtför er frestað til kl. 9 á miðvikudagskvöid. Laxfoss fer til Breiðafjarðar næstkom- andi mánudag. Flutningi veitt móttaka föstudag og laugar- dog. T gólf- og veggjaílagnir. GÓLFFLÍSAR. ASFALTLÍM. GÓLFDÚKALÍM. J. S»orláksson & Norðmann Sími 1280. ♦---—— ------ ... Matrosfötin úr Fatabúðinm Gúnaiskóviðgerðin Vopni Aðalstræti 16. Simi 563«. AUar gúmmíviðgerðir fljótt og vei af hendi ieystar. Sækjum. — Sendiun- Allir þurfa að eignast bókina! Lejrndardómur yndispokkans. Leiðbeiningar um hegðun í samkvæmislífinu, í ástamálum og á mannamótum, um snyrti- ingu og yndisþokka í fram- komU, hvernig menn eigi að velja sér vini og margt fleira. Fæst hjá bóksölum og kostar 2 kr. F.U.J. Talkórinn hefir æfingu í kvöLd kl. syé í fundarsal félagsins. DAGSBftÚN Frh. af 1. síðu- á þjóðveginum austur og milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, með því að gera undirstöður o. þ. h., þannig að hægt verði að steypa þá eða malbika síðar, jafn skjótt og kostur er á. 3. Vinna í Reykjavík við gatna- gerð o. þ. h., sem tíðkast á sumrin, verði hafin sem fyrst. 4. Haldið verði áfram með aukn um Ijrafti við undirbúning í- þróttasvæðis í Reykjavík. 5. Hafin verði hið fyrsta vinna við væntanlegan flugvöll í Skilld- inganeslandi. 6. Athugaðir verði möguleikar til vinnslu brúnkoia, surtarbrands þangs o. fl. 7. Hafin verði framræsla á jörð Um þeim, sem í ráði er að kaupa í Ölfusi. 8. Haldið verði áfram með aukningu garðyrkjulanda í Rvík. Jafnframt verði stutt að þvi, að menn geti fengið útsæðiskartöfl- ur og áburð með hentugum greiðsluskilmálum. 9. Greitt verði fyrir því, t. d.. með hagkvæmum Iánum, að Reykvíkingar geti standsett hús sín og LóÖir. Loks skorar fundurinn á stjórn- arvöldin að íhuga hvort ekki muni fært að taka sérstakt inn- anríkislán til atvinnuaukningar í Reykjavík á þeim erfiðu tímum, sem nú vofa yfir. Jafnframt bend- ir fundurinn á það, sem tekju- leið til aukningar verklegum fram kvæmdum, að skattlagður verði sá atvinnurekstur, sem stríðsgróði heftr á orðið. Áuk þess álitur fundurinn fulla ástæðu á þessum erfiðleika tím- um að ríkisstjórnin noti ekki , heimild þá er alþingi hefir sam- þykkt um 35«/o niðurskurð á ó- lögbundnum útgjöldum rlkisins, að svo miklu leyti, sem um verk- legar framkvæmdir er að ræða. Ennfremur skorar fundurinn á ríkisstiórn og bæjarstjórn Reykja- víkur að eera þegar ráðstafanir til þess að hafist verði handa um hverskonar framkvæmdir aðr- ar, sem mokkrar líkur eru til að hægt vérði að framkvæma. Félagið telur, að ef ekki verði þegar hafist handa um stórlega auKnar verklegar framkvaemdir, sem reykviskir verkamenn gætu fengið atvinnu við, þá sé afkomu þeirra og lífsmöguleikum stefnt i beinan voða, þar sem atvinnu- vonir veAamanna hafa algjörlega brugðist með því að ekkert hefir orðið úr saltfiskveiðum togaranna og byggingarvinna stöðvuð að öllu leyti, auk þess sem allt er í fullkominni tvísýnu um áfram- haldandi vinnu við hitaveituna. Jafnframt felur fundurinn stjórn félagsins að beita öllum áhrifum sínum og félagsins til þess á framangreindann hátt að skapa verkamönnum aukna at- vinnu og leita til þess stuðning annara verkalýðsfélaga svo sem þörf krefur". „Fundur haldinn í V. M. F. Dagsbrún 22. apríl 1940, skorar á bæjarstjórn Reykjavíkur að láta halda áfram vinnu við