Alþýðublaðið - 24.04.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.04.1940, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 24. aprll 1940. MIÐVIKUDAGUR VEÐRIÐ. Horfur: Minkandi austan átt. Víðast úrkomulaust. Næturlæknir er Páll Sigurðsson, Hávallagötu 15, sími 4959. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Ú9VARPIÐ: 19,15 Þingfréttir. 19,45 Fréttir. 20,20 Kvöldvaka: 100 ára dánar- minning Sveins Pálssonar: a) Pálmi Hannesson rektor: Um Svein Pálsson. Erindi. b) Jón Eyþórsson veðurfr.: Sveinn Pálsson og jöklarn- ir. Erindi. c) Steindór Steindórsson náttúrufr.: Rit Sveins Pálssonar. Erindi (frá Akureyri). d) Tónleik- ar. 21,50 Fréttir. Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Dagheimili V.K.F. Framtíðin í Hafnarfirði heldur skemmtun í Good-Templ- arahúsinu kl. 5 á morgun (sumar- daginn fyrsta). Háskólafyrirlestrar á sænsku. Sænski sendikennarinn, ungfrú Osterman, flytur í kvöld kl. 8 þriðja háskólafyrirlestur sinn um sænsk leikhús og leikritagerð fram að 1900. Skemmtifélagið „Gömlu dansarnir" heldur dansleik í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 10 e. h. Dansleik heldur glímufélagið Ármann í Iðnó í kvöld kl. 10. Þar sýnir úrvalsflokkur glímumanna úr fé- laginu listir sínar, enn fremur hnefaleikaflokkur og fleira verð- ur til skemmtunar. Hljómsveit Iðnó og Hljómsveit Hótel íslands spila undir dansinum. 80 ára er í dag Guðrún Gunnarsdóttir, Reykjavíkurveg 12 í Hafnarfirði. Hefir hún starfað í verkalýðs- hreyfingunni og Alþýðuflokknum frá uphafi og jafnan sýnt mikinn áhuga. Þrátt fyrir háan aldur er Guðrún enn við beztu heilsu og vinnur enn að fiskverkun. Munu margir Alþýðuflokksmenn og aðr- ir Hafnfirðingar senda henni hlýjar kveðjur í dag. skólans þann 30. apríl að Hótel Borg. Verður þar margt til skemmtunar. Guðþjónusta í fríkirkjunni sumardaginn fyrsta klukkan 8.15 að kvöldi, sr. Árni Sigurðsson. Boðsundskeppni milli barnaskól- anna fer fram í kvöld í Sundhöllinni til ágóða fyrir Sumargjöfina. Einn- ig fer þarna fram 50 metra bringu- sund telpna og drengja, 50 m. frjáls aðferð drengja, skyrtuboð- sund o. fl. Þá er hin marglofaða listræna hópsýning K.R., sem í þetta sinn er sýnd aðeins vegna Sumargjafar. Það er fyrir velvilja sundhallarstj óra, að Sumargjöfin nýtur ágóða af sýningum í Sund- höllinni nú í fyrsta sinn. Má bú- ast við að færri en vilja komist í Sundhöllina í kvöld. Sportsmanden, helzta íþróttablað Norðmanna, birti 28. f. m. viðtal, sem Gunnar Akselsson hefir haft við Jens Guðbjörnsson, formann Ármanns, um starfsemi félagsins. Er viðtal þetta birt með þriggja dálka fyrir- sögn á fyrstu síðu. Hæstiréttur kvað nýlega upp dóm í málinu Valdstjórnin gegn Benedikt Ga- briel Guðmundssyni, sem kærður hafði verið fyrir brot á toll- og sóttgæzlulögum. Málavextir eru þeir, að hinn 17. febr. s.l. kom nefndur Benedikt G. Guðmunds- son á skipi sínu v.s. Dóru (S.U. 36) og lagðist að Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum, án þess að sóttgæzlumaður eða tollþjónn kæmu áður um borð í skipið. Kærður var í lögreglurétti Vest- mannaeyjakaupstaðar dæmdur í 