hitaveit- una, ef þess er nokkur kostur, og treystir því, að einskis verði látið ófreistað til þess að svo megi verða“. „Fundur haldinn í V. M. F. Dagsbrún 22. apríl 1940, skorar á Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd og bankana að greiða fyr- ir því, að fluttir verði a. m. k. AÐ líður ,nú að blessuðu sumrinu, sem við íslending- ar höfum fagnað frá landnáms- öld, með því að halda hátíðlegan sumardaginn fyrsta. Ég býst við því, að sumar- komunni verði fagnað að þessu sínni meira en nokkru sinni áður, vegna kuldans og eldiviðarskorts- ins. Vonin um sól og langa daga mun gleðja og hressa alla, og gleðin sú hefir oft verið látin í ljósi með því að gefa hver öðr- um sumargjafir, eins og vant er að nefna það. Einmitt þetta hefir komið því til leiðar, að ég skrifa þessar línur. Mér datt í hug, að minna þjóðina á bók, sem út eru komin af tvö bindi, og það þriðja og síðasta kemur í haust. Bókin heitir Förumenn og er eftir frú Elinborgu Lárusdðttur. Förumenn hafa fengið ágæta dóma í öllum blöðum landsins, sem um hana hafa skrifað, og mætti þar fyrst nefna ritdóm eftir Sigurð Einarsson dösent og eftir Magnús Magnússon í Stormi, í Vísi eftir dr. Símon Ágústsson, í Tímanum eftir Að- albjörgu Sigurðardóttur og fleiri blöðum. öllum ber þeim saman um, að frú Elinborg vaxi stón- um með hverri bók, og eftir því er hún mikilvirk. Það er varla hægt um það að deila, að með þessari bók hefir hún orðið mesta skáldkona landsins. Ef ég ætti að fara að telja upp allt það, er ég álít að bókin hafi til brunns að bera, þá yrði þaÖ langt erindi; en það var ekki ætlun mín með þessum lín- um. Heldur ætlaði ég að vekja athygh a þvi, að það ættu allir, sem hugsa um að þekkja íslenzku þjóðina og lifnaðarháttu hennar á ýmsum timum nítjándu aldar- innar, að lesa hana, því þangað er hægt að sækja fróðleik um svo margt, sem nú er útdáið, en gaman er að þekkja. Þar er t. d. ágæt lýsing á kvöldvökunni okk- ar gömlu og af brúðkaupssiðum og af ýmsum búnaðarháttum, einkum störfum og þvi, er hús- móðirin hafði á hendi. Þar eru svo snilldarlegar mannlýsingar, að maður sér fólkið lifandi fyrir augum sér eftir lesturinn. T. d. lýsir hún förumönnunum svo, að tæplega verður betur gert. Förumenn eða flökkulýðurinn er nú liðinn undir lok, en hans hefir víða verið getið, og sumir orðið kunnir menn fyrir hjálp- semi sína við þá, svo sem eins og Guðmundur biskup góði; sem hlaut það viðurnefni fyrir fram- úrskarandi miskunn og gæði við þá vesalinga. Aðrir hafa aftur á móti geymzt i minnum manna 10 vélbátar inn í bæinn til út- gerðar héðan. Skorar fundurinn á bæjarstjórn að halda áfram tilraunum sínum til að hrinda þessu máli fram“. „Fundur haldinn í V. M. F. Dagsbrún 22. apríl 1940, skorar á alþingi og ríkisstjórn að gera nú þegar rækilegar ráðstafanir til að stöðva aðstreymi utanbæj- armanna til Reykjavíkur, til þess að Reykvíkingar einir hljóti þá vinnu, sem hér verður að fá á peim erfiðleika tímum, sem nú íara í hönd“. fyrir miskunnarleysi við snauða menn, eins og t. d. biskupsfrúin, sem braut bogann af Brúará, svo að þeir snauðu kæmust ekki heim að Skálholti. Bókin ber nafn förumannanna, en enginn skyldi ætla, að þar sé ekki fleiri snilldarlýsingar. Þar koma fram svo heilsteyptar og góðar konur, sem við getum miklast af. Þar er Þórdís á Bjargi og Þörgunnur á Yztahóli, heilar og þrekmiklar og sýna glöggt gamlar og ungar íslenzk- ar konur, sem ávallt uppfylla skyldur sinar, jafnvel þö að þær kysu eitthvað annað. Ég skora nú á kvenfólkið, xingt og gamalt: Sýnið höfundin- um að þið fagnið hverjum þeim visi af okkar kyni, sem spríngur út og ber glæsilegt blóm. Kaupið því bókina og gefið hana vinum bg kunningjum í .sumargjöf. Hún mun sóma sér vel á hverju heim- ili; og trúað gæti ég því, að seinna á tíð yrði hún ómissandi rithöfundum og fræðimönnum, því þangað má sækja í einu lagi margvíslegan fróðleik. Og að endingu öska ég öllum gleðilegs sumars með þeirri von, að kon- urnar taki orð min til athugunar. En þær, sem heldur vilja gefa ljóð, muni eftir hinum hugljúfu kvæðum Ólínu og Herdísar. Guðný G. Hagalin. Alpingn gœr. RUMVARPIÐ um kaupupp- böt til opinberra starfs- manna var tekið fyrir í efri deild í gær og var breytingatillaga sú er neðri deild hafði gert á frum- varpinu um að uppbötin skyldi ekki ná til 8 þús. kr. launa feld. Fór málið þvi aftur til neðri deildar sem hélt fast við tillögu sína og fer það því nú í samein- að þing til afgreiðslu. 1 neðri deild var frumvarpið um útsvarsgreiðslu togarfélag- anna samþykkt og sent til e .d. en sú breyting var gerð á frv., að ef heimildin til að leggja útsvör á togarafélögin væri not- uð bá væri bæiarstiórn ekki bund in af fyrri ákvæðum þessara laga um það að útsvarið mætti ekki vera hærra, en útsvar sama fyr- irtækis árið 1938. Efri deild tók þetta mál aftur til umræðu og var það enn sent til n. d., en hún lauk umræðunum um það, en frestaði atkvæðagreiðslu. Eins og málið stendur nú ráða bæjar- stjórnir sjálfar ^hvort útsvörin verða lögð á félögin, en þær eru ekki ef þær leggja útsvörin á félögin, bundnar við útsvarsupp hæðina 1938, þ. e. þær hafa heim- ild til að leggja hærra útsvar i en gert var það ár. Þá fengu ýms önnur mál ai- greiðslu, þar á meðal var sam- þykkt í sameinuðu þingi þingsá- lyktunartillaga um undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu um þegn- skylduvinnu. í "báðum deildum var rætt um launauppbætur til starfsfólks í verzlunum og skrifstofum. deildum og í sameinuðu þingi. í dag verða fundir í báðum BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF. Boðsnndskeppai barnaskðlanna 1940 verður í Sundhöllinni miðvikudaginn 24. apríl klukkan 8,30 e. h. Auk boðsundkeppninnar (20 telpur og 20 drengir frá hvorum skóla) verður 50 m. bringusund telpna og drengja, 50 m. frjáls aðferð drengja og skyrtuboðsund. Listræn hópsýning, 16 stúlkur úr K.R. Stjórnandi: Jón Ingi Guðmundsson. Aðgöngumiðar verða seldir í Sundhöllinni og Bókav. Sigf. Eymundssonar og kosta kr. 0,75 fyrir börn, en fyrir fullorðna kr. 1,00 stæði og kr. 1,25 sæti. Allir í Sundhöllina! THE TIMES og THE DAILY TELEGRAPH, ILLUSTRATED LONDON NEWS og LE TEMPS (fleiri frönsk blöð) verða framvegis til sölu hjá okkur við vægu verði. Með því að lesa að staðaldri þessi fremstu blöð Breta og Frakka gefst nú íslendingum kostur á að sjá yfir heiminn af hærra sjónarhóli en nokkru sinni fyrr. Til þess að tryggja sér blöðin að staðaldri er hentugast að skrifa sig fyrir þeim, enda eru þau þá enn ódýrari/ BÓKAVERZLUN SNÆBJARNAR JÓNSSONAR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.