150 kr. sekt, en Hæstiréttur lækk- aði sektina um 100 krónur. Byggingarlóðir. Á síðasta bæjarráðsfundi var lagt fram bréf bæjarverkfræðings og Byggingarfélags trésmiða um lóðir undir smáhýsi. Bæjarráð á- kvað að gefa félagsmönnum í fé- laginu og byggingarfélaginu Borg kost á leigulóðum á fyrirhuguðu byggingarsvæði ofan við Höfða, enda geri félögin grein fyrir því, hvernig byggingar eru fyrirhug- aðar á svæðinu. Málfundafélag Alþýðuflokksins. Æfing í kvöld á venjulegum stað og tíma. íþróttafélag kvenna * fer í skála sinn í kvöld kl. 8 og í fyrramálið kl. 9. Tilkynnið þátt- töku í Höddu, sími 4087 fyrir kl. 6 í dag. Knattspyrnufélagið Fram. 1. og 2. flokkur mæti á íþrótta- vellinum kl. 10 f. h. á morgun. ? Nemendasamband Verzlunarsk. fs- lands heldur allsherjar nemendamót í tilefni af 35 ára afmæli Verzlunar- j Nýr brezknr aðal- koíisnii í Reykj'avlk. NÝR. brezkur aðalkonsull, Mr. F. M. Shepherd, er kominn hingað til Reykjavíkur. Tekur hann við af Mr. John Bowering, sem er að fara til Sviss, þar sem hann tekur við að- alkonsúlsstörfum. ALÞINGI Frh. af 1. siðu. Hafa verið gerðar breytingar á frumvarpinu, sem ganga út á það, að stofnuð skuli sérstök undirnefnd gjaldeyrisnefndar skipuð þremur mönnum, einum tilnefndum af S.Í.S., einum til- nefndum af Verzlunarráðinu og einum án tilnefningar, sem sé formaður hennar og á þessi nefnd að annast úthlutun fjög- urra vöruflokka: Búsáhalda, byggingarefnis, skófatnaðar og vefnaðarvöru. Breytingartillaga Alþýðu- flokksins um að nefndin skyldi skipuð samkvæmt tilnefningu flokkanna var felld. Samþykkt var þingsályktun- artillaga um skipun milliþinga- nefndar til að endurskoða lög- gjöfina um gjaldeyrismál og innflutningsnefnd. í nefndina voru síðan kosnir Kjartan Ól- afsson, Hafnarfirði, Eysteinn Jónsson og Björn Ólafsson. Þá fóru fram kosningar: Yfirskoðunarmenn ríkis- reikninganna voru kosnir: Sig- urjón Á. Ólafsson, Jörundur Brynjólfsson og Jón Pálmason. í stjórn síldarverksmiðjanna: Finnur Jónsson, Þorsteinn M. Jónsson, Jón Þórðarson, Sveinn Benediktsson og Þormóður Eyjólfsson. Varamenn voru kosnir: Elías Þorsteinsson, Ole Hertervig, Erlendur Þorsteins- son, Einar Árnason og Bern- hard Stefánsson. í síldarútvegsnefnd voru kosnir: Finnur Jónssonj Sigurð- ur Kristjánsson og Björn Krist- jánsson og til vara Erlendur Þorsteinsson, Þorsteinn M. Jónsson og Ólafur Vilhjálms- son. MINNINGARORÐ UM SÆMUND KRISTJÁNSSON. Frh. af 2. síðu. sizt þeim, sem voru svo lán- samir að kynnast honum til hlít- ar. Hann lét sér mjög ant um heimili sitt og ástvini og gerði allt sem hann gat til að láta þeim líða sem bezt. Sæmundur heitinn andaðist af hjartaslagi við vinnu sina 15 þ. m. Hinum hjartfólgnustu ástvinum hans og vinum er mikill harmur kveðinn við hið sviplega fráfall síns ástkæra eiginmanns, föður og vinar. En vissan um það, að fá að hittast aftur hinum megin við hið mikla fortjaid, tekur af sár- asta brodd sorgarinnar. Ég, sem þessar línur rita, var einn af þeim sem voru svo lán- samir að kjnnast Sæmundi heitn- um. Ég flyt þér vinur, innilegar þakkir fyrir alla okkar viðkynn- íngu, og fyrir allt það, sem þú varst mér og mínum. Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hlióta ! ' skalt. Vinur. SVÍÞJÖÐ Frh. af 1. siðu. Hefir „Svenska Dagbladet“ flutí þá frétt, að þýzkar fhigvélar, sem Hitler skipar sérstakasi ,verndara( Danisierkar! Sama aðferð og við Tékkóslóvakíu. IX ITLER hefir nú með j opinbérri tilskipun gert j sendiherra Þýzkalands í Kaupmannahöfn, von j Reuthe-Fink, að „verndara“ Danmerkur, á sama hátt og von Neurath var á sínum tíma gerður að „verndara“ Tékkóslóvakíu og Frank að „verndara“ Póllands. Brezka útvarpið telur engan efa á því, að Danmörku verði eftir þetta stjórnað frá Berlín — eins og Tékkóslóvakíu og Póllandi og á svipaðan hátt og þeim. Samtímis kemur fregn um það, að einn af yngstu fylkis- stjórum nazista í Þýzkalandi hafi verið útnefndur „vernd- ari“ Noregs. Bmu BIOSBð Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Aðalhlutverkið leikur FREDERICH MARCH ISÍÐASTA SINN. | Börn fá ekki aðgang. fj ■i NÝJA BIO isa Hetjan á hestbaki. Sprellfjörug og fyndin Iamerísk skemmtimynd. — Aðalhlutverkið leikur hinn óviðjafnanlegi skopleikari JOÉ E. BROWN. SÍÐASTA SINN. MBgBEeMM— v .........* . - •'•'V ' ÍL ÍSSSSsáatijWMisvwataw Jarðarför móður minnar Kristínar Ástríðar Eiríksdóttur fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 26. þ. m. og hefst með bæn að heimili mínu, Bárugötu 20, kl. 1,30. Brynjólfur N. Jónsson. leifiewlasiitaiá Terslnoarskéla fslands heldur allsherjar nemendamót í tilefni af 35 ára afmæli Verzlunarskólans þann 30. þ. m. að Hótel Borg. BORÐHALD — RÆÐUR — SÖNGUR — DANS. Hver árgangur hefir sitt borð. Áskriftarlisti liggur frammi í Bókaverzlun ísafoldarprent- smiðju, og verða þeir, sem taka þátt í borðhaldinu, að hafa tilkynnt þátttöku sína fyrir 28. þ, m. STJÓRNIN. AHaifundHr félags Berklavarnar, Reykjavík, verður haldinn í K.R.- húsinu uppi, á fimmtudagskvöld 25. apríl kl. 8,30. ÐAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Erindi frá miðstjórn S.Í.B.S. Fjölmennið. STJÓRNIN. vom á heimleið frá Þrándheimi, hefðu flogið yfir akra, þar sem korrnr og börn vora, og flug- mennirnir skotið af vélbyssum á fólkið. Þessari frétt í „Svenska Dag- bladet“ svaraöi þýzka útvarpið í fyrrakvöld með orðsendingu til sænsku þjóðarinnar, þar sem því var lýst yfir, að þýzki herinn myndi ekki þola það, að heiður hans væri flekkaður á slíkan hátt, og myndi slíkrar móðgunar verða hefnt á viðeigandi hátt. Revpn: Forðnm í Flosaporti, íriinpýnd n. k. mðnndag. ■p* ORÐUM I FLOSÁPORTI“ er nafnið á hinni nýju „revyu“, sem á að að framsýna næst komandi mánudagskvöld. Leikendur verða 18 ogístærstu hlutverkum eru: Alfred Andrés- son, Gunnar Bjarnason, Lárus Ingólfsson og Bjarni Björnsson, Sigrún Magnúsdóttir og Emilía Borg. ■ Hafnafjarðar Bíó B Útlaglnn \ ■ Þessi sögulega stórmynd verður sýnd í kvöld og næstu kvöld. ÞVOTTADUFT aðeins 0.65 pakkinn. Kristalssápa 1.10 pk. Bón % kg. 1.20 pk. Sunlight-stangasápa, Persil — Radion — Rinso Lux-sápa og spænir. Komið, — símið, — sendið. BREKKA Ásvallagötu 1. Sími 1678 TJARNARBÚÐIN. Sími 3570.